Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. mars 1978
„Þú verður í Minden kl. 6.47 í fyrramálið.
Góða ferð og gleymdu ekki að skipta í Köln".
//Stimpl/ stimpl, borga og lestarfarmiðinn
kemur i gegnum lúguna. Afgreiðslumaðurinn
minnir Islendinginn aftur á að sofna ekki á
leiðinni, því það á skipta um lest i Köln. Og það
er ekki að spyrja að hinni rómuðu þýsku ná-
kvæmni, klukkan er nákvæmlega 6.47 þegar
blaðamaður Þjóðviljans hoppar út á brautar-
pallinn. „ Alltof snemmt að vekja Axel. Líka of
snemmt að vekja konuna hans" hugsa ég von-
leysislega, hristi úr mér hluta af næturhrollin-
um og fylgist áhugalaus með lestinni sem píp-
ar og drattast af stað. „Finn mér einhvers-
staðar morgunverð og fæ að bursta tennurn-
ar".
Gunnar Steinn heimsækir
AXEL AXELSSON og
KRISTBJÖRGU
MAGNÚ SDÓTTUR
í Þýskalandi
Þannig heilsar Þýskaland
Þjóðviljanum að þessu sinni á
hálf tómlegan hátt. Endastöðin er
heimili Axels Axelssonar og
Kristbjargar Magnúsdóttur i
Minden. Þau búa raunar i minni
bæ eða þorpi, sem er samvaxið
Minden en heitir sérstöku nafni,
sem nú er gleymt i hugskoti
blaðamannsins, en þegar honum
hefur tekist aö drepa timann til
klukkan tiu árdegis ákveður hann
að láta til skarar skriða.
Eftir tiu minútna akstur rukkar
bilstjórinn niu mörk og ég banka
upp á i fallegu húsi á kyrrlátum
stað. Og mér verður þarna ljóst
að islensk gestrisni gefur ekkert
eftir þýskri nákvæmni. Móttök-
urnar voru stórkostlegar og dvöl-
in hjá þeim hjónum varð fyrir
vikið rúmum sólarhring lengri en
tii stóð.
Við ákváðum þó að hespa við-
talinu af hið snarasta, enda „illu
best aflokiö” eins og einhver and-
ans snillingur fann út á sinum
tima. Og fljótlega upp úr hádeg-
inu erum viö Axel sestir inn i
stofu með notalegan hádegisverð
i maganum og gömlu góðu minn-
isblokkina aftur i viðbragðsstöðu.
Við byrjum formlega, kynnum
okkur æviferil mannsins og siðan
á að taka islenska handknattleik-
inn og landsliðiö á dagskrá. Axel
er raunar nýkominn heim frá
HM-keppninni i Danmörku þegar
viðtalið á sér staö á laugardags-
eftirmiðdegi. A sunnudeginum
horfðum við á úrslitaleikinn i
beinni sjónvarpsútsendingu og
urðu liklega allir islensku lands-
liðsmennirnir að láta sér nægja
að fylgjast með lokaspretti
keppninnar á sjónyarpsskermi
eftirað hafa tapað þrejmur fyrstu
iIIkJLí XÍkMÍuS^
| uKf , -
„KR-peysurnar uppseldar
leikjum sinum og fengið farseðil-
inn heim til Islands i staðinn.
Við komum að þeirri ferð á eft-
ir, en hyrjum á þvi að spyrja Ax-
el, sem er tuttugu og sex ára
gamall, hvenær hann hafi byrjað
að stunda iþróttir heima fyrir al-
vöru.
KR-draumur
— Ég átti mér þann draum
stærstan að komast I KR þegar ég
var litill, enda voru KR-ingar þá á
toppnum i knattspyrnunni. Og
þegar ég átti sjö ára afmæli einn
sólfagran júlidag skyldi þessi
draumur minn rætast. Pabbi fór i
bæinn til þess að kaupa handa
mér KR-peysu. Hún var hins veg-
ar ekki til, en faðir minn dó ekki
ráðalaus, keypti bara Fram-
peysu i staðinn og siðan hef ég
klæðst bláu. Og mun gera það i
framtiðinni.
Ég bjó reyndar i Fram-hverfi
og varð þvi ekki fyrir stórum von-
brigðum. Rúnar heitinn Vil-
hjálmsson dró mig á fyrstu knatt-
spyrnuæfinguna hjá 5. flokki og
þar kynntist ég þeim strákum
sem ég átti eftir að ganga með i
gegnum súrt og sætt alveg til full-
orðinsáranna.
En þau liðu þó ekki mörg ár þar
til hugurinn snerist meira um
handboltann. Og þegar ég var
kominn i tólf ára bekk hafði áhug-
inn náð hámarki. Þá voru dans-
æfingar i skólanum einu sinni i
viku, en við Pétur Jóhannesson,
sem ennþá spilar með Fram, tók-
um handboltann fram yfir og þar
og því
ekkium
annað
að ræða
en að
ganga
í Fram”
sem dans- og handboltaæfingar
voru á sama tima varð dansinn
hreinlega að vikja. En okkur þótti
þetta nokkuð stór fórn.
