Þjóðviljinn - 07.03.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 7. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. 100 þús.þá — 145 þúsund nú Þegar verkalýðssamtökin báru fram kröfuna um 100 þúsund króna lágmarks- laun á mánuði fyrir dagvinnu fyrir um 15 mánuðum siðan, töldu flestir að þar væri um sanngjarna kröfu að ræða. í hópi þeirra sem lýstu i orði stuðningi við þessa kröfu voru ýmsir liðsoddar i stjórnarflokkunum, — einn þeirra var Ólafur Jóhannesson, formaður Fram- sóknarflokksins. Þegar á reyndi kom þó i ljós að þessar stuðningsyfirlýsingar voru gjörsamlega marklausar. Þótt verkalýðshreyfingin næði allgóðum árangri i kjarasamningunum i fyrra, sér- staklega hvað varðar visitölutrygginguna, sem nú hefur verið ónýtt með lögum, þá vantaði samt mikið á, að krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun miðað við verðlag 1. nóv. 1976 næði fram að ganga. Talsmenn stjórnarflokkanna og at- vinnurekenda reyna að telja fólki trú um að verkalýðshreyfingin sé alltaf að heimta hærri krónutölu kaups, en láti sig raun- gildi launanna litlu skipta. Ekkert er fjær sanni en slikar fullyrðingar. Það er aðeins raungildi launanna, sem skiptir máli, ekki krónutalan. Sú er afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar og það þekkja allir launamenn. Þess vegna þýðir krafan um 100 þús. króna lágmarkslaun á mánuði, sem sett var fram i nóvember 1976, og miðuð við þáverandi verðlag, allt aðra og hærri tölu nú i mars 1978. Samkvæmt opinberri visitölu hefur framfærlukostnaður alþýðuheimilanna hækkað um 45% frá 1. nóv. 1976 til 1. febrúar 1978. (Framfærsluvisitalan hækkaði úr 645 stigum i 936 stig). Þess vegna er krafa verkalýðshreyf- ingarinnar ekki lengur um 100 þúsund krónur i lágmarkslaun á mánuði, heldur um 145.000 ,- krónur, og er það þó alveg nákvæmlega sama krafan og Ólafur Jó- hannesson lýsti stuðningi við fyrir um það bil ári siðan. Hins vegar ætti þjóðarbú okkar að hafa betri möguleika en þá var til að tryggja þessi lágmarkslaun, þar sem þjóðartekj- urnar hafa reynst hærri en þá var reiknað með, og þvi meira til skipta. En hafa ólafur Jóhannesson og aðrir ráðherrar athugað, hvað lágmarkslaunin þyrftu að hækka til þess að gamla krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun næði fram að ganga? Eftir kjararánið, sem rikisstjórnin framdi nú með ólögum sinum þyrftu lægstu laun að hækka um svo sem 30% til að vera i samræmi við kröfuna, sem mótuð var á Alþýðusambandsþingi um 100 þúsund króna lágmarkslaun. Verkamaður, á lægstu launum, sem hefur um þriðjung heildartekna sinna fyrir yfirvinnu svo sem algengt er, hann hefur nú i mars kr. 112.000,- i dagvinnu- tekjur en aðeins meira, ef hann vinnur alls enga eftirvinnu. Það var m.a. þetta fólk, svo og tekju- lausir elli- og örorkulifeyrisþegar, sem rikisstjórnin og þingmeirihluti hennar var að svipta umsömdum verðbótum á laun og lifeyri með ólögunum frá Alþingi. Hámark skal vera tvöföld verkamannalaun Stefna Alþýðubandalagsins er launa- jofnunarstefna. Þess vegna hafa þing- menn Alþýðubandalagsins ár eftir ár flutt á Alþingi tillögu um að hámarkslaun fyrir dagvinnu verði eigi hærri en nemur tvö- földum vinnulaunum verkamanns. Þessi tillaga er nú flutt af þing- mönnunum Stefáni Jónssyni, Helga Seljan og Jónasi Árnasyni, og kom til umræðu á Alþingi fyrir nokkrum dögum. í tillögunni segir m.a.: „Alþingi skorar á rikisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um hámarkslaun, þar sem kveðið verði á um að ekki megi greiða hærri föst laun hér á landi, en sem svarar tvöföldum vinnu- launum verkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku. Jafnframt verði loku fyrir það skotið, að einstaklingar gegni nema einu fastlaunuðu starfi, og eins fyrir hitt, að átt geti sér stað duldar launagreiðslur i formi neins konar friðinda, um hámarkslaun.” Ef þjóðfélagi okkar er þannig stjórnað, að ekki sé hægt að tryggja vinnandi fólki 150.000,- krónur i lágmarkslaun á mánuði, þá eru launagreiðslur fyrir dagvinnu eina umfram kr. 300.000,- á mánuði ósæmilegt athæfi, svo að ekki sé talað um þaðan af margfalt hærri laun. Þess vegna á tillaga Stefáns, Helga og Jónasar brýnt erindi, og þá ekki sist það ákvæði hennar að komið verði i veg fyrir að menn þiggi kaup fyrir fleira en eitt fastlaunað starf i senn. Nú viðgengst það hins vegar að jafnvel fjölmargir þingmenn, svo sem meirihluti þingmanna Alþýðuflokksins og ýmsir þingmenn stjórnarflokkanna fá ekki aðeins greitt þingfararkaupið, sem vissu- lega er a.m.k. nógu hátt, heldur lika 60% launa fyrir önnur hálaunuð embættisstörf hjá rikinu. Svona launagreiðslur eiga engan rétt á sér, og á Alþingi hefur Lúðvik Jósepsson flutt um það sérstaka tillögu að þær verði felldar niður. Kyssið á vöndinn — kjósið D Morgunbla&ið býður verka- lýðnum að kyssa á vöndinn — og kjósa D i kosningunum i vor. Þetta kemur fram i forystu- grein Morgunblaðsins á sunnu- daginn. Þar er þvi jafnframt lýst yfir að kjaraskerðingarlög- inveröiekkinuminúrgildi. ,,Að sjálfsögðu verður þeirri laga- setningu ekki breytt”, segir Morgunblaðið. Og ennfremur: ,,Nú er timi til sáttagerðar...” Það þarf mikla kokhreysti til þess að senda frá sér aðrar eins yfirlýsingar eftir að afturhaldið hefur rænt miljörðum af verka- fólki handa auðstéttinni. Loka- setningu i leiðara Morgunblaðs- ins sl. dag, er heimsmet i ósvifni, en þar segir að þjóðin vænti þess að „verkalýðsfor- ingjar hafi þroska til að taka i framrétta hönd”!! Með öðrum orðum að verkalýösforingjar hafi þroska til þess að kyssa á vöndinn, þakka kærlega fyrir kjaraskerðinguna með handa- bandi og með þvi að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn i kosningunum i vor. Við hlið atvinnurekenda Vitað er að einn verkalýðs- IHorBunblobib! nUGLVSinGOR —o2248D l'IIID.H'DALCR 19 FCIIIII'AII 1971 Verzlunarfólk í verkfall — aðrir frest^ t_______________________________________ Fyrirsögn Morgunblaðsins 19. febrúar 1974. leiötogi i landinu mun fara að boðum Morgunblaðsins: hann mun kyssa á vöndinn og standa fast meö ihaldinu i kosninga- baráttunni enda maðurinn i framboði i stærsta kjördæmi landsins. Þessi maður heitir Guðmundur H. Garðarsson. Hann hefur um árabil náð meiri árangri i hræsni en nokkur ann- ar maður i Sjálfstæöisflokknum og er þá langt til jafnað. Hann hefur verið launaður blaðafull- trúi einna öflugustu atvinnu- rekendasamtaka landsins, Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna erf á sama tima verið formaður Verslunarmannafélags Reykja- vikur. Guðmundur H. Garðarsson kvartaði nýlega yfir þvi á alþingi að rikisfjölmiðlarnir töl- uðu aldrei við hann — bara hina verkalýðsleiðtogana. Ekki hafði hann fyrr sleppt orðinu en hann var fenginn i umræðuþátt i sjón- varpi. Þar geröist sl. föstudag og þar var hann settur atvinnu- rekendamegin á móti Snorra, Kristjáni og Óskari. Var sú nið- urröðun einkar vel við hæfi. Sama skólpið I sjónvarpsþættinum reyndist Guðmundur H. Garðarsson verkalýðsleiðtogi ekki hafa miklar áhyggjur af kjörum launafólks. Alþingismaðurinn Guðmundur H. Garðarsson lýsti þvi hins vegar yfir hvað eftir annað að hann hefði áhyggjur af þvi að verkalýðsleiðtoginn Guðmundur H. Garðarsson yrði of valdamikill. Lýsti hann áhyggjum sinum sama þurra steingervingssvip og forsætis- ráðherra landsins hefur tamið sér fyrir framan myndsegul- bönd Sjólfstæðisflokksins i Bolholti, augu verkalýðsleiötog- ans urðu alvarleg eins og augu forsætisráðherrans þegar hann skoraði á sjálfan sig að taka ekki völdin af Guðmundi H. Garðarssyni alþingismanni. Málflutningur Guðmundar H. Garðarssonar i sjónvarpsþætt- inum var nákvæmlega sama skólpið og málflutningur ann- arra atvinnurekenda þar — lit- urinn var að minnsta kosti sá sami. Eini munurinn var sá að Guðmundur H. Ga arsson deildi fastar á verkalýðsleiðtog- ana en Ólafur Jónsson talsmað- ur atvinnurekendasambands- ins. Þá fór Guð- mundur í verkfall En það er misskilningur ef menn halda aö Guðmundur H. Garðarsson hagi sér alltaf þannig sem verkalýðsleiötogi. Astæða er til þess að rifja upp fyrri afrek hans ef einhver ætl- aði að hafa hann fyrir rangri sök: Snemma árs 1974 stóð yfir kjaradeila. Verkalýðsfélögin höfðu boðað til verkfalls, en verkfallinu var frestað þar sem margt benti til þess að samning- ar væru að takast. Einn verka- lýðsleiðtogi, Guðmundur H. Garðarsson tók sig þá út úr og verkfall Verslunarmannafélags Reykjavikur hófst. „Verslunar- fólk i verkfall — aðrir fresta” ^ sagði Mogginn glaður yfir frammistöðu Guðmundar i 5 aálka fyrirsögn 19. febrúar 1974. Daginn eftir sagði Mogginn frá þvi að verkfallsverðir hefðu stöövað Loftleiðavél — verk- fallsverðir Verslunarmannafél- ags Suðurnesja. Kvað við allt annan tón i þeirri frétt en frétt- um ihaldsblaðanna nú um það er Dagsbrúnarmenn stöðvuðu verkfallsbrot i verkfallinu 1. og 2. mars sl. Þá var Sjálf - stœðisflokkurinn ekki í ríkisstjórn Þannig stóð Guðmundur H. Garðarsson sig 1974. En hvað hefur breyst? Hefur maðurinn breyst? Hafa forsendurnar breyst? Ástæðan til þess að Guðmundur H. Garðarsson æddi út i verkfall eins og blót- neyti 1974 var sú að þá var Sjálf- stæðisflokkurinn ekki i rikis- stjórn. Nú er Sjálfstæðisflokk- urinn hins vegar i rikisstjórn og alþingismaðurinn Guðmundur H. Garðarsson einn þeirra sem stóð að kjaraskerðingarlögun- um. Þannig notar Guðmundur H. Garðarsson aðstöðu sina i verkalýðshreyfingunni á lúaleg- asta hátt. 1 siðasta þingi ASl var þvi hafnað að taka þennan flugu- mann auðstéttarinnar inn i mið- stjórn ASl, nú þurfa kjósendur að hafna honum. Til þess gefst tækifæri eftir fáeinar vikur. —s.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.