Þjóðviljinn - 06.05.1978, Page 8

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. mal 1978 Félagar. í grundvelli Rauðsokkahreyf- ingarinnar er það skýrt tekið fram að hreyfingin telur að kvenfrelsisbarátta og stéttabar- átta verði ekki aðskildar. 1' samræmi við þennan grundvöll hefur Rauðsokkahreyfingin tek- ið þátt i aðgerðum Rauðrar verkalýðseiningar og Baráttu- einingaridag, 1. mai, sem sjálf- stæður aðili. Lífvænleg laun fyrir 8 stunda vinnudag Rauðsokkahreyfingin hefur sett fram skýrar kröfur um ráð- stafanir er stuðla að frelsun kvenna og stefnir að fjölda- baráttu fyrir þeim Við berj- umst fyrir lifvænlegum launum fyrir átta stunda vinnudag. Ástandið i þjóðfélaginu i dag leyfir ekki þá bjartsýni að helstu mál verkalýðs- hreyfingarinnar og kvenfrelsis- hreyfingarinnar nái fram að ganga án harðrar baráttu. Lifvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag eru aðeins raunveruleiki hálaunamanna — þeirra sem hafa margföld laun verkakvenna i fastakaup á mánuði. Verkafólk þarf hins vegar i raun að skila sextán stunda vinnu eða mun meiru til þess að geta séð fyrir fjölskyldu. Þess vegna er sjaldnast um einn framfæranda að ræða. Það eru báðir aðilar sem vinna utan heimilis. Og ekki hefur ástandið batnað á siðustu mánuðum — ólög rikisstjórnarinnar hafa orðið til þess að vinnuþrælkunin hefur orðið enn meiri en áður var — og var þó ekki á bætandi. Á meðan slikt ástand rikir í þjóðfélaginu er ekki að búast við þvi að verkafólk hafi mikinn tima aflögu til þess að sinna félagsmálum, svo ekki sé talað um baráttuna fyrir betri kjör- um. Góð og ókeypis dagvistunarheimili fyrir öll börn — fleiri skóladagheimili! Móðurhlutverkið og hefð- bundin störf kvenna á heimilun- um eru óspart notuð gegn kon- um þannig að margar konur veigra sér við að fara út á vinnumarkaðinn — þvi hvar á að hafa blessuð börnin á meðan unnið er úti? Samfélagið hefur einlægt neitað að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir yngstu þegn- um þjóðfélagsins. Það hefur neitað þessum þegnum um þau sjálfsögðu mannréttindí að öðl- ast þroska við leik og störf undir handleiðslu sérmenntaðs fólks á meðan foreldrarnir vinna úti. Hin samfélagslega aðstoð við heimilin hefur ekki vaxið I sam- ræmi við aukna atvinnuþátttöku I I kvenna. Þess vegna krefjumst I | við góðra og ókeypis dagvist- I I unarstofnana fyrir öll börn. Umsjón: Dagný K.risT|ansaomr Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir ( Helga Sigurjónsdóttir Silia Aðalsteinsdóttir / Kvenfrelsisbarátta verður ekki skflin frá stéttabaráttu Ræða Guðrúnar Ögmundsdóttur á útifundi við Miðbæjarskóla 1. maí Það virðist sem samfélagið hafi gjörsamlega gleymt þess- um aldurshópi. Gert er fastlega ráð fyrir þvi i öllu skipulagi að alltaf sé einhver heima til þess að taka á móti börnunum þegar þau eru i hléum vegna margslit- ins skóladags. En það eru fá börn þess aðnjótandi að hafa einhvern heima fyrir þegar skóladegi lýkur eða hlé mynd- ast. t Reykjavik eru 6—7000 börn á aldrinum 6—10 ára, en skóla- dagheimilin i borginni rúma að- eins 100 börn en það eru tæp 2% af öllum þessum hóp. I Breið- holti eru til dæmis tæplega 5000 börn á skólaaldri — en ekkert skóladagheimili. Hversu mörg börn skyldu ganga um sjálfala meginhluta dagsins? A þessum tölum má sjá að ástandið er vægast sagt ógn- vænlegt og orsakanna er að leita i þvi að á íslandi lifum við i auð- valdsþjóðfélagi þar sem allar fjárfestingar miðast við gróöa- sjónarmið. Fjárfestingar i dag- vistunarstofnunum og skóla- dagheimilum gefa augljóslega ekki skjótfenginn gróða. Baráttan