Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 5. mars 1978 Kvittun fyrir Kvikmynda- hátíð Kvikmyndahátíðin margfræga er að vísu um garð gengin og margt hef- ur um hana verið skrif að — kannski finnst sumum að nú sé nóg komið. En vegna ,,ókyrrðar á vinnu- markaðinum'' hef ég ekki fengið tækifæri til að segja allt sem mér býr í brjósti fyrren nú, og skal því látið vaða. „Ég er á móti klámi” Þegar fræðingar framtíðarinn- ar taka að kryfja samtið okkar Samkeppni Kvikmyndahátídar ’78 Bóndi besta myndin myndagéííarmÍ'ður"' hlaut st'’eÍ!‘nn>5'nj6lilssBon''di ,Vega upp á móli ýmsum ‘«1 f'LI.J. samkePP"i Kvik- hetðursverölaunh "lm an"mörkun>- idahátiðar 1978, fyrir mynd Kvikmyndohát" ’Dart freis‘«ndi • Vhsmur. -fS --S'i-Esys ^TTT^kvikmyndahátío nt,^a"" Salefl,is hmy'ndaii^-^-^-hnar / ------~-.^eyrí á I fnyndahátfðin: einn viðbjóður, u nienningar- > nMi ______ rN,ri' ‘‘,v Viafa .m 'arannoh\aðsrr's' upp * f «n vyáUðar- * * . .jinnentistl bara verið að myndskreyta bók- menntatexta. Sem dæmium þetta má nefna atriðið þar sem Nebúkadnesarerað gefa telpunni Lilju rúsinur úr poka. Hann er lengi að maula eina rúsinu og á meðan étur hún af kappi, og þul- urinn segir (til þess að ekkert fari nú milli mála); þau sátu og tugðu rúsinur, hún tiu meðan hann tugði eina. Vafalaust má tina til ýmislegt gott og fallegt um Lilju þessa. En það verða vist áreiðanlega nógu margir til þess. Ern eftir aldri Ein mynd af þessum sjö finnst mér ekki hafa notið sannmælis: þjóðhátiðarkvikmyndin hans Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri. Henni var mjög vel tekið i Háskólabió, enda myndin bráð- skemmtileg. Þetta er mynd sem ætti að sýna sem oftast, en sann- leikurinn mun vera sá að hún hef- ur ekki fengistsýnd i sjónvarpi og fáir höfðu séð hana áður. Dóm- nefndin forðaðist að taka nokkra afstöðu til hennar, nema setja hana á sama bás og hinar sem þóttu „óverðugar”. Liklega hefur þeim ekki fundist hún nógu merkileg „sem kvikmynd” — og alltof „pólitisk” til að vera tekin alvarlega sem list. Annars ætla ég ekki að leggja þeim orð i munn, dómurunum. Ern eftir Borið 1 bakkafullan lækinn hljóta þeir að verða i vandræöum með þessa fyrstu kvikmyndahá- tið og þá umfjöllun sem hún hlaut i fjölmiðlum. Þá á ég ekki við skrif okkar vesalinga sem við kvikmyndagagnrýni fáumst, lát- um þau liggja milli hluta i þetta sinn. Nei, ég á við allt hitt, sem blöðin hafa birt og eru reyndar enn að birta: lesendabréfin i Mogganum, greinarnar i Dag- blaðinu o.s.frv. Efni þessara skrifa er i stuttri samantekt eitt- hvað á þessa leið: „Ég sá að visu enga mynd á Kvikmyndahátið- inni, en ég er á móti klámi”. Þessu er yfirleitt beint gegn Thor Vilhjálmssyni, sem i augum „al- mennings” hefur tekið á sig mynd hins svivirðilegasta klámhunds sem vill allt á sig leggja til að af- vegaleiða saklausu börnin okkar. Að sjálfsögðu er klámstimpill- inn sem Kvikmyndahátiðin hefur fengið á sig algjörlega úti hött. Hann er til kominn vegna tveggja kvikmynda af þeim 19 sem sýnd- ar voru: Veldi tilfinninganna, sem ekki ómerkari aðili en vest- ur-þýski Hæstirétturinn segir reyndar að sé ekki kiám, og Sætr- ar myndar — sem varð algjört kassastykki á hátiðinni vegna þess að „almenningur” frétti að þar sæist fólk kúka og pissa. Undirrituö veröur þvi miður að játa að hún sá hvoruga myndina og getur þvi ekki fjallað um þær af neinu viti. Ég sá hinsvegar fjöldann allan af góðum kvik- myndum þessa tiu daga sem há- tiðin stóð, og er Thor Vilhjálms- syni og þeim mönnum öðrum sem að þessum menningarviðburði stóðu afar þakklát, og svo mun