Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ræða Sigurðar A. Magnússonar á fundi til eflingar Málfrelsis- sjóði sunnudagínn 19. febrúar Góðir samherjar! Við erum hér saman komin i þeim yfirlýsta og ótviræða til- gangi að slá skjaldborg um mál- frelsi i landinu með þvi að stuðla að þvi að ekki verði fært að beita hótunum um fangelsanir og fjár- sektir til að þagga niður i ýmsum þeim sem telja sig eiga stjórnar- skrártryggðan rétt til að taka þátt i almennri þjóðmálaumræðu með þvi orðfæri, sem þeim þykir við eiga hverju sinni. Verði haldið áfram að skerða þann rétt eins og dómstólar landsins hafa gert á undanförnum misserum, er vissulega meiri vá fyrir dyrum en menn gera sér almennt ljóst i fljótu bragði. Sú skerðing á tján- ingarfrelsi, sem hér hefur átt sér stað, er i reynd örlagarikt skref i þá átt að skipta þjóðinni enn meir en orðið er i yfirstétt og undirstétt —■ annarsvegar forréttindastétt sem óáreitt fær að flytja sinn boð- skap með öllu þvi geðslega orð- bragði sem hér hefur alla tið við- gengist i umræðum stjórnmála- manna og annarra opinberra talsmanna stjórnmálaflokka: hinsvegar sauðsvartan almúga sem á að hafa gát á tungu sinni og penna i hita baráttunnar af þvi hann hefur ekkiöðlast þegnrétt i upphöfnu samfélagi löggiltra stjórnmálaþrasara. Frá hverju má segja? Ég skal ekki fara mörgum orð- um um sjálfa undirskriftasöfnun Varins lands, sem er orðin að við- undri i nálægum löndum þar sem til hennar hefur spurst. Ég hef ekki látið undir höfuð leggjast að segja frá henni og afleiðingum hennar bæði i ræðu og riti jafnt austan hafs sem vestan, þegar mér hefur gefist tilefni til, og hvarvetna hafa þær frásagnir vakið furðu, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Eins og kunnugt er, hefur þetta athæfi mitt vakið mikinn úlfaþyt hér heima endrum og eins, og kemur þar visast til sá geðklofi sem ýmsir erlendir gest- ir hafa þóst greina með islensku þjóðinni. Annars vegar er klifað á þvi að við tilheyrum hinum vest- ræna heimi og eigum að taka sem rikastan þátt i vestrænu og nor- rænu samstarfi, en á sama tima þykir það jaðra við landráð að segja frá þvi erlendis sem hér gerist. Þess hefur mjög gætt hjá áhrifamiklum öflum á Islandi að vilja ,,loka” landinu að hætti sovéskra fyrirmynda sinna, koma i veg fyrir eða hafa eftirlit með flutningi frétta úr landi, greinilega vegna þess að eitthvað þurfti að fela. Slikur feluleikur er löngu orðinn vonlaus með nú- timatækni i fjölmiðlun og frétta- flutningi, þó íurðu oft takist að takmarka fréttaflutning af þvi sem hér gerist. Hitt er vissulega verðugt umhugsunarefni hvers- vegna forsvarsmönnum og sam- herjum Varins lands, einnig með- al islenskra rithöfunda, er svo umhugað um að sem fæst fréttist um þessi makalausu mál á er- lendum vettvangi. Hetjur Þegar þessi mál hafa verið rædd af hlutlægni hér heima eða erlendis, hefur það legið hverjum heilskyggnum manni i augum uppi, hver væri meginorsök þess „glæsilega árangurs” sem for- svarsmenn Varins lands töldu sig geta státað af að lokinni undir- skriftasöfnun. Orsökin var vitan- lega fyrst og fremst óttinn.og þá staðreynd skyldu menn hugleiða i römmustu alvöru. Þegar undir- skriftaiistar voru látnir ganga, með æðstu yfirmönnum hvers fyrirtækis, hverrar stofnunar, hverrar deildar efst á blaði, niður til undirmanna og almennra starfsmanna, þurfti oft og einatt meiri einurð, hugrekki eða sann- færingarkraft til að ganga i ber- högg við vinnuveitanda eða yfir- boðara en við höfum kannski leyfi til að heimta. Það er ekki öllum gefið að leika hlutverk hetjunnar i daglegu lifi, enda aöstæöur oft og einatt þannig i okkar þjóðfélagi að hetjuskapur getur orðið mönn- um dýrkeyptur og haft ómældar afleiðingar fyrir atvinnuöryggi einstaklingsins og þá um leið af- drif heilla fjölskyldna. Menn hugsa sig eðlilega um tvisvar áð- ur en þeir tefla i tvisýnu atvinnu sinni og öryggi fjölskyldunnar vegna einnar undirskriftar. Með þessu er ég á engan hátt að af- saka þá sem skrifuðu undir sið- laust plagg Varins lands, heldur einungis leitast við að skilja og skilgreina félagslegar og sálræn- ar orsakir þess, að hinir óprúttnu aðstandendur söfnunarinnar náðu þeim árangri sem raun ber vitni. Griski kvikmyndastjórinn Pantelis Voulgaris, sem hér var á dögunum, vék að þessu atriði i viðtali við fréttamenn i sambandi við alræmdar undirskriftir i griskum fangabúðum, sem gátu losað pólitiska fanga undan pynd- ingum, áralangri fangavist og jafnvel fyrirsjáanlegum dauð- daga. Þeir áttu einfaldlega að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir hefðu gengið af fyrri sann- færingu og væru nú dyggir og þjóðhollir þegnar þeirra sem með völdin fóru. Margir fanganna létu tilleiðast og firrtu sig þannig pyndingum, ævilöngum örkuml- um eða visum dauða. Aðrir léku hlutverk hetjunnar og guldu fyrir það ýmist með heilsu sinni eða lifi. Það sem Voulgaris var mest i mun að leiða fram, bæði i kvik- mynd sinni og vibtölum við fréttamenn, var sú rangsnúna og ómannúölega afstaða griskra kommúnista og ýmissa annarra róttæklinga að fordæma þá menn, sem höfðu kiknað fyrir valdinu, og varpa þeim úti ystu myrkur. Menn með slika afstöðu virðast ekki gera sér grein fyrir ofurvaldi óttans né skilja að margs ber að gæta þegar felldir eru dómar og gert upp á milli hetju og heiguls. Voulgaris lagði áherslu á, að þeir sem taldir voru hafa brugðist væru eftir sem áður hluti þeirrar fjöldahreyfingar sem bylta vildi gerspilltu þjóðfélagskerfi og koma á mannúðlegri stjórnar- háttum, og það væri mönnum loks að skiljast nú. Þessvegna hefðu undirskriftir þeirra i rauninni verið marklausar. Þeir mundu halda áfram hinni linnulausu baráttu, þegar hetjurnar væru fallnar i valinn eða komnar á geð- veikrahæli eða sjúkrahús fyrir örkumla fólk. Eg vona að enginn skilji orð min svo að ég sé að gera litið úr hetjuskap þeirra sem ekki létu bugast. Oðru nær. Ég dái þá öllum öðrum fremur. En ég itreka að við getum ekki öll verið hetjur og eigum þvi að fara var- lega i að fella áfellisdóma yfir þeim sem ekki áttu þrek til að standast erfiðar raunir. Hliðstædur Ég vik að þessu hér vegna þess, að ég tel undirskriftasöfnun Varins lands hliðstæða við grisku undirskriftirnar, þó að visu hafi verið beitt öðrum og miklu mannúðlegri þvingunarráðstöf- unum hérlendis. Af þeim sökum tel ég undirskriftasöfnun Varins lands gersamlega marklaust framtak, sem i hæsta lagi gefur einhverja visbendingu um al- mennt siðgæðisþrek þjóðarinnar. Mér er persónulega kunnugt um nokkra einstaklinga sem bæði skrifuðu undir landráðaplagg Varins lands og mótmælaáskorun gegn undirskriftasöfnuninni, og þó mér hafi á sinum tima vissu- lega sárnað slikur tviskinnungur, þá fæ ég mig ekki til að fordæma þessa einstaklinga nú, einfald- lega vegna þess að ég þekki ekki alla málavexti og veit ekki nema óljóst undir hverskonar sálræn- um og félagslegum þrýstingi þeir voru, af hálfu aðstandenda Var- ins lands. Enda skiptir slik fordæming ekki máli, að minu mati, heldur hitt að hér var vopni óttans beitt á lævislegan og þó furðu opinskáan hátt til að þvinga fram niðurstöðu sem er alröng samkvæmt öllum viðteknum sjónarmiðum og regl- um um skoðanakannanir og undirskriftasafnanir. Hitt kom vist fáum á óvart að árangur hinnar vél smurðu og vel fjármögnuðu herferðar steig að- standendum hennar svo til höf- uðsins að þeir þóttust eiga alls kostar við alla sina skæðu and- stæðinga, þó þessir sömu menn hefðu staðfastlega neitað að koma fram opinberlega á mann- fundum eða i fjölmiðlum til að ræða hina göfugu krossferð með- an á henni stóð. Og þá varð vitan- lega fyrst fyrir að gripa til þess vopnsins sem best hafði dugað þeim i fyrstu lotu, óttans. Menn skyldu semsé i eitt skipti fyrir öll hræddir frá þeirri biræfni að leyfa sér að andmála eða gagnrýna að- gerðir á borð við þær sem Varið land hafði beitt sér fyrir. Þeir töldu sig eiga bakhjarl i úreltri og illa skilgreindri meiðyrðalöggjöf og svo áttu þeir vitanlega fjölda samreiðarmanna meðal þeirra kerfisþræla sem sveitast blóðinu nótt og dag við að varðveita og viðhalda álandihérréttarkerfi og hugsunarhætti sem heyrir til lið- inni tið i nálægum siðmenntuð- um löndum. Stórfelld fjárútlát og fangelsanir skyldu framvegis vera það Demóklesar-sverð sem héngu yfir hausamótum hvers þess einfeldnings eða oflátungs sem dirfðistað nefna athafnir VL- manna eða annarra viðlika póli- tískra krossfara sinum réttu nöfnum. Og meðreiðarsveinarnir i dómstólunum hafa fæstir brugð- ist skyldu sinni við kerfi og hug- sjón rannsóknarréttarins á mið- öldum. Tviburasystkin Við þekkjum það væntanlega flest úr einkalifi okkar og einnig mörg úr þjóðlifinu almennt, hvi- likur ógnarskaðvaldur óttinn get- ur verið, hvernig hann lamar ein- staklinga og fjölskyldur, tærir lifsþróttinn, eitrar heilbrigð sam- skipti manna, elur á tortryggni, undirlægjuhætti, tviskinnungi og falsi. Þegar þetta skaðræðisafl grípur um sig i heilu þjóðfélagi — samanber McCarty-skeiðið i Bandarikjunum — spillir það eðlilegu mannlifi, grefur undan helstu stoðum þjóðfélagsins og leiðir einatt til þess að þögnin verður örþrifaúrræði. Menn hætta engu með þvi að þegja, þvi enn sem komið er hefur reynst torvelt að sakfella menn fyrir sin- ar leyndustu hugsanir. Þegar svo er komið fyrir þjóðfélagi, að þögnin rlkir, er það vissulega komið á glötunarbraut. En vitanlega er það einmitt þetta sem valdhafa og skósveina þeirra i öllum löndum hefur alla tið dreymt um, bæði i svefni og vöku. Þau tviburasystkyn, Ótti og Þögn, eru hjúin sem dyggilegast þjóna ráðandi öflum, koma i veg fyrir óæskilegar skoðanir og óþægilega gagnrýni. Þau hagræða sessunum i ruggustólum valda- stéttanna, færa þeim morgun- blöðin sin með öllum lofgerðar- rollum leigupennanna, gæta þess að ekkert raski ró þeirra viö kjöt- katla, gjaldeyrissvik, sjálf- skammtaðar kauphækkanir og annað daglegt dútl, og halda vörð við dyr spilavitanna meðan þess- ar sömu stéttir gamna sér á kvöldin við verðbólgurúlettuna. Vaka siðan yfir þeim nætur langt meðan þær sofa svefni réttlátra með sætum draumum um órofa og endalausa kyrrð eyðimerkur- innar. Norrænir rithöfundar Þegar málsóknir Varins lands voru reifaðar á ársfundi Norræna rithöfundaráðsins i Noregi haust- ið 1975 og allt ætlaði af göflunum að ganga i Morgunblaðinu, einsog mörgum er eflaust i fersku minni, sömdu ráðsmenn ályktun, sem var að visu stöðvuð af danska fulltrúanum, ihaldsþingmanni sem var i rauðlinusambandi við Morgunblaðið og kom á fundinn á siðustu stundu. Þó ályktunin væri ekki birt opinberlega, þareð regl- ur ráðsins mæla svo fyrir að alger einhugur skuli rikja um hverja ályktun sem frá þvi fer, þá langar mig til að tilfæra hér nokkur orð úr svari þvi sem hinir norrænu rithöfundar, allir nema einn, sömdu við simskeyti Varins lands til fundarins: „Með þessu svari viö simskeyti ykkar viljum við einungis láta i ljós undrun okkar yfir, að um- ræddar greinar skuli hafa orðið tilefni málshöfðunar vegna æru- meiðinga, og leggja áherslu á að við erum sérstaklega á verði gagnvart hverskonar tilraunum til að beita slikum málsóknum til að stöðva umræðumöguleika póli- tiskra andstæðinga. Við erum þeirrar skoðunar, að öll lýðræðis- leg pólitisk umræða biði tjón af þvi að dómstólar séu beðnir um að ákvarða mörk orðalags og tón- tegundar. Hver dómsáfelling i slikum málum dregur úr skoðanaskiptum og eykur þögn- ina”. Einn sænsku fulltrúanna, Per Olof Sundman, þingmaður Mið- flokksins og meðlimur sænsku akademiunnar, hafði þetta um málið að segja i viðtali við Morgunblaðið: • „Eftir að hafa heyrt um mál- efni Varins lands verð ég nú að segja, að ég er steinhissa á þvi að islenskir stjórnmálamenn skuli vera svo tilfinningasamir og við- kvæmir að þeir sjá sig knúða til að leita til dómstóla i svona mál- um. ... Ég lit á það sem ögrun við tjáningarfrelsi að gera svona lag- að að dómsmáli. Það hefur i för með sér að fólk veigrar sér við að setja fram skoðanir sinar og hugsanir i heyranda hljóði”. A fundi Norræna rithöfunda- ráðsins hér i Reykjavik á liðnu sumri lýstu fulltrúar allra rithöf- undasamtaka á Norðurlöndum yfir þvi, að hvert einstakt rithöf- undasamband mundi veita fyrir- huguðum Málfrelsisjóði á tslandi allan þann siðferðilega og fjár- hagslega stuðning sem i valdi hvers og eins stæði. Þetta er vissulega fagnaðarefni sem þessi samkoma hefur fulla ástæðu til að klappa lof i lófa jafnframt þvi sem hún hlýtur að harma það geðleysi islenskra rithöfunda og blaðamanna að hafa hvorki dug né þor til að taka eindregna og af- dráttarlausa afstöðu til varnar málfrelsi i landinu. Óttinn og þögnin eru enn ráðandi ölf i sam- tökum islenskra rithöfunda og Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.