Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. mars 1978 leikfEiag REYKIAVtKUR SKALD-RÓSA I kvöld. Uppselt. föstudag kl. 20.30 REFIRNIR Eftir Lillian Hellman Frumsýning miðvikudag. Uppselt. önnur sýning fimmtudag kl. 20.30 Grá áskriftarkort gilda. SKJALDHAMRAR laugardag kl. 20.30. F’áar sýningar eftir. Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 simi 16620. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG #ÞJÓÐLEIKHÚSIfl ÖSKUBUSKA i dag kl. 15 TÝNDA TESKEIÐIN i kvöld kl. 20. Fáar sýningar eftir. LISTDANSSÝNING Stjórnendur: Yuri Chatal og Sveinbjörg Alexanders. Frumsýning miðvikudag kl. 20 2. og siðasta sýning fimmtu dag kl. 20. Litla sviðiö: ALFA BETA gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar sunnudag kl. 15 (kl. 3) þriðjudag kl. 20.30 Miðasala 13.15 — 20. Simi 1-1200 GRÆNJAXLAR á Kjarvalsstöðum i kvöld kl. 20.30 þriðjudag kl. 20.30 Miðasala þar frá kl. 18.30 Starfsmannafélagið Sókn auglýsir Skrifstofa félagsins er flutt að Freyjugötu 27 Athugið Lífeyrissjóður Sóknar er eftir sem áður að Skólavörðustig 16. Breiðholtsbúar — Reykvíkingar Stofnfundur samtaka áhugafólks um fjölbrautaskólann i Breiðholti verður haldinn i húsakynnum skólans að Austurbergi 5 miðvikudaginn 8. mars kl. 20.30 (klukkan hálf niu). Stöndum vörð um sérstæðustu mennta- stofnun höfuðborgarinnar. Eflum hag hennar og heill. Undirbúningsnefndin Hernámsandstæðingar, allir hópar, fundur á mánudag kl. 20.30 i Tryggvagötu 10. Fundarefni: Dreifibréfaútgáfan. Áriðandi að allir mæti vel og stundvislega. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför Arnar A. Arnljótssonar. bankaútibússtjóra. Halla Gisladóttir Arnljótur Arnarson Arnljótur Davfðsson Gisli Örn Arnarson Ágústa Maria Arnardóttir GisiiGuðmundsson Hallfriður Jónsdóttir Ágúst M. Figved Davíð Arnljótsson Hulda Erlingsdóttir Jens Arnljótsson Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, Jakobinu Þorvarðardóttur frá Melarbúð. Páll Sigurbjarnarson Pétur Sigurbjarnarson Magnfríöur Sigurbjarnardóttir Una Sigurbjarnardóttir. Tengdabörn og barnabörn. %lll|| I WIIIIHIIII IIlllll ■! II ■ / Ottinn Framhald af 9. siðu. blaðamanna, sem þó eiga allan sinn velfarnað undir þvi kominn að hér verði óskorað tjáningar- frelsi tryggt til frambúðar. Það sem máli skiptir Það sem ég hef verið að reyna að segja hér að framan felst kannski i meginefni i litlu ljóði sem ég setti saman fyrir fjórum árum þegar mér var þungt fyrir brjósti og dimmt fyrir augum. Ég nefndi það „Varið land” og leyfi mér að hafa það hér yfir að end- ingu: Að tala um það sem máli skiptir eða leita sanninda i landi þagnarinnar er ámóta vænlegt og horfa á kvöldsólina úr vesturenda Austurstrætis Rammgerari en múrinn i Berlin er þagnarmúrinn sem umlykur okkur t stærstu varðstöð hans fyrir enda Austurstrætis situr árvakur varöflokkur Kerfisins og lætur skeytin dynja á þeim sem fifldjarfir freista að rjúfa hann Aðrar varðstöðvar eru einnig vel mannaðar enda fátitt að múrinn sé rofinn en altitt að menn hverfi frá sárir af eiturörvum óvigra bogmanna Ég held að aðstæður séu loks að breytast og Málfrelsissjóður verði meðal þeirra múrbrjóta sem stærst skörð rjúfa i hinn hvimleiða og skammarlega þagnarmúr. Að þvi verðum við öll að vinna i orði og á borði. Ég vil svo að lokum þakka fyrir hönd okkar sakborninga öllum þeim sem staðið hafa að þessari glæsi- legu samkomu og ykkur hinum sem sýnt hafið i verki samstöðu ykkar með þvi að mæta til leiks. Vikan sem var Framhald af bls. 7. reykingum, rjóður af ákafa, grænn af öfund, blár af kulda, svartur af reiði, hvitan af skelf- ingu, nábleikur”. Þessu fylgir litrik fyrirsögn: Málverk.Hefði ekki alveg eins mátt bjarga sér út úr þessu með þvi að skjóta þarna inn stöku? Það hefði t.d. mátt notast við blaðavisuna gömlu: Gifurlegt er „Moggans” mont, mögnuð „Timans” lýgi, „Alþýðublaðið” verra en vont og „Visir” i gáfnafrii. Jón Thor Haraldsson Barnaleikriúðvo Snæ- drottningin Sunnudag kl. 15 JÓNSEN SALUGI. Eftir Soya. Sýning kl. 20.30. Aðgöngumiðar i Skiptistöð SvK við Digranesveg s. 44il5 og i Félagsh. Kóp. sýningar- daga kl. 13.00-15.00. Simi 41985. Frakkland Framhald af bls 5 lands, og á hann allan þann frama að þakka sameiningarstefnu sinni, sem er að mjög verulegu leyti verk Francois Mitterrand. Vegna hennar hefur hann náð miklu meira til verkamanna en áður og safnað til sin fylgi ungs fólks.Sústefna að leita samstarfs við miðflokkana, sem kennd er við Guy Mollet, hefur hins vegar skilið eftir mjög slæmar endur- minningar I flokknum sjálfum og reyndar utan hans líka, og aftur- hvarf til hennar myndi tvimæla- laust leiða til algers fylgishruns þegar i