Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. mars 1978
KJARTAN ÓLAFSSON:
„Jafnvægi stéttanna”
Þaö hefur stundum verið sagt
að hér á Islandi hafi rikt stétta-
jafnvægi siðustu áratugina. Við
það er þá átt, að verkalýðshreyf-
ingin hafi haft styrk til að halda
uppi bærilegum lifskjörum og til
að hafa nokkur áhrif hér og þar i
þjóðfélaginu, en á hinn bóginn sé
styrkur atvinnurekenda og
gróðamanna nægur til þess að
viðhalda forræði þeirra við stjórn
þjóðfélagsins og atvinnulifs i
landinu.
Fyrir hálfum fjórða áratug
vann verkalýöshreyfingin á ts-
landi sina stærstu sigra. Þá tókst
að br jóta alþýðu manna braut frá
örbirgð til bjargálna. Þeim sigr-
um, sem þá unnust, hefur ekki
verið hnekkt og margt hefur á-
unnist siðan, þótt engin meiri-
háttar breyting hafi orðið á fag-
legum eða pólitiskum styrkleika-
hlutföllum stéttanna siöan 1942.
Þeir sem farið hafa með valdið
iþjóðfélaginui krafti yfirráða yf-
ir fjármagni og atvinnulifi hafa
orðið að viðurkenna verkalýðs-
hreyfinguna, sem öflugan and-
stæðing, er taka yrði nokkurt tillit
til.
Margt bendir til þess, að innan
islenskrar borgarastéttar láti þau
öfl nú allmjög að sér kveða, sem
vilja raska þessu „jafnvægi stétt-
anna” og hvetja til krossferðar
gegn verkalýðshreyfingunni. Og
það er engin tilviljun að þessar
raddir gerastháværareinmitt nú.
t fyrsta skipti i áratugi hefur það
gerst, að höfuðflokkar islenskrar
borgarastéttar, Sjálfstæðisflokk-
urinn og Framsóknarflokkurinn,
„Það efast enginn af þeim sem að þessum aögerðum stendur um að Alþingi hafi rétt til að setja lög, en hér býr ennþá frjálst fólk, sem hefur
rétt til þess að standa upprétt.” — Ummæli Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar um ólög rikisstjórnarinnar og aðgerðir verka-
Iýðssamtakanna. — Myndin er frá útifundinum á Lækjartorgi s.I. miðvikudag.
Réttur verkamaimslns eða
Frelsi fjármagnsins
sitjahlið við hlið i rikisstjórn heilt
kjörtímabil og stefna reyndar
eindregið að þvi að láta þá stjórn-
arsamvinnu halda áfram mörg ár
enn.
Krossferð gegn
verkalýðshreyfing-
unni
Innan Framsóknarflokksins
voru löngum fyrr býsna sterkir
vinstri straumar, sem dugðu til
þess að einlægir samvinnumenn
og félagshyggjufólk bundu vonir
við flokkinn, sem andstæðing
gróðaaflanna og veittu honum
brautargengi, — enda er flokkur-
inn að upphafi sprottinn úr jarð-
vegi fátækrar alþýðu sveitanna.
Ekki er hins vegar hægt að
segja aö þessara vinstri strauma
i flokknum hafi orðið vartá þessu
kjörtimabili, og flest sólarmerki
virðast benda til þess, að Fram-
sóknarflokkurinn sé að þróast
endanlega i einhvers konar hægri
sinnaðan miðflokk, sem unir best
pólitisku lifi iskjóli af og þjónustu
við gróðaöflin og helstu stjórn-
málasamtök þeirra.
Þess vegna er nú stefnt að lang-
varandi stjórnarsamstarfi milli
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins.
Það er þessi pólitiska staða,
sem hörðustu andstæðingar
verkalýöshreyfingarinnar hyggj-
ast notfæra sér út i æsar. Ýmsir
oddvitar borgarastéttarinnar
hafa sannarlega fullan hug á að
raska þvi „valdajafnvægi” stétt-
anna, sem hér hefur rikt hátt á
fjórða áratug. Þeir telja að nú sé
pólitiskt lag til að knésetja verka-
lýðshreyfinguna og tryggja það
alræði handhafa fjármagnsins,
sem verkalýðshreyfingin stendur
i vegi fyrir.
