Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1978 Möguleíkar á vmstristjórn í Frakklandi Skopmynd af Mitterand og Marchais; báöir veifa vigorði einingarinnar Af hverju stafa deilur sósíalista og kommúnista? i mars er gengið til kosninga í Frakklandi. Fyrir ári siðan sýndust kommúnistar og sósíalistar öruggir um sigur í næstu þingkosningum ásamt með vinstriradiköl- um. Þessir aðilar höfðu komið sér saman um sameigin- lega stefnuskrá og náið kosningabandalag# sem er mikil- vægt við f ranskar aðstæður til að atkvæði falli ekki dauð. En skömmu síðar hófust miklar deilur milli foringja só- sialista og kommúnista, sem lauk með því, að upp úr slitnaði milli þeirra í september. Þetta hef ur verið mikið áfall fyrir marga vinstrisinna, innan Frakklands sem utan — jafnvel þótt skoðanakannanir sýni, að enn eru likindi til þess að verkalýðsflokkarnir nái meirihluta á þingi. Munu þeir geta starfað saman f reynd eftir það sem á undan er gengið? Það er þvi ekki nema að von- um, að við gripum tækifærið þeg- ar gest ber að garði, kunningja frá Paris, áhugasaman kommún- ista — til að spyrjahann um þessi mál. Og þá fyrst að þvi, hvað hann segði um þá útbreiddu skoð- un, að kommúnistar hefðu sýnt sósialistum óbilgirni, verið ósátt- fúsir úr hófi fram. Hægri sveifla — Sósialistum hefur tekist all- vel að útbreiða þá kenningu að áreksturinn sé kommúnistum að kenna. Þess i stað ættu menn að velta þvi meira fyrir sér, hvort kommúnistar hafi i raun breytt afstöðu sinni til vinstrasam- starfeins, eða hvort þeir hafi fyrst og fremst verið að bregöast viö breytingum sem urðu hjá só- sialistum. Og ég er sjálfur ekki i vafa um að um hægrisveiflu hafi veriðaðræðai flokki Mitterands. Þegar i fyrravor þóttust for- ingjar kommúnista verða varir við þessa hægriþróun, sem birtist einkum i greinum og ræðum helstu sérfræðinga sósialista um efnahagsmál, Rocards og Attalis. Hún birtist einkum i túlkun þeirra á þjóðnýtingaráformum þeim sem finna má i Sameigin- legri stefnuskrá vinstri flokkanna frá 1972. Kommúnistar gagn- rýndu þessi viðhorf, en fáir bjuggust þá viö að önnur eins harka færðist i deilurnar og raun varð á í haust. Þjóðnýting og lágmarkslaun — Um hvað stóð þjóðnýtingar- deilan? — Sameiginlega stefnuskráin gerði ráð fýrir þjóðnýtingu niu stórra hringa, sem alls hafa um hálfa miljón manns i þjónustu sinni. Sósíalistar viidu takmarka mjög þjóðnýtingu á ýmsum dótturfyrirtækjum tengdum þess- um hringum („groupes”), svo mjög, að nam sem svarar vinnu- stöðum um helmings þess fólks, sem hjá þessum samsteypum starfa. A þennan niðurskurð vildu kommúnistar ekki fallast, vegna þess að þeir töldu, að með þessu móti væru stórlega skertir mögu- leikar vinstristjórnar á þvi að reka áætlunarbúskap og ná ýms- um lykilstöðum i efnahagslífi. ■ — Það var einnig deilt um lág- markslaun? — Já. Kommúnistar hafa vilj- að, að vinstristjórn hækkaði lág- markslaun upp i 2400 franka á mánuði, en sósialistar töldu það óraunsætt; þessa hækkun þyldi franskt efnahagslif ekki. En svo gáfust þeir upp og féllust á þessa upphæð eftir nokkra vikna andóf — gerðist það reyndar i sömu viku og