Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — Þ.IÓDVILJ1NN Sunnudagur 5. mars 1978 KR- peysur uppseldar Framhald af bls. 10. Og ég hef breyst mikið frá þvi ég var heima. Ég man að þá var oft talað um að ég gerði 9-10 mörk i hverjum leik, og skoraði ómælt fyrir landsliðið i hverri viðureign. Núna hefur þetta breyst. Ég skora minna og beiti mér minna hvað markskot snertir, en mér finnst ég fá miklu meira út úr sjálfum mér og nýtast liðinu bet- ur en áður. Ég hef leitast við að vera meiri hlekkur i spili en áður, en heima verð ég var við það aö fólk sé óánægt. bar er alltof mikið litið á markaskorunina eingöngu. — Finnst þér þá erfitt að koma heim i landsleiki? — Já, það er vissulega erfitt. En ég hef þrátt fyrir allt trú á þvi að islenskur handknattleikur njóti góðs af þvi að fá leikmenn sina erlendis heim i landsleiki. Þess vegna er ég alltaf reiðubú- inn til þess að leika með landslið- inu ef ég mögulega kemst héðan. Og það er ekki fyrir eigin hróður heldur til þess að leggja mitt af mörkunum fyrir islenska hand- knattleikinn og orðstir hans. Danmerkurferöin — Og hver finnst þér svo vera orðstir hans eftir hina margum- töluðu Danmerkurferð? — Jú, þaö eru auðvitað margar spurnmgar sem vakna núna. Get- um við virkilega ekki meira en þetta eða spilaði eitthvað annað þarna inni? Mér finnst að það hefði mátt undirbúa þessa keppni betur á margan hátt og hef þegar bent á atriði eins og varnarleik- inn, sem hreinlega gleymdist fyr- ir þessa keppni. Við margbáðum um að farið yrði i varnarkerfi og varnarleikurinn æfður betur upp, en á það var ekki hlustað og fyrir vikið áttum við i eilifum vand- ræðum þarna i Danmörku. Liðin þar gerðu sér grein fyrir þvi að varnarleikur og markvarsla er 70% af árangri hvers handknatt- leiksliðs. En það er auðvitað fleira sem var að. Mér fannst t.d. skrýtið að eftir hinn góða árangur i Austur- riki skyldi það taka landsliðs- nefnd eina tiu mánuði að velja nýtt landslið. Auðvitað átti bara að halda sama hópnum áfram. Keyra hann saman i tólf mánuði, æfa látlaust og láta sama liðið spila landsleikina sem notaðir voru til undirbúnings. Þetta hringl með landsliðsvalið þangað til nokkrum vikum fyrir sjálfa úr- slitakeppnina var nánast óþol- andi. Flestir þjálfarar þurfa margra ára timabil til þess að ná viðun- andi árangri með landslið. Ég hef ennþá mikla trú á Janusi Cher- winsky en hann þarf kannski fimm eða sjö ár til þess að byggja upp öruggt landslið sem heldur jöfnum og góðum árangri. Stenzel er t.d. búinn að vera með þýska liðið i fjölda ára og hefur allan timann haft stefnuna á úrslita- keppnina i Danmörku. Hann byggði markvisst og öruggt upp, en fékk lika þann tima sem hann bað um. Gagnkvæmt traust milli leikmanna, þjálfara, forystu- manna og jafnvel áhorfenda og .blaðamanna, er forsenda þess að góður árangur náist. // Útlendingar" En heima á tslandi gerðum við mörg mistök og ég held að i eitt skipti fyrir öll verði HSl forystan að gera það upp við sig hvort hún vill nota þessa svokölluðu ,,út- lendinga” eða ekki. Við hefðum t.d. getað verið miklu meira með i undirbúningnum heldur en raun var á. Við gátum verið með landsliðinu i Norðurlandamótinu, Póllandsferðinni og öðrum lands- leikjum, en forystan gat aldrei ákveðið hvort hún ætlaði að nota okkur eða ekki. Og loks þegar ákveðið var að leita til okkar var orðið of seint að tala við Ólaf, sem var búinn að rigbinda sig hér i Þýskalandi, enda orðinn úrkula vonar um að til hans yrði leitað. Ólafur hefði sannarlega getað