Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978
__________________LIJÐYÍK JÓSEPSSON:
VERÐBÓLGA OG VÍSITALA
Rikisstjórnin hefir nýlega
skipaö nefnd til aö taka til athug-
unar gildandi reglur um viömiöun
kaupgjalds viö vísitölu. Hér er
um aö ræöa nefndarskipun i sam-
ræmi viö starfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna, en eins og
kunnugt er varö um þaö sam-
komulag flokkanna, aö vísitölu-
kerfið skyldi tekið til.endurskoö-
unar, enda fegist um þaö sam-
staöa viö aöila vinnumarkaöar-
ins.
Grundvöllur niiverandi visi-
tölukerfis, sem laun eru miöuö
viö, er i rauninni frá árunum 1964
og 1965. Það er þvl ekki óeölilegt
að þessi grundvöllur veröi endur-
skoðaöur og þá jafnframt tekiö
tillit til þeirrar reynslu sem feng-
ist hefir við notkun hans við verð-
tryggingu launa.
Verðbólgan og verð-
trygging launa
Aöundanförnu hafa miklar um-
ræöur um vísitölumálin og þá sér-
staklega i sambandi viö umræöur
um veröbólguvandann. 1 þeim
umræöum hefir mikið boriö á þvi,
aö visitölukerfinu, þ.e.a.s. þeim
reglum sem binda kaupgreiðslur
við visitöluna, sé kennt um verö-
bólguvandann og megin vanda-
málin i efnahagsmálum. Þannig
hafa ýmsir sem telja sig sérfræö-
inga i efnahagsmalum látið hafa
það eftir sér, aö engin leiö sé aö
taka raunhæfum tökum á verö-
bólguvandanum, nema horfiö
verði frá núgildandi reglum um
visitölubætur á laun.
1 stjórnarmyndunarumræöum
núverandi stjórnarflokka kom
þetta stjónarmiö all-mikiö fram
og enn er ljóst á ýmsúm skrifum
um þessi mál i Alþýöublaöinu og
Timanum aö sú skoðun er studd
af ýmsum framámönnum beggja
stjórnarflokkanna, aö visitölu-
reglurnar og verötrygging launa
séu ein aðal-orsök veröbólgu-
vandans.
Þaö er skoöun min aö full
ástæða sé til aö taka til endur-
skoöunar núgildandi reglur um
verötryggingu launa og aö hægt
sé aö sniða af þeím reglum ýmsa
annmarka, sem I ljóshafa komiö,
hitt tel ég fráleitt aö búast viö, aö
sú endurskoöun leysi neinn
megjnþátt i vanda efnahags-
málanna.
1 umræðum um efnahagsmál
hefir alltof mikið boriö á þvi, aö
tekinn hafi veriö út úr
heildar-vandamálinueinn ogeinn
þáttur og hann gerður aö
aðal-atriði málsins. Dæmi af
þessu tagi er kenningin um þaö,
aö lágir vextir séu veröbólgu-
valdur,_þvi þeir leiöi til of mikilla
framkvæmda.Siöan eru vextirnir
hækkanir von úr viti og þeim velt
út i verðlagið og þar sem þaö er
ekki hægt, eins og i útflutnings-
greinum, þá er griþiö til gengis-
lækkunar á gengislækkun ofan
meö tilheyrandi dýrtiöaröldu.
Annaö dæmi af þessu tagi er
kenningin um, aö rikissjóö verði
aöreka án hallareksturs, þvi ella
leiöi þaö til veröbólgu. Vissulega
er rétt aö komast hjá halla i
rekstri rlkisins, en þaö er ekki
sama hvernig þaö er gert. Hjá
okkur hefir þessi kenning verið
notuö, til aö réttlæta nýa og nýja
skattheimtu rikisins. Þannig
hefir söluskattur veriö hækkaöur
tilaöná jöfnuöi i rikisrekstrinum,
eöa lagt hefir veriö á almennt
vörugjald eöa önnur verö-
hækkandi gjöld. Þannig hefir dýr-
tiöin veriö aukin og skrúfunni
haldiö áfram.
