Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af er/endum vetivangi ólafur Hansson prófessor, sem hefur vafalaust stuðlað meira en flestir menn aðrir að þviaðmóta söguskoðun islendinga á ofanverðri 20. öld, sagði einu sinnH tima i Menntaskóla, að i hvert sinn sem kuldinn i Frakklandi kæmist nið- ur fyrir ákveðið lág- mark yrði bylting þar i landi. Ef þessi gagn- merka kenning hefur við einhver rök að styðjast má búast við miklum tiðindum, þvi að siðustu vikur hefur geisað þar undarlega ástand, er rétt að rif ja upp nokkur grundvallaratriði i frönsku stjórnkerfi og kosninga- fyrirkomulagi: þótt þau valdi ekki þróuninni eru þau leikreglur, sem sérhver flokksleiðtogi veröur að beygja sig eftir —og stundum þvinga þau hann til að taka upp afstöðu sem ókunnugum kann að þykja furðuleg. Flækjur kerfisins. Margir fræðimenn hafa bent á aö I stjórnarskrá Frakklands sé falin illvig mótsögn: þar er þing- ræði, þvi að rikisstjórn verður að hafa að baki sér þingmeirihluta, en jafnframt forsetaveldi, þvi að forsetinn er kosinn i almennum kosningum og hefur mikið vald. Engin ákvæði eru hins vegar til um það hvernig unnt sé að leysa þann vanda ef upp komi deilur milli forseta og þingmeirihluta. Þess vegna halda margir að þetta stjórnarkerfi geti ekki virkað Raymond Barre forsætisráöherra: reynir aö standa fyrir ofan flokkadrætti tu nægri. Kosningar í F rakklandi meiri fimbulvetur með frosthörkum og fann- kynngi en dæmi eru til um langt skeið: á stór- um svæðum liggur umferð niðri að mestu, vegir eru lokaðir og jafnvel lestir komast varla leiðar sinnar, raf- magnslinur hafa rofnað og sumsstaðar er skort- ur á drykkjarvatni. Ringulreið Nú skyldu menn ætla að litil hætta væri á upplausn i Frakk- landi að svo stöddu, þvi að innan skamms eiga að fara þar fram þingkosningar, sem lengi hefur verið beðið eftir, ogfá þá frakkar tækifæri til að láta i ljós skoðun sina á valdhöfum landsins og steypa þeim úr stóli á mun frið- samlegri hátt en eftir frostavet- urna miklu 1789, 1830 og 1848 ef þeim býður svo við að horfa. En samt er málum svo komið að fram tiðarhorfur e ru ruglingslegr i en nokkru sinni fyrr, enginn sér hvað við getur tekið, og sumir velta þvi jafnvel fyrir sér hvort unnt veröiað stjórna landinu eftir 20. mars: alla vega virðast tak- markaðar horfur á þvi að þá verði kosinn á þing starfhæfur meiri- hluti. Þessu hefði enginn trúað fyrir aðeins rúmu hálfu ári: þá virtust frakkar klofnir i tvær allstöðugar fyUcingar, vinstri bandalagið og stjórnarflokkana, og þótt nokkur sundurþykkja væri þá meðal hinna siðarnefndu, var ástandið þannig að fæstir tóku það alvar- lega. Greinilegt var að vinstri flokkarnir höfðubyr i seglin, hver skoðanakönnun benti til aukins fylgis þeirra, og eins og Franfois Mitterrand, leiðtogi franskra sósialista, sagði þá háðslega um andstæðinga sina: „menn rífast ekki þegar sigur er i nánd, heldur þegar gæfan hefur yfirgefið þá”. Stuöningsmenn stjórnarflokk- anna vildu gera sem minnst úr sundurþykki þeirra, en aðrir héldu að hún væri aðeins merki um að þeir væru aö þvi komnir að missa stjórnvölinn úr höndum sér. En siðan hafa gerst undarlegir hlutir: Fyrst klofnuðu vinstri flokkarnirmeð brauki og bramli i september og hefur sá klofningur aukist jafnt og þétt siðan, en nokkru eftir það fór sundrung stjórnarflokkanna að aukast mjög. Nú eru frakkar klo&iir i fjórahópa, og er ástandið jafnvel orðið