Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 krefjast oft fræöslu i stað meö- feröar, eru til dæmis mál eins og alkóhólisminn eöa ofdrykkjan. Það hefur oft skilað mun betri árangri að fólk geri sér grein fyrir vandamálinu og af hverju það drekkur, og að öll fjölskyldan geri sér vandann ljósan, en aö senda ofdrykkjusjúklinginn i lyfjameðferð og afvötnun, en að hin raunverulega ástæða fyrir of- drykkjunni sé enn á huldu. Ópersónulegar lausnir — Fjölskyldan hefur oft veriö nefnd hornsteinn kapitalisks þjóðfélags. Gctur það talist rót- tæktaöbjarga slikum hornsteini? — Það eru margir sem láta i ljós slikar skoðanir. En ég lit ekki þannig á málin. Fjölskyldan i kapitalisku þjóðfélagi er fyrst og fremst fórnarlamb sem hefði getað verið hið eina vigi, þar sem meðlimirnir gætu hlotið stuðning og næringu. En fjölskyldan i vest- rænum þjóðfélögum er tætt i sundur, barnið er sett á barna- heimili, báðir foreldrarnir vinna úti, afa og ömmu er komið fyrir á elliheimili osfrv. Samveruform fjölskyldunnar hefur verið rofið. Fjölskyldan er frá sjónarhóli ein- staklinganna, fórnarlamb ómanneskjulegra framleiðslu- hátta og innrættrar gróðafiknar. Fjölskyldan er sem neyslueining svo sannarlega hornsteinn kapitalisks þjóðfélags, enda aðal- lega skirskotað til hennar sem slikrar. Þjóðfélagið hefur æ meir notast við ópersónulegar lausnir, sem gerir fjöiskylduna valdalausa og áhrifalausa. Það er alls ekki þar með sagt að ég ráðist gegn félags- stofnunum sem slikum, það sem skiptir máli er, hvernig þær eru reknar. Barnaheimili eru t.d. nauðsynleg, og öll börn ættu að eiga möguleika á veru á slikri stofnun. En barnaheimilin eiga ekki að vera geymsluheimili. Foreldrarnir og fjölskyldan eiga að vera hluti af slikri stofnun. Það þurfa að vera ákveðin tengsl á milli fjölákyldna og stofnana. Og þetta atriði gildir um allar stofnanir. Það á ekki að setja ein- staklingana inn i einhver hólf. A Norðurlöndum hafa t.d. félagsráðgjafar og aðrir svo- nefndir sérfræðingar barist fyrir velferðaráætlunum, sem grund- vallast á þvi að byggja fleiri stofnanir i stað þess að höfða til mannlegra athafna. Þetta á sér- staklega við eldra fólkið. Þaö yerður engin griðarstaöur fyrir það á heimilunum, þegar fjöl- skyldan vinijur öll úti. Stofnunin eða elliheimilið veröur þvi lógisk lausn. Félagsleg martröð? — Fjölskyldan er með öðrum orðum orðin að féiagslegri martröð? — Fjölskyldan gegnir engu hlutverki lengur. Og það er mjög af hinu illa. Þjóöfélagið sinnir i æ rikari mæli fyrri hlutverkum fjöl- skyldunnar. Það er t.d. skrambi hart aö þjóðfélagiö eigi aö eiga börnin. t Sviþjóð er þvi t.d. þann- ig háttað, að veikist barn, eiga foreldrar þess kost að sér- fræðingar séu sendir heim til að annast barnið, svo foreldrar eða annað foreldra þurfi ekki aö missa úr vinnudag. Það er náttúrlega erfitt fyrir foreldra aö neita slikri þjónustu. lÝmsar hliðar þrýsta á, ekki sist vinnu- veitandi. Hér er i raun og veru um full- komna nýtingu á vinnuafli að ræöa. Fólk er nýtt til hins ýtrasta, og það kemur niður á einstak- lingnum, á fjölskyldunni i heild. Manneskjurnar hafa ekki lengur undan hinni hrööu þjóðfélags- „Missir, hvers eölis sem hann er, — dauði, skilnaður, skert starfsorka, börn, sem fara að heiman — er alltaf hrelling í eðli sínu „Fólk er nýtt til hins ýtrasta, og það kemur niður á einstak lingnum og á fjölskyIdunni I heild. Manneskjur hafa ekki lengur undan hinni hröðu þjóðfélagsþróun" „Sannleikurinn er, að við vitum afskaplega lítið um geðvlsindi yfirleitt. Og ég álít, að hefðir læknisfræðinnar séu geðlæknisfræðinni til trafala" „Það er grundvallarmunur á því að geta tekið frumkvæði sjálfur og að vera hjálparlaust fórnarlamb eigin veikleika og ytri atburða og vera þvingaður til meðferða" þróun. Þess vegna eru öll þessi vandamál til staðar: ofdrykkja, hjónaskilnaður, barnamis- þyrmingar og þar fram eftir götunum. Fólk skilur einfaldlega ekki hvað er að gerast. Og foreldrar sitja uppi með sektarkennd. Þeim finnst þeim