Kröfurnar um breytingar á
vinnulöggjöfinni borgarstéttinni i
hag en verkalýösstéttinni í óhag
hafa orðið háværar á þessu kjör-
timabili.
Kröfurnarum hömlulaust frelsi
til aukins gróða á öllum sviðum
viðskipta- og fjármálalifs hafa
glumið i eyrum, og þótt ráðherr-
arnir hafi hikað nokkuð við meiri-
háttar eðlisbreytingar í þessum
efnum, þá fer ekki milli mála, að
öll samúð þeirra er með þeim,
sem slíkar kröfur bera fram.
Þeir eru að þreifa
fyrir sér
Og hvað veldur þeirri ósvlfni
gegn verkalýðshreyfingunni á ts-
landi, sem kemur fram kaupráni
og ólögum rikisstjórnarinnar nú i
siðasta mánuði?
Henni veldur að sjálfsögðu sá
pólitiski styrkur, sem borgara-
stéttin telur sig eiga á hendi
vegna hinnar nánu og varanlegu
samvinnu Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins. Borgara-
leg rikisstjórn með 42 þingmenn
af 60 á bak við sig, 42 þingmenn
sem allir sem einn eru reiðubúnir
að styðja rikisstjórnina til óhæfu-
verka gegn verkalýöshreyfing-
unni, —■ sllk rikisstjórn er til alls
vis, meðan hún ekki lærir hjá
kjósendum að óttast alvarlega
um sitt pólitiska skinn.
Margir hafa undrast þá ósvifni
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins að ráðast á lifs-
kjör og réttindi launafólks á svo
grófan og ósvifinn hátt sem gert
hefur verið nú, — einmitt rétt fyr-
ir kosningar.
Skýringin er sú, að þeir ætla sér
að ganga enn lengra að kosning-
um loknum.hafiþeirmátt til. Þeir
ætla að knésetja verkalýöshreyf-
inguna.
Fólk sem lætur bjóða sér að
vinnakauplaustíeinnmánuð árið
1978, og kýs þá menn helst til
valda á morgun, sem rændu það
mánaðarkaupinu í gær, — það
fölk er liklegt til að sætta sig við
að vinna kauplaust i tvo mánuöi
árið 1979 og máske þrjá mánuði
árið 1980. Þá færu fyrirtækin
máske að bera sig!
Fólk sem slikt lætur bjóða sér
er kúgað fólk, þótt það sé kallað
frjálst. Þannig þegna vilja vald-
hafar og fjármálafurstar borg-
arastéttarinnar hafa. Þess vegna
er verkalýðshreyfingin þeim sem
fleinn i holdi.
Tilræði við
grundvallarrétt
Ráðherrarnir hafa þegar boðað
áframhaldandi árásir á verka-
lýðshreyfinguna og réttindi
verkafólks eftir kosningar. Þá
segjast þeir ætla að taka með lög-
um óbeina skatta út úr grundvelli
kaupg jaldsvis itöluútreiknings. —
Þannig ætla þeir að taka sér vald
til að hækka að vild alla óbeina
skatta svo sem tolla, vörugjald,
söluskatt og aðra slika, og þar
með allt vöruverð, án þess að
verðlagshækkanirnarhafi nokkur
minnstu áhrif á krónutölu kaups-
ins.
Þannig á að skammta kjörin i
framtiðinni með einhliða valdboði
stjórnarherranna, og þeirra úr-
skurðir að koma I stað venjulegra
kjarasamninga.
Með þessum hætti gæti ein rik-
isstjórn, fjandsamleg verkalýðs-
hreyfingunni, tekið jafnóðum all-
ar umsamdar kjarabætur af
verkafólki hverju sinni með
hækkun óbeinu skattanna.
1 verðbólguþjóðfélagi eru kaup-
gjaldsákvæði kjarasamninga
nánast einskis virði, ef þau fela
ekki i sér sæmilega örugga verð-
tryggingu launanna.
Sú boðaða stefna rikisstjórnar-
innar að taka sér með lögum vald
i eitt skipti fyrir öll, til að
ómerkja verðtryggingarákvæði
kjarasamninga með frjálsri
hækkun óbeinna skatta án áhrifa
á laun,er tilræði við grundvallar-
réttindi verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Þessu tilræði verður að svara
meðöllu þvi afli, sem verkalýðs-
hreyfingin hefur yfir að ráða.
