Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1978 TÓNLIST, TÓNLIST? Fram aö þessu hefur það viljað brenna við, að viðfangsefni þessarar síðu hafi að mestu verið einskorðað við svokallað popp. Með nafninu Horn- auga viljum við benda á, að til eru fleiri sjónar- horn á fyrirbærið hljóm- list, en almennt eru sett fram í slíkum þáttum. Viljum við umsjónarfólk þessa þáttar, gjarnan líta i fleiri horn, innan þess víða sviðs sem kennt er við hljómlist. Tónlist sem idnaðarframieiðsla Vinsælasta tónlistin i dag, er án efa hin svokallaða „diskó” tónlist. Með vinsældum, eigum við við, að þessi tóniist á sér stóran áheyrendahóp og er út- breidd. Hún einokar skemmti- staðina, skipar drjúgan sess i útvarpi og plötur með þessari tegund tónlistar, seljast i griðarlegum upplögum. t stuttu máli, maður kemst ekki hjá þvi að verða var við diskó-tón- listina. Henni er troði uppá fólk, hvar og hvenær sem er. Það væri ekki úr vegi að lita inni stúdióiö og sjá hvernig þessi tónlist er búin til. „Strákarnir” eru mættir á svlðiðogþegar jpptökumaöurinn er tilbúinn, er trommuheilinn settur i gang. Takturinn á jú alltaf að vera jafn og gangandi. Nú hefst „rytmasessjónin”, þ.e. samleikur bassa og gitars með trommuheilann i eyrnartólum. Þetta er siöan spilaö nokkrum sinnum i gegn og skellt inná spólu. Þá er einn úr hópnum látinn syngja aðalröddina inná. Þegar strákarnir eru ánægðir með ailt þetta, tylla þeir sér inn i upptökuherbergið og hlusta á afrakstur dagsins. Þeir finna þá jafnvel , að það væri nú ansi gott að fá saxofonsóló þarna inn á milli. Þaö er hringt i einn góðan, hann settur inn og látinn blása eftir bestu getu, bætt inn „klappi” hér og „dingi” þar og „stelpurnar” fengnar til að „úa”, til aö fá „filingu” i lagiö. Að lokum er þetta svo „mixað” og „bangsað” allt saman og út- koman er „frábær”!!!??? 011 þessi lög eru unnin eftir einni ákveðinni formúlu. Þetta er fjöldaframleiðsla sem er firrt öllu lifi. Tónlistin gegnir ekki lengur þvi hlutverki að vera tjáning, heldur er þetta orðinn blákaldur iðnaöur, sem er ofur- seldur markaöslögmálunum. 1 samræmi við markaðslögmálin, eru notaöar sérstakar aöferðir til að ná sem stærstum neytendahóp. Auglýsingarnar, stjörnudýrkunin, vinsælda- kosningarnar eru tæki til aö staðla smekk almennings. „T ónlistarsálfrædi:” „Diskó” tónlistin öðlast inntak sitt á skemmtistööunum i dansi fólksins. Formiö sem er einfalt aö uppbyggingu þ.e.a.s. einföld stef, einfaldir textar o.s.frv. er til þess fallið, aö fólk gleypi við þvi, án nokkurrar ein- beitingar. Hinn jafni og til- breytingarlausi taktur og hinn mikli hljóðstyrkur á skemmti- stööunum, býr yfir sefjunar- mætti. Einstaklingarnir renna saman i einhverja ómeðvitaöa heild og „tjáningarforrn” þeirra er dansinn, staðiaðar tisku- hreyfingar. Það er vandlega fyrir þvi séð, að halda einstak- lingnum i algjör sambandsleysi við sjálfan sig og aðra. Þessi notkun á tónlistinni kemur viðar fram en á skemmtistöðunum. Otvarpið hefur fasta þætti meö „léttri tónlist”, i þeim tilgangi, að dreifa hugum fólks við vinnuna og auka afköstin. Vöruhúsatónlistin er enn eitt dæmi um sálfræöilega notkun tónlistar i þágu kapitalismans. Létt og róleg tónlist hefur af- slappandi áhrif á kaupandann og hann gefur sér betri tima við vöruvalið. Kapitalisminn notar sér hljómlistina sem tæki,i sina þágu, til að hafa áhrif á sálar- ástand fólks. Sígild tónlist? En hver er svo staða hinnar svokölluðu klassisku tónlistar i