Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. maí 1978 TILKYNNING TIL SÍMNOTENDA Símaskráin 1978 Athygli skal vakin á þvi að simaskráin 1978 gengur i gildi frá og með sunnudegin- um 7. mai n.k. Ennfremur er athygli simnotenda vakin á fjölmörgum númerabreytingum á Reykjavikursvæðinu og hinum sérstöku númerabreytingum á Akureyri, sem framkvæmdar verða þar mánudaginn 8. mai n.k. Áriðandi.er þvi að simnotendur noti nýju simaskrána strax og hún gengur i gildi, enda er simaskráin frá 1977 þar með úr gildi fallin. Póst og simamálastofnunin Dansk- íslenska félagið Aðalfundur Dansk-Islenska félagsins verður haldinn föstudaginn 12. mai kl. 20.30 i.Norræna húsinu. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórn- ar, tillaga um hækkun félagsgjalda. Að loknum aðalfundarstörfum verður kvik- myndasýning. Stjórnin Tflboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið, pick-up bifreið og nokkrar ógangfærar bifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 9. mai kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNARHÐSEIGNA Eiginmaður minn Guðmundur Löve framkvæmdarstjóri öryrkjabandalags Islands, andaðisl snögglega að inorgni 3. mai, á heimiíi sonar okkar i Kaup- mannahöfn. Rannveig Löve Móöir okkar Jakobina Gunnlaugsdóttir, Jörvabakka 18, R. Andaðist miðvikudaginn 3. maí. Börnin Eiginmaður minn, faöir og sonur Jóhann Óskar ólafsson Leifsgötu 26 andaðist i Borgarsjúkrahúsinu 3. mai sfðastliðinn. Diana Einarsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Björg Helgadótir I Staða íslands ! í næsta stríði Já, næsta striö. Liklega þykir þaö fjarstæöa aö tala um næsta strið, sem sjálfsagðan hlut. Sé litiö á ástandið i heiminum eins og það er nú, meö raunsæum augum, er tæpast hægt annaö en komast aö þeirri niöurstööu, aö þaö öngþveiti, sem allsstaöar og i öllum málum rikir, hljóti aö leiða til uppgjörs, sem ógerlegt er að segja fyrir um hve stór- kostlegt verður. Auðvald heimsins leitar sifellt i stærri og voldugri hringa og teygir klær sinar og sograna viðar og viðar til yfirráða og aukinnar aðstöðu til auðsöfnun- unar. 1 Bandarikjunum hefur auð- valdið, og herinn i þjónustu þess, haft tögl og hagldir og þótt það fengi nokkurn skell við Nixon-hneykslið virðast þau öfl enn hafa góð tök á málum þar. Sýnir það vel tilkoma nifteinda- sprengjunnar, þessarar nýjustu vonarstjörnu auðvalds og hers, sem virðist standa á þröskuldin- um, tilbúin að þjóna herrum sinum. Auðvaldið hefur alltaf nóg ráð og fjármagn til að kaupa upp þá visindamenn, sem láta heiður sinn falan fyrir fé eða hótanir til að vinna sifellt að stærri og djöfullegri drápstækjum af alls- konar gerðum i þeirri fávislegu von, að þeir geti með þvi svin- beygt undir sig og sina stjórn allt mannkyn jarðar og auðlind- ir hennar. Nú, þegar hik virðist vera á að framleiðsla hefjist á þessu óskabarni auðvaldsins, upp- hefst ramakvein i rikjum þeim, sem stefna augljósast i auð- valdsátt s.s. V-Þýskalandi, sem virðist halda hröðum skrefum til nasisma og kveinar nú mik- inn að fá ekki i hendur þetta óskabarn auðvaldsins. Það verður þvi að segjast eins og er að svo til engar likur eru á þvi að hindruð verði framleiðsla á þessari nýju og djöfullegustu sprengju, sem vitfirrtum og kaldrifjuðum mannskepnum hefur tekist að framleiða i sjúk- legri og afvegaleiddri þekkingu sinni og án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Framleiðsla nifteinda- sprengjunnar hlýtur að kalla á aukið og enn djöfullegra kapp- hlaup um morðtólaframleiðslu. Það virðist vera nóg um menn, sem selja heiður sinn og vinnu- orku til að framleiða sifellt öflugri tæki til að eyða lifi og verðmætum. Það ber öllu minna á stórvirkjum til að bæta og hlynna að lifi hér á jörð og göfga það og lyfta á hærra svið. Þetta vitfirringslega hernaðarkapp- hlaup og vitisvélaframleiðsla getur ekki endað nema méð skelfingu. Annað tveggja hleypir ein- hver yfirspenntur striðsæsinga- maður vitisvélinni af stað eða kaldrifjaður striðsdýrkandi þykist hafa reiknað út, að hann hafi betri spil á hendinni, og hef- ur leikinn. En hvernig sem upp- hafið verður virðast þvi miður iitlar likur á að hjá hildarleikn- um verði komist. Hvernig er Island þá statt, ef styrjöld skellur á, eins og nú er? Þurfum við nokkru að kviða, höfum við ekki ameriska varn- arstoð og erum við ekki Örugg undir verndarvæng hennar? Litum nánar á það. Flestum mun nú að verða ljóst, að her- stöðin hefur aldrei verið okkur varnarstöð og aldrei til þess reist. Hún var aðeins ætluð sem njósnarstöð i vighreiðraneti þvi, sem Bandarikin voru að spenna um allan heim, og hér innan- iands til að styðja við bak auð- valds þess, sem var að risa á legg hér á landi. Þótt vighreiðr- ið væri aldrei ætlað okkur til varnar, verkar það þar á móti sem risastór segull, sem dregur að sér árásir i striði. Það er eins vist og dagur fylg- ir nótt, að ef stórstyrjöld brýst út, þá verða fyrstu viðbrögð striðsaðila að senda sprengjur til að þurrka þetta vighreiður út og meiri eða minni fjöldi lands- manna hlýtur þá að farast, þótt sprengjusendandi ætlist ekki til þess, það er óhjákvæmileg afleiðing af þvi að herstöð er staðsett i mesta þéttbýli lands- ins. Þessi hlýtur afleiðingin að verða af þvi að hafa herhreiðrið staðsett hér, ef til ófriðar kæmi, fyrir utan þá margvislegu bölv- un, sem hún veldur okkur fjár- hags- og menningarlega. Glúmur Hólmgeirsson skrifar En það er fleira en herstöðin, sem gæti dregið að árásir, ef til styrjaldar kæmi. Rétt við Hafn- arfjörð hefur alþjóðaauðhringur hreiðraðum sig i liki áliðjuvers, og blómstrar þar á ölmusugjöf- um okkar Islendinga. Þarna er hreinsað ál en það er mikilsvert efni i hergagnaframleiðslu. Það er þvi mjög liklegt að þangað yrði send ein sæmileg sprengja til að þurrka verið út og þá gætu farið nokkrir Hafnfirðingar með i leiðinni og sennilega fleiri. Þá eru æðstu fjármálaspek- ingar þjóðarinnar að reisa ágætt gróðafyrirtæki á Grund- artanga, sem er nú reyndar tal- ið þurfa nokkurn fátækrastyrk frá þjóðinni, en ljósi punkturinn er, að öruggt mun að auðhring- urinn, sem er með i þessu, hefur grætt á þvi enn sem komið er og verður svo vonandi áfram. Hann lætur þá kannski nokkra mola detta á betlidúk dyggustu þjónanna. Þetta þjóðþrifafyrirtæki á að vera einn hlekkur i framleiðslu á járni, en járn er ekki siður álitið mikilsvirði við fram- leiðslu hergagna en ál. Það eru þvi allar likur á að þangað verði beint skeytum, til að stöðva þar framleiðslu. óhjákvæmilega færist þá eitthvað af Akurnes- ingum og eitthvað af bænda- ræflum, sem iðjuverinu hefði ekki tekist að hrekja burtu. Hver er þá staða okkar raun- verulega? Það er búið að fá inn i landið, af undirlægjuhætti við erlent hervald og alþjóðaauð- vald tvö hreiður, og verið að byggja það þriðja, sem öll draga að sér hernaðarárás, ef til stórsty jaldar kemur og verða okkur til tortimingar i striði, — en ekki bjargar. Þjóðin, hver einasti einstakl- ingur, verður að gera það upp við sig og samvisku sina hvern- ig hann stendur að þessu máli. Eru nokkrar likur til þess að við björgumst betur með þvi að vera tjóðraðir við einhverja hernaðarblökk? Nei, slikt er fá- visleg blekking. Eina von okkar að sleppa skaðlitið ef til styrjald ar kemur, er að vera búnir að losa okkur við hreiðrið og útlendu stóriðjuverin, eða a.m.k. að loka þeim, ef til ófrið- ar dregur og ganga úr allri . hernaðarlegri samvinnu við aðrar þjóðir, en skipa okkur i hóp óháðra, friðelskandi þjóða. Þá er von um minni áföll. Þvi hlýturkrafanað verða: Or Nato og herstöðin þurrkuð burt og siðasten ekki sist: Engin erlend stóriðjuver. Alþjóðlegt auðvald er nú þeg- ar búið að ná meiri tökum á islensku fjármálalifi en hollt er, svo brýn þörf er að spyrna nú við fótum, áður en verr fer. Glumur Hólmgeirsson. Ósk Jónasar Eftirfarandi kveðju sendi Jónas Árnason alþingismaður samkomugestum á árshátið Alþýðubandalagsins í Borgarnesi og nærsveitum nú i vetur: Þá ósk vil ég hér með af einlægni tjá að áfram við brautina rötum, og eldrauðri, blossandi byltingarþrá úr brjóstinu aldrei viö glötum, og syngjum loks amen og allelújá yfir ihaldi, framsókn og krötum. Umsjón: Magnús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.