Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Æskan — 1. tbl. 79. árg. Nýlega kom út 1. tölublaö 79. árgangs Æskunnar. Blaftiö er 52 siður að stærð, fjölbreytt að efni eins og áður. Meðal efnis i þessu blaði má nefna, „Skautarnir”, ævintýri eftir Court Helmer, „Fjögur þús- und ára gömul leikföng”, „Ævin- týrið af Astra konungssyni og fiskimannsdætrunum tveim”, „Rip, Rap og Rup veðja”, eftir Walt Disney, „Að spá i spil”. „Dýr berjast drengilega”, „Hve hátt klifa blómin”, eftir Ingólf Daviðsson, grasafræðing, Verð- launaferð Æskunnar og Flugleiða til Parisar 1978 og ferðasaga úr siðustu verðlaunaferð til Chicago, þátturinn „Fyrir yngstu lesend- urna”, o.fl. o.fl. Ritstjóri Æskunnar er Grimur Engilberts, og útgefandi er Stórstúka Islands. Eþiópiar sigurvissir NAIROBI Reuter — Eþiópfustjórn telur her sinn vissan um sigur i striðinu við Sómali og segir sómölsku her- sveitirnar aðeins hafa um tvennt að velja, gereyðingu eða uppgjöf. Sjálfstæðis- hreyfing sómalska þjóöernis- minnihlutans i Eþiópíu segir að sovéskir og kúbanskir her- menn stjórni sókn Eþiópa. Harðast mun vera barist norður af borginni DireDava, sem er mikilvæg járnbrauta- miðstöö, og segjast Sómalir hafa eyðilagt 43 skriðdreka af sóvéskri gerð fyrir Eþíópum þar. Sómalir segja eþiópskar striðsþotur hafa gert loft- árásir á Hargeisa og Berbera, tvær helstu borgirnar i norðurhluta Sómalialands. Sómalir saka Eþiópa um að stefna að innrás i norðurhluta Sómalilands, en Eþiópar segjast einungis ætla að reka sómölsku hersveitirnar út fyrir landamæri Eþiópiu. Njósnamál í Kanada OTTAWA Reuter — Kana- diska stjórnin hyggst visa úr landi 10 eöa 12 starfsmönnum sovéska sendiráðsins i landinu, sem stjórnin hefur grunaða um hlutdeild i njósnum, samkvæmt fréttum sem blöð hafa eftir stjórnarembættismönnum. Aður hefur kanadiskt blað skýrt svo frá að 12 sovéskir sendiráðsmenn hafiverið staðnir að þátttöku i meiriháttar njósnahring, sem lögreglan hafi afhjúpað. Sovéska sendiráðið hefurenn ekkert viljað láta hafa eftir sér um mál þetta. Frá Vélstjórafélagi íslands skrifstofa okkar er flutt í Borgartún 18 •, Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Óska eftír að taka á leigu tveggja eða þriggja herbergja ibúð. Fyrirframgreiðsla ef ósk- að er. Upplýsingar veittar i sima 51505. Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T résmí ða verkst æðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 ' Fóstursonur minn og bróðir okkar Ólafur Guðmundsson Ljósvallagötu 22 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. - febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Theódóra Jónsdóttir og systkini hins látna hl—li—■ ............................ I——^ HÚSAVIÐGERÐIR Tökum að okkur viðhaid á húseignum, svo sem járnklæðn- ingar, gluggaviðgerðir, þéttingar og viðgerðir á stein- steyptum þakrennum o.fl. Erum umboösmenn fyrir þétti- efni á steinþök, asbest-þök og þéttiefni i steinsprungur. Við gerum hindandi tilboð i verkefnin. Hagstæðir greiðsluskil- málar. Verkpantanir i sfma 41070. sjonvarpið bilaó? Skjárinn Sjón va rpsverk stdði BegstaáasWi 38 sirni 2-1940 Barnaleikritið Snæ- drottningin sýning sunnudag kl. 15.00 — uppselt aukasýning kl. 17.30. Aðgöngumiðar í Skiptistöð SVK við Digranesbrú s. 44115 og i Félh. Kóp. sýningardaga kl. 13.00-15.00 s. 41985. LEIKFÉLAG 2l2 F^FYKJAVtKUH ^ «4* SKALD-RÓSA i kvöld — uppselt miövikudag — uppselt föstudag — uppselt SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 fáar sýningar eftir SAUMASTOFAN fimmtudag kl. 20.30 fáar sýningar eftir Miðasala i Iðnó kl. 14 — 20.30, simi 16620 I -1 Pípulagnir Nylagnir ; breyting j ar, hitaveitutenging- ( 'rar. ■ . - ] ^Sími 36929 (milli kl. : 12 og I og eftir kl. 7 á tkvöldin) I ' ■' : - -___- f'WÖÐLEIKHÚSI-B ÖSKUBUSKA i dag kl. 15 STALÍN ER EKKI HÉR 20. sýning i kvöld kl. 20 TÝNDA TESKEIÐIN fimmtudag kl. 20 Fáar sýningar eftir ÖDIPUSKONUNGUR eftir Sófóklés i þýðingu Helga Hálfdánarsonar Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Leikstjóri: Helgi Skúlason Frumsýning föstudag kl. 20 2. sýning sunnudag kl. 20.30 Litla sviðið: FRÖKEN MARGRÉT i dag kl. 15 Miðasala 13.15 — 20. Simi 1- 1200. Ferðadiskótek („Disa” og „Maria”) fyrir skemmtanir og árshát- iðir. Upplýsingar I simum 50513, 53910 og 52971 Fínna þarf Framhald af bls. 6 4. Bætt skilyrði til valddreifingar og virkari þátttöku almennings f ákvörðunum. 5. Auðveldari og ódýrari samfé- lagslega þjónustu, m.a. i heilsugæslu, menntun, sam- göngum ogorkuöflun. 