Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Er hægt að hressa upp á listamennsku með vottorðum frá lögreglunni? Franska lögreglan hefur boöað herferð til að ,,hreinsa til á Montmartre". Hér er ekki um það að ræða, eins og menn gætu haldið, að smala saman í lögreglubíla hasssölum eða gleðikon- um. Það á að ,,hreinsa" burtu gervilistamenn sem taldir eru varpa skugga á forna frægð þessarar ágætu hæðar þar sem margir merkir listamenn hafa búið, starfað, unnið fræga sigra og ósigra. Einkum beinist hreinsunin að torgi sem Place du Tetre heitir, miðstöð skapandi listar, en þykir nú gagnsósa a£ ómerkilegasta prangi. Einstaka „alvörulista- menn” eru sagðir hjara enn á þessum slóðum, en flestir hafa flúið í mótmælaskyni við þá þróun sem átt hefur sér stað. Brellur mvndasala A sunnudögum eru um 300 manns að reyna að selja myndir á torginu, en þá má telja á fingrum annarrar handar sem eru nokk- urs virði. Sumir sölumenn standa með litaspjald og fitla með pensla til að gefa gestum hugboð um „ekta” málverk — en eru I reynd að pranga út myndum sem þeim kaupa i slumpum i stórum vöru- húsum. Ráðvilltir ferðamenn Place du Tertrenú um stundir; vettvangur óprúttinna skransala Hreinsaö til á Montmartre en það stendur á miðju þvi svæði sem menn á borð við Renoir, Picasso, Modigliani og Braque gerðu frægt. Vonir túristanna A undanförnum árum hefur torg þetta, sem frægt er i bókmenntum og söngyum, dregið til sin bæði mikinn fjölda fáráðra túrista og glás af andlitsmynda- teiknurum, skuggamyndaklipp- urum og skransölum. Margir þeirra reyna að ganga fyrir þeirri goðsögn sem lifir meðal túrista, að kannski geti ferðalangurinn kaupa svo af þeim, kannski fyrir tifalt það verð sem fæstfyrir skiliri þessi i verslunum. Aðrir kaupa sér myndir prent- aðar á silki og mála yfir þær og selja sem frumleg verk. Seljand- inn dregur „siðustu pensildrætt- ina” með glæsilegu látbragði i viðurvist forvitinna gesta, og rit- ar siðan fangamark sitt. Andlitsteiknarar, vopnaðir svartkrit eða penna, tæla gesti til að sitja fyrir og draga upp af þeim fátæklegar eftirlikingar og krefjast drjúgra launa fyrir. Mafia eda siöabót Til þessa hafa viðbrögð við þessum áformum verið heldur jákvæð. En nýliðar á torginu, ekki sist útlendingar, segja, að eigendur myndsölustaða og „mafia” langsetumanna á ofan- greindu torgi hafi unnið aö þvi að koma hinum nýju takmörkunum á með það eitt i huga aö útrýma allri samkeppni. André Roussard heitir mynd- sali, sem hefur verslun sina skammt frá torginu. Hann vill neita að visa þessum ásökunum á bug og segir, að það sem mestu máli skipti sé blátt áfram það, að það séu engir listamenn eftir á Place du Tertre. Aðeins tveir af hundraði geri eitthvað sem minni á list, og þeir geri það reyndar hörmulega. Aðrir eru að selja annarra manna myndir, losa sig við færi- bandaframleiöslu eða þá þeir búa til rusl. Einn langsetumanna torgsins játar reyndar, að hann sé bara sérfræðingur i þvi, að draga upp það sem ferðamenn helst vilja hafa heim með sér — i þeim litum sem þeir helst vilja á hverjum tima. Og það eru málaðar margar myndir af Eiffel-turni og Heilags- hjartakirkju og brúm yfir Signu. þúsundir og tugþúsundir. Tvær miljónir manna heimsækja Montmartre á ári hverju og finnst þeir kannast við sig: Er þetta ekki gatan sem Utrillo málaði? En listamennirn- ir sjálfir eru farnir. Þeir eru ein- hverstaðar hinum megin við Signu, á Montparnasse. Picasso: nú er hún Snorrabúð stekkur... „uppgötvað” verðandi snillinga upp á eigin spýtur. A verðbólgu- timum eru þær frásagnir mjög kitlandi, sem segja frá þvi, að myndir aldamótasnillinga voru upphaflega seldar fyrir nokkra drykki i næsta öldurhúsi, en eru núna seldar á miljónir. Place du Tertre var i eina tið Undur jórdanskrar Maríumyndar NADABA, Jórdaniu 1/2 Reuter — Undur og stórmerki hafa undan- farið gerst i sambandi við helgi- mynd af Mariu mey, sem varð- veitt er i kirkju rétttrúnaðarsafn- aðarins i Nadaba, fornri borg frá þvi að landið heyrði undir keisar- ann i Miklagarði. Allnokkrir menn hafa vitnað að þeir hafi séð myndina stafa frá sér „guðlegu ljósi” og nýlega bættist þar að auki við á mynd Mariu þriðja hendin. Er fullyrt að þar sé um kraftaverk að ræða. Fréttamaður Reuters, sem kom I kirkjuna i dag, sá sjálfur þessa þriðju hendi, sem er að sögn hans fölblá að lit. Hundruð manna koma nú til kirkjunnar hvaðanæva úr landinu til að verða vitni að undrunum. Hefurðu bréf upp á þaö? Hvað ætlar svo lögreglan aö gera til að hressa upp á hið listræna siðgæði uppi á Montmartre? Nú i mars verður sú regla upptekin, að allir þeir sem vilja sýna á torginu verða að fá leyfi hjá lögreglunni. Til að leyfi sé veitt verður listamaðurinn að sanna að hann hafi ákveöið heimilisfang og sömuleiöis að hann sé skráður hjá almanna- tryggingum sem myndlistar- maður. (Ekki er þetta vel efnilegt: kannski verður hreinsunin i reynd ekki fólgin i öðru en þvi, að mútuþægir lögregluþjónar fá aukatekjur af listamönnum og skiliriamálurum með hæpin skil- riki?) Onnur ráðstöfun er sú, aö hver maður má aðeins sýna eina mynd sem hann er að vinna að og tvær myndir sem eru að þorna. Þetta á að reyna að endurskapa það and- rúmsloft að hér sé samastaður listamanna að verki. Það verður og bannað að menn reyni að vekja áhuga á vöru sinni með auglýs- ingaháreysti. Andlitsreiknurum verður skammtað afmarkað pláss á viss- um hluta torgsins. INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1978 1.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkissjóðs ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskír- teini allt að fjárhæð 1000 milljónir króna. Kjör skírteinanna eru í aðal- atriðum þessi: Meðalvextir eru um 3,5% á ári, þau eru lengst til 20 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 25. mars og eru með verðtryggingu miðað við breytingar á vísitölu bygging- arkostnaðar, er tekur gildi 1. apríl 1978 Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru skatt- frjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og sparifé. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum. Sala skírteinanna hefst 14. þ.m, og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Febrúar 1978 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 36. tölublað (12.02.1978)
https://timarit.is/issue/222175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

36. tölublað (12.02.1978)

Aðgerðir: