Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978 André Breton, Diego Rivera, Leon Trotzky og Jacqueline Breton i Mexikó 1938. RÓSKA: BYLTING OG SÚRREALISMI „Fagur eins og fundur saumavélar og regnhlifar. sem af tilviljun hittast á likskuröarboröi". Lautréamont Prologus Éger orðin þreytt á þvi að vaða gráa steinsteypu. Þegar ég vakn- aði i morgun reyndi ég að hugga mig við orð rauðsokka, „konaner falleg”, en varð undireins trufluö af setningu Baudelaire, „fegurðin er ætiö einkennileg”, svo ég ákvað að fara i sturtu. Og mér skildist allt i einu mikilvægi sturtunnar fyrir verkamanninn, sem ég vona að lesi þessi skrif um súrrealismann, þvi að hann er þýðingarmikill enda þótt honum hafi verið gerð miklu minni skil hér á norðurhjaranum en alls konar analisum og dúkkulisum. Loksins núna, rúmum 60 árum eftir að orðið „súrrealistiskur” kemur upp, og 54 árum eftir að þessi feikilega merkilega hreyf- ing fæðist, kemur út i fyrsta sinn á ensku (Skandinavia er enn sterflli) bók með heildarverkum Andrés Breton sem er talinnfaðir hreyfingarinnar. Bókin heitir „What is Surrealism”, kynnt og- gefin út af bandariskum súrrealista, Franklin Rosemont, Monad Press. Þar sem margir islendingar erulæsir á enska tungu, væri ekki úr vegi fyrir eitthvert af hinum menningarlegu fyrirtækjum okk- ar (vist væri betra að fá hana þýdda) aö gefa áhugasömum tækifæri á að kynnast einum merkari hugmyndafræðingi og listamanni aldarínnar. í upphafi var orðið... Lýsingarorðiö „súrrealistisk- ur” er fyrst notað 1917 af Guillaume Apollinaire (1880-1918), þegar hannsýnir eftir sig nýsaminn skripaleik, sem hann kallar „Brjóst Teresiu”. Hann skilgreinir þetta verk sitt sem „súrrealistiskan harmleik” en geröi sér alls ekki grein fyrir að hér var hann að gefa kenningu nafn og leggja drög að nýrri stefnu. Hvað sem þvi viðvikur, þá verður þetta nýja hugtak hans mjög vinsælt meðal ungra rithöf- unda og listamanna, en Apollinaire er eitt af átrúnaðar- goðum þeirra. Skilgreiningin súrrealistiskur fær semsagt grundvöll og er óspart notað bæöi i gamni og alvöru. Ivan Goll gengur hins vegar lengra og notar hugtakið sem nafnorðog heiti á merku timariti, Róska. sem hann gefur út 1924 og heitir einmitt „Surréalisme”. Goll heldur þvi siðan fram alla sina æfi, að hann sé hinn eini og sanni uppfinningarmaður súrrealism- ans. En i raun og veru væru allar þessar deilurum uppruna orðsins súrrealismi, og hver hafi orðið fyrstur tii þess að nota það, inn- antómur þvættingur ef Andre Breton hefði ekki fyllt þaö merk- ingu árið 1924. Merkingu sem faldi i sér hin duldu öfl draums- ins, undirmeðvitundarinnar og uppreisnarinnar. Skilgreiningu sinni til stuðnings vitnar hann i merkustu skáld fyrri aldar, sem samkvæmt hon- um voru lærifeöur súrrealista (enda viðurkenndir sem slikir i dag), svo sem Lautréamont (1846-1870), Artur Rimbaud (1854-1891), D.A.F. de Sade (1740-1814) og Baudelaire (1821-1867). 