Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. mars 1978 Inn 1 menningarumræ&u und- anfarinna ára hefur stundum fléttast umræða um barna- menningu. Ekki vegna þess að þeirsem um hana hafa rætt hafi endilega talið nauðsynlegt að aðskilja „menningarneyslu” barna frá hinni almennu menn- inganeyslu fullorðinna, heldur miklu frekar vegna þess að menn hafa þótst sjá greinilega tilhneigingu til að gera menn- ingarlif barna að einhverskonar skoþstælingu á ýmsu þvi versta og aumasta sem hinir fullorönu eru bjóöa sér og öðrum upp á. Annar þjóðflokkur? Samfara þessu hefur þeirri skoðun einnig verið haldiö nokk- uð á lofti að börn séu einskonar þjóðflokkur, sem hafi allt ann- ars konar vitsmuna og tilfinn- ingalif en hinir fullorðnu og þvi skuli þaö sem þau sjá,-heyra og lesa búið til og matreitt sam- kvæmt sérstökum formúlum, sem ekki gilda um aðrar mann- legar verur. Jafnframt þvi sem barnamenningin ber keim af lé- legasta afþreyingarefni fullorð- inna og þeim markaöslögmál- um sem þar gilda, fylgir henni tilhneiging til að vernda börn fyrir ýmsum öörum hliöum af tilveru og menningu hinna fullorönu. Ef til vill lýsir bréf i Veivak- anda um daginn þessu viðhorfi best, en þar var býsnast mikið yfir mynd um kynvillu og þvi haldið fram að ekki væri hægt að horfa óhultur með börnunum á „annað en auglýsingarnar i sjónvarpinu”, þvi flest annað „gerðist uppi i rúmi hjá fólki”. , Þegar betur er að gáð munu flestir sjá að fátt sjónvarpsefni er eins innrætandi og sjónvarps- auglýsingar, og fjarri þvi að geta átt þátt i að þroska börn og auka viðsýni þeirra og skilning, eins og til dæmis myndin um kynvillingin ætti að geta gert. Þvi þótt kynfyrirmyndir barna séu vissulega vandmeðfarnar geta myndir sem fjalla af skiln- ingi um kynferðismál átt sinn þátt i að undirbúa börn undir það sem fyrir þeim liggur i þeim efnum. Ekki er hægt að segja það sama um ömurlega sölu- mennsku á kvenlikamanum t.d. i sjónvarpsauglýsingum og kyn- ferðislega dýrkun á óþroska barni (sbr: dægurlagatextann sem hljómar eitthvað á þessa leið: „Ég kölluö er Anna, ég eft- irsótt er, allir strákarnir I bæn- um eru á eftir mér”. og „Ég varnirnar mála og neglurnar lakka, ég lit ekki á mig ellefu ára vera neinn krakka”.) Þegar slikt efni glymur stöðugt i eyr- um barna er það þvi miður miklu liklegra til að auka á skilningsleysi og minnimáttar- kennd en heiöarlegar tilraunir til aö fjalla um kynferðismál. Þvi engin angi nútimamenning- ar á eins auðvelt með aö móta mannshugann og afþreyingar- list og auglýsingaskrum, sem telur sig engan boðskap flytja. Varanleiki áhrifa Eaunar munu flestir, sem fjallaðhafa um menningu barna vera sammála um að áhrif frá t.d. lélegum barnabókum séu hverfandi, svo framarlega sem þær sitja ekki einar um aö hafa ofan af fyrir barninu. A sama hátt hefur lélegt sjónvarpsefni fyrir börn sennilega engin lang- tima áhrif, ef barnið hefur sæmilega andlega hvatningu annarsstaðar og það hefur á milli kost. á að sjá menningar- legt og þroskandi efni I sjón- varpinu. Svipaða sögu má segja um þau ógrynni af leikfangarusli sem til landsins berast og oftast ber keim af ömurlegustu hliöum af menningarneyslu fullorð- inna( sbr. hernaðarleikföng, fáránlegir hreystikallar og tiskudömur) sem hvergi reyna á sköpunargáfu, samstarfs- hæfni eða vitsmuni barna. Vond hlutföll Ef þetta drasl þyrfti að heyja harða baráttu við raunveruleg leikföng, góðar barnabækur, kvikmyndir, leiksýningar og gott sjónvarpsefni, — meö öðr- um orðum ef til væri öflug og fjölbreytt barnamenning, — yrðu áhrif af öllu væntanlega draslinu hverfandi. Þaö sem mönnum finnst hins vegar ugg- vænlegt er að þrátt fyrir aug- Ijósa viöleitni biða I þjóðfélag- inu til að skapa börnum menn- ingu sem stenst sömu kröfur og menning hinna fullorönu og gegnir auk þess þeim uppeldis- legu lágmarkskröfum sem gera verður til barnaefnis ins, þá veröa