Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.03.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 „Enginn veit hvaö átt hefur fyrr en misst hefur”, sagöi Geir biskup Vidalin þegar Magnús Stephensen tók djöfulinn út Ur trúarjátningunni eða hvaöan sem þaö nú var. Fljótlega fór maður að sakna blaðanna i verkfallinu, og skelfing var gott að fá skammtinn sinn aftur. Sjálfur fékk ég strax á fyrsta degi velforþéntar ákúrur fyrir sjónvarpsþýðingu: „Serpico illa þýddur” Blaðamadur skrifar: Mér þótti slæm þýðingin á fyrsta þættinum um New York- lögguna Serpico 1 sjónvarpinu á þriójudagskvöldió. Cg man i svipinn eftir tveimur dæmum: þegar stúlka talaði um Ramsey Lewis, jazzistann fræga, talaði þýðandinn um „óperuna". Annað dæmi: Lögga spurði glæpon hvernig alríkismenn- irnir færu með hann. „How are the feds treating you?“ — Og hinn svarar: „Beautiful**. Þýð- andinn sagði aftur á móti: AK rikislögreglan er að .leita að þér. Og glæponinn svaraói: En gaman! §vona vitleysur eru óþarf- lega kjánalegar i sjónvarpsþýó- ingu. Til skýringar og nokkurrar afsökunar langar mig að láta þess getið að myndin var þýdd eftir segulbandi og alls kyns aukahljóð bak við talið sem gerði það oft á tiðum illskiljan- legt á bandinu. Ég vona samt að það hafi verið flugufótur fyrir flestum textunum! Að sjálfsögðu hafa blöðin bor- ið þess merki að allt þjóðfélagið logar i stéttabaráttu (sannið þið til að það endar með þvi að Al- þýðubandalagið mitt tekur eftir þessulika). „Morgunblaðið” og „Timinn” hafa lagt siðu eftir siðu undir afslátt og svik og allt tint til. Þannig hefur „Morgun- blaðið”dregiðfram úr júridisk- um skúmaskotum mölétinn lagaprófessor til þess að sanna fyrir mönnum að fullyrðingar BSRB um neyðarrétt séu úr lausu lofti gripnar; þetta sann- færði mig endanlega um það sem mig hefur lengi grunað að lögfræöingar velflestir beri ekki beskyn á réttlætið. Jónas Bjarnason: Stjórn BHM stendur ekki að aðgerðum „ÞAÐ ER launamálaráð ríkis- s'arfsmannadcildar BIIM, seni ákvað að vera meó í fyrirhuKuð- uni aöKerðum verkalýðshreyfing- arinnar, en sljórn bandalaRsins stendur ekki að þeim.” sa«ði Jónas Bjarnason, formaður BIIM, í samtali við Mbl. „Til þessa hefur stjórnin ekki tekið aðra af- stöðu en þá að benda á að þetta sé bara ákvörðun launamálaráðs- ins.“ Bandalag háskólamanna á mikiö gott að lúta forystu jafn skeleggs manns og Jónasar Bjarnasonar. „Það er launa- málaráð rikisstarfsmanna- — deildar BHM, sem ákvað að vera með i fyrirhuguðum að- gerðum verkalýðshreyfingar- innar, en stjórn bandalagsins stendur ekki að þeim”, segir hann i „Morgunblaðinu” þann 25. febrúar (les.: „Það er helv. beinið hann Jón Hannesson sem er að koma óorði á okkur góð- borgarana”). Jónas heldur áfram og segir að endurheimt samninganna „i þessari stöðu” sé að sjálfsögðu „mikið mál en ekki nægileg forsenda til ólög- legra aðgerða” (hvað þurfa „forsendur” að vera mikið „nægilegar” til þess að dugi dr. Jónasi?). „Málefnamarkmiðið” (fallegt orð) verði að vera það að ,,beina geirisinum að grund- vallaratriðum” sem séu at- vinnuleg uppbygging og skipan fjárfestingarmála. Og hvað eru „Síða eftir síðu undir afslátt og svik” menn svo að heimta samning- ana i gildi eftir svo ljósa stefnu- yfirlýsingu? Gagnmenntun Svona til þess að myndin verði eilitið skýrari af þessum gagn- menntaða foringja fjölmennra samtaka skal þess getið að Jónashefur átt i ritdeilu i „Dag- blaðinu” við Ólaf A. Kristjáns- son sem ég veit engin deili á en hefur vist ekki notið blessunar langskólanámsins: „Það er reyndar engin furða að hann hafi minnimáttarkennd gagn- vart háskólamenntuðu fólki” segir Jónas. Var það ekki Einar Kvaransem brigslaði Stefáni G. á sinum tima um „skort á menntuðum skilningi”? Ég hef ekki ómerkari mann en Hannes Gissurarson fyrir þvi að Platón gamli standi enn fyrir sinu. Við næsta formannskjör i BHM væri kannski ekki úr vegi að minnast orða spekingsins forna: „Ef menn brjóta i bág við lögmál hófseminnar og láta eitthvað, sem er of litið, fá eitthvaö, sem er of stört — of litið skip fá of stór segl, og litinn likama fá og stórar máltiðir, of litla sál fá of mikil völd — hlýtur afleiðingin að verða alger ófarnaður. í hrokafullri glópsku steypist likaminn af ofátinu út i forað sjúkdómanna og litilmennið i valdastólnum flanar út i óhæfu- verkin, sem hið hrokafulla of- læti leiðir ævinlega til”. Ritdeila Jónasar sem fyrr var getið er háð i formi „kjallara- greina” i „Dagblaðinu”. Frá Norðurlöndum eiga menn þvi að venjast aö „kjallaragreinar” séuein I hverju blaði og mjög til þeirra vandað, oftar en hitt fjalla þær um menningarmál. Mig hefur lengi furðað á stór- undarlegum skilningi sem „Dagblaðið” virðist leggja i hugtakið „Kjallaragrein”. Þær geta orðið allt upp i fjórar I hverju blaði og ekki er annað að sjá en ritstjórn líti á þennan vettvang sem einbera rusla- kistu. Svo að dæmi sé tekið minnist ég þess fyrir nokkrum vikum að ihaldsblesi suður með sjó skrifaði „kjallara” til þess eins að agitera fyrir sjálfum sér i prófkjöri. Það væri þarft verk að koma upp einhverri „kjallaramenningu” i blaða- mennskunni, en ætlist „Dag- blaðið” til þess að þetta form sé tekið alvarlega verður það að breyta um stefnu. Ég læt fylgja mynd af einum „kjallaranum”, hann er hvorki betri né verri en þeir gerast. Greifar og barónar Ætli forvitnilegasta mynda- texta vikunnar sé ekkiað finna i „Timanum” sunnudaginn 26. febrúar. „Engin leiö var fyrir lögregluna fyrstu dagana eftir ránið að halda forvitnum I burtu frá heimili barónsins en það er við hina frægu götu Avenue Foch i Paris. Við þá götu búa að mestu miljónerar og frægir leikarar — auk islenzka sendi- herrans sem á reyndar heima þar lika”. — Af „Timanum” er annars það að frétta að honum hefur áskotnast nýr dálka- höfundur sem ritar undir nafn- inu „Ráðbarður”. Fyrsta grein- in heitir „Filistear” og tekur nafn af frægum greinaflokki Jónasar frá Hriflu í „Skinfaxa”, dálitið djarft, þykir manni. Kostaboð vikunnar er að vanda i gamla, góða „Visi”, það er ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar sem ekki vill vera að abbast neitt upp á kúnnana ogbýður þeim Grikklandsferðir „að eigin vali”. í sama blaði er smáfréttum mann sem „Brauzt inn iRikið”. Ætli þetta sé ekki draumurinn okkar allra sem á annað borð smökkum það? Enda dýr orðinn dropinn og minnir á það sem kunnur gleði- maður hér i bæ sagði eftir sið- ustu hækkun: „Brennivinið er bara orðið svo dýrt að maður getur ekki keypt sér skó!” Neyðareyðufylling vikunnar hlýtur að vera þessi klausa úr „Dagblaðinu” neðst til hægri á auglýsingasiðu: „Gulur af Framhald á 18. siðu Stöðuveiting Framsóknar Oft hafa farið fram stöðuveit- ingar á landi hér og hafa ráð- herrar þar mjög komið við söjju. Oft hefur þar undarlega verið á málum haldið Kitt með þvl verra sem ég þekki var að gerast nú á dögun- um austur á Reyðarfirði. Þá veitti Halldör E. Sigurðsson stöðu rekstrarstjóra Vega- gerðar rlkisins á Reyðarfirði flokksbrðður slnum, sem aldrei hefur nálægt vegamálum komið. Þó sóttu tveir menn um starfið aðrir, b' * búnir aö vcra starfsmenn V. R. I mörg ár og báðir búnir að vera verk- stjórar hjá V.R. Þarna birtist Framsókn bezt I sínu rétta Ijósi. Reynsla og þekking skipta engu máli. heldur pólitlskur litur. Seint verður logið á framsóknar- forystuna, þegar sagt er að hún sé opin I báða enda og beri kápuna á báðum öxlum Nú vil ég taka fram, að ég er ekki að kasta neinni rýrð~á þann, sem aðnjótandi varð stöð'- unnar. heldur deila á það aö starfsreynsla hjá stofnuninm og góðir hæfileikar og sam- vizkusemi I störfum skuli einskis metin á móti pólnlskum litarha*tti Þegar svona verður þá er ekki von á góðu I þjóð- félaginu. Kjallarinn Jóhann Þórólfsson ^ Að endingu vona ég, aö Framsókn fari rækilega flatt eystra á þessu siðleysi sinu og bið menn lengstra orða að kasta ekki atkvæði sinu á glæ eöa verra en þaö I vor með því að kjósa t'lokk. sem hefur kllku-og bitlingastarfsemi sem helzta einkenni sút Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði Stöður í Tanzaníu Danska utanrikisráðuneytið hefur óskað eftir þvi að auglýstar yrðu á Norðurlöndum 4 stöður við norræna sam- vinnuverkefnið i Tanzaniu. Þar af eru: Ein yfirmannsstaða (project coordinator), ein framkvæmdastjórastaða (admini- strative officer), ein ráðunautarstaða við bókhald og stjórnun, ein ráðunautarstaða um starfsmannahald og starfsmenntun. Góð enskukunnátta er áskilin. Nánari upplýsingar um þessar stöður, svo og umsóknareyðublöð, fást á skrifstofu Aðstoðar Islands við þróunarlöndin, Borgartúni 7 (jarðhæð), sem opin verður mánudaga og miðvikudaga kl. 14.00—16.00. Umsóknarfrestur er til 15 mars n.k. Kranamaður óskast Óskum að ráða vanan mann á bilkrana, einnig vanan mann á smurstöð. Upplýs- ingar um störfin veitir verkstjóri véla- deildar i Borgartúni 5, Reykjavik. Vegagerð rikisins Félagsráðgjafi óskast til afleysinga að Reykjalundi frá 1. april i fjóra mánuði. Upplýsingar gefur Þórey Guðmundsdóttir i sima 66200. Vinnuheimilið að Reykjalundi H j úkrunarf r æðinga vantar i sumarafleysingar á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Upplysingar gefur hjúkrunarframkvæmdastjóri i sima 95- 5270. Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki Blaðburðarfólk óskast Austurborg: Bólstaðarhlið Sogamýri Háteigshverfi (afl.) Rauðalækur UOWIUINN Siðumúla 6 simi 8 13 33 Vesturborg: Melhagi Kópavogur: Hrauntunga Skjólbraut

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.