hjáipað mikið til i erfiðleikum okkar i Danmörku. Hann er 81333 Sími r Þjóðviljans er nýjar bækur aaglega Bókaverzlun Snæbjamar HAFNARSTRÆTI 4 OG HAFNARSTRÆTI 9 sterkur i vörn og góður á linu, en siðast en ekki sist er hann kjörinn i að rifa upp baráttuvilja og drifa menn með sér. Ég veit ekki frá hverjum sú stefna kom að endurskoða liðið i tiu mánuði fyrir úrslitakeppnina, en ég er sannfærður um það að landsliðsnefndin sjálf hafi lagt sig alla fram og að þremenningarnir sem i henni sitja hafi gert allt sem i þeirra valdi stóð til þess að klambra þessu sem best saman. Þeirunnu að visu eftir nákvæmri áætlun frá Janusi og vildu e.t.v. ekki breyta út frá henni, en það kom óneitanlega i ljós að einhver frávik hefði þurft að gera, t.d. i sambandi við varnaræfingarnar. — Hvenær finnst þér að yngri mennirnir okkar ættu að taka .við? Axel Axelsson — Þegar ég held þvi fram að við hefðum átt að nota útlending- ana miklu meira en gert var er ég ekki að tala um að þannig eigi það að vera endalaust. Auðvitað munu yngri strákarnir banka á dyrnar hjá landsliðinu i auknum mæli, og vissulega eru þarna framtiðarmenn Islands, en þegar aðeins eitt ár er á milli stór- keppna eins og HM i Austurriki og siðan i Danmörku, var að minu áliti ekki timi til þess að æfa þá upp og gefa þeim næga leik- reynslu. Það varð lika niðurstað- an að lokum að leita til okkar sem bjuggum erlendis, en fyrir okkur var undirbúningstiminn alltof stuttur og var það nánast sorglegt að viðskyldum ekki fá meiri tima með landsliðinu en raun varð á. Frábært hjá Gunnari Ein- arssyni. En úr þvi sem komið var i desember sl. þegar liðið var loks valið, held ég að við höfum teflt fram eins sterku liði og mögulegt var. Auðvitað var maður svart- sýnn vegna forfalla Ólafs Bene- diktssonar i markinu, en ,ég vil taka það skýrt fram að frammi- staða Gunnars Einarssonar var mjög góð, raunar alveg frábær miðað við vörnina sem fyrir framan hann lék, og er hans þátt- ur e.t.v. eini ljósi punkturinn i frammistöðu landsliðsins i Dan- mörku. Og maður getur látið hugann reika lengi áfram um hvað hugs- anlega var gert rangt. Mér fannst keyrslan á æfingunum heima t.d. alltof mikil. Æft tvisvar á dag og i hádeginu sömu daga og lands- leikir voru um kvöldið. Ég var alltaf að biða eftir smáhvild, ekki sist i Noregsferðinni nokkrum dögum fyrir fyrsta leik i HM. En hvildin kom aldrei, við fengum aldrei að æsa upp i okkur keppn- isskap eða beinlinis hungur i að spila handbolta. Og auðvitað var komin mikil þreyta i okkur sem lékum svo kannski 90% af öllum leikjunum. Framtíðin — Og hvað verður svo um is- lenska handboltann á næstunni? — Það er auðvitað ekki gott að spá um það. En ég veit að lands- liðsmennirnir munu vera i góðu formi þegar þeir koma heim og vonandi eiga þeir eftir að laða áhorfendur áfram að handboltan- um og halda merki hans á lofti. En við megum ekki gera okkur seka um svona bjartsýni aftur eins og mér virtist rikja heima fyrir Danmerkurferðina. Við verðum aðlita raunsættá stöðuna hverju sinni og taka t ,d. það með i reikninginn að enda þótt við ná- um góðum árangri á heimavelli i æfingaleikjum þá er alvaran meiri og kröfurnar harðari þegar við erum á útivelli að berjast við allra sterkustu lið sem andstæð- ingarnir geta boðið upp á. Við bú- um við einangrun heima og leik- um árlega miklu færri landsleiki en aðrar þjóðir. Leikreynslan er þvi i lágmarki og erfitt að vinna stór afrek á meðan menn eru uppi i skýjunum og gera sér ekki grein fyrir hinni raunverulegu