fyrrnefndur Rocard itrekaði að 2400 franka lágmarks- laun væri „vitfirring”. (Skv. timaritinu Economie et Politique höfðu 33% allra franskra launamanna minna en 2000 franka á mánuði i fýrravor, en 12% höfðu minna en 1500 franka. Launastigi i Frakklandi er krappari en viðast annarsstað- ar i Vestur-Evrópu. Sama timarit skýrir frá þvi, að 10% þeirra sem lægst laun hafa fá tiu sinnum lægri laun en þau 10% sem mest hafa). Rocard; hagfræðingar Mitter- rands túlkuöu málin ööruvisi. 0 y Edmond Maire formaöur CFDT ogGeorges Seguy frá CGT; aukin samstaða um launajöfnuð og sjálfstjórn verkamanna. Að draga úr misrétti — Baráttan gegn láglaunum er einmitt liður i þvi að draga úr misrétti.Kommúnistarhafai bili sett það fram sem markmið til fimm ára, að koma mesta launa- mun niður i' einn á móti fimm. Þeir telja ekki raunsætt að ná lengra i bili, en ýmsir sósialistar treysta sér ekki einu sinni i slika jöfnunarviðleitni. Égget minnt á það til gamans að á blaðamanna- fundi var einhver að reyna að striða Georges Marchais (aðal- ritari kommúnista) á þvi, að i Sovétrlkjunum væri launastiginn miklu krappari en 1:5. — Og þó svo væri, sagði Marchais, þá kemur það ekki mál við okkur. Þessi launajöfnunarviðleitni er reyndar ný af nálinni hjá kommúnistum, sem áður tóku nokkuð svipaða afstöðu til allrar kjarabaráttu. Þetta mál minnkar bilið milli kommúnista og verk- lýðssambandsins CFDT, sem áð- ur var fyrst og fremst kaþólskt, en er nú mjög róttækt i' ýmsum greinum. CFDT hefur margt að gagnrýna kommúnista fyrir, en þetta, svo og átök um sjálfstjórn verkamanna, hefur minnkað bilið á milli þessara aðila sem og á milli CFDT og CGT (verklýðs- sambands undir forystu kommúnista). — Það var einnig deilt um það, hvernig hinum þjóðnýttu fyrir- tækjum skyldi stjórnað? — Ja, kommúnistar vilja að verkamenn og starfsmenn kjósi forstjórana, en sósialistar hafa ekki verið hrifnir af þeirri hug- mynd. Meðal annars vegna þess, að þótt þeir hafi verklýðsfylgi i kosningum, þá hafa þeir veika stöðu i' verklýðsfélögunum sjálf- um. Það eru lika uppi ágreinings- mál milli kommúnista og sósial- ista um afstöðuna til Nato (en verulegur hluti forystu sósialista er „atlantiseraður” þótt vinstri armurinnsé það ekki) einnig um kjarnorkuvopn og fleira. Orsakir hægrisveiflu — Gott og vel. Setjum svo að þú hafir rétt fyrir þér, og sundrun vinstriblakkarinnar sé fyrst og fremst tengd hægrisveiflu i Só- sialistaflokknum. Af hverju staf- ar hún? — Þegar Sósialistaflokkurinn setti sér árið 1971 stefnuskrá (ári fyrir sam starfssamninginn við kommúnista), var honum stjórn- að af „blöndu” Mitterrandsinna, foringja gamla hægrikrataflokks- ins SFIO og fulltrúa CERES, vinstrisinnaðra sósialista. CER- ES hafði veruleg áhrif á gerð stefnuskrárinnar, og þar er að finna hluti sem eru sýnu róttæk- ari en það sem upp snýr hjá Sósialistaflokknum nú. En það hefur lika gerst siðan, að á flokksþingi i Nantes 1976 voru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 36. tölublað (12.02.1978)
https://timarit.is/issue/222175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

36. tölublað (12.02.1978)

Aðgerðir: