Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 12. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Smákorn
Eftir Rúnar Kristjánsson
Hjónin sátu i stofunni og
gláptu á sjónvarpið. Þaö voru
auglýsingar á skerminum,
þessar eilifu auglýsingar sem
skáskjóta sér inn i heilabú allra
sem á horfa og hreiðra um sig
þar, til ágóða fyrir heildsala,
smásala, bóksala, bilasala
o.s.frv. o.s.frv.
Það var happdrættis-aug-
lýsing sem kom hreyfingu á tal-
færin, ein af þessum sigildu
róna-auglýsingum, sem eru
orðnar svo frægar, að betri
borgarar skammast sin fyrir
finu fötin.
Húsbóndinn, eða eigum við að
segja eiginmaðurinn eða bara
annar aðilinn, sneri sér að hús-
móðurinni, eiginkonunni, hinum
aðilanum, og lét i sér heyra:
Ekki cr sjón að sjá hann Bessa.
Sjáðu bara...
Hann er alveg eins og klessa,
eða þvara.
Ekki féll þetta i kramið hjá
frúnni sem svaraði snögg upp á
lagiö:
Vertu ekki enn með þessa
öfund maður.
Þú ert ekkert á við Bessa,
árans þvaður....
(bætti húsbóndinn við, fýldur.)
Þaö var þögn smástund, brot
úr augnabliki, þau sátu eins og
bergnumin af persónuleikunum
tveim sem hreyktu sér á skerm-
inum, hún þó alveg sérstaklega,
hann tautaði fyrir munni sér...
Þessihressi Bessi... svo byrjaði
hann aftur:
Arni er býsna aumur þarna.
Ef tii vill með lús.
Aður lék hann likt og stjarna
Lilla klifurmús.
Frúin lét ekki standa á svari,
frekar en fyrri daginn:
Mér fer við þig senn að
sárna,
svona, ekkert bull.
Hættu strax að hnýta i Arna,
hann er ekta gull.
Húsbóndinn hengdi höfuðið og
tautaði:
Ekkert má nú maður segja.
Min er þjökuð sál.
Frúin bætti við, miskunnar-
laust:
Aldrei lærir þú að þegja.
Það er vitað mál.
Svo leið auglýsingin hjá eins
og loginn hviti. Þau sátu og
gleyptu áfram kvöld-dag-
skrána, eins og hún lagði sig.
Timinn leið við þessa þokka-
iðju, uns þau vöknuðu allt i einu
við það, að þau höfðu starblint á
stillimyndina i röskan stundar-
fjórðung.
Þá var slökkt og hugsað til
svefns og sælla drauma.
Svona fór um sögu þessa.
En segja skal það með,
að allir hafa Arna og Bessa
eins og róna séö.
Auglýsinga æðið stóra
allir hafa séð.
Gróðavonar glæsta óra
ganga flestir með.
Gamanið það kann aö kárna.
Kvelur verkur haus
Kannske blindar Bessa
og Arna
„bisniss” glórulaus.
Ekki skal hér masa meira,
margan þreytir slikt,
en sjálfsagt mætti segja
fleira
um sitthvað þessu likt.
Draumar og fjölmiðtur
Skólasýning opnuð í
Ásgrímssafni í dag
i dag verður 14. skóla-
sýning Ásgrimssafns opn-
uð. Leitast var við að gera
hana sem f jölþættasta, en
á sýningunni eru olíu- og
vatnslitamyndir ásamt
nokkrum teikninqum.
A skólasýningum safnsins und-
anfarin ár hafa þjóðsagna-bók-
menntir okkar verið kynntar i
myndlist Ásgrims Jónssonar, en
hann var mikill aðdáandi þeirra.
Með sýningu á myndum þessum,
sem flestar eru málaðar með
vatnslitum, vill Ásgrimssafn gefa
æskufólki kost á að skyggnast inn
i þennan furðuheim.
1 heimili listamannsins eru ein-
göngu sýndar þjóðsagnamyndir.