stöðu. — Er kannski ekki hægt að gera betur á meðan áhuga- mennskan er i fyrirrúmi? — Jú, ég held að atvinnu- mennska sé óhugsandi fyrirbæri i jafn litlu landi og Island er. Þó væri auðvitað æskilegt að geta greitt leikmönnum einhverja þóknum fyrir unninn leik eða fengið stig, en til þess þarf áreið- anlega fleiri áhorfendur og meiri tekjur. Ég er ekki frá þvi að áhorfendum myndi fjölga tölu- vert ef við tækjum upp nokkurs konar úrvalsdeild heima, létum t.d. fimm bestu liðin leika 3-4 um- ferðir i baráttunni um Islands- meistaratitilinn. Það hlýtur að vera i lagi að reyna eitthvað nýtt til þess að glæða nýju lifi i hand- knattleiksáhugann. Gerviskegg og kúrekahattar Við höldum áfram að ræða handknattleikinn. Axeli liggur miklu meira á hjarta og langtum meira en hægt er að koma fyrir i einu viðtali. Maður fær það á til- finninguna að hann geti auðveld- lega haldið áfram að tala inn i minnisblokkina þangað til komið væri efni i heila bók og jafnvel rúmlega það. Það er margt sem spilar inn i þegar islensk iþrótta- mál og áhuga- eða atvinnu- mennska eru rædd til hlitar af mönnum sem kynnst hafa hvoru- tveggja og hafa skoðað hug sinn vandlega. Og við Axel höfum lika nógan tima. Kristbjörg hefur séð okkur fyrir góðum veitingum og þægi- legri tónlist, kötturinn kúrir syf julega og friðsældin er allsráð- andi. Reyndar stendur mikið til i kvöld, þvi þeim hjónum er boðið i Karnival-veislu til þýskra kunn- ingja sinna og Kristbjörg hefur verið skipaður sérfræðingur okk- ar i grimubúningagerð. Nál og tvinnar eru þvi á lofti, búið að kaupa yfirskegg og kábojhatta og nú er verið að sauma bætur á buxur. Blaðamanninum er lika boðið. Reyndar kemur það i ljós að Þjóðviljinn hefur allan timann verið að tala við rangan mann á heimilinu, þvi Kristbjörg hefur unnið til fleiri afreka en Axel i þýska handknattleiknum að minnsta kosti. Hún leikur með Eintracht Minden og er m.a. tvö- faldur Þýskalandsmeistari og einfaldur bikarmeistari með þvi liði. Þar er þó ekki um neina at- vinnumennsku, eða hálfatvinnu- mennsku að ræða, og hálfan dag- inn vinnur Kristbjörg við bókhald og fleira fyrir þýska nudd- og gufubaðstofu. Greinilega fer vel um þau bæði i útlandinu en Þjóð- viljanum leikur forvitni á að vita hvort von sé á þeim heim að nýju. — Auðvitað langar okkur alltaf heim á vissan hátt, en við höfum verið afar heppin með vini og kunningja hérna og á meðan af- koman er þetta góð er ekkert sér- staklega spennandi að koma heim i verðbólgudansinn. Eins og mál- in standa núna höfum við þó ekki ráðagerðir um að vera hér lengur en eitt keppnistimabil til viðbót- ar. Við erum að kaupa skemmti- lega ibúð á Framnesveginum og auðvitað verður gaman að flytja heim, en það er lika spurning um hvaða möguleikar þar eru fyrir hendi. — Og verður það aftur bláa peysan þegar heim er komið? — Já, maður hættir ekki að vera Framari i húð og hár þótt maður bregði sér frá i smátima. Ég ætla aftur i handboltann heima og vonandi á ég eftir að leika þar i mörg ár til viðbótar. Og þar með sláum við botninn i þetta viðtal. Köstum frá okkur minnisblokkinni en höldum að sjálfsögðu áfram að ræða um is- lenska handboltann, sem allir hafa töluverðar áhyggjur af um þessar mundir. A Axeli og félög- um hans i landsliðinu er þó ekki að heyra neinn uppgjafartón og vonandi er þvi eins farið með is- lenskan almenning, sem verður að koma með i baráttuna af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. — gsp-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.