Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978 FIÖLSKYLDAN - félagsleg martröð? Samveruform f j ölskyldunnar hefur verið rofið Sigrún Júliusdóttir er yfir- félagsráögjafi viö Kleppsspitala. Hún lauk prófi i félagsráögjöf i I.undi 1970, og tveimur árum siðar tók húp fil. kand. próf i félagsvisindum i Stokkhólmi. Aö loknu námi i Sviþjóö vann hún sem félagsráðgjafi við Klepps- spitalann i fimm ár, en hélt þá til Bandarikjanna og tók Master- próf i félagsráðgjöf i geð- lækningum. Sigrún hefur sérhæft sig i að vinna með fjöiskyldum, bæði i mcðfcrð og fræðslu. Hún leggur mikla áherslu á þjónustu við almenning, og má benda á, að Sigrún verður leiðbeinandi á for- eldrafræðslunámskeiði þvi, sem Geðverndarfélag islands gengst fyrir á næstunni. Námskeiðið mun beita sér fyrir fræöslu til for- eldra, sem áhuga hafa á að kynna sér mál barna og unglinga og læra nýjar leiðir, tækni og ráð til að taka á hinum ýmsu vanda- málum þessara aldurshópa. í viðtali, sem Þjóöviljinn átti við Sigrúnu. skýrir hún m.a. frá for- eldrafræöslu, meðferð á sjúk- lingum, sérfræðingaveldinu, fjöl- skyldunni i vestrænu þjóöfélagi, og geðrænum vandamálum séðum i félagslegu samhengi. Fræðsla og meðferð — i hverju er mismunurinn á hefðbundinni meöferö geðsjúk- linga og f jölsky Idufræöslu fólginn? — Hin hefðbundna meðferð miðast við þá, sem eru veikir, og eru komnir inn á sjálfar geðstofn- anirnar. Meðferð hefur þess vegna lækningablæ yfir sér og er sjúkdómsmiðuð. Fjölskyldu- fræðsla er hins vegar fyrirbyggj- andi og að mörgu leyti róttækari aðferð. bar eru einstaklingarnir ekki aðeins búnir út með skilningi og þekkingu til að mæta vandanum þegar hann kemur, heldur hafa þeir jafnvel tök á að verjast honum alveg. Það er lika grund- vallarmunur á þvi, að hafa það sjálfstraust og þann styrk — sem þekkingunni fylgir — til að geta tekið frumkvæði sjálfur og leitað sér hjálpar, ef þörf er og geta ráðið einhverju um það sjálfur hvernig sú hjálp nýtist. Svo aftur hinu að vera hjálparlaust fórnar- lamb eigin veikleika og ytri at- burða, og vera meira eöa minna þvingaður til meðferðar, ýmist vegna eigin örvæntingar, þrýst- ings frá aðstandendum, eða ytra umhverfi. Mismunurinn er einnig fólginn i þvi, að þeir, sem gefa meðferð, beita i raun og veru valdi sinu á „sjúklinginn”, en fræðslan veitir fólki þekkingu hvers eðlis vand- inn er og þar með mpguleika á virkari þátttöku og aukins sjálf- ræðis. Fjölskyldusamtöl — Hvernig fer þessi fræðsla frain? munandi. 1 tengslum við meðferð getur t.d. verið um að ræða ein- hvern úr fjölskyldunni sem hefur misst tengsl sin við fjölskyldu og umhverfi: er hættur að ,,fúng- era”. Fræðslan byggist þá fyrst á samtölum, þar sem öll fjöl- skyldan er látin koma saman og ræða málin og opna fyrir þann straum, sem hefur kúgað hana undir niðri. Siðan er reynt að fræða fólkið hvernig hlutirnir hafa mótast, og hverjar séu hinar eiginlegu ástæður einstaklings i fjölskyldunni. Ef um börn eru að ræða er foreldrunum kennt að umgangast, skilja og fræða börnin. En slik fræðsla getur einnig verið viðtækari. Hún getur verið i tengslum við barnaheimili, sjúkrahús og farið fram á vegum félagsmálasamtaka, sem vilja bjóða stuðning og vinna fyrir- byggjandi starf. Goðsögnin um hjónabandið — Hver eru þau meginvanda- mál, sem tengd eru slikri fræðslu? — bau eru ýmisleg. bað eru t.d. hjónaskilnaðir. Það væri hægt að gera mikið til að undirbúa fólk fyrir hjónabandið. Kenna fólki að tengjast og aðlagast nýrri manneskju og þjálfa fólk i að vera opið og koma tilfinningum sinum frá sér. Hjónabandiö hefur alltaf veriðumvafið einhverri rómantik tengdri praktiskum hversdags- hlutum. Þegar raunveruleikinn fer hins vegar að láta á sér kræla brotnar oft goðsögnin um hjónabandið i mola og fólk stend- ur varnarlaust uppi. Viö getum lika tekið fæðingu nýs barns sem dæmi. Ungt fólk, sem ekki hefur nærst á öðrum hugmyndum en þeim sem felast i auglýsingum og gömlum rómantiskum hug- myndum, sem það fær gegnum ýmsa fjölmiðla eins og t.d. kvennablöð, heldur einfaldiega að það sé að fara i dúkkuleik. Það er ekki nóg að afrómantisera hjóna- bandið, og goðsögnina um móður- ástina, sem á að leysa allan vanda. Það er heldur ekki nóg, þótt það sé góðra gjalda vert að kenna leikfimi og fósturþróun á undirbúningsnámskeiði fyrir verðandi foreldra. Það þarf aö búa fólk undir þann harða raun- veruleika og það félagslega og andlega álag sem fylgir alltaf fæðingu fyrsta barns. Hjónaskilnaðir sem slikir leiða oft af sér skömmustutilfinningu annars eða beggja aðila. Fólki finnst þvi hafa brugðist eða ekki staðið sig nægilega vel i hlutverki sinu. Það ásakar sjálft sig i stað pess að sjá hlutina i félagslegu samhengi. Slik fræðsla ræðst einnig gegn forboðnum umræðuefnum eins og dauðanum. Fólk á að bera harm sinn i hljóði. Um daginn las ég til dæmis eftirfarandi setningu i minningargrein i einu dag- blaðanna: — „Hún bar harm sinn með reisn.” Eina lausnin var sem sagt að halda tilfinningunni leyndri. Missir, hvers eðlis sem hann er — dauði, skilnaður, skert starfs- orka, börn fara að heiman osfrv. er alltaf hrelling i eðli sinu, og fólk þarf oftast á hjálp að halda á slikum stundum. Slikt er eðlilegt vandamál hverri manneslju, sem i þeim lenda. Nú, önnur vandamál, sem — Það getur verið mis- „Þegarraun- veruleikinn lætur á sér kræla, brotnar oft goðsögnin um nabandið í mola, og fólk stendur uppi"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.