Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 5. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Sköpun Evu — Það er ótrúlegt hve mikla orku er hægt aO fá úr kjörnum! — Má maður fá sér nokkrar döðlur? — Ég held að það sé langt fyrir ofan okkar ráð. — Sjáðu þessar finu plöntur; þær drekka gegn- um strá! hann ætlar að vaða. garðinum Skilgreining fundin Ég get fallist á að kalla það klám þegar tveir eiga aðild að samförum. En samskipti manns og konu kalla ég ekki klám. Visir Allt á réttri leiö Ef Reykjavik væri i Ameriku þá liti hún út eins og þúsundir annarra ameriskra borgara. Visir Eigi skal filma Snorri Sturluson yrði 800 ára á þessu ári ef hann hefði lifað, en ekki er nú vist, að hann kærði sig mikið um þaö, ef hann vissi um afmælisgjöfina sina. Timinn (um áform um að gera kvikmynd um Snorra i samvinnu við Norð- menn) Komin heim í leit að ró... Steinunn (Finnbogadóttir sem hefur sagt sig úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna) var að þvi spurð, hvert hún stefndi nú. Hló hún við og sagðist fyrst og fremst vera með sjálfri sér og stefndi ekkert annað. Timinn Skrýtið uppátæki Frakkar hvattir til að kjósa rétt. Fyrirsögn i Timanum Alfreð er horfinn Framarar voru auðveld bráð. Fyrirsögn i Timanum Og Lasarus reis upp frá dauðum Hér þarf til að koma hugarfars- breyting sem nái alla leið upp i þingsali og hvoru tveggja til stjórnar og stjórnarandstöðu. Timinn SÍS frændi þarf smugu Við skulum horfast i augu við skammtimalausn nú, en við krefjumst aðgerða til að gera skammtímalausnir óþarfar i framtiðinni — eða þvi sem næst. Timinn Sá sem er með mér er á móti mér Framsóknarflokkurinn er einnig hæfastur til forystu varð- andi ákvarðanatöku um her- stöðvamálið, landhelgismál og utanrikismál. Timinn i hreinskilni sagt... Fimmtug ekkja, heimsk, með börn, óskar að kynnast hjú- skaparsvindlara... Badische Zeitung Hefur hver sér til ágætis nokkuð Ihaldsmennirnir lofa okkur allavega betri fortið. Dagens Nyheter Töfrar Alþýðubanda- lagsins 1 hverju orði hefur Lúlli gamli (talað er um Lúðvik Jósepsson) skilið eftir sig gapandi hag- fræðinga, heillaða rekstrar- fræðinga. Hvarvetna er spurt: Er þetta satt, fær kenningin staðist? Tlminn Adolf J. Petersen: VÍSNAMÁL Heilsar mjúklát morgundís... A þeim morgni er skrifari Vísnamála sest við borð til að rita á blöð samantindar hugrenningar þeirra manna, sem leikið hafa þá list að haga orðum sinum þannig að þau féllu vel i rim og stuðla, bjarm- ar dagur yfir Reykjanesfjall- garðinum og boðar birtu og sól- aryl. Þá koma fram í hugann nokkrar morgunvisur, eins og þessi eftir Guttorm J. Gutt- ormsson: Himingjólu hærra knúð heims úr skjóli lágu klýfur sólar sigling prúð sundin fjólubláu. Konráð Vilhjálmsson frá Slla- læk kvað: Björt á fjalla bláum múr breiðir allan ljóma. Lind af hjalla hoppar úr hjarns og mjallar dróma. Morgunsólin hefur glatt Þor- leif Jónsson frá Skálateigi, svo hann kvað: Morgunsólar geislaglóð gyllti njólu hvarma; grundir, hól og Græðis slóð gullnum fól I bjarma. Við sólarupprás kvað Vilhelm Guðmundsson: Sól af blundi svifin hljótt saklaus undan litur, meðan grund við glæsta nótt gleðifundum slitur. Sól i fangi sveipar grund sær við dranga hrærist, eftir langan, bliðan blund bros á vanga færist. Kunn er morgunvisa Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli: Kastið drunga! Kætist þið! Kafnar þungur hagur: Fjallabungum blasir við bjartur ungur dagur. Páll Guðmundsson á Hjálms- stööum kvað aö morgni dags: Lof þér hátt um lög og ból Ijóða sáttir munnar, dýrðarmáttug mikla sól, móðir nátturunnar. Hreiöar Eyjólfsson Geirdal sá morgungyðjuna guða á fjalla- brúnir og kvað: Sólin vorsins sæludraum sveipar logabrúnum, lætur gullinn geislastraum guða á fjallabrúnum. Morgundisin kyssti Stein K. Steindórsson frá Irafelli, svo hann kvað: Ris i austri röðull skær, rökkurguðinn völdin missir. Morgundisin muna kær móðurlega fjöllin kyssir. Viö sólarupprás kvað Helgi Jónsson á Hólum i Eyjafirði: Sólin steig á himin há, húmið seig af láöi, ljóss úr veigum liljan smá lifsafl teyga náði. Himins brunnu björt við ský blessuð sunnu ljósin. Vafin þunnan úða i opnaði munninn rósin. Sigurður Breiðfjörð hefur sennilega verið á hafi, þegar hann orti þessa visu: Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum, á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. En timinn liður, svo sagt verður: AUir dagar eiga kvöld, unaðs liða stundir. Roðageisla rósatjöld rennur sólin undir. A.J.P Þá kemur sólarlagið sem Sig- urjón Friðjónsson frá Silalæk kvað um: Vakir drós við draum og þrá, Dagur rósvef tjaldar. Lygnir ós, og bára blá blæju ljósri faldar. Timinn hlýtur alltaf að hlýða sinu kalli, um það kvaö Jón M. Melsted: Heyrum timans háu raust hér má ekki biða. AUir dagar endalaust út i geiminn liða. Ekkert lif i stendur staö sterkum heims i glaumi. Fjarar út og fellur að, fylgir timans straumi. Heims ei gæðum hafna ber, hér skal starfa og iðja, meðan timi til þó er, treysta guði og biðja. Fagurt kvöld mig friðar best, flýr burt rauna kifið. Skýin roðna, sólin sest. Svona endar lifið. Ritari Visnamála, sendir hér meö Opið bréf til allra hagyrð- inga, hvers og eins þeirra, og væntir góðs árangurs: Bréfið mitt er bón til þin, bragavinur kæri, að sendiröu visna safn til min sjáir þú tækifæri. Það skal verða vel um hirt, varla máttu efast. 1 Þjóðviljanum þaö mun birt þegar færi gefast. Ef lánar þú mér litla stund lausavisur þinar, aö launum færðu litið pund, að lokum þakkir minar. Veit ég eftir valiö þitt á visum ei mér kunnar, að mörgum geta stundir stytt stökur alþýðunnar. Þvi að': Hrærir strengi, gleður geö gigjan slynga og sanna. Ljóðið tengir töfrum með tilfinningar manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.