Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1978
Nú um helgina lauk í V-
Berlín stærstu landbún-
aðar- og matvælasýningu,
sem haldin er árlega í V-
Þýskalandi, „Die Griine
Woche", eða Grænu vik-
unni.
600 þús. gestir
Græna vikan er alþjóðleg sýn-
ing, sem er orðin fastur liður i
skemmtana- og sýningarhaldi V-
Berlinar og nýtur hún geysilegra
vinsælda. I þetta sinn heimsóttu
um 600 þús. gestir sýninguna,
sem stóð i 10 daga, þar á meðal 50
þús. fulltrúar fyrirtækja á sviði
framleiðslu og sölu landbúnaðar-
afurða. Sýningingarsvæðið er
mjög stórt, með 23 sýningarhöll-
um, og eru þær flestar á stærð við
Laugardalshöllina.
Eins og skýrt hefur verið frá i
Þjóðviljanum skartaði fáni
Islands nú i fyrsta sinn við sýn-
ingarsvæðið og i sérstökum
tslandsbás kynnti Búvörudeild
SIS islenskt dilkakjöt og aðrar
kjötafurðir.
Heima á tslandi þætti efalaust
skritið að bjóða gestum að vera
við opnun slikrar sýningar kl. 8 að
morgni, eins og gert var föstu-
daginn 27. janúar, þegar Græna
vikan var opnuð.
Meðal boðsgesta var Halldór E.
Sigurðsson, landbúnaðarráð-
herra, Agnar Tryggvason,
h «Hi/ 'I ilsmu, y < ■L \ 1 hI ' í < ^
RSægaæar ' ff i ’ * W fiw I 1 *af* ■} í ■ i \ tláB&m M
Lopapeysu^ frá Alafossi voru á sinum stað.
ÍSLENSK ÞÁTTTAKA
framkvæmdastjóri Búvöru-
deildar StS, Sveinbjörn Dagfinns-
son, ráðuneytisstjóri, Gunnlaug-
ur Björnsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Búvörudeildar SIS,
Gylfi Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri SIS i Hamborg og
Niels P. Sigurðsson, sendiherra i
Bonn.
Islenski básinn
tslenski sýningarbásinn var
ekki fyrirferðarmikill þar sem
hann stóð milli tyrkneska, italska
og indverska sýningarsvæðisins,
en hann stakk skemmtilega i stúf
við nánasta umhverfi og vakti
verðskuldaða athygli. Básinn var
bláleitur og bjartur, skreyttur
stórum litmyndum af kindum og
landslagi og á skermi var sýnd
landkynningarmynd um islensku
sauðkindina.
Bakatil i básnum var litið eld-
hús, þar sem Helgi Ingólfsson,
matsveinn á Hótel Sögu, stóð frá
morgni til kvölds og matreiddi is-
lenskt lambakjöt, sem gestum
var boðið að smakka á. Þjóðverj-
ar kunnu greinilega að meta elda-
mennskuna hjá Helga og næstu
nágrannar á sýningunni, Tyrk-
irnir, einnig.
Ljúffengten full-dýrt
Eins og fram kemur i viðtali við
Gylfa Sigurjónsson hér i-blaðinu,
er meðal-neysla á lambakjöti þre-
falt meiri i V-Berlin en annars-
staðar i V-Þýskalandi. 1 V-Berlin
eru um 150 þús. Tyrkir, sem trúar
sinnar vegna mega ekki borða
svinakjöt,en kaupa kindur á fæti
af Þjóðverjum, slátra þeim sjálf-
ir og matreiða á sinn sérstæða
hátt. Tyrkirnir gera miklar kröf-
ur til bragðgæða lambakjötsins
og voru þeir mjög hrifnir af
islenska kjötinu, en þótti það
heldur dýrt.
Ullarvörur frá Álafossi
Á sérstöku verslunarsvæði i
sýningarhöll nr. 1 var sölubás frá
umboðsmönnum Alafoss i V-
Þýskalandi. Þar var fjölbreytt
úrval af islenskum lopapeysum,
handprjónuðum og vélprjón-
uðum, húfum, jökkum, vettling-
um og reflum. Undirritaðri leist
þó ekki á verðlagninguna. Heilar,
handprjónaðar peysur kostuðu
160 mörk eða 16 þús. kr.: hneppt-
ar kostuðu 180 mörk.
Vélþrjónuðu peysurnar voru
nokkuð dýrari, fóðraðir jakkar
kostuðu ailt ao 260 mo.'kum en
ófóðraðar peysur um og yfir 200
mörk eða um 20 þús. kr.
Grænu vikunni lauk með
viðhöfn á sunnudagskvöld, og þá
höfðu verið matreidd 150—200 kg.
af lambakjöti i islenska sýningar-
básnum.
Viðtökurnar voru, eins og fyrr
segir, mjög góðar. Þjóðverjar
sýna íslandi mikinn áhuga og
margir gerðu sér erindi i islenska
básinn til að spyrjast fyrir um
ferðalög og staðhætti á tslandi.
ái/mhg
tslendingar eru ekki einir um
að hafa gaman af stórum iðnaöar-
heimilis- eða landbúnaðarsýning-
um; i \'-Þýskalandi njóta slikar
sýningar mikilla vinsælda.
Kannanir, sem gerðar hafa
verið á viðbrögðum v-þyskra
sýningargesta hafa leitt i ljós, að
eitt vinsælasta skemmtiatriðið á
landbúnaðarsýningum, bæði i
Frankfurt og Miinchen, eru is-
lensku hestarnir, „Islands-
pferde”.
Við undirbúning Grænu vikunn-
ar i V-Berlin komi ljós, að ekki
var áætlað að sýna þar islenska
hesta og urðu það mönnum nokk-
ur vonbrigði.
Sýningarstjórnin greip þá til
þess ráðs, að gera islenska hest-
inn að sérstökum heiðursgesti
sýningarinnar og sýndu fjögur
ungmenni listir hestanna oft á
dag, meðan sýningin stóð yfir.
Hestarnir heita: Bragi, Dagur,
Léttfeti og Svartskjóni, allir i eigu
Othmars og Frauke Futh, sem
búa á litilli eyju við strönd Norð-
ursjávar, Spiekeroog.
Othmar Futh sagði i samtali við
blaðamann Þjóðviljans að alls
ættu þau hjónin 35 hesta, alla is-
lenska, og reka þau reiðskóla á
eynni.
Islenskir hestar kosta milli 5000
og 6000 mörk, en Othmar sagði að
verðið gæti þó verið hærra, en
færi eftir tamningu.
Hestarnir fjórir, sem sýndu
listir sinar á Grænu vikunni, eru
allir tamdir heima á íslandi og
hafa þeir unnið til verðlauna á
góðhestakeppnum i V-Þýska-
landi. Til dæmis er Dagur fyrr-
verandi Evrópumeistari i töiti.
Knaparnir, sem sátu hestana,
ásamt Frauke og Othmar, heita
Anke Strothman og Bruno Pod-
lich.
Þessir fjórir hestar voru einskonar heiðursgestir á vikunni.
ALVEG I RUSLI
ái/mhg