Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 5. mars 1978 Málgagn sósialisma, verkalýöshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastj: Gunnar Steinn Páisson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Gegn hefndar- og refsi- aögerðum Siðustu dagana fyrir allsherjarverkfall- ið 1. og 2. mars dundu yfir landsmenn til- kynningar og fyrirskipanir til opinberra starfsmanna um að þeim myndi refsað sérstaklega fyrir þátttöku i verkfallinu. Forráðamenn fyrirtækja i einkaeign tóku undir þessar grófu og siðlausu hótanir Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannes- sonar, sem vonlegt er: Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla að sér leyfist það. Þessar siðlausu hótanir þeirra manna sem hafa á undanförnum árum skorið nið- ur kaup verkafólks hvað eftir annað með einhliða aðgerðum og efnahagsstefnu sinni bera vott um þau forneskjusjónar- mið sem rikja i Stjórnarráði íslands. Þessar ákvarðanir bera einnig vott um það, að i Stjórnarráði íslands og i forystu atvinnurekendasamtakanna eru menn sem ekki viðurkenna sjálfsögðustu grund- vallarmannréttindi. I grannlöndum okkar er réttur verkalýðshreyfingarinnar til slikra aðgerða sem boðaðar eru með litl- um fyrirvara viðurkenndur i reynd, en hér á íslandi sitja i valdastólunum menn sem enn eru haldnir þeim fornaldarhugsunar- hætti að þeir eigi vinnuafl verkamanna- anna — ekki verkamennirnir sjálfir. Við- brögð forngripanna Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar um sjálfsögðu mannréttindi sanna enn einu sinni hve fráleitt það er að þessir menn njóti nokkru sinni framar stuðnings launafólks i al- mennum kosningum. Hefndaraðgerðum samningssvikaranna i Stjórnarráði fslands verður að mæta með fyllsta þunga. Verkalýðshreyfingin hefur lýst þvi yfir að hún muni i heild beita sér gegn refsi- eða hefndaraðgerðum gegn hverjum og einum launamanni eða tak- mörkuðum hópum launafólks. Það liggur þvi fyrir að rikisstjórnin mun ekki átölu- laust og án aðgerða af hálfu samtaka launafólks komast upp með þá ósvifni sem birtist i hótunum hennar um hefndarað- gerðir gegn launafólki sem þátt tók i verk- fallinu 1. og 2. mars. í þeirri baráttu eru samtök launafólks ekki einasta að tryggja rétt hvers og eins til launanna sem ólafur Jóhannesson og Geir Hallgrimsson ætla að hrifsa ófrjálsri hendi af launafólki; með þeirri baráttu er verkalýðshreyfingin að verja grundvallarmannréttindi: Þau mannréttindi að hver maður geti ákveðið hvenær sem er hvernig og við hvaða verði hann selur vinnuafl sitt. Baráttan gegn hefndaraðgerðum at- vinnurekenda með rikisstjórnina i broddi fylkingar mun verða háð af fyllstu hörku samhliða þeirri heildarbaráttu sem nú stendur yfir undir kjörorði verkalýðssam- takanna: Kjarasamningana i gildi. — s. Athyglisvert Það vakti athygli i allsherjarverkfalli verkalýðssamtakanna að aðeins einn stjórnmálaflokkur studdi aðgerðirnar, Al- þýðubandalagið. Alþýðuflokkurinn lýsti ekki sérstökum stuðningi við aðgerðirnar, en einstakir forystumenn hans lýstu i orð- um eða athöfnum andstöðu við aðgerðirn- ar: Gylfi Þ. Gislason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhanns- son, varaformaður Alþýðuflokksins og Vilmundur Gylfason, upprennandi leiðtogi Alþýðuflokksins sýndu verkalýðshreyf- ingunni sérstaka fyrirlitningu með þvi að stunda kennslustörf þrátt fyrir verkfalls- boðanir Bandalags háskólamanna. Þá var einnig athyglisvert hvernig Alþýðublaðið hagaði sér: forystugreinar þess voru al- mennar vangaveltur en ekki beinn og ótvi- ræður stuðningur við verkalýðshreyfing- una eins og margir forystumenn i verka- lýðshreyfingunni hljóta að hafa gert ráð fyrir. Þriðji stjórnarandstöðuflokkurinn, það sem eftir er af Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, kom sér loks saman að þessu sinni: Um andstöðu við allsherjar- verkfall verkalýðshreyfingarinnar 1. og 2. mars. Þetta er athyglisvert. — s. Flskamír hafa fögur hljóð Þorskur syndir að félaga sinum, opnar munninn og rýtir ógnandi. Fiskurinn hefur fögur hljóð, segir i islenskri öfugmælavisu. En þessi staðhæfing er reyndar alls ekki eins fráleit og menn áður fyrr héldu. Fiskarnir syngja. Hafið er fuiit með margskonar hljóð. Það er hægt að taka þau upp á segul- band og rannsaka þau. Þorkurinn tekur þátt I þessum söng. Hanner að visu ekki eins hávær og margir fiskar aðrir. Hann rýtir lágt. Helst heyrist til hans þegar hans fengitimi fer i hönd. Og þá mest i ljósaskiptunum. Ástir með söng Um það bil þrem vikum áður en ástaleikurinn hefst verða hæng- arnir æstir og skapillir. Þeir eru stöðugt á fartinni og gera sig breiða við aðra þorska. Aður en lýkur hefur komist á visst skipu- lag þar sem hinir ráðriku hafa hver um sig helgað sér sitt yfir- ráðasvæði, sem þeir venja með viðvörunarhljóðum. Hrygnurnar eru út af fyrir sig ogmasa hver við aðra, einnig við ungviði sem ræðst ekki enn til landvinninga. Hjúskapurinn hefst með þvi, að hrygna segir skilið við sinn fé- lagsskap og syndir hægt en hik- laust til hængs. Hann tekur á móti henni. Siðan fylgir hann henni inn á sitt svæði með þvi að synda að- eins fyrir framan og ofan hana með alla ugga bisperrta, fagur á að líta. öðru hvoru rýtir hann eitthvað til hennar. Freistandi hljóð Hvað er hann að segja? Þetta eru ekki mikil hljóö. Frú- in verður að vera nálægt ef hún á að heyra. En það hlýtur að vera eitthvað freistingahjal sem þorskbóndinn fer með. Þvi að við hvert nýtt hljóð frá honum sýnir hrygnan vaxandi hugaræsing, hún herðir á sér, hún sveiflar bolnum, hún spennir ugg- ana. Ef hún nemur staðar við botn- inn syndir bóndi til hennar og rek- ur henni högg i siðuna. Um leið rýtir hann hátt og greinilega. Þetta er merki sem hrygnan skil- ur. Sé hún á sömu bylgjulengd og hann að þvi er kynþroska snertir, þá synda þau bæði upp á við. Þar fer frjóvgunin fram. Þegjandi sprauta þau hrognum ogsvilum i hafið. Vilja láta klappa sér Það var árið 1961 að fyrsta bók- in kom út um mál þorsksins (hrygnan er reyndar þögul með- an á þessum leik stendur). Og þegar á fjórða áratuginum hafði maður að nafni McKenzie komist að þvi, að lif þorska og merkja- mál var sýnu flóknara en menn héldu. Hann tamdi þorska i fiska- tjörn hjá sér, vandi þá af hræðslu — og komst meðal annars að þvi, að þeir vúdu gjarna láta strjúka sér um bakið. Við slika meðferð gáfu þeir frá sér velliðunarhljóð — að þvi er McKenzie fannst. Smærri fiskur heldur sér sam- an. Til þessa hafa menn ekki heyrt þorska „syngja” sem væru styttri en 37 sm. Smærri fiskar haga sér stundum eins og þeir ætiuðu að taka til máls — en það heyrist ekkert frá þeim. Blásið i sekkjapfpu Menn telia, að bað sé mikil áreynsla fyrir þorska að syngja. Helst minnir sú athöfn fisksins á sekkjapipublástur. Sundmaginn er þá „sekkurinn” sem herpist saman fyrir atbeina sérstakra „txommuvöðva” — hann titrarog hljóð verður til. Aðrir fiskar eru útbúnir með bein sem lemst eins og troramu- kjuði við sundmagann og ýmis „hljóðfæri” önnur eru þekkt með- al fiska. Þorskar geta og gefið frá sér hljóð með þvi að gnista tönnum. Sumir segjast hafa heyrt gnistran tanna frá þorski sem hefur lent á öngli. Þorskur i hættu gefur frá sér hræðsluhljóð. En þegar þorsk ur situr rækilega á öngli eða rig- fastur i neti þegir hann þunnu hljóði. Fiskar eru ekki gæddir tilfinn- ingum i þeim skilningi sem við leggjum i orðið. En þeir umgang- ast hver annan eins og við og til þess þurfa þeir merkjamál sem ýmist virkar örvandi eða boðar til samskipta — eða visar óboðnum gesti frá. (ByggtáDN) Það er einkum fullþroska karlkyn sem tekur þátt I umræðunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.