um fleiri þótt þeir hafi ekki eins hátt i fjölmiðlum og „almenning- ur”. Sérstada kvik- myndahátíða Um bannið á Veldi tilfinning- anna ætla ég ekki að vera marg- orð, nóg er nú samt. En mér finnst það stórt atriði i sambandi við kvikmyndahátiðir framtiðar- innar (vonandi hefur menningar- fjandsemi „almennings” ekki drepið þann möguleika) að þeim verði fenginn pottþéttur lagaleg- ur grundvöllur eða „status” eins- og venjan er um slikar hátiðir i öðrum löndum. Það eiga ekki að gilda sömu lög um kvikmyndahá- tið, sem sýnir útvaldar myndir i örfá skipti innan ákveðins ramma, og venjuleg bióhús sem sýna kvikmyndir i gróðaskyni. Það á ekki að viðgangast að ein- hverjir embættismenn, sem geta verið ágætir menn og jafnvel ágætir embættismenn þótt þeir hafi ekki hundsvit á kvikmynd- um, séu látnir einráðir um það, hvað við megum sjá og hvað ekki. Ég er ekki að tala um kvik- myndaeftirlit almennt, heldur fyrirkomulag kvikmyndahátiða, sem er allt annar handleggur. Þess eru mörg dæmi að kvik- myndir hafi verið sýndar á kvik- myndahátiðum og jafnvel hlotið þar verðlaun, i löndum þar sem þessar sömu myndir hafa ekki fengist sýndar i venjulegum bió- húsum. Ég held að menn hafi nefnilega alls ekki gert sér grein fyrir þvi hvað kvikmyndahátið er. t þessu sambandi er liklega einfaldast að taka mið af Listahá- tiö. Ekki skiptir saksóknari rikis- ins sér af þvi, hvaða listamenn fá að troða þar upp, eða hvað þeir sýna. Ég held að samanburður á afstöðu manna til þessara tveggja hátiða sýni glögglega hve kvikmyndin á langt i land með að vera tekin alvarlega sem list- grein hér um slóðir. íslensku myndirnar Það fór ekki hjá þvi á þessari frumraun okkar i hátiðahaldi af þessu tagi, að ýmislegt færi úr- skeiðis. Af öllu þvi sem gerðist i Háskólabiói þessa tiu daga i febrúar fannst mér þó aðeins eitt ófyrirgefanlegt með öllu, og það varhvernigstaðiðvar aðsýningu islensku myndanna. Ætlunin hafði verið að sýna niu myndir, og var samanlagður sýningartimi þeirra um 3 1/2 klst. í reynd voru þó aldrei sýndar nema sjö mynd- ir, og tók það fjóra tima. Auk þessa seinagangs, sem stafaði af þvi aö myndirnar voru allar nema ein á 16 mm filmu og sýn- mgarvélin aðeins ein, þannig að áhorfendur þurftu að bíða meðan spólað var af vélinni, voru hljóm- flutningsgræjurnar bilaðar lengi framanaf,"s'vo áð 'ekki heyrðist orð af þvi sem sagt var i ólafi Liljurós, Bónda, og hluta af Ern eftir aldri. Við þessar aðstæður hefði að minu áliti átt að fresta sýningunni og biöja áhorfendur afsökunar. En áfram var haldið, og þótt undarlegt megi virðast sátu áhorfer.dur sem fastast. Má af þvi marka áhuga manna á is- lenskri kvikmyndaframleiðslu. En sýningin var aðstandendum Kvikmyndahátiðar til háborinnar skammar, og bein móðgun við höfunda myndanna. Verðlaunamyndin Myndirnar sjö voru afskaplega ólikar og raunar ekki alveg sann- gjarnt að stilla þeim upp á þenn- an hátt og veita einni þeirra verð- laun. Þrjár þeirra flokkast undir leiknar myndir: Ballaðan um Ólaf Liljurós, Gegnum gras, yfir sand, og Lilja. Tvær eru heim- ildamyndir: Bóndi og Ern eftir aldri, og tvær eru auglýsinga- myndir: E.E. Hjólbarðakerfið og Reykjavik — ung borg á gömlum grunni. Svo heppilega vildi til að ein myndin bar af þeim öllum: Bóndi, eftir Þorstein Jónsson, og var hún auðvitað verðlaunuð, og kom ekkert annað til greina. Bóndi er mjög vel heppnuð heim- ildamynd, látlaus og sönn, og fjallar um stórt vandamál án gif- uryrða eða væmni. Kvikmynda- vélin er þar kunnáttusamlega notuð til þess að kynna okkur lif sem ílestum er orðið framandlegt nú á