yfirburöir afþrey- ingar og hasarmenningar æ meiri. Það sem börn- um er ætlað á sviði lista og EN EKKI BARA HASAR OG DRASL Eftir Þórunni Siguróard. leikara leikfanga er oftast fyrst og fremst sljóvgandi. Allt á að gerast á sem stystum tima og með sem mestum látum (sbr. teiknimyndir) og leikföngin geta grátið, pissað sungið, skot- ið og hlegið, svo allt sem börnin þurfa að gera er bara að sitja og þegja. Það sem gert er 1 löndum vestur Evrópu hafa þó tvær listgreinar náð að sporna verulega gegn hasar- menningunni en það eru leikhús og bókaútgáfa. Otgáfa góðra barnabóka hefur stóraukist, en Þau hafa breyst eitthvað upp á siðkastið iitlu skinnin bókasafnsfræðingar á Norður- löndum telja þó, að aðeins um 25% af barnabókum sem á markaönum eru geti talist til góðra barnabóka. Leikhúsin, og þá ekki sist svokallaðir frjálsir leikhópar, hafa viöa skapað at- hyglisverðar leiksýningar fyrir börn og innan leiklistarinnar hefur^inna helst orðið vart við öfluga viðleitni til að skapa fjölbreytta barnamenningu, þar sem unnið er eftir sömu lögmál- um og við listsköpun hinna full- orðnu, þar sem geröar eru kröf- ur til innihalds ekki siður en framsetningar. Sjónvarpsstöövar hafa yfir- leitt sérstakar deildir sem vinna efni fyrir börn og unglinga, en afurðirnar eru misgóðar. Er þar fyrst og fremst um að kenna skorti á fjármunum, þvi gerð á góðu barnaefni i sjón- varpi kostar yfirleitt nokkurt fé. Raunar má kenna fjármuna- skorti að nokkru leyti um að- geröarleysi á ýmsum öðrum sviðum barnamenningar, þvi börnin ráöa sem kunnugt er ekki sjálf yfir f jármunum og eru þvi algerlega háö vilja hinna fullorðnu i þessum efnum. Þó margar undantekningar séu til, er þó talið að allt of mikið af barnaefni frá sjónvarps- stöövum I Vestur —Evrópu sé ekki liklegt til að þroska vitsmuni, Imyndun- arafl og tilfinningar barna, heldur búi þau hægt og sigandi undir að verða þögulir og að- geröarlausir sjónvarpsglápend- ur. Hæpin skipting í aldursflokka Auk þess er sjónvarpsefni fyr- ir börn gagnrýnt fyrir aö vera einhverskonar eftirherma eftir leikskólaleikjum, söng og föndri smábarna, en þessar athafnir eiga fyrst og fremst rétt á sér þar sem börnin taka sjálf þátt i þeim. Á sjónvarpsskermi verða þær hálf hlægilegar og uppeldis- legt eða menningarlegt gildi þeirra næsta litið, auk þess sem fólk yfir leikskóla aldrei litur varla við sliku. Sjónvarpsefni fyrir börn á að sjálfsögðu að vera eins fjölbreytilegt og unnt er, en leggja verður höfuð- áherslu á innlent, unnið efni, sem valið er og unnið á sama hátt og þegar best tekst til fyrir hina fullorönu. Slikt efni getur höfðað til allra aldursflokka, aðeins á mismunandi hátt, og flestar tilraunir til að flokka sjónvarpsefni niður eftir aldri áhorfenda, hafa reynst haldlitl- ar við nánari athugun. Meira að segja hefur sjónvarpsefni, sem telst mjög „fullorðinslegt” reynst geysilega vinsælt hjá börnum, og margir fullorðnir halda mest upp á teiknimyndir af öllu sem ber fyrir augun i sjónvarpi. Staða okkar Erfitt er aö fjalla um stööu barnamenningar á tslandi, þar sem fáar rannsóknir hafa verið geröar um þetta efni. óhætt er þó að segja aö allt bendir til aö við séum svipað á vegi stödd og nágrannaþjóðirnar, þótt við- leitni til að sporna gegn einhliða afþreyingar og hasarmenningu fyrir börn sé mun máttlausari hér en viða erlendis. Má þar kannski ekki sist kenna um þeirri eyðu sem er i islensku leikhúsi þegar kemur að frjálsum leikhópum, en sem kunnugt er hefur enn ekki tekist aö fá rikisstyrk fyrir slika hópa. Einmitt þess vegna er fram- lag atvinnuleikhúsanna á þessu sviði gifurlega þýöingarmikið, og ættu sýningar fyrir börn að vera skilyröi fyrir styrk til atvinnuleikhúsa, að minnsta kosti þegar aðrir hópar fá ekki styrk til að halda þessari þýð- ingarmiklu menningarstarf- semi á lofti. BÖRN ÞURFA MENNINGU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.