markaðsbraski tónlistariðn-' aðarins? Þetta er sú grein tónlistar, sem er „viðurkennd”. Hún hefur á sinum snærum tugi þrautþjálfaðs, sprenglærðs tónlistarfólks og sú eina grein tónlistar sem að einhverju magni er styrkt af rikinu. Við höfum starfandi heila sinfóniu- hljómsveit, sem mætir á sviðið i Háskólabió annaðhvert fimmtu- dagskvöld, fengnir eru hingað erlendir hljómsveitarstjórar og einleikarar i massavis og fjöld- inn allur af tónleikum er haldinn i viku hverri. En þrátt fyrir þessa liflegu starfsemi, virðist þessi tónlist ekki að sama skapi ná mikilli útbreiðslu. Aðsókn þessara tónleika virðist tak- markast við tiltölulega fámenn- an hóp, utan stöku sinnum, þegar sinfóniuhljómsveitin hoppar af sinu háalvarlega plani, niður til „almennings” og leikur dixiland-tónlist á svo- kölluðum fjölskyldutónleikum. Þessi tónlistargrein lifir i ein- angruðum heimi, án teljandi áhrifa á samtima sinn. Verk- efnaval þessarar tónlistar- greinar er að mestu leyti bundið viö tónlist fyrir 1900 og ótrúlega litill áhugi virðist vera fyrir tón- list 20. aldar. Til að mynda eru verk islenskra tónskálda frum- flutt einu sinni til málamynda og siðan sett ofan i skúffu. Hinar miklu þjóðfélagsbreyt- ingar 20. aldarinnar höfðu i för með sér breytingar á list- formum. Hin hefðbundnu tón- listarform voru brotin upp og varð þá slik bylting, að enn i dag hefur hún ekki verið viður- kennd, sbr. að engin heilleg stefna hefur enn náð að festa rætur. öll listsköpun 20. aldar, hefur einkennst af leit að nýjum formum, sem geta túlkað þenn- an nýja veruleika. Oft veröum við vör við þá skoðun, að tón- listin sé til tónlistarinnar vegna og hana þurfi ekki að setja i þjóðfélagslegt samhengi, að hún sé sjálfstætt listrænt fyrirbæri. Ennfremur að hið hefðbundna form tónsköpunar sé það full- komið, að þaö megi teljast sigilt og yfir gagnrýni hafið. Fullkomleiki formsins er i þann veginn aö skapa þessari tónlist það mikla viðurkenningu, að hún nálgast að vera sett á sama bás og náttúrulögmál. íhalds- semi þessa tónlistarforms, er ein skýring á þvi áhugaleysi, sem rikir gagnvart umbrotum tónsköpunar 20. aldarinnar. Eftirþankar Hvað er tónn? Hvað er hávaði? Mat manna á þvi er vissulega einstaklingsbundið. Flestir eru þó þeir, sem aðhyll- ast þá skilgreiningu að tónn hafi slétta áferö en hávaði hrjúft yfirborð. Afstaða til þessarar skilgreiningar, hefur auðvitað bein áhrif á það, hvað fólk kallar tónlist og hvað ekki. Sumir tala um sinfóniur sem „sinfóniugaul”, aðrir um popp- tónlist sem „rafmagnsiskur” og „öskur”, en aðrir geta skynjað bilhjól af götunni sem hljómlist. Þörfin fyrir nýtt tjáningarform hlýtur að krefjast endur- skoðunar skilgreininga á frum- þáttum hljómlistarinnar. Þessarar endurskoðunar er einnig þörf þegar kemur að spurningunum: hvað er hljóð- færi og hvað ekki, hverjir eru tjáningarmöguleikar hljóö- færisins, hvar eru mörkin milli listgreina o.s.frv. Hversu lengi kemur hin hefðbundna, ihalds- sama skilgreining til með að halda aftur af framþróun tjáningarformanna? Þaö hlýtur að vera kominn timi til, að endurskoða afstöðu okkar til þeirra tjáningarmöguleika, sem samtiminn býður uppá. „Það væri hrein fjarstæða, að halda þvi fram, að ekki bæri aö leggja neina áherslu á form og þróun þeirra i list. Listin getur ekki flutt nýjum áheyrendahópi nýtt efni og ný sjónarmið nema að taka upp nýjungar i formi....” B. Brecht. A.Ó./J.Þ./K.Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.