Baráttan stendur um
þjóðfélagslegt vald
Þær mótmælaaðgerðir gegn
kaupráni og ólögum rikis-
stjórnarinnar, sem verkalýðs-
heyfingin beitti sé fyrir nú i vik-
unni,eru aðeins upphaf að langri
og harðri baráttu, sem nú er
framundan. Þessar upphafsað-
gerðir tókust vel og sýndu mikinn
faglegan styrk verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Enmiklu fleira verðuraðkoma
til. Arásunum á verkalýðshreyf-
inguna, á lifskjör og réttindi
launafólksins, þarf að svara með
öflugri sókn, ekki aðeins fyrir þvi
að fá kjarasamningana aftur i
gildi, heldur fyrir stórauknum
þjóðfélagslegum völdum verka-
lýðsstéttarinnar.
Ef þjóðfélag okkar þolir ekki,
þrátt fyrir hagstæðustu ytri
skilyrði og hæstu þjóðartekjur i
sögunni, það kaup sem megin-
þorra venjulegs launafólks er
greitt, 100—200 þúsund krónur á
mánuði, fyrir dagvinnu, þá þarf
að breyta þessu þjóðfélagi.
Ef frystihúsin á Islandi sjá
fram á 12 miljarða halla á ári, en
launagreiðslur þeirra nema alls
14 miljörðum, þá er ekki unnt aö
leysa þeirra vanda með þvi að
lækka launin. — Ef eyða á
„halla” frystihúsanna með lækk-
un launa, þá verður fólk að vinna
þar kauplaust ekki bara i einn
mánuð ári,heldurtiu! Samkvæmt
kokkabókum rikisstjórnarinnar
verða fyrirtækin jafnvel rekin
með tapi, þótt alls ekkert kaup
væri borgað.
Grimmilega hefur afætukerfið
leikið okkar þjóðfélag.
Verkalýðshreyfingin getur
auðvitað ekki tekið svona kenn-
ingar gildar. Hér er maðkur i
mysunni. En það er verkefni
verkalýðshreyfingarinnar og
stjórnmálasamtaka hennar að
visa leið út úr frumskógi afætu-
kerfisins, upp úr foraði spill-
ingarinnar.
Ekki er hægt að
gera allt fyrir alla
Verkalýðshreyfingin þarf að
vera reiðubúin að beita sér fyrir
róttækum þjóöfélagsbreytingum
og láta sér ekki vaxa i augum að
koma við kaunin þar sem þörf
krefur. Það er ekki hægt að gera
allt fyrir alla.
Eigi verkalýðsstéttín að vinna
nýja sigra, þá verður auöstéttin
að tapa. Frelsi frjármagnsins er
eitt, réttur verkamannsins annað.
Hvort ætla menn að meta meira,
— um það er spurt.
Samkvæmt ólögum rikis-
stjórnarinnar er venjulegur
launamaður með kr. 150.000,- i
heildartekjur á mánuöi (með
yfirvinnu) rændur 222 þúsund
krónum á ári. Með lögum frá
Alþingi er hann dæmdur til að
vinna gjörsamlega kauplaust i
5—6 vikur á þessu ári,sé við það
miðað að hinar vikurnar sé unnið
samkvæmt gerðum kjarasamn-
ingum?
Hér er gengið út frá að hækkun
framfærslukostnaðar verði 35% á
árinu 1978, en samkvæmt spám
sérfræðinga rikisstjórnarinnar
mun framfærsluvisitalan hækka
um 30% frá 1. janúar til 31. des. i
ár, en um 36% að ársmeðaltali
milli áranna 1977 og 1978.
Sá sem unir svona dómi, —
kveðnum upp án gildra raka, —
og ris ekki upp til harðvitugra
mótmæla og baráttu við hlið
stéttarbræðrasinna,hann þjónar i
reynd frelsi fjármagnsins og
setur það ofar rétti verkamanns-
ins vitandi eða óafvitandi.
Hinn sem snýst til varnar,
tekur upp baráttuna og strengir
þess heit aö láta ekki sinn hlut eft-
ir liggja i br^ð eöa lengd, hann
gengur uppréttur, hann þokar
rétti verkamannsins fram um eitt
skref, og mun þótt siðar verði
setja frelsi fjármagnsins stólinn
fyrir dyrnar.