stað. Það sjást heldur hvergi nein merki um slika stefnubreytingu, og nú fyrir kosn- ingarnar hafa sérfræðingar sósialistaflokksins starfað að þvi að gera áætlanir um framkvæmd „stefnuskrárinnar” — sem enn verður að teljast sameiginleg, þar sem báðir vinstri flokkarnir halda áfram að vitna til hennar. En kommúnistar svara aldrei rökum sósialista. Þeir hamra áfram á vigorðum sinum og gripa oft til þess að rangfæra orð þeirra og slita þau úr samhengi. Sem dæmi um það má nefna, að þegar sósialistar (sem gjarnan hafa tekið rök umhverfisverndunar- manna tilfullrarathugunar og oft gertþauað sinum) létu þessgetið að rétt væri að draga úr byggingu kjarnorkuvera og rannsaka mál- in betur áður en haldið væri lengra á þeirri braut, sögðu kommúnistar að þetta væri ný og ótviræð sönnun fyrir „hægri sveiflunni”: sósilistar hefðu sem sagt ákveðið að fórna kjarnorku- iðnaði frakka og sjálfstæðisvið- leitni þeirra i orkumálum til að þóknast bandariskum kapitalisma! Hafa kommúnistar lagt svo mikla áherslu á að berj- ast gegn „hægri sveiflunni” að svo hefur stundum virst sem þeir liti á sósialista sem höfuðand- stæðinga sina: á fundum þeirra liggur jafnvel við að hægri flokk- arnir gleymist vegna árásanna á Mitterrand. Ekki verður það heldur til að vekja traust á málstað kommún- ista að barátta þeirra hefur verið reikul á ýmsum sviðum, og hafa þeir i vaxandi mæli beitt þeirri hótun að frambjóðendur þeirra myndu e.t.v. ekki draga sig i hlé fyrir sósialistum i annarri umferð kosninganna þar sem sósialistar hefðu sterkari stöðu (en sósialistar hafa hins vegar lýst þvi yfir fyrir löngu að þeir myndu draga sig i hlé fyrir kommúnistum alls staðar þar sem kommúnistar stæðu betur að vigi). Einu sinni lýstu kommúnistar þvi t.d. yfir að ef þeirfengjuekki visst lágmark i fyrri umferð (i kringum 21%) vildu þeir enga samninga við sósialista um gagnkvæman stuðning i seinni umferð — en annars væri ekkert þvi til fyrir- stöðu og öll „hægri sveifla” gleymd. 1 annað sinn heimtuðu þeir að Mitterrand gengi til samninga um „stefnuskrána” eftir fyrri umferðina og skyldu kommúnistarþá draga sig ihlé ef hann reyndist nógu samningalip- ur. Mitterrand svaraði þvi til að hann vildi gjarnan hitta Marchais, leiðtoga kommúnista, og semja sameiginlega yfirlýs- ingu, en til þess væri ekkert svig- rúm að semja stefnuskrá á tveimur sólarhringum, fyrst það tókst ekki i september þegar næg- ur timi var til stefnu. Fylgisaukning stöðvuð Menn hafa mjög velt þvi fyrir sér hvað fýrir kommúnistum vaki, ogeru ýmsir fréttaskýrend- ur þeirrar skoðunar að þeir séu mjög óánægðir þvi að svo virðist sem sósialistar hafi hagnast meira á einingarstefnunni en þeir sjálfir, og óski þeir jafnvel ekki eftir sigri vinstri flokkanna nú, nema þvi aðeins að þeir nái svip- uðum styrk og sósialistar hafi. Sósialistar hafa ekki svarað árásum kommúnista nema að litlu leyti og beint geirum sinum mest að stjórnarflokkunum. En samterenginnvafiá þviað þess- ar deilur hafa þegar spillt svo mjög fyrir vinstri flokkunum að sigurhorfur þeirra eru nú orðnar litlar: greinilegter að fylgisaukn- ing þeirra hefur stöðvast og sum- ir halda að þeir sem nýlega hafi snúist til fylgis við þá, séu nú farnir að snúa við þeim baki. Jafnvel þótt svo fari að þeir fái meirihluta atkvæða i fyrri umferðinni og samkomulag náist um að frambjóðendur annars flokksins dragi sig i hlé alls stað- ar þar sem frambjóðendur hins flokksins hafi betri stöðu, hafa deilurnar orðið til þe=- ao mjög er nú óvist að -’.I atkvæði vinstri manna i fyrri umferðinni komist til skila i hinni seinni. Enda kem- ur það fram á ýmsum sviðum (m.a. i kauphöllinni) að 'fylgis- menn stjórnarflokkanna gerast nú stöðugt vonbetri. Þótt skoð- anakannanir bendiað visu enn til að vinstri flokkarnir geti borið sigur úr býtum. En hvernig sem úrslitin verða er ekki auðvelt að sjá hvaða starfhæfur meirihluti getur kom- ið upp úr kjörkössunum i mars: hvernig getur Giscard stjórnað með Chirac eða Marchais með Mitterrand eftir allt sem á undan er gengið? Þess vegna má búast við ýmsum umskiptum i Frakk- landi eftir „frostaveturinn 1978”. e.m.j. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, timabundnu vörugjaldi v/jan. — sept. 1977, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir október, nóvember og desember 1977, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta- vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1977, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum og sérstökum útflutnings- gjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 27. febrúar 1978

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.