Víxilhækkun verðlags og
launa
• Því er haldið fram aö núgild-
andi visitölukerfi valdi skrúfu-
gangi I hagkerfinu og magni upp
vixlverkanir á milli verðlags og
launa. Gott dæmi um þessa kenn-
ingu er túlkun blaöanna siöustu
daga um spádóm Vinnuveitenda-
sambandsins um þróun kaup-
gjalds og verðlags á næsta ári.
Þar var spáö 40-50% veröbólgu
fránóvember 1978 til jafnlengdar
á næsta ári og tilsvarandi kaup-
hækkun og gengislækkun. Spá
þessi er á margan hátt athyglis-
verö, — og kannski ekki sist
vegna þess hver þaö er, sem
spána gerir ogfinnur hjá sér þörf
til þess aö setja hana fram. Það
er þó viðurkennt I öllum löndum,
aö einn sterkasti áhrifavaldurinn
á þróun verðlagsmála, á fram-
kvæmdir, á kaup og eyöslu og á
peningamálinalmennt, er einmitt
óttinn viö komandi ástand. Takist
að skapa trú á stööugleika og á
festu i atvinnu- og peninga-
málum, er þaö einn besti grund-
völlurinn aö byggja á ráöstafanir
i efnahagsmálum.
Túlkun blaöanna á þessari spá
var augljóslega sú, aö öll þessi
gifurlega- hækkun á kaupi og
verölagi væri visitölukerfinu aö
.kenna. Þannig haföi áróðurinn
um bölvun visitölunnar gjörsam-
lega tekið völdin i skýringum
blaðanna.
En hvaö er þá um þessa" sér-
kennilegu spá Vinnuveitenda aö
segja?
Jú,fyrstber aöhafa þaö ihuga,
að öll stærstu samtök launafólks
hafa lýst yfir þvi, aö þau gætu
fallist á óbreytta launasamninga
á öllu þessu spádómstimabili.
Rikisstjórnin haföi einnig þegar
hafist handa um að koma I veg
fyrir visitöluhækkun á kaupi 1.
september og einnig áætlað aö
gera ráöstafanir gegn kauphækk-
un af völdum visitölu 1.
desember.
Nokkur kauphækkun kom þó til
1. september enminni háttar hjá
fjölmennustu launahópunum og
þeim sem mest áhrif hafa i
rekstri atvinnufyrirtækja.
Þetta þýöir: aö þó aö engar
nýjar kauphækkanir eigi aö koma
til i heilt ár, nema sem bein af-
leiðingaf verölagsbreytingum og
þó aö rikisvaldið ætli aö greiöa
niöur verölag um 10% og koma
þannig i veg fyrir afleiðingar
þess, sem búiö var aö koma inn i
verðlagskerfiö, þá spá Vinnuveit-
endur samt 40-50% veröbólgu.
Hvernig stendur á þessum
óskaplega spádómi?
Astæðurnar eru ekki reglurnar
um verötryggingu launa, heldur
að Vinnuveitendur geía sér fyrst
aö strax um áramót veröi ný
gengislækkun. Siöan framreikna
þeir allir hækkanir til allra.
Siöan þarf aftur gengislækkun og
enn gengislækkun.
Auövitaðreikna þeir Vinnuveit-
endasambandsmenn meö þvi, aö
laun veröi aö hækka i samræmi
viö hækkandi verölag og aö svo
þurfi verölag aftur aö hækka
vegna kaupsins.
Það eru framreiknings-aöferðir
af þessu tagi i fylgd meö gengis-
iækkunum, vaxtahækkunum og
hækkun á opinberum þjónustu-
gjöldum, sem leiöa til óöaverð-
bóigu.
Þó að engin regla um visitölur á
laun heföi veriö i gildi, heföi fariö
á sama veg, þvi auövitaö heföu
samtök launafólks reynt aö ver ja
sitt fólk fyrir sivaxandi dýrtiö.
Verðtrygging launa
Kenningin um þaö, aö visitölu-
bætur á laun séu orsakavaldur að
dýrtiö er ekki ný. Hún kom upp
áriö 1960 og var framkvæmd fram
til 1964 aö rikisvaldið og atvinnu-
rekendur vildu á ný taka upp visi-
tölutryggingu á laun og fá þá I
staöinn launasamninga til lengri
tima istaöóvissunnarog skamm-
tima-samninganna sem áöur
voru.
