Þjóðviljinn - 19.04.1978, Page 12

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. april 1978 Minningarorð: Sigurður Jónasson skógarvörður Enn er skarð höggvið i fámenn- an hóp þeirra, sem að skógrækt starfa á tslandi. Sigurður Jónas- son, skógarvörður i Varmahlið i Skagafirði lést snögglega hinn 11. þ.m. Lát hans kom eins og reiðar- slag yfir alla, sem þekktu hann, jafnt hans nánustu ástvini og okk- ur samstarfsmenn hans, sem höfum setið með honum á árleg- um starfsmannafundi vikuna á undan. Sigurður hafði undanfarin ár átt við vanheilsu að striða, en fékk í fyrravetur nokkra bót meina sinna eftir mikla skurðað- gerð. Ég hefi grun um, að hann hafi ekki hlift se'r nægilega s.l. vor, þvi að i sumar sótti nokkuð i sama farið. Og engum duldist, að hann var ekki samur maður og áður. Hins vegar óraði engan okkar fyrir þvi, að hann ætti svo skammt eftir. Sigurður Jónasson varfæddur á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðar- strönd 29. janúar 1910. Þar ólst hann upp. Haustið 1932 fór hann i hinn nýstofnaða Reykholtsskóla og var þar tvo vetur. Að lokinni skólavist í Reykholti réðst hann til utanfarar sumarið 1934. Með honum fór annar ungur borgfirð- ingur, Þorsteinn Jósepsson frá Signýjarstöðum i Hálsasveit. Var það uphaf vináttu, sem entist meðan báðir lifðu. Þeir dvöldust um veturinn hjá þýskum manni að nafni Poulsen, sem hélt eins konar skóla og hafði mikil áhrif á þá ungu menn, er hjá honum dvöldust. En fleiri islendingar voru hjá þessum manni og varð langvarandi vinátta þeirra ungu manna af Fróni, er dvöldust hjá Poulsen. Sumarið eftir flökkuðu þeir Sigurður og Þorsteinn suður um Þýskaland og Sviss. Skýrir Þorsteinn frá þvi i fyrstu bók sinni „Ævintýri förusveins”. Árið 1937 réðst Sigurður til mæðiveikivarnanna, sem þá hétu svo. Var hann þá á Kaldadal um sumarið. Yfirmaður þeirrar starfsemi var þá Hákon Bjana- son, skógræktarstjóri. Þar með hófst samstarf og vinátta þeirra, sem entist til siðasta dags Sigurðar. Vorið 1938 er Sigurður ráðinn varðstjóri mæðiveikivarnanna við Héraðsvötn. Skagafjörður varð nú heimasveit hans. Gat hann sér strax i starfi sinu góðan orðstir sem ferðagarpur og vatnamaður, svo að vitnað sé til þess, sem Agúst á Hofi getur um i endurminningum sinum. Árið 1940 gengu þau i hjóna- band Sigurður ogeftirlifandi kona hans, Sigrún Jóhannsdóttir frá Úlfsstöðum i Blönduhlið, mikil afbragðskona. Þau eignuðust fjögur börn: Ingibjörgu, Jóhann, Svanhildi og Sigurð. Þau fluttust árið 1944 að Varmahlið, þar sem þau reistu sér hús, er þau nefndu Lauga- brekku. Árið á undan hafði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu boðið Skóg- rækt rikisins land til skógræktar á Reykjarhóli. Hygg ég á engan haÚað, þótt sagt sé, að hin aldna kempa, Siguröur Sigurðsson, sýslumaður, hafi átt drýgstan þátt i að þetta boð var sett fram, en hann naut þar atfylgis manna eins og Jóns alþingismanns á Reynistað og fleiri. Eftir komuna til Varmahliðar mun Sigurður hafa byrjað að starfa að skógræktarmálum i Skagafirði. En hann hafði verið á námskeiði i' skógrækt hjá Hákoni Bjarnasyni i Reykjavikog Múla- koti 1942—1943. Það er þó ekki fyrren 1950, að hann er skipaður skógarvörður i Skagafirði og Húna vatnssýslum. Starf Sigurðar Jónassonar að skógrækt i þessum héruðum var svo sannarlega brautryðjanda- starf, þvi að þau máttu heita skóglaus orðin. Það hefir þvi ekki verið árennilegt að hefja slikt starf þarna. Þar var ráðist i garðinn, þar sem hann var hæst- ur. En Sigurður fékk drjúgan stuðning heimamanna, eins og boð sýslune'fndar um Reykjarhól inn er til vitnis um. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hefir alla tið veitt skógræktarstarfinu i sýsl- unni meiri siðferðilegan og fjárhagslegan stuðning en nokkur sýslunefnd i landinu. Eftir að Sigurður Sigurðsson lét af starfi sem sýslumaður, hefir eftir- maður hans, Jóhann Salberg Guðmundsson, fetað dyggilega i fótspor forvera sins i þessu efni. Stofnun græðisreits undir Reykjarhóli var þýðingarmikið skref á sinum tima til framdráttarskógræktinni á þessu svæði. Starfið við þennan reit var gildasti þátturinn i starfi Sig- urðar Jónassonar á sumrin. En siðan fylgdi hann plöntunum sin- um úr hlaði og skildi ekki við þær, fyrr en þær voru komnar tryggi- lega i jörðina i ýmsum reitum i héraðinu. Ber þar hæst hina myndarlegu skógræktargirðingu á Hólum í Hjaltadal, sem er sameign Hólaskóla og Skóg- ræktarfélags Skagfirðinga. Mér fannst á siðari árum þessi reitur óskabarn nafna mins. Þrisvar sinnum veittistmér sú ánægja að skoða Hólareitinn i fylgdhans. Ég man, hve mjög mér kom árangurinn á óvart i fyrsta skiptið, haustið 1969. En minnis- stæðast verður mér, er ég fór með honum i Hóla fyrir jólin siðustu til þessaðaðstoða nafna minn við að velja fyrstu jólatrén, sem felid voru i þessum merkilega reit. Ég hygg sú uppskerasem við fengum þar með dyggri aðstoð Hóla- sveina, hafi verið nafna minur sérstakt gleðiefni, þvi hún tákn- aði staðfestingu þess, að starf hans i tvo áratugi hefði borið óumdeildan árangur. Það var stór stund fyrir hann að sjá Hóla- sveina koma með allt að 3 1/2 m há stafafurutré, aðeins 14 ára gömul, ofan úr Raftahlið til þess aðgleðja fólk i umdæmi hans um jólin. Þá veit ég, að nafni minn var stoltur af þeim árangri, sem hann hafði náð í ræktun sinni á Reykjarhólnum við Varmahlíð, þar sem skiiyrði virðast þó i fljótu bragði öndverð. Ég veit sá reitur á eftir að verða mikil prýði i miðju hinu fagra héraði, sem nafni minn helgaði krafta sina. t starfi sinu við græðireitinn átti hann við mikla erfiðleika að etja, einkanlega framan af. En með hyggindum sinum og elju tókst honum að sigrast á þeim i slikum mæli, að aðdáun vekur. Sigurður var að eðlisfari manna hógværastur og kurteis- astur og bað aldrei um meira en hiðallrabrýnasta—og varla það. Með svo að segja tvær hendur tómar. þ.e. tækjakost og útbúnað i lágmarki, tóksthonum hin siðari ár að láta litla græðireitinn sinn skila svo mörgum plöntum sem ekki hefði verið á hvers manns færi viö slikar aðstæður. Það verður lengi munað af starfs- bræðrum hans. Hann fann af gerhygli sinni aðferðir til þess að mæta þeim vandamálum, sem fylgja erfiðum aðstæðum. Þær aðferðir dugðu til þess að koma smáplöntunum yfir erfiðasta hjaliann. Sama var að segja um starf hans við gróðursetningu í hina ýmsu skógræktarreiti. Þar átti hann lika við vandamál að striða. En hann mætti þeim með hygg- indum og sigraðist furðanlega á þeim. Þannig hefir Sigurður Jónasson _ i starfi sinu reist sér nokkra fagra græna bautasteina, sem halda munu á lofti minningu hans i Skagafirði og einnig i Húnavatns- sýslu. Fyrir skógræktarstarfið i þess- um sýslum, og ekki sfst