fyrir hagsmunum barnanna er þáttur i mun víö- tækaribaráttu fyrir breytingum á þjóðfélaginu — baráttu fyrir nýju samfélagi þar sem tekið er Guðrún ögmundsdóttir tillit til barna og gert ráð fyrir þeim á öllum sviðum. Við viljum einnig að báðir for- eldrarnir eigi kost á félagslegri þátttöku: við viljum að vinnu- dagurinn verði endurskipulagð- ur þannig að hann yrði mun styttri fyrir hvern einstakling og við viljum að báðir einstakl- ingarnir eigi kost á breytilegum vinnutima. Atvinna og atvinnu- öryggi fyrir alla Eins og áður sagði þá gefur ástandið á íslandi i dag ekki til- efni til mikillar bjartsýni. Verkafólk vinnur myrkranna á milli fyrir lúsarlaunum en hluti verkafólks hefur ekki einu sinni rétt til þess arna — þvi að konur búa við skert atvinnu- öryggi og einnig við atvinnu- leysi-. Þvi er þannig farið að margar konur láta ekki skrá sig á at- rvinnuleysisskrá þó svo að at- vinnurekendur hafi sagt þeim upp og sent þær heim úr vinnu. Einnig eru til fjölmargar konur sem fá ekki vinnu vegna aldurs eða félagslegra aðstæðna. Atvinnurekendur hafa aldrei farið dult með það að þeir vilja einungis ungar konur til starfa, en ekki konur sem hafa um ára- bil veriðheima og unnið við það að koma nýjum þjóðfélagsþegn- um á legg. Fyrir það fæst engin umbun þegar á reynir. Þá hefur einnig verið erfitt að fá vinnu fyrir konur er eiga von á barni — atvinnuöryggi þeirra er litið og þeim er óspart sagt upp störfum. Þetta sýnir svo ekki verður um villst tvöfeldnina sem rikir gagnvart konum i þessu þjóð- félagi. ,,Oss vantar islendinga” segir Mogginn, en svo er spark- að framan i barnshafandi alþýðukonur — þvi það eru þær sem þurfa að vinna en fá það ekki á meðgöngutimanum. I beinu framhaldi af þvi fara kon- urnar á mis við þau sjálfsögðu mannréttindi að fá greitt fæðingarorlof meðan á barns: burði stendur. Einnig er til hópur kvenna sem vinnur hjá hinu opinbera og hefur aðeins 9 mánaða ráðn- ingu yfir vetrarmánuðina, s.s. ritarar, gangaverðir, baðverðir og fleiri. Það þýðir i rauninni réttindaleysi hvað fæðingaror- lof varðar. Þær fá ekkert slikt og engan atvinnuleysisstyrk — þvi rikið hefur engan slikan sjóð til umráða. Þvi hefur Rauðsokkahreyf- ingin sett fram kröfuna um 6 mánaða fæðingarorlof fyrir alla — þvi að við teljum að 3 mán- aða fæðingarorlof sé engan veg- inn nægjanlegt og um leið telj- um við að nauðsynlegt sé að báöir foreldrarnir eigi rétt á sliku til að geta bæði annast hinn nýja einstakling. Þessi baráttumál |kvenna ættu að vera baráttumál verkalýðshreyf- ingarinnar! Rauðsokkahreyfingin vill minna á að þessi mál eru ekki sérstök baráttumál kvenna — heldur verkalýðshreyfingar- innar i heild; þáttur i barátt- unni fyrir mannsæmandi lifi — óháðu gróðasjónarmiöum at- vinnurekenda. Það er staðreynd að barátta kvenna verður ekki til lykta leidd nema verkalýðshreyfingin geri baráttumál þeirra að sin- um vegna þess hversu veiga- mikið hlutverk verkalýðs- hreyfingin hefur i gangverki þjóðfélagsins. Um leið þarf verkalýðshreyfingin á sterkri og sjálfstæðri fjöldabaráttu kvenna að halda. Baráttumál kvenna verða ekki að baráttu- málum verkalýðshreyfingar- innar af sjálfu sér. Aldagamlir fordómar og hefðir standa i vegi fyrir þvi. Þess vegna er þörf á kvenfrelsishreyf ingu. Kvenfrelsisbaráttan verður hins vegar þýðingarlaus ef hún er slitin úr samhengi við stétta- baráttuna. Kvenfrelsi verður aldrei að veruleika I auðvaldsþjóðfélagi og sósialismi verður aldrei að veruleika án virkrar þátttöku kvenna. Guðrún ögmundsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.