Þeir sem nú fordæma visitölu-
kerfiö, sem vissulega er ekki
gallalaust, veröa aö svara þvi
skýrt ogskorinort hvort þeir vilji
verötryggja þau laun sem um er
samiö i kjarasamningum, eöa
hvort þaö sé ætlun þeirra aö
launafólk semji um laun sem
hægt sé aö gjörbreyta aö verö-
gildi strax eftir að samningar
hafa veriö geröir.Hægt er eflaust
aö verötryggja laun meö ýmsum
hætti og um þaö þarf aö ræöa,
hvernig þaö best veröur gert,
bæöi fyrir launafólk og efnahags-
kerfið sem heild. Hitt er regin
villa, sem rétt er aö gera sér
grein fyrir strax, aö vandi efna-
hagsmálanna verður ekki leystur
með þvi aö ætla launafólki aö
bera vaxandi dýrtið bótalaust.
Umræðan um aö taka þurfi upp
nýtt visitölukerfi ogþaö sem allra
fyrst, svo aö hægt sé aö ná tökum
á efnahagsvandanum, er ekki
raunhæf.
Þaö sem nú skiptir mestu máli
er að stööva veröhækkanir.en aö
fallaekki i þá freistni aö ætla aö
bjarga rikiss jóöi meö veröhækk-
andi álögum. Rekstrarútgjöld
rikisins þarf hins vegar aö lækka.
Og stööva veröur vaxta-
hækkunarskrúfuna, sem spennir
upp verölag.
Og siðast en ekki sist veröa at-
vinnurekendur aö skilja, aö þeir
verða aö taka á sig minni háttar
kauphækkanir og kjarabætur
með hagkvæmari rekstri, meö
aukinni framleiöni, meö fram-
förum i rekstrarmálum.
Ríkisstjórnin þarf nú að standa
fast gegn verðhækkunum og
lækkaverðiö alls staöar þar sem
þaö er hægt. Hækki verðlagið
litið, þá hækkar kaupið lika lítið,
þrátt fyrir reglur um verötrygg-
ingu launa.
Inka bóka- og móppuhillurnar eru
ar til notkunar bæöi á skrif-
n sem beimahúsum, inka
r er, hi
fást i tveim dýptum smföaðar úr eik (
þrem viðarlltum.
Sért þú t vandræöum meö hirslur
la eða á skrifstofunnl þá færðu
. betrl lausn en Inka hHlueinlngar.
iltprentaða myndalistann.
HF.
SÍMI 25870
UMBOÐSMENN HÚSGAGNAVERKSMIÐJU KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF
STAÐUR NAFN STAÐUR NAFN
Akranes: • Verzlunin Bjarg h.f. Ólafsfjöröur: • Verzlunin Valberg h.f.
Akureyri: • Augsýn h.f. Ólafsvík: • Verzlunin Kassinn
• örkin hans Nóa Reykjavík • Kristján Siggeirsson h.f.
Blönduós. • Trésmiójan Fróöi h.f. húsgangaverzl.
Bolungarvík: • Verzlunin Virkinn • JL-húsiö
Borgarnes: • Verzlunin Stjarnan Sáuöárkrókur: • Húsgagnaverzlun
Hafnarfjöröur: • Nýform Sauöárkróks
Húsavík: • Hlynur s.f. Selfoss: • Kjörhúsgögn
Keflavík: • Húsgagnaverzlunin Siglufjöröur: • Bólsturgeröin
Duus h.f. Stykkishólmur. • JL-húsiö
Neskaupstaóur: • Húsgagnaverzlun Vestmannaeyjar: • Húsgagnaverzlun
Höskuldar Stefánssonar
Marinós Guömundssonar
Þýskukennsla fyrir
böra 7-13 ára
Þýskukennsla
hefst laugardaginn 7. október ’78 i Hliðar-
skóla kl. 10-12.30 (inngangur frá Hamra-
hlið). Innritun verður sama dag frá kl. 10.
Innritunargjald er 2.000.- kr.
Bókasafn þýska sendikennarans.