Ein af þeim er hin þekkta mynd
„Nátttröllið á glugganum”, sem
Asgrimur gerði árið 1905 fyrir
Lesbók barna og unglinga.
t vinnustofu Ásgrims er sýning
á oliumálverkum, og meðal
þeirra myndir úr Njálu og
Grettissögu. Þessi 14. skólasýn-
ing nær yfir hálfrar aldar timabil.
Aðstoðaði Guðmundur Benedikts-
son myndhöggvari við val og upp-
hengingu myndanna.
Skólasýningar Asgrimssafns
virðast njóta vaxandi vinsælda,
en nemendur úr hinum ýmsu
skólum borgarinnar, og utan
© ©”
Í!Í\ 'ÖV
' \V\ v \ .
i:
rian-.g
C=K-----
Hremma tröllskessa og sóknarpresturinn. Teikning gerð 1953.
hennar, hafa heimsótt hús
Asgrims, en þar er heimili hans i
sömu skorðum og var er hann
kvaddi það i hinsta sinn, og er það
einasta listamannaheimili i
Heykjavik sem opið er almenn-
ingi.
Skólayfirvöld borgarinnar hafa
stuðlað að heimsóknum nemenda
i söfn, enda virðist slik listkynn-
ing sjálfsagður þáttur i námi upp-
vaxandi kynslóðar. Og fróðlegt er
fyrir nemendur að lita með eigin
augum hina miklu listaverkagjöf
Ásgrims Jónssonar sem hann
ánafnaði þjóð sinni, og varðveitt
er i húsi hans.
Sýningin er öllum opin sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1,30— 4. Sértima geta skól-
ar pantað hjá forstöðukonu
Asgrimssafns i sima 14090 og
13644. Aðgangur ókeypis.
Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74.
Bandarískir þingmenn
hræddir við sjónvarp
Ótrúlegt en satt: þingmenn
fulltrúadeildar bandariska þings-
ins eru hræddir við að láta sjón-
varpsvélar beinast að sér við
þingstörfin og ekki að ástæðu-
lausu.
Aformað hafði verið, aö
sjónvarpa reglulega frá störfum
Útgerðarmenn - Skipstjórar
Vorum að fá stóra sendingu af hinum
viðurkenndu
<EE> gúmmíbjörgunarbátum
Stærðir: 6 - 8 - 10 - og 12 manna
i tösku eða hyiki
Athugið verð og greiðslukjör
ÓUYFIM GÍS.IASOM & CO. IIF.
SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKJAVÍK
þingdeildarinnar, en tilraunir til
útsendingar hafa fengið þing-
menn til að hætta við þá ákvörð-
un.
Ástæðurnar eru margar. Ekki
verður við komið nauðsynlegri
lýsingu og förðun i þingsal. Þvi
verður útkoman sú á sjónvarps-
skermi, að skallar þingmanna
skina eins og sól i heiði, hrukkur
dýpka i andlitum þeirra og þeir fá
djúpa fyllrisbauga kringum aug-
un.
Lýsingin getur einnig orðið til
þess, að svartir þingmenn hverfi
með öllu af skerminum.
Ennfremur mega jafnvel mestu
strigabassar úr röðum þing-
manna ekki snúa sér frá hátöl-
urunum andartak, þá heyrist
ekkert i þeim i sjónvarpinu.
En þingmenn hafa fleiri ástæð-
ur til að óttast sjónvarpið. Þeir
eru smeykir um að sjónvarps-
menn muni nota tækifærið til að
beina vélum sinum að þeim með-
an þeir dotta undir leiðinlegum
ræðum. Þá er það heldur ekki til
þess fallið að auka álit þingsins,
að oft mundu sjónvarpsmenn
renna upptökuvélaaugum sinum
yfir sal, sem væri hálfauður eða
meir, þvi þingmenn eru ekki sér-
lega gefnir fyrir að sitja i sætum
sinum lengur en þeir mega til.