skóg- ræktarfélögin þar, er hið óvænta fráfall nafna mins þungt áfall. Með hinum tviþættu störfum sinum i Skagafiröi, fyrst sem varðstjóri og siðar skógarvörður, ávann Sigurður Jónasson sér mikið traust og vinsældir i hér- aðinu. Hefi ég frétt, að sam- héraðsmenn hans hafi orðið sem þrumu lostnir, er þeir fréttu lát hans. Kynni okkar nafna mins eru orðin nokkuð löng. Ég sá hann fyrsti Osló eftir áramótin 1949 er hann var á leið norður til Troms ásamt Daniel félaga sinum á Hreðavatni til þess að fá þjálfun i skógræktarstörfum þar fram á vorið undir leiðsögn Reidars Bathens, þáverandi fylkisskóg- ræktarstjóra i Troms. Eftir að ég kom heim frá námi 1952 bar fundum okkar ekki oft saman næstu árin. En smátt og smátt urðu þau tækifæri fleiri, er við hittumst. Var það ekki sist gegnum sameiginlegan vin okk- ar, Þorstein Jósepsson, blaða- mann og ljósmyndara, er ég komst i kynni við skömmu eftir heimkomuna. Hjá honum hittumst við nafni liklega oftar um skeið en á vettvangi starfs okkar, sem var sitt i hvorum landsfjórðungi. Þá sjaldan leið okkar lá um Varmahlið, var okkur ætið tekið opnum örmum á heimili þeirra nafna og Sigrúnar, og eigum frá margri viðdvöl þar ógleymanleg- ar minningar. Við þessi auknu kynni komst ég að fleiri hliðum á nafna smátt og smátt. M.a. mikilli kimnigáfu og geysilegri þekkingu hans og ást á skáldskap. En hann hafði á hrað- bergi kynstur af visum og kvæð- um. Og sjálfur var hann hag- mæltur i besta lagi, þótt hann flikaðiþviekki mikið. Til þessvar hann of hlédrægur. Hann var gerhugull maður með afbrigðum og ráðhollur, sem kunni að draga ályktanir af þvi, sem hann sá og heyrði, og bjó þannig yfir dýrmætri lifsreynslu, sem hann gat miðlað yngri sam- ferðamönnum af. Naut ég þess iðulega og á honum ævilangt þakkir að gjalda. Eg sendi eftirlifandi konu hans, Sigrúnu, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum kveðjur og þakkir fyrir dyggilega unnin störf Sigurðar frá stofnun þeirri, er hann starfaði við. Ykkur öllum sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur okkar Guðrúnar og barna okkar. Sigurður Blöndal. Ekki óraði mig fyrir þvi þegar ég kvaddi Sigurð Jónasson i úti- dyrum ibúðar hans fyrir fáum vikum að þá fyndi ég i siðasta sinn hið þétta, trausta, hlýja handtak hans. ,,Þú litur svo bráð- lega inn aftur, góði”, kallaði hann siðan á eftir mér um leið og ég gekk út á götuna. Og svo sannar- lega unnti ég sjálfum mér þeirrar sálubótar að „lita bráðlega inn aftur”, til þess að eiga stund með Sigurði, eins og svo oft áður. En þeir samfundir drógust af ýmsum ástæðum og nú hefur klukkan glumið þessum vini minum. Sigurður Jónasson var Borgfirðingur aö uppruna. Uppvaxtar- og æskuár hans eru mér ekki kunn en ungur að aldri hleypti hann heimdraganum og dvaldist um hrið i Þýskalandi og Sviss, ásamt Þorsteini rithöfundi Jósepssyni. Voru þeir alúðarvinir og raunar óaðskiljanlegir félagar upp frá þvi þótt löngum dveldust sinn á hvoru landshorni. Þótt Sigurður væri Borg- firðingur höguðu atvikin þvi svo, að meiri hluta sinna manndóms- ára átti hann heima i Skagafirði. Þegar sauðfjárveikipestirnar tóku að herja á Norðurland á fjórða áratugnum, var gripið þar til viðtækra varnaraðgerða, svo sem annarsstaðar gerðist. Girðingar voru settar upp með- fram Blöndu og Héraðsvötnum, frá jöklum og allt i sjó fram og girt var yfir Vatnsskarö. Varðmenn voru settir með girðingunum, til þess að fylgjast með ástandi þeirra og stugga frá þeim þvi sauðfé, sem að þeim leitaði. Verðir voru og við brýrnar á vatnsföllunum. Þurfti, sem nærri má geta ærin hóp manna til þess að annast þessa vörslu á ári hverju. Yfir þessar liðssveitir settu nú forráðamenn sauðfjárveikivarna Borgfirðinginn Sigurð Jónasson. Það kom brátt i ljós, að ekki hafði þeim visu mönnum fatast valið á „varðstjóranum”, en svo var Sigurður brátt nefndur i Skaga- firði. I munni Skagfirðinga bar hann það nafn raunar alla tíð, þótt hin siðari árin væri varð- stjórinn orðið algert aukastarf, miðað við það, sem áður var. Þessi varnarmál voru oft viðkvæm og vandmeðfarin og þvi fór fjarri, að alltaf væri auðvelt að greiða úr þeim flækjum, sem þar vildu myndast. En með lipurð sinni og sanngirni, rósemi og festu, tókst Sigurði það alltaf giftusamlega. Hann þurfti aldrei að höggva á neinn hnút, hann leysti þá ávallt og jafnan með þeim hætti, að allir sáu og viðurkenndu að rétt var að unnið og á þann veg, sem öllum gegndi best. Dugnaður hans og árvekni við varðgæslustörfin var með fá- dæmum. Hann heimsótti bændur vitt og breitt um þau héruð, sem þarna áttu hlut að máli. Sótti jöfnum höndum til þeirra ráð og ráðlagði sjálfur, varð allsstaðar aufúsugestur og allsstaðar heim- ilisvinur, þar sem hann kom. Hann var á sifelldu ferðalagi milli varðstöðvanna, allt utan frá sjó og upp að jöklum. Varðmennirnir dáðu hann, bæði sem húsbónda og félaga og jafnan þegar Sigurð bar að garði, var slegið upp veislu i tjöldunum. Allar þessar feröir fór hann á hestum og mátti segja, að hann færi varla af hestbaki frá vori og fram á haust. Hann átti á þessum árum afburða duglega ferðahesta, sem flest mátti bjóða. Vatnsföllin reið hans næstum hvar, sem að þeim var komið og þótti sumum þá stundum djarft teflt. En Sigurður treysti á þrek og fótfimi hesta sinna og honum brást hvorugt. Hann komst alltaf af leiðar sinnar. Þegar Sigurði tókst að bera af mæðiveikinni og umsvif minnk- uðu við varðgæsluna, þótt enn i dag séu þau nokkur, man ég að ýmsir heima i Skagafirði höfðu orð á þvi, að nú mætti búast við að þeiryrðu að sjá af Sigurði og var auðfundið að öllum þótti miöur sá missir. Raunin varð þó önnur, sem betur fór, enda hygg ég að Sigurði hefði verið óljúft að flytj- ast burtu, svo samgróinn var hann orðinn Skagafjarðarhéraði og mannlífinu þar. Sigurður réðist til starfa hjá Skógrækt rikisins árið 1944, að ég hygg, og 1950 er hann orðinn skógarvörður á Norðurlandi vestra, ...skógarvörður i skóg- lausasta hluta landsins”, eins og hann komst sjálfur að orði i við- tali, sem undirritaður átti við hann um jólaleytið i vetur. Og enn kom i ljós, sem vænta mátti, að æSSSsSSfflMfív&'1'* ■*■» tumi réttur maður var á réttum stað. Á nýjum vettvangi vann Sigurður af sömu alúð, dugnaði og ósérplægni og hann hafði gert i hinni þýð- ingarmiklu varnarbaráttu gegn sauðf járpestunum. Ahugi á skógrækt var ekki al- mennur i þessum héruðum um það leyti, sem Sigurður tók aö sér að sinna þar þeim málum. En með yfirlætislausri eljusemi sinni, hófsamlegri en sannfær- andi málafylgju og siðast en ekki sist störfum sinum tókst honum að gjörbreyta þeim hugsunar- hætti. Hann sýndi trú sina með verkunum. Ég veit, að Sigurður hefði gjarnan viljað sinna skógræktar- málum