A sumrin lékum við strákarnir
siðan fótbolta og ég hætti ekki að
keppa fyrir Fram i knattspyrn-
unni fyrr en 2. flokks timabilinu
lauk, en þá var ég fyrirliði i þeim
flokki. Eftir það snéri ég mér al-
farið að handknattleiknum. Ég
vildi ná árangri i annarri hvorri
iþróttinni og mér fannst ég eiga
meira i handboltanum. Og sem
sannur Framari tók ég áfram
þátt i gleði og sorg félaganna úr
fótboltanum, en með mér i yngri
flokkunum voru t.d. þeir Mart-
einn, Simon, Eggert, Asgeir Eli-
asson, Sigurbergur Sigsteinsson
og fleiri.
Með þessum strákum og auð-
vitað mörgum fleirum barðist ég
við erkióvinina i Val i gegnum
alla yngri flokkana. Þar voru
fremstir i fiokki þeir Jóhannes
Eðvaldsson, Stefán Gunnarsson,
Ingi Björn o.fl. Meginreglan var
sú að liðin höfðú ævinlega betur
annað hvert ár, en velgengnin
réðst alltaf eftir þvi hvernig fæð-
ingarárin- skiptu okkur á milli
flokka. Eitt árið voru Valsarar
betri, en næsta ár vorum við þá
með sterkara lið. Á þessum tima
skapaðist mikil vinátta milli ein-
staklinga i Fram og Val og ég veit
til þess að i mörgum tilfellum hef-
ur hún haldist allt fram á þennan
dag. Einhvern veginn tókst okkur
alltaf að halda bardaganum ein-
ungis innan vallarins, en utan
hans vorum við flestir góðir vinir.
Stefnan sett á útlönd
— En hvenær var það sem þig
fór að dreyma um atvinnu-
mennsku i handknattleik?
— Það má segja að strax eftir
að ég fór að ná einhverjum
árangri með meistaraflokki hafi
myndast áhugi fyrir að reyna
eitthvað nýtt. Ég vildi losa mig úr
einangruninni heima og spekúler-
aði þá auðvitað fyrst i Norður-
löndunum. Eftir að Geir Hall-
steinsson fór hins vegar til
Þýskalands árið 1973 fór hugurinn
i rikara mæli að snúast þangað.
Það leið ekki langur timi þar til
draumurinn virtist ætla að ræt-
ast. Ég fékk bréf frá islenskum
manni, sem búsettur var i Þýska-
landi og sagðist vera i stjórn 1.
deildarliðs. Sagði hann Þjóðverja
vera hrifna af Geir og vildu þeir
kaupa fleiri islenska leikmenn.
Tilkynnti hann mér jafnframt að
það ætti að fylgjast með mér i
Heimsmeistarakeppninni 1974 og
þar yrði haft samband við mig.
En úti I HM-keppninni gerðist
ekkert. Enginn talaði við mig og
ég fór eðlilega að furða mig á
þessu. Ég færði þetta i tal við
Geir, sem sagði: „Komdu með
mér niður, við skulum spjalla við
þessa menn smástund”. Og Geir
ræddi þarna við þjálfara v-þýska
liðsins, sem kom með nokkrar
uppástungur um ástæðuna fyrir
þvi að landar hans hefðu ekki
komið eins og um var talað.
Meira gerðist ekki þarna, en ég
tók eftir þvi hve hann mældi mig
vandlega út þessi þjálfari þeirra.
Ég vissi auðvitað ekki ástæðuna
þá, en skömmu eftir að ég kom til
íslands lék landsliðið við Arhus
KFUM og þá komst að nýju
hreyfing á þetta mál.
Eltingarleikur um götur
Reykjavíkur
Ég var ekki með i þessum leik,
vegna lasleika eða meiðsla ef ég
man rétt. Ég horfði hins vegar á
seinni hálfleik og tók þá eftir
manni sem virtist kominn i höll-
ina til þess eins að snúa sig úr
hálsliðnum og góna á mig lát-
laust. Honum stóð greinilega á
sama um leikinn en mér var hætt
að standa á sama um þessi augu
sem stanslaust hvildu á mér.
Eftir leikinn tók ég eftir þvi að
þessi maður elti mig út. Ég fór
beint heim eftir leikinn og var
varla sestur niður þegar dyra-
bjallan hringdi og þessi sami ná-
ungi stóð á tröppunum. Sagðist
hann vera frá Dankersen og til
þess kominn til Islands að hitta
Axel Axelsson að máli. Byggi
hann ekki annars hér? — Jú, ég
játti þvi og gaf hann mér þá skýr-
ingu á hegðun sinni að hann hefði
aðeins haft eina mynd af mér með
sér, og það meira að segja frekar
slæma, og þvi hefði hann ekki átt
gott með að átta sig á hvort ég
væri rétti maðurinn. Og hann
vildi ekki svifa á Pétur eða Pál og
spyrja, þvi ferð hans hingað var
hið mesta leyndarmál.
Og það kom fljótlega i ljós að
aðstoðarþjálfari v-þýska lands-
liðsins sem við Geir höfðum rætt
við, var einmitt þjálfari Danker-