Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 um öll atriði, en til alls þess sem varðar Palestinumenn er hins vegar gefinn fimm ára frestur og ekkert búið i haginn fyrir loka- samninga. Það er ekki sist þessi timamismunur sem hefur vakið reiði Palestinumanna og orðið þess valdandi að þeir hafa ásak- að Egypta fyrir hinn versta glæp sem þeir geta hugsað sér: að þeir séu að undirbúa sérfrið við ísra- elsmenn. Sérstaða Egypta Festir telja það sjálfsagt að Egyptaland sé „Arabariki” og jafnframt forysturiki meðal Ar- aba, enda búa þar einar 40 miljónir af þeim 110 miljónum sem tala arabisku. En hinir svo- kölluðu Arabar eru vitanlega ekki nein skýr heild og skiptast frá fornu fari i a.m.k. eina þrjá meginhluta: eru lönd þeirra Mag- hreb i vestri (Þ.e.a.s. Túnis, Alsir og Marokkó),. „Austurlandið” i austri (þ.e.a.s. Sýrland, Palestina og trak) og Egyptaland i miðjunni, en bedúinalöndin ekki talin með. Þótt Egyptar væru ein helsta menningarþjóðin meðal arabiskumælandi manna, og t.d. Kóran -háskólinn i E1 Asar (i Kairó) væri frægur um allan hinn arabiska heim, gleymdu þeir aldrei sinni fortið og litu jafnan á sig sem alveg sérstaka þjóð: gátu þeir hvorki skipað sér i sveit 'meðhinum fjarlægu ibúum Atlas- landanna né bændum frjósama hálfmánans og þvi siður bedúin- unum sem reikuðu um eyði- merkursvæðin báðum megin við Egyptaland. A fyrstu áratugum aldarinnar litu Egyptar gjarnan á sig sem arftaka hinnar fornu menningar- þjóðar i Nilardalnum og töldu sig tæplega með Aröbum. Breyttist þetta ekki fyrr en i lok seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar þeir sáu sér leik á borði að taka for- ystu i Arababandalaginu og ger- ast forgönguþjóð meðal Araba. Farúk konungi ósællar minningar fórst þetta að visu mjög óhöndug- lega, en Nasser komst hins vegar nálægt þvi markmiði að verða leiðtogi allra Araba. Hann var helsti forvigismaður serkja i Al- sir, þegar þeir voru að berjast fyrir sjálfstæði sinu og stóð jafn- an i fremstu viglinu i baráttu Araba við Israelsmenn. Hugsjón hans var sú að reyna að sameina alla Araba undir einni stjórn eins og verið hafði á dögum kalifanna i Damaskus. Sá draumur varð þó fyrir miklum skakkaföllum og beið loks endanlegt skipbrot i sex daga striðinu. Afleiðingar þesk — og jafnframt afraksturinn af til- raununum Egypta til að leika for- ystuhlutverk meðal Araba — urðu þær að Egyptar misstu i einu þr jár af helstu tekjulindum sinum (tekjur af Súes-skurði, ferða- mönnum og oliulindunum i Sinai- skaga), sá herbúnaður, sem þeir höfðu komið sér upp með ærnum tilkostnaði, eyðilagðist að mestu leyti, og allur siðferðisstyrkur þjóðarinnar var lamaður og einn- ig trú hennar á sjálfa sig. Við þetta bættist að hernaðarbrölt Egypta i Jemen, sem þeir lögðu út i vegna draumsins um forystu- hlutverk, varð þeim dýrkeypt, en þeir fengu þó engu framgengt. Stefna Sadats Þegar Sadat tók við forsetaem- bætti var ástandið i landinu alveg skelfilegt. Með þvi að vinna eins konar „hálf-sigur” i Jom Kippúr striðinu 1973 (þ.e.a.s. með þvi að biða ekki algert algert afhroð á fyrstu dögum striðsins) tókst honum að rétta við siðferðisstyrk Egypta að nokkru leyti og fá visst svigrúm. Vandinn var þá aðeins sá hvernig ætti að nota það. Fjöl- margir fréttaskýrendur telja sig finna merki um að Egyptar hneigist nú i þá átt að taka aftur upp svipaða stefnu og þeir höfðu á fyrstu áratugum aldarinnar, falla frá draumum um forystuhlutverk meðal Araba, en leggja þvi meiri áherslu á að þeir séu sérstök þjóð, ólik arabiskumælandi þjóðum i kring, og byggi á allt annarri menningarhefð en þær. Segja þeir að egypskur almenningur áliti að hann hafi orðið að greiða umsvif stjórnarinnar i alþjóðamálum allt of dýru verði — Egyptar hafi orð- ið að bera hitann og þungann af ,baráttu, sem snerti þá ekki bein- linis. „Maðurinn minn dó i Jemen, bróðir minn i Sinai, sonur minn i Súes. Sadat er nú búinn að bjarga þeim eina sem ég átti eftir, sonar- syni minum” sagði grátandi kona við egypskan blaðamann, þegar fréttir bárust af samningunum i Camp David. Slikar