Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978 Sunnudagur 1. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Sunnudagsblaðið í Portú ■ Prá höfninni i Lagos. t sveig utan um gamla borgarhlutann I Lissabon eru hinir skelfilegustu kassar 20. aldarinnar.... Suöurströnd Portúgals er beint á móti Atlants- hafshe'ruðum Spa'nar, og þegar Arabar geisuðu í vesturátt til að fram- kvæma þau orð Spámanns- insaðtrúna skyldi flytjatil endimarka veraldar, var hún eitt af fyrstu héruðum Evrópu sem þeir lögðu undir sig. Þeir gáfu henni það nafn, sem þetta svæði ber enn i dag: Algarve, og mun það einfaldlega merkja stöðu þess frá sjónarháli arabanna, þ.e.a.s. ,,vesturhluti lands- ins fyrir handan". En í Ijóðrænu imyndunarafli bedúinanna hefur slikt heíti fleiri blæbrigði: það táknar draumalandið. augljos, og útlit og viðmót fólks- ins minnir enn á þá. Og fyrir ibúa Skersins á suður- göngu er Algarve enn svipað draumaland og fyrir þá hálf- mánabera, sem þangað slæddust úr eyðimerkurrykinu fyrir meira en tólf öldum. Landið er lágt, en á ströndinni skiptast á vikur með ljósgulum sandi og drangar eða hamrabelti úr brúnleitum sand- steini. Vegna hafvindanna eru gróðurskilyrði a 111 önnur en annars staðar á Pyrenéaskaga, - evrópskur gróður blandast þar flóru ýmissa suðlægari landa, og bregða pálmatré og risastórir kaktusar einkum svip á ströndina ásamt furutegundum Suður- Evrópu. Allt sem vex er sterk- grænt, og þegar sá litur blandast saman við ljósgulan sandinn oe hvit hús, myndast hinn undarlegv asti skuggaleikur litbrigðanna, þar sem ■ allar andstæður magnast. A þessum siðsumars- dögum var loftið mjögþurrtoghit- inn gifurlegur, oftast nálægt 35 stigum. Þrumuveður kom á hverjum degi, en samt rigndi aðeins einu sinni: þá kom foss- andi skýfall i hálftima, en svo stytti skyndilega upp. Tvo siðustu dagana var þunn slæða á himnum og faldi sólina: sagt var að þetta væri fyrsta merkið um komu haustsins. Mikil fátækt er alls stabar á þessum slóðum, og að mörgu leyti hefur fólkið enn þá aldagömlu menningu sem skapaðist þegar Mahómet vék fyrir Hvitakristi. Menn lifa mest á fiskveiðum en einnig á ávaxta- og grænmetis- rækt og jafnvel vinrækt á stöku stað, og kaþólsk trú á mikil itök meðal fólks. Menn búa til leirker úr rauðleitum leir, sem eru brennd en ekki máluð og halda þvi rauða litnum. Svo vefa þeir einnig stórar tágakörfur eða töskur og hefur þetta handverk haldist óbreytt i mörg hundruð ára: á söfnum má sjá sams konar muni frá ofanverðum Miðöldum. Klæðaburðurinn er sérkenni- legur. Yfirleitt er gamalt fólk svartklætt, og þjóðbúningur kvenna er einnig gjarnan svartur, miðanum er mynd af „stigvélaða kettinum”. Frá Algarve lá leiðin loks til Lissabon og var þar komið i tals- vert annan heim. Gamli bæjar- hlutinn er mjög sérkennilegur; göturnar eru viðast örmjóar og þvottur hengdur á snúrur fyrir ofan þær. En utan um þessi fornu hverfi er sveigur af skelfi- legum kössum 20. aldarinnar sem verið gætu minnismerki um smekkleysi hvar sem væri i veröldinni. En merkilegt er að þegar fólk byggir ný hús i gömlum þorpum, reynir það að fylgja gamla byggingarstilnum. Hvar sem gengið var um i Lissabon voru pólitisk vigorð krotuð á veggi. bau voru svo mörg og fjölbreytt að þvi var likast sem hver einasti maður hefði gengið út og krotað sitt eigið vigorð. En stjórnmálaþróunin i Portúgal er önnur saga. Madeira-vinum sem fræg eru erlendis og virðast þau einkum ætluð til útflutnings. En þeir hafa sérkennilega vinmenningu, sem annars staðar er litið þekkt. Meðal vinsælustu vina i Portúgal eru vintegundir, sem ræktaðar eru nyrst i landinu og nefnast einu nafni Vinhos verdes, „græn vin”. Nafnið er þó ekki dregið af litnum, heldur af þvi að það er bruggab úr grænum og óþrosk- uðum vinberjum. Þetta vin á ekki að eldast eins og flest þrúguvin önnur, heldur á að drekka það ungt, og á það að vera kalt. Vin- berin sem þetta vin er búið til úr eru ræktuð á sérstakan hátt: vin- viðurinn er látinn vefa sig upp mjög háar grindur til að koma i veg fyrir að berin verði fyrir hita af jörðinni, sem hitnar mjög i haustsólinni á þessum slóðum. Gatao-vin eru ákaflega mild, og má þekkja þau á þvi að á flösku- en þær hafa marglita slæðu á höfðinu og yfir henni svartan hatt með börðum. Þessi tiska — ef hægt er að kalla svo langvarandi venju þvi nafni — virðist litið hafa breyst öldum saman. En norðar i landinu er klæðaburður öðru visi, heldur litrikari, og hefur hvert hérað sina sérstöku þjóðbúninga. Eins og flestir ibúar Suður- Evrópu eiga Algarve-menn gamalgróna og háþróaða matar- menningu, og er þar unnið úr hrá- efnum staðarins af mikilli hug- vitssemi. Algengasta fæðu- tegundin er fiskur af ýmsu tagi, og eru fiskarnir gjarnan grill- steiktir: meðal annars eru steikt- ar sardinur mjög vinsælar. En svo eru til ýmsir sérréttir. Meðal þeirra er „caldeirada” sem gerður er úr fjölmörgum mis- munandi tegundum fiska, bæði venjulegra fiska og ýmislegra skelfiska, sem blandað er saman við kartöflur og alls kyns krydd. Annar frægur réttur nefnist „cataplana” og byggist hann á þvi að skelfiskum og kjöti er blandað saman, en af honum eru til fjölmargar tegundir þannig að engin tvö veitingahús hafa nákvæmlega sömu gerð af honum: verða menn að fræðast um slikt af þjónum á hverjum stað. Með þessu borða staðarbúar salöt úr túmötum, lauk, papriku og agúrkum, að ógieymdum ólifum, sem eru hér jafn vinsælar og i Miðjarðarhafslöndum — en þetta munu sjálfsagt allir kann- ast við sem til Suður-Evrópu hafa komið. Þótt talsverð vinrækt sé á þessum slóðum i héraði sem nefn- ist Lagoa, kemur þó mest af þeim vinum, sem þarna eru drukkin, frá nyrðri héruðum Portúgals. Sjálfir drekka Portúgalar ekki mikið af þeim púrtvinum og Það er eins og hver maður hafi gengið út meö pensil i hönd og krotað sitt eigið vigorð. Mörgum öldum eftir að verald- legir valdhafar á Pyrenea-skaga frömdu tvo höfuðglæpi gegn menningu veraldar — bundu endi á arabiska menningu i þessum heimshluta og stóðu fyrir þvi að Amerika fannst — ber Algarve enn fjölmörg merki um vist Semsbura i þessum hálfum: ara- bisk áhrif i húsagerðarlist eru A veitingahúsum má fá fjölbreytta fiskrétti og með þeim sötra landsmenn „vinhos verdes”. Vegna loftslagsins blandast saman evrópskar og suðrænar gróðurtegundir, Gömlu göturnar f Lissabon eru margar örþröngar. Myndir og frásögn: Pana

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.