1 fyrstu stefnuskrá súrrealism- ans (Le Manifeste du Surréalisme 1924), sem er bæöi skapmikið og ástriðuþrungið verk, erhin nýjastefna skilgreind af höfundi á eftirfarandi hátt. jiSúrrealismi: Sjálfkrafa sálræn athöfn, sem i mæltu eða rituðu máli, eða hvaða öðru formi sem er, getur túlkað hið raunverulega starf hugans. Hann er bein fyrir- mæli hugans án tillits til fagur- fræði né siðfræði;’. Og gagnstætt dadaistum, sem vorualgjörir niðurrifsmenn, leita súrrealistarnir eftir nýjum leið- um i niðurrifinu og fáranleikanum, að uppsprettu sem getur leitt til nýs sannleika og skilnings. „Astkæra imyndun” — skrifar Breton — „það sem ég elska þig mest fyrir er, að þú ert ófor- betranleg... En aðeins þú getur gefið mér hugmynd um, hvernig allt gæti verið...”. öll verk Bretons eru einstök i sinni röð. En hvort sem hann tek- ur fyrir brjálaða ást, Freud, Trotsky, sálarfræði, list, eða kvenréttindakonuna Floru Tristan, þá gengur hinn óslökkv- andi vilji baráttumannsins sem rauður þráður i gegn um verk hans. Lifandi pólitík og póesia Þó að súrrealisminn sé þekkt- astur i ljóðrænu og myndrænu formi, þá er hann engin stefna sem takmarkast innan listarinn- ar. Og þrátt fyrir að hann byggi á sálfræðilegum, pólitiskum og mannfræðilegum kenningum, þá er hann ekkert menntakerfi. Teikning eftir Max Ernst. „Striðið mikla”. Málverk eftir René Magritte, 1964. Hann er fyrst og fremst hreyf- ing sifelldra uppreisna i lifandi póesiu og póiitik. Hann leitar nýrra leiða til þess að hugsa, finna og lifa. Þess vegna er súrrealisminn jafnt i gildi idag og þegarhann var mótaður, þvi þær sögulegu móthverfur, sem hann byggir á, hafa enn ekki verið leystar. Eitt aðalmarkmið hans er að skilja og endanlega leysa mót- sagnir svefns og vöku, draums og áthafnar, raunsæis og óraunsæís, meðvitundar og undirmeðvitund- ar, einstaklings og þjóðfélags, huglægs og eðlislægs. Hann reyn- ir ekki að sýna fram á neitt ó- raunverulegt, heldur 'eins og Breton segir, „... leitast hann við aðdýpka grundvöll raunveruleik- ans, og draga fram i dagsljósið skýrari og ástriðufyllri meðvit- und um þann heim, sem tilfinn- ingarnar skynja”. Það er ekki til neinn sérstakur súrrealistiskur still hvorki i myndlist né riti. Hver og einn verður að standa andspænis boð- skap eiginn hugar, og imynd- unarafli eigin undirmeðvitundar, og flétta það saman við aðrar viddir raunveruleikans. Og þessu til staðhæfingar nægir að telja upp nokkra frægustu myndlistarmenn súrrealismans, eins og Max Ernst, Miro, Salva- dor Dali, Picabia, Man Ray, de Chirico, Duchamp og Bunuel. Eins er með rithöfundana Péret, Breton, Paul Eluard, Aragon og Benjamin, þeir byggja á sömu lögmálum en ekki stil. Ljóðið verðum við að semja öll Súrrealistarnir fundu upp nýja leið til þess að tengja hinar raun- sæju og óraunsæju hugsanarásir. Það var hin sjálfkrafa skrift (automatic writing), sem átti eft- ir að verða ein af prófraunum hreyfingarinnar. Breton hafði tekið eftir þvi, að rétt áður en hann var að falla i svefn komu fram i huga hans orð eða setning- ar, sem ekki urðu til vegna með- vitaðrar hugsunar. Það var „snöggur farvegur þeirra” og „áberandi skortur á efablendni”, þegar þær urðu til, sem hann undraðist mest hvað liktist ljóð- rænni reynslu. Súrrealistarnir þróuðu siðan þessa hugmynd með þvi að taka orð sin og hugsanir beint upp á segulband, án þess að láta nokkur utankomandi áhrif trufla sig. Þannig komst Breton aö þvi, að hinn háleiti boðskapur (þ.e. póesian) var enginn einkaréttur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.