enn um sinn. En hann lifði það, að sjá mikinn árangur verka sinna. Sú braut, sem hann ruddi, er auðfarin þeim, sem á eftir koma. Sigurði þótti ákaflega vænt um plöntuuppeldisstöðina i Varma- hlið og annaðist hana af mikilli kostgæfni. Það hygg ég þó að hánn hafi talið það sinn höfuðsig- ur á þessum vettvangi þegar hann, fyrir atbeina Kristjáns heitins Karlssonar, þáverandi skólastjóra á Hólum i Hjaltadal fékk til umráöa handa Skóg- ræktarfélagi Skagfirðinga, 80 ha landssvæði á Hólum. A hverju vori safnaði Sigurður saman tug- um manna til þess að planta i þennan reit. Og ég held, að honum hafi aldrei orðið liðs vant þvi öll- um þótti gott að hlýða kalli Sig- urðar. A Hólum er nú þegar búið að planta i 50 ha.og mörg trén orð- in hin vaxtalegustu. Sigurður Jónasson var um flesta hluti óvenjulega vel gerður maður. Hann var búinn miklu likamlegu þreki, sem kom sér vel á löngum og ströngum ferða- lögum, þar sem nóttin var ósjald- an lögð við daginn. Hann var and- legur atgerfismaður, fjölgefinn og margfróður. Skólaganga hans var skömm, eins og flestra al- þýðupilta af hans kynslóð, en þrátt fyrir mikið annriki las hann ógrynnin öll bæði á islensku og erlendum málum og jók þannig við þekkingu sina, enda virtist hann allsstaðar vera heima. Hann var falslaus unnandi fag- urra bókmennta, einkum ljóða og visna og frábær smekkmaður á þvi sviði. Tilfinning hans fyrir is- lensku máli var óbrigðul og I þau skipti ein sá ég hann bregða skapi er honum fannst málinu misboðið i ræðu eða riti. Engum manni hef ég kynnst, sem var slikur ótæm- andi hafsjór ferskeytlna hvaðan- æva af landinu. Það var engu lik- ara en snjallar visur leituðu hann uppi, enda átti vel gerð visa þar sannarlega vini að mæta. Sjálfur var hann ágætlega hagorður - en flikaði þvi litt. Eftir þvi gulli þurfti ævinlega að grafa og þótt sá gröftur væri ætið erfiður borg- aði hann sig ávallt. Sigurður var skapfestumaður mikill en þó óvenjulega tilfinningarikur og næmgeðja, fingerður fagurkeri, kunni manna best að njóta glaðra og góðra stunda þegar tækifæri gafst til þess að velta af sér reiðingnum en þó alvörumaður undir niðri. Marga ánægjustund- ina er ég búinn að eiga i eldhúsinu i Laugarbrekku hjá þeim Sigurði og Sigrúnu og svo mun um fjöl- marga fleiri, þvi gestagangur var þar jafnan mikill og greiðasemi eftir þvi. Af fundi Sigurðar fór hver maður alltaf auðugri en hann kom. Hann var þeirrar gerðar að maður mat hann þvi meir sem kynni urðu nánari. Eftirlifandi kona Sigurðar er Sigrún Jóhannsdóttir frá Úlfs- stöðum i Blönduhlið og eru börn þeirra fjögur. Sigrún er mikil mannkostakona og börn þeirra öll sverja sig i ættir. Ég vil votta þeim og venslamönnum Sigurðar Qllum innilegustu samúð mina við fráfall hans. Þessar linur áttu aldrei að vera eiginleg eftirmæli, aðeins þakkar- og kveðjuorð til góðs vinar og ógleymanlegs félaga nú við leiða- skil. Þeim fækkar smátt og smátt, Skagfirðingunum og öðr- um, sem þekktu Sigurð i Laugar- brekku aö verulegu ráði. Menn- irnir lifa i verkum sinum, mis- jafnlega lengi þó. En þegar komandi kynslóðir lita grænan skóginn i hliðinni ofan við Hólastað mega þær minnast Borgfirðingsins, sem ungur að árum fluttist til Skagafjarðar og festi þar rætur likt og trjáplönt- urnar, sem hann bólfesti. Magnús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.