dögum, en sem blundar i minni þjóðarinnar og þarafleið- andi i blóði okkar allra. Mynd og texti Nokkuð kom mér það spánskt fyrir sjónir að Thor Vilhjálmsson — eða dómnefnd — skyldi þurfa að biðja Hrafn Gunnlaugssonar afsökunar á þvi að Lilja hans hlaut ekki verðlaunin. En á annan veg var ekki unnt að túlka úr- skurð dómnefndar sem Thor las við verðlaunaafhendinguna. Um Lilju hefur það verið sagt að hún sé „snotur” og „misfellulaus”. Eflaust má það til sanns vegar færa, ef einungis er horft á þær hliðar hennar sem heyra undir hreina tækni. Það sést allt og heyrist allt. Þarna hafa greini- lega verið meiri peningar i spilinu en segja má um flestar eða allar hinar myndirnar. En þar fyrir ut- an fæ ég ekki betur séð en Lilja sé fremur klaufalega gerð kvik- mynd. Ég skil t.d. ekki hvað höf- undar meina með þvi að taka h.u.b. hálfrar aldar gamla sögu og láta hana gerast i nútimanum án þess að breyta henni verulega. Hvaö skyldi vera langt siðan hætt var ao Kynaa nús i Reykja- vik með kolum'? Samt er Nebúkadnesar gamli að basla við það enn, og gengur svo út á götu þar sem blikkbeljur af nýj- ustu gerð þeysa framúr honum, og nútimaleg ungmenni troða i sig „pulsumöllum”. Ef þetta timarugl hefur einhvern tilgang er hann mjög vel falinn. Eða er myndin gerð fyrir útlendinga sem vita hvort sem er ekkert um upp- hitunarmál okkar Reykvikinga? Þá var það einnig misráðið, að minu viti, að láta lesa söguna inn- á tónbandið. Arangurinn af þvi er sá, að okkur er sagt frá þvi sem við erum að horfa á með eigin augum. Þarna er ekki verið að „yfirfæra söguna á myndmál” eða hvað það nú hét — þarna er aldri er að minum dómi hressileg og skelegg kvikmynd sem ræðst á goðsögnina um þjóðhátiðarárið mikla og tætir hana i sundur. í þvi skyni notar Magnús ýmsar að- ferðir, sem rúmast allar mætavel innan ramma heimildamyndar- innar: viðtöl, fréttamyndir og leikin atriði, svo eitthvað sé nefnt. Tónninn er háðskur, en undir hon- um býr rammasta alvara, og þegar á heildina er litið finnst mér Ern eftir aldri vera mjög þörf ádrepa og boðskapur hennar enn i fullu gildi, þótt vissulega hljóti hún að hafa verið ennþá neyðarlegri meðan þjóðhátiðar- árið var enn i fersku minni. Ég hef áður f jallaö nokkuð um myndirnar Ballaðan um ólaf Liljurós og Gegnum gras, yfir sand, og hef engu við það að bæta. Um auglýsingamyndirnar tvær er svosem ekkert að segja. Auk þessara sjö mynda var ein önnur i keppni: 240 fiskar fyrir kú eftir Magnús Jónsson, en hana fékk ég ekki að sjá af fyrrgreindum ástæðum. Bandamaður bióstjóra Þvi miður vannst ekki timi til að gera skil nama litlum hluta þeirra mynda sem sýndar voru á kvikmyndahátiðinni, og finnst mér sjálfsagt að skella skuldinni á blaðamannaverkfallið. Hér á siðunni var t.d. næsta litið fjallað um tvær myndir sem áreiðanlega voru með þeim bestu sem boöið var uppá: Kona undir áhrifum eftir John Cassavetes og Seigla eftir Larissu Sjepitko. Báðar þessar myndir áttu tvimælalaust erindi til miklu fleiri en þeirra sem sáu þær á hátiðinni, og mikið væri nú gaman ef einhver bió- stjórinn tæki sig til og pantaði þær til sýninga. Það er ekki vist þeir hafi áttað sig á þvi að eitt af helstu hlutverkum kvikmýndahá- tiðar er að auglýsa kvikmyndir. Þar að auki er henni ætlað að skapa góðan kvikmyndasmekk, vandláta áhorfendur. Bióstjórar ættu þvi að styðja hátiðina frem- ur en hitt. Þeir ættu að sjá i henni bandamann sinn, en ekki keppi- naut. Rússajeppi til sölu Nýuppgerður, yfirbyggður með Diesil-vél. Upplýsingar i sima 66200 og 37151.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.