6. Aukið jafnræði til menntunar, menningarlifs og þjónustu. 7. Meira öryggi gagnvart vá, náttúruhamförum og styrjöld. Jafnhliða slikum aðgerðum til eflingar byggðar sem viðast á landinu þarf að endurskipuleggja núverandi sveitarfélög, stækka þau og sameina um stjórnsýslu- miðstöðvar og ýmsa aðra þætti eftir landfræðilegum aðstæðum. Höfuöborgarsvæðiö styöji byggöastefnu Það er vissulega ljóst, að til að snúa frá núverandi byggðaþróun þarf mikið og meðvitað átak, pólitiskan vilja og stuðning þorra þeirra sem nú búa á höfuðborgar- svæðinu. Vandaður undirbúning- ur byggðastefnu af hvaða tagi sem er krefst allt annarra og betri aðferða i skipulagi og áætl- anagerð en hér hefur tiðkast til þessa, og skal þó ekki lastað það sem fyrir liggur. Forsenda fyrir staðgóðum áætlunum um atvinnu þróun og byggð er að fyrir liggi landnýtingarmat og sem fyllstar upplýsingar um auðlindir og þró- unarkosti viðkomandi svæða. Gott sýnishorn af slikri grunn- vinnu liggur nú fyrir i svæðis- skipulagi fyrir ölfus- Hvera- gerðis- og Selfosshrepp, unnið á vegum samvinnunefndar viðkomandi sveitarfélaga af TeiknistofunniHöfða i Reykjavik. Rammi þessa verkefnis hefði raunar þurft að vera mun viðari, en hér er góður visir að þvi sem koma þarf sem fyrst fyrir landiö allt. Jafnhliða þurfa menn að koma sér niður á helstu markmið, er leggja beri til grundvallar æskilegri byggðaþróun og aðferð- ir til að stýra nenni. A þessu sviði eiga stjórnmálaflokkarnir mikið starf óunniö, hver á sinum vett- vangi, og almannasamtök, þar á meðal verkalýðshreyfingin, þurfa að láta sig varða þessi efni. Ég er ekki að mæla hér með spenni- treyju fyrir hvert byggðarlag i landinu, sveigjanleiki verður aö sjálfsögðu aö vera fyrir hendi og stöðugt endurmat á aðferðum og markmiðum. Dreifing rikisstofnana Um leiö og höfuðborgarsvæðið gerir kröfu um jafnræði varðandi stuðning við atvinnuvegi úr fjár- festingarsjóðum (Byggðasjóði o.fl.) á við aðra landshluta er vert að minna á þau miklu hlunnindi sem samfélagið við Faxaflóa nýt- ur af stjórnsýslu- og menningar- stofnunum fslenska rikisins i höf- uðstaðnum. Það er engan veginn sjálfgefið að slikar stofnanir lýðveldisins (stjórn-, þjónustu- og menntastofnanir) séu njörfaðar niður í einu byggðarlagi. Hug- myndin um höfuðstað eins og við erfðum hana frá Kauðmannahöfn er á margan hátt úrelt og brýtur i bága við eðlilegar óskir um jafn- rétti og valddreifingu. Hún er til orðin fyrir daga sima, örbylgju- tækni og flugvéla. Fyrirnær þremur árum skilaði stjórnskipuð nefnd („stofnana- nefnd”) af sér myndarlegu og vel unnu áliti um flutning rikisstofn- ana frá Reykjavik. Hér verður ekki lagður dómur á einstakar til- lögur nefndarinnar, en núverandi rikisstjórn hefur lftinn sem engan áhuga sýntá málinu og forðast að taka það til umræðu. Hér þó um afar þýðingarmikinn lið i byggða- málum að ræða. Fýrsta skrefið og það sem útlátaminnst ætti að vera gagnvart Reykjavik er að fjölga verulega útibúum ýmissa stjórnstofnan i landshlutunum, t.d. varðandi skipulags- og húsnæðismál og efla þar ýmsa rannsóknastarfsemi og menn- ingarstofnanir, þótt miðstöðvar haldist i Reykjavik. A þessum mánuðum reynir á ákvarðanir um aðsetur áógræktar rikisins, en til flutnings stærri stofnana þarf verulegan undirbúning og aðdragana, sem stofnananefnd lagði til að væri i höndum sér- staks Flutningsráðs rikisstofn- ana, sem stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að koma á fót til þessa. Frumskilyrði i þessu máli sem öðrum er pólitiskur vilji, og á hann mun reyna innan tiðar. Ný stefnumió Ný tök á húsnæðismálum eru lika brýn, eigi að taka á byggða- málum, eins og hér er til umræðu og breytt skólastefna er þar ekki siður dagskrármál. Allir þessir þættir og fleiri ótaldir þurfa að haldast i hendur við ný tök á atvinnu- og fjár- festingarmálum um leið og efldur er félags- og samvinnurekstur. 1 efnahagslifi þarf að nýta hag- kvæmni til að þróa gróna og nýja atvinnuvegi og byggja á innlend- um kostum, afli og hugviti sem frekast má verða og tækni og fjármagni við hæfi hins smáa islenska samfélags. Við þurfum jafnframtsemfyrst aðfinna fleiri áttir en suður og þegar það hefur tekist verður skemmtilegra að vera Reykvikingur meö annaö en útkjálka fyrir augum og betra aö vera íslendingur en nú er. Hjörleifur Guttormsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 36. tölublað (12.02.1978)
https://timarit.is/issue/222175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

36. tölublað (12.02.1978)

Aðgerðir: