Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Rauðhetta gerir hina skelfilegu uppgötvun. Mynd eftir Gustave Doré. Mannætan drepur börnin sin i Þumalingsævintýri. (Gustave Doré) Ævintýri eru „ljót” en nauðsynleg samt Þegar að er gáð eru mörg tiinna vinsælustu ævintýra sem börnum eru sögð afskaplega ,,ljót". Þau eru full með ofbeldi. Stjúpmóðirin eitrar fyrir Mjallhvíti. Úlfurinn étur Rauðhettu og ömmu hennar. Hans og Gréta brenna gömlu nornina Iif- andi. Óforsjálar bænda- dætur eða prinsessur eru hengdar upp á hárinu. Vondar stjúpur eru látnar dansa sig i hel á logheitum járnskóm eða þær eru drepnar á gaddatunnum. Það þarf enginn að vera hissa á þvi, þótt fram á ritvöll hafi skeiðað sálfræðingar og uppeldis- fræðingar, sem fannst nóg um alla þessa grimmd og illvirki. Fjölmiðlafræðingurinn Otto Gmelin segir til dæmis i bók sinni „Hið illa kemur úr barnabókum” (1972) að „neysla ofbeldisefnis leiðir til ofbeldishegðunar”. Fram á þennan dag hafa menn heyrt færð rök að þvi, að i ævin- týrum úti og grúi af eftirtireytum hins grimma réttarfars miðalda og séu þau þvi til þess fallin að ýta undir fordóma og ofbeldis- hneigðir hjá börnum. Benda á undankomuleið? Þvi hefur vakið nokkra athygli bók eftir barnasálfræðinginn Bruno Bettelheim,sem nú er bú- settur i Chicago. Bókin heitir „Börn þurfa á ævintýrum að halda”. Höfuðkenning hans er þessi: Börn hafa mjög auðugt imyndunarafl, þar sem ótti og martraðarmyndir ýmiskonar skipa mikinn sess. En ævintýrin sýna þeim, að það sé alltaf hægt að finna leið út úr hinum skelfi- legustu hættum. Bettelheim er núna hálfátt- ræður. Hann er fæddur i Austur- riki og sat á sinum tima i fanga- búðum nasista. Um 30 ára skeið hefur hann stjórnað skóla fyrir þroskaheft börn. Hann hefur i fyrrnefndri bók sinni tekið til athugunar mörg hinna þekktustu ævintýra hins þýska málsvæðis og áhrif þeirra á börn. Hann litur á ævintýrin sem einskonar staf- rófskver þar sem barnið lærir að skilja sinar eigin, enn ómeðvit- aðar hugsanir, ekki i orðum heldur myndum. Mjallhvít og trú á framtiðina Tökum dæmi af Mjallhvit. Mjallhvit kennir barninu, að málum er ekki aðeins svo háttað að börn leggi öfund og afbrýði á foreldra sina, heldur séu for- eldrar eiinnig afbrýðisöm i garð barnanna. Einnig að börn eru ekki að gera neitt slæmt með þvi að sýna mótþróa ofriki og tál- beitum hinna eldri. Ár þau sem Mjallhvit dvelst meðal dverg- anna koma þvi að hjá barninu, að það þarf að sýna þolinmæði þar til það er fært um að taka örlög sin i eigin hendur. Og dauðinn, refsingin sem stjúpan vonda verður að sæta, hún eykur barninu kjark. Bettelheim segir: „Hjnn farsælu mállalok i ævintýri skipta höfuðmáli. Þau gefa barn- inu von og trú á framtiðina”. Rauðhetta og freistingarnar Um Rauðhettu hefur Bettel- heim m.a. þetta fram að færa: Hér segir frá átökum milli skyldurækni og skemmtunar, sem hvert barn þarf við að glimá. Rauðhetta á að flýta sér til veikr- ar ömmu sinnar, en henni finnst meira gaman að tina blóm (skarta sig) —og svo kórónar hún allt saman með þvi að gefa sig á tal við ókunnugan (úlfinn). Þetta ævintýri er saga af skólastúlk- unni sem vikur af vegi dyggðar- innar lætur undan freistingum — m.ö.o. er einkar mannleg i sinni r i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ ■ i ■ i i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i H I H I H I B I S % I ■ ■HB ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ m ■ wm ■ wm ■ mm ■ ■■ ■ mm ■ mm ■ ■■ ■ wm ■ m ■ bh ■ ■■ ■ ■■ ■ mm ■ ■■ ■ mm ■ ■ ■ ■■ ■ ■■ ■■ ■ ■■ i Þegar Atgeirsmenn stofnuðu málfrelsissjóð á 19. öldinni Mikla athygli hefur vakió stofnun Málfrelsissjóðs, sem er andsvar hugsandi fólks gegn meiðyrðamálum VL-inga og gegn „stéttvisi” Hæstaréttar eins og ritstjóri Dagblaðsins kemst að orði um dóma Hæsta- réttar, sem byggðir eu á úreltri meiðyrðalöggjöf. Stofnun Málfrelsissjóðs er krafa um rýmkað málfrelsi i almennri umræðu um opinber mál og aukið málfrelsi fjölmiðla i þjóðfélagsumræðunni. Eins og mjög vel kom fram i ritdeilum þeirra Sigurðar Lin- dal og Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar er stofnun Málfrelsissjóðs ekki hvatning til lögbrota.heldur hvatning til manna að láta ekki þagga niður i sér. Svo vill til, að á öldinni sem leið var einnig stofnaður sams- konar málfrelsissjóður, en hlut- verk hans var að reyna að sjá svo um að ekki væri hægt að þagga niður i mönnum með fjárútlátadómum i sjálfstæðis- baráttunni gegn Dönum. Það voru Atgeirsmenn i Kaup- mannahöfn, stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar sem stóðu að þessari málfrelsisbaráttu upp úr 1870. Um þetta skrifar Runólfur Björnsson merkilega grein i 1. hefti Réttar 1951 og leyfir Þjóðviljinn sér að birta eftirfarandi glefsur úr grein Runólfs, sem bar yfirskriftina: Mótspyrnuhreyfing tslendinga vegn valdboðum Dana 1871—73. (Leturbreyting Þjóðviljans). Vitnaö í samantekt Runólfs Björnssonar um A tgeirinn Að afla bandamanna „Kaupmannahöfn var að þvi leyti miðstöð islenskrar sjálf- stæðisbaráttu, að þar var Jón Sigurðsson búsettur, maðurinn sem ailir þjóðlega hugsandi menn litu upp til sem foringja og þjóðhetju. Þar var lika jafn- an mikiö mannval tslendinga, sem flestir fylgdu Jóm Sigurðs- syni fast að málum og voru s a m s t a r f s m e n n hans. („Velferðarnefndin” sem Krieger nefndi svo i háði).” Það lætur að likum að hinir rauðari meðal þeirra þættust ekki mega sitja hjá aðgerðalausir á þessum æsinga- timum, énda stofnuðu þeir stjórnmálafélag, sem þeir nefndu Atgeirinn. Skjöl þessa félagsmununúekki veratilog á prenti var þess vart eða ekki getið fyrr en löngu eftir að það var liðiö undir lok. En i bréfum frá félagsmönnummá fá nokkva vitneskju um tilgang þess og starfsemi. Aðaltilgangur þess virðist hafa verið sá, að halda uppi sókn og vörn fyrir málstað íslands erlendis, vekja athygli útiendinga á sjálfstæðisbaráttu þess, ef verða mætti að tsiend- ingar fengi með þvi móti banda- menn gegn Dönum. Meðal stofnenda félagsins voru þessir Sigurður Jónsson, frændi og fóstursonur Jóns Sigurðssonar, siðar sýslumaður, Björn M. ól- son siðar prófessor, Skafti Jósefsson siðar ritstjóri Norðlings og Austra, Björn Jónsson siðar ritstjóri og ráðherra og Steingrímur Thorsteinsson skáld. Siðar munu margir stúdentar, sem komu til háskólans, hafa gengið i félagið, t.d.. lndriði Einarsson rithöfundur, Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, Jón Jónsson prófastur á Stafafelli, Þorvaldur Thoroddsen og eflaust margir fleiri. Félagið var þó hvorki einskorðað við stúdenta eina, né þá sem voru langdvölum i Kaupmannahöfn. Þeir Atgeirsmenn tóku i félagið ýmsa aðra, sem þeir náðu til og þótti slægur i. Þannig urðu þeir félagsmenn Eirikur Magnússon bókavörður i Cambridge, Ásgeir Asgeirssonkaupmaður á tsafirði, Hjálmar Jónssonkaup- maður á önundarfirði, Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri Gránufélagsins, Þoriákur O. Johnsen kaupmaður, Pétur Eggerz verslunarstjóri Félags- versl. við Húnaflóa og Daniel Thorlaciusverslunarstj. Norska samlagsins i Stykkishólmi. Eirikur Magnússon sótti þúsund ára minningarhátið Hafur- fjarðarorustu 1872 og i þeirri ferð gekk hann i Atgeirinn. Kaupmennirnir komu oft til Kaupmannahafnar i verslunar- erindum og þannig orðið félags- menn. Jón Sigurðsson taldist ekki félagi, en fylgdist gerla með störfum þess og getur þess oftlega i bréfum sinum. Arið 1873 taldi Atgeirinn 30 félaga. Hvað gerðu þeir? Aðalstarf Atgeirsins liggur i allmörgum áróðurs- og deilu- greinum i útlendum, aðallega þýskum og norskum,blöðum frá árunum 1872—73. Flestar voru þær undir dulnefnum, þó ritar Eirikur Magnússon greinaflokk undir nafni i þýska blaðið „Unsere Zeit” i Leipzig („Island und die Islander”.) Greinum um tslandsmál mun hafa verið auðvelt að koma i þýsk blöð, vegna óvildar Dana og Þjóðverja út af hertogadæm- unum. 1 Þýskalandi átti tsland lika hauk i horni, Konráð Maurer. Hinsvegar var Dönum fátt ver við en að þeir væru klagaðir fyrir Þjóðverjum fyrir tslandspólitik þeirra. „Mest sviður þeim (c:Dönum) að við skulum vera að fara i Þjóðverja, svo láta stúdentar hér á Garði á sér heyra. Þeim hefur vist ekki litist á blikuna i „Unsere Zeit” ”, segir Björn Jónsson i bréfi til Eiriks Magnússonar. Aðalvettvangur Atgeirsmanna var þó norsku- blöðin, „Dagbladet” i Kristjaniu (Osló) og „Bergens Tidende” i Bergen. 1 des. 1872 birtist i „Dagbladet” grein er hegðun — og bjargast engu að siður. Sagan er svo manneskjuleg og huggunarrik, að hún nýtur ekki aðeins mikilla vinsælda hjá börnum heldur einnig hjá fullorðnum. Bettelheim bætir þvi við, að i samskiptum úlfsins og Rauðhettu megi greina ýmsa þætti sem flokka má undir kynlifsfræðslu. En allt fer þaö vel, eins og menn vita: boðskapurinn er sá, að - reyndar verði sú, sem hlýðir rödd freistarans, að hljóta sina refs- ingu, en hún bjargast samt og getur haldið leiðar sinnar glöð og ánægð. Auðvelt val Bettelheim segir sem svo: Það væri gott ef enginn okkar þyrfti að finna til ótta. En öll verðum við fyrir þeirri reynslu, og litil börn i rikum mæli. Ævintýrin skýra barninu frá þvi, að það sé til leið undan þessum ótta. Þvi skipta þau börnin miklu máli — og þá þær skelfingar og sú mannvonska sem i þeim má finna. Hið illa i sögunum, hinir skelfilegu viðburðir draga mjög skýrt fram boðskap sögunnar. Og hin skýra greining á góðu og illu sem ein- kennir ævintýrin gerir barninu mjög auðvelt fyrir um að velja hverjum það helst vildi likjast. ------------- nefnist „Den danske Volds- ■' politik i Island”, undirrituð | „Hjörleifr”, en höfundur var ■ Eirikur Magnússon. Spunnust I út af henni ritdeilur i norskum J blöðum. Sigurður Jónsson var g sá annar en Eirikur sem lét ■ mest til sin taka með rit- í smiðarnar. Eftir hann er i | „Dagbladet” grein er nefnist ■ „Den islandske Forfatnings- I k a m p ”, undirrituð ■ „Grjótgardr” og kom hún út | sérprentuð. Til að mæta slikum áföllum En afleiðingarikust fyrir ■ Atgeirinn var þó grein eftir I hann i dönsku blaöi, ■ „Hejmdal”, um Pétur biskup. ■ Pétur svarar i sama blaði. J Sigurður svaraði aftur i ■ „Bergens Tidende” með grein I sem nefndist: „I ere J dyrekjöbte, vorder ikke | Menneskens Trælle”. Var hún | svo svæsin, að Pétur biskup ■ stefndi ritstjóra „Bergens I Tidende”, Ölafi Lofthus, fyrir ■ meiðyrði, en hann neitaði aö | segja til um höfundinn. Við eftir- ■ grennslankom þó fram skrifleg ■ yfirlýsing frá einhverjum G. B. • Gislasyni i Reykjavik, um að ? hann væri höfundur. Pétur | biskup áleit játningu þessa fals- ■ aða, sem var, og birti i Þjóðólfi J auglýsingu þar sem hann hét | hverjum sem gæti sagt sér til ■ um höfundinn 50 rikisdölum. En I það bar ekki árangur. Málið féll B þvi á Lofthus og var hann | dæmdur i 20 rd. sekt, auk ' málskostnaðar. Þessa upphæð • urðu Atgeirsmenn að greiða, og I voru við þvi búnir, höfðu þeir ■ safnað fé til þess haustið 1872. I Lögðu þeir kaupmennirnir ■ Hjálmar Jónsson, Asgeir As- I geirsson og Pétur Eggerz fram ” 10 rd. hver, en aðrir félagsmenn ■ 2 rd. Eftir þetta var lagt 2 rd. ■ árgjald á félagsmenn til þess að JJ mæta slikum áföllum framveg- 1 is.” ■ ■ .......-■- —.J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.