tilfinningar getur enginn stjórnandi vanmet- ið, og er það þvi i sjálfu sér skilj- anlegt að Egyptar reyndu sér- samninga ef allt annað bregst. En þvi má þó ekki gleyma að þeir hafa einnig allmikinn hag af þvi að skipa sér ótvirætt i sveit með Aröbum á öllum vigstöðvum. An þess gifurlega fjárstuðnings sem þeir fá frá oliuþjóðum Arabiuskagans yrðu fjárhags- vandamál þeirra nefnilega alveg óleysanleg: rikið yrði nánast gjaldþrota. Jafnvel þótt þeir vildu semja sérfrið við tsraelsmenn til að geta snúið sér algerlega að þvi að leysa vandamál landsins sjálfs, gætu þeir það ekki, þeir þyrftu að breiða yfir það á hinn kænlegasta hátt. Ótti Palestínu- manna En skoðun Palestinumanna er nú sú að samningarnir i Camp David séu einmitt dulbúnir sér- samningar. Þeir benda á það ástand sem kynni að vera eftir niu mánuði: þá verða Egyptar og ísraelsmenn búnir að semja frið og koma á eðlilegum samskiptum milli rikjanna á sviði stjórnmála og efnahagsmála, og Israelsmenn búnir að flytja allt sitt herlið burt úr Sinai og leggja niður land- námssvæðin þar — en allt verður hins vegar i fullri óvissu um framtiðarstöðu Vesturbakkans og Gasa-svæðisins. Óttast Palestinu- menn að Israelsmenn muni þá ekki láta undan kröfum þeirra að neinu gagni, þeir muni halda áfram að stjórna Vesturbakkan- um i raun, en Egyptar muni skella skuldinni á Palestinumenn fyrir að seinni hluti samningsins komst ekki i framkvæmd — þótt hann hafi aldrei verið annað en skálkaskjól til að fela sérsamn- inga. En hvernig sem þetta er, þá er nú augljóst að Hússein Jórdaniu- konungur hefur lykilaðstöðu, þvi að samningarnir gera ráð fyrir að hann verði að taka j)átt i frekari umræðum um framtið Vestur- bakkans. Hann hefur þegar lýst yfir að hann telji sig ekki vera bundinn af þeim samningum sem hann hafi ekki tekið þátt i að gera, og hann hefur jafnvel rætt við Jasser Arafat — en án þess þó að fylkja sér undir merki harðsnún- ustu Arabaleiðtoganna, Assads, Kadafis o.fl. Sumir telja þvi að Hússein sé ekki að öllu leyti frá- bitinn þessum samningum, hann vilji aðeins nota tækifærið og sveigja þá enn meir Palestinu- mönnum i vil, áður en hann taki þátt.i umræðunum. Ef til vill sér hann það, sem margir fréttaskýr- endur hafa bent á: að samning- arnir feli i sér svo mörg tækifæri, þótt þeir séu e.t.v. gallaðir, að Palestinumenn ættu að sjá sér leik á borði. Sjálfstjórn getur allt- af orðið visir að einhverju meira. e.m.j. HEF OPNAÐ lækningastofu i Læknamiðstöðinni Alf- heimum 74. Viðtalsbeiðnir i sima 86311. Björn Árdal — barnaiæknir. Poly-ls stáltoghlerar 13 stærðir — Toghlerar fyrir allar stærðir fiskiskipa. I. Hinriksson, vélaverkstæði — Skúlatúni 6, símar 23520 — 26590 IB-lánin: Nokkrar nýjungar J66.880 1.001.100 t^essar tölur sýna breytingar á ráöstöfunarfé eftir 6 og 12 mánaða sparnað. IB lánin hafa vakið verðskuldaða athygli. Þau eru raunhæf leið til lána fyrir almenning. En til þess að þau haldi kostum sínum þarf að endur- skoða kerfið reglulega, m.a. með tilliti til verðlags- þróunar. Þetta hefur Iðnaðarbankinn einmitt gert. Því hefur verið ákveðið að gera eftirtaldar breytingar: 1. Stofnaður hefur verið nýr 18 mánaða flokkur. Hámarks innborgun er kr. 50.000. Ráðstöfunarfé (eigin sparnaður ásamt IB-láni) að loknu sparnaðartímabili, með slíkri innborgun, nemur þá 1.8 milljón króna auk vaxta. 2. Hámark mánaðarlegra innborgana hefur verið endur- skoðað. Gildir það um nýja reikninga og er sem hér segir: I 6 mánaða flokki kr. 30.000 (12 mánaða flokki kr. 40.000 (18 mánaða flokki kr. 50.000 I' 24 mánaða flokki kr. 60.000 I 36 mánaða flokki kr. 60.000 í 48 mánaða flokki kr. 60.000 3. Þá hefur Iðnaðarbankinn ákveðið, að fengnum fjölda til- mæla, að gefa fólki kost á að lengja sparnaðartímabilið, enda lengist þá lánsttminn og upphæð IB-lánsins hækkar að sama skapi. Nánari uþplýsingar veita IB ráðgjafar hver á sínum afgreiðslustað — þeir vita allt um IB lán. Bankiþeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Aðalbanki og útibú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.