þannig, að illdeilurnar inn- an vinstri eða hægri flokkanna eru jafn grimmar og deilur stjórnarflokka og stjórnarand- stöðu. Ekki er aö furða, þótt þeir sem reyna að fylgjast með þróun mála i Frakklandi séu allruglaðir og skilji illa hvað þessu valdi. Áður en hægt er að gera nokkra tilraun til að varpa ljósi á þetta Marchais leiötogi kommúnista: vilja vinstrisigur á eigin forsend- um. nema forsetinn sé jafnframt leið- togi aðal flokks þingmeirihlutans. Þingmenn eru kosnir með nokkuð sérstökum hætti: öllu landinu er skipt i einmenningskjördæmi og kosið er i tveimur umferðum. Ef einhver frambjóðandi fær hrein- an meirihluta þegar i fyrstu umferð telst hann kjörinn, en annars er kosið aftur viku siðar milli þeirra sem flest atkvæðin fengu. Oft fá fleiri en tveir tilskil- ið atkvæðamagn til aö fá rétt til að vera aftur i kjöri, en þá gerist það venjulega að einn þeirra eða fleiri draga sig i hlé og hvetja kjósendur sina til aö greiða atkvæði með öðrum frambjóð- anda á sama armi stjórnmál- anna, sem er i betri aðstöðu til að ná kjöri: miðfiokksmaður dregur sig i hlé fyrir gaullista t.d., eða kommúnisti fyrir sósialista (eða öfugt). Eru Urslitin þá bæði kom- in undir þvi hvernig atkvæði féllu i fyrri umferð og þvi einnig hvort kjósendur framb'jóðanda, sem dregur sig i hlé fyrir öðrum, fylgja fyrirmælum hans. Getur sú staða, sem upp kemur i hverju kjördæmi, verið ákaflega mis- munandi. Aður var það t.d. algengt að frambjóðendur vinstri flokkanna fengu meiri hluta i fyrri umferð en það atkvæða- magn kom svo ekki allt til skila i hinni seinni, og var þetta eitt þeirra atriða, sem tryggðu lengi vel yfirburði gaullista. Það getur einnig breytt úrslitum ef fram- bjóðandi neitar að draga sig i hlé og kosið er milli þriggja manna i seinni umferð. Staða gaullista Þetta fyrirkomulag skýrir nokkuð vel klofning stjórnar- flokkanna nú: hann er e.k. valda- barátta innan þess arms eöa deil- ur um það hver geti „virkjað” kerfið ísina þágu. Það ástánd er tiltölulega nýtt af nálinni. Allt fram til 1974 var forseti landsins jafnframt leiðtogi stærsta stjórn- málaflokksins, og þótt gauilista- flokkurinn þyrfti stuðning ann- arra flokka eða flokksbrota voru þeir svo smáir hver um sig að þeir gátu sjaldan skákað veldi hans i einmenningskjördæmun- um. En þegar Giscard d’Estaing var kjörinn forseti 1974, var svo komið i fyrsta sinn að forsetinn var ekki leiðtogi gaullista heldur foringi litils flokks, sem hafði sáralitið alþýðufylgi. Töldu þá margir að til að geta stjórnað landinu, yrði hann að reyna að brjóta gaullistaflokkinn á bak aft- ur og mynda sameiningarflokk allra stuðningsmanna sinna og þeirra sem gengju honum á hönd. Sumir þeirra sem studdu Giscard i kosningunum voru harðir and- stæðingar gaullista og dreymdi þá um að einangra harðasta kjarna hins gamalgróna stjórnar- flokks en fá stuðning hinna flokksmannanna. Fyrst um sinn kaus Giscard þó að stjórna meö aðstoð Chiracs, sem var áhrifa- maður innan gaullistaflokksins og fékk þar fljótt töglin og hagld- irnar. En eftir nokkurn tima sá Chirac sér leik á borði: fyrst hann var nú orðinn ótviræður leiötogi stærsta flokksins vildi hann fá i sinn hlut allt valdið, og virtist hann stefna að þvi að bola Giscard burt með einhverju móti. Hann sagði af sér embætti forsætisráðherra, lét það koma skýrt i ljós að hann væri andvigur ýmsum þeim atriðum i stefnu Giscards sem skotið höfðu ihalds- samari hluta kjósenda skelk i bringu. Siðan endurskipulagöi hann gaullistaflokkinn og hóf mikla baráttu til að gera hann að sem öflugastri fjöldahreyfingu. Það hefur siðan komið æ betur i ljós að þessi flokkur hefur mikinn hljómgrunn i Frakklandi, og styrkti Chirac mjög stöðu sina, þegar honum tókst að ná kjöri sem borgarstjóri Parisar og bola burtu þeim frambjóðanda sem Giscard studdi. Átök i stjórnarliðinu En á einu sviði hefur staða Chiracs jafnan verið veik: gaullistaflokkurinn hefur lengi notið þess hve aðrir stjórnar- flokkarnir eru smáir og vegna kosningafyrirkomulagsins hefur hann þvi haft allmiklu fleiri þing- menn en raunverulegt atkvæða- magn segir til um. Giscard og ráðgjafarhansákváðuþviað láta krók koma á móti bragði: þeir reiknuðu dæmið þannig út að tæk- ist þeim aö sameina i einn flokk alla aðra stjórnarflokka og flokksbroten gaullista, þannig að i hverju kjördœmi væru ekki nema tveir frambjóðendur fyrir stjórnarflokkana, einn gaullisti og einn „Giscard-sinni” væru allgóðar horfur á þvi að hinn sið- arnefndifengi fleiri atkvæði mjög viða i fyrri umferð og næði kosn- ingu (m.a. með atkvæðum gaullista sjálfra) i hinni seinni. Þannig tækist „Giscard-sinnum” að ná „meirihluta innan meiri- hlutans”. Þeir sem stóðu að þessu ráða- bralli fóru mjög kænlega af stað til að espa ekki upp Chirac og gaullistana, sem héldu áfram herferð sinni með það fyrir aug- um að tryggja yfirburði sins flokks og tóku mjög óstinnt upp alla sameiningarviðleitni ann- arra stjórnarflokka: án þess að láta uppskátt hvað fyrir þeim vakti tilkynntu þeir smám saman i janúar framboð eins frambjóð- anda i hverju kjördæmi. Chirac varð foxvondur, þegar hann sá að hverju stefndi, og riftaði samn- ingum um sameiginlegt framboð stjórnarflokkanna i ýmsum kjör- dæmum, en hann varð þó að láta sér þetta lynda. Skömmu siðar gengu „Giscard-sinnar” enn lengra og tilkynntu að þessir frambjóðendur myndu fá sér- stakt flokksheiti og merki, en slikt hafði Chirac talið hina verstu goðgá: skyldu „G-iscard-sinnar” kallast „Bandalag til stuðnings við franskt lýðræði” — en „Franskt lýðræði” er nafn á bók sem Giscard d’Estaing skrifaði fyrir nokkru og vildi hafa að e.k. stefnuskrá, svo flokksheitið er tvirætt. Chirac reiddist i annað sinn, en gat ekkert gert. Þannig höfðu „Giscard-sinnar” náð marki sinuað mestu, en eitt brást þeim þó: gerthafði verið ráð fyrir þvi að Raymond Barre, forsætis- ráðherra, tæki að sér forystu hins nýja sameiningarflokks, en hann hafnaði þvi. Var greinilegt að hann áleit nú að hann gæti farið að leika sjálfstætt hlutverk: þvi vildi hann vera fyrir ofan þennan klofning hafinn, svo að hann gæti att flokkunum saman og miðlað málum til að tryggja sin eigin völd. Ýmsir blaðamenn hélduþvi fram aö Ciscard d’Estaing hefði sárlega mislikað þessi afstaða hans. Eftir þetta hefur togstreita stjórnarflokkanna stöðugt haldið áfram og er nú algerlega tvisýnt um það , hvor flokkurinn muni hafa betur. Þótt augljóst sé að all- ir aðilar á þessum armi stjórn- málanna sitji á strák sinum til að forðast að spilla fyrir stjórnar- flokkunum i heild, er mikill urgur i mönnum. Sundrung vinstriafla Þannig er ekki erfitt að skilja hvað veldur deilum stjórnar- flokkanna — en hið sama verður ekki sagt um deilur sósialista og kommúnista. Eining þeirra virt- ist vera mjög sigurvænleg fyrir báða flokkana og bentu allar skoðanakannanir og kosningar (t.d. bæjarstjórnarkosningarnar i fyrra) til þess að fylgi þeirra ykist jafnt og þétt. Allar horfur voru á þvi að þeir myndu i sam- einingu vinna mikinn sigur i þing- kosningunum nú i mars. En svo gerðist það i september að sam- staða flokkanna rofr.aði skyndi- lega og hefur sundrung þeirra aukist jafnt og þétt siðan. Af or- sökum þessara atburða fer tvenn- um sögum: kommúnistar halda þvi fram að sósialistar hafi „sveigt til hægri” og fallið frá „sameiginlegri stefnuskrá” flokkanna — væntanlega i þvi skyni að ganga til liðs við hægri flqkkana — en sósialistar segja hins vegar að i umræöunum um endurskoðun „sameiginlegu stefnuskrárinnar” (sem upphaf- lega var gerð 1972) hafi kommún- istar sifellt komið með nýjar og nýjar kröfur og greinilega stefnt að þvi að þessar umræður færu út um þúfur. Sósialistar segjast halda fast við kjarna „stefnu- skrárinnar” (en hann er það eina sem stendur nú, þar sem allar töl- ur eru úreltar orðnar) og neita þvi harðlega að þeir hafi á neinn hátt sveigt til hægri. Erfitt er að gera upp á milli þessara sagna. Þó má benda á nokkur atriði. Deilurnar um lágmarkslaun virðast ekki veiga- miklar: kommúnistar vildu að þau yrðu hækkuð upp i 2400 franka, en sósialistar voru i fyrstu tregir á að fallast á svo mikla hækkun i einu af ótta við verðbólguskriöu. Þeir gengu þó að þvi eftir klofninginn i september, og er það mál þvi úr sögunni. Agreiningurinn um þjóð- nýtingar er hins vegar miklu alvarlegri, enda hafa kommún- istar mjög sett hann á oddinn. Samkvæmt frásögn þeirra vildu sósialistar allt i einu draga i land hvað þjóðnýtingar snerti: þeir vildu að visu þjóðnýta þau stór- fyrirtæki, sem eldri útgáfa „stefnuskrárinnar” taldi upp — en ekki „dótturfyrirtæki” þeirra. Sýndi þetta, að sögn kommúnista, hvernig sósialistar væru nú i hvi- vetna farnir að taka málsstað „kapitalistanna”. En sósialistar segja allt aöra sögu af þessu ágreiningsmáli: þeir segja að i þessum áætlunum um þjóðnýt- ingar hafi jafnan verið gert ráð fyrir þvi að i hvert skipti sem stórfyrirtæki væri þjóðnýtt, væru um ieið þjóðnýttir þeir hlutar, sem þau ættu i smærri fyrirtækj- um, 10% i einu, 25% i öðru, o.s.frv. Slikar þjóðnýtingar væru fyllilega nægilegar til að ná þvi valdi i efnahagsmálum, sem stefnt væri að i „stefnuskránni”. Kommúnistar hefðu hins vegar viljað ganga enn lengra en hún og þjóðnýta smáfyrirtæki i heild ef þjóðnýtt stórfyrirtæki ættihluta i þvi. Slfkt væri, að sögn sósialista, allt of umfangsmikið verk bg reyndar óviðráðandi, — enda sýndu þjóðnýtingarnar sem de Gaulle lét framkvæma 1945 (hin- ar mestu sem gerðar hafa verið i Frakklandi) aö óþarfi væri að ganga svo langt. Ekki er auðvelt að vega þessi rök og meta fyrir mann, sem er\ jafn fáfróður um efnahagsmál og höfundar þessara lína, og skal það ekki reynt hér. Eina leiðin til að átta sig á deilum vinstri flokk- anna erþvi sú aö lita á áróðursað- ferðir þeirra, og verður að segja það strax að ekki vekur áróður kommúnista traust á málstað þeirra. Ái óður kommúnista Kommúnistar hafa þann háttinn á að þeir endurtaka i sifellu að „sósialistar hafi sveigt til hægri” án þess þó að færa nein itarleg rök fyrir máli sinu. I sjálfu sér er mjög erfitt að sjá hvers vegna sósialistar hefðu átt að taka þessa „hægri sveiflu”: flokkurinn var í hinni mestu nið- urlægingu um 1970, en er nú sennilega stærsti flokkur Frakk- Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.