hafa mistekist, en sjá ekki hlutina i félagslegu samhengi. Þess vegna segi ég, að fræðsla sé rót- tækari en meðferð. Sálfræðingar og félagsráðgjafar eiga að stuðla að þvi að styrkja fólkið i stað þess að vera handbendi stofnana. Sérfræðingaveldið — Háir þaö ekki hinu daglega starfi, aö fólk litur gjarnan á ykkur sem sérfræöinga á stalli goösögunnar, sem langt er yfir almúgann hafinn? — Þessu er hægt að svara bæði já og nei. t fyrsta lagi eru hinar yngri stéttir, sem fást við geðræn vandamál, þeas. sálfræðingar og félagsráðgjafar þjálfaöar i að lita á vandamálin i félagslegu samhengi, en ekki sem sjúkdóm, sem liggur i einstaklingnum. Þessar stéttir hafa orðið til, um leið og þau vandamál sem aðal- lega eru afsprengi kapitalisks þjóðfélags. t öðru lagi er um að ræða menntun lækna og geðlækna, sem byggir á hefð, sem miðuð er við sjúkdóm i einstaklingum, og sem lækna á með skurðaögerð eða lyf- lækningum. Þessar stettir vantar hins vegar þjálfun að sjá vanda- málin i félagslegu samhengi, og vantar auk þess þekkingu og þjálfun til að leysa þau sem slik. Sannleikurinn er nefnilega sá, að við vitum afskaplega litið um geðvisindi yfirleitt. Og ég álit, að hefðir læknisfræðinnar séu geðlæknisfræðinni til trafala. Útideild félagsmálastofnunar og æskulýðsráðs er hins vegar dæmi um sérfræðinga, sem stigiö hafa niður af stallinum og leitað til fólks i samfélaginu. T.d. hafa þeir unnið með unglingunum á Hallærisplaninu svo eitthvað sé nefnt. — Hvernig tengist sérfræöi- veldiö valdakerfi þjóöfélagsins aö þinu áliti? — Sérfræðiveldið er fyrst og fremst handbendi kerfisiris og nauðsynlegt viðhaldi kapitalisks þjóðfélags. Híns vegar er það spurning, hve hinn einstaki sér- fræðingur er háður þessu kerfi og hve mikið þor hann hefur til að taka afstöðu. En það að gera sér grein fyrir samhengi hlutanna er þó strax i áttina. En hagsmunir kerfisins og hagsmunir einstak- lingsins fara ekki alltaf saman. Og þá er ekki alltaf auðvelt fyrir sérfræðinginn að leysa málið. Hann kemst einfaldlega i klemmu. Læknahræðslan — Svo viö tengjum þetta atriöi foreidrafræösiunni: telur þú hana standa i andstööu viö sérfræöi- veidið? — Tvimælalaust. Fræðslan byggir fyrst og fremst á þjónustu við fólk. það er leitað til fólksins og þvi gefinn kostur á að skilja, læra og fræðast um hinar félags- legu hliðar á geðrænum vanda- málum og samskiptaerfiðleikum og hvernig bregðast á við þeim sem slikum. Sérfræðivaldið byggir hins vegar á sjúklingnum, sem leitar til sérfræðingsins, sem veitir honum timabundna liknum. Við könnumst öll við sjúklinginn, sem ekki þorir aö spyrja lækninn ráða, af hreinum ótta við þetta sér- fræðiyfirvald. Og þaö er alkunna, að sá sem ekki spyr lækna fær sjaldnast upplýsingar. Sjúk- lingurinn er oft hreint og beint á nálum aö vera aö stela dýrum tima þessar hátignar, sem alltaf er að bjarga mannslifum. Hjónabandið afrómantíserað — Þú minntist áöan á, aö þao þyrfti aö afrómantisera hjóna- bandiö. Geröu nánar grein fyrir þessu. — Fólk, sem gengur i það heilaga veit sjaldnast hvaða veruleiki biður þess. Það er búiö að skapa slika goðsögn i kringum hjónabandið, að rómantikin ein situr þar i öndvegi. Fjölmiðlar eiga mikinn þátt i þess háttar goðsagnagerð. Kvennablöðin eru til dæmis gott dæmi. Þar eru brúðurnar og eiginkonurnar snoppufriðar tiskudömur, sem eiga sér engar takmarkanir, hvorki i klæðaburði né heimilis- umhverfi. Þær eru alltaf vel fyrirkallaðar, á þeim sjást aldrei þreytumerki. Fólk, sem sýgur i sig slika fjölmiðlun, og trúir á þessar goðsagtjir fær að sjálf- sögðu rangar hugmyndir um hjónabandið —- og rangar væntingar. Þegar það svo lendir i erfiö- leikum lifsins, hrynuröll tilveran, ekki aðeins væntingarnar og rómantikin heldur flestir þættir hjónabandsins. Fölsk raunveruleikamynd á ekki aðeins við um hjónabandið. Flestallar auglýsingar, kvik- myndir, blöö og sjónvarp tönnlast i sifellu á hinum fullkomna heimi, sem liggur auðvitað langt fjarri öllum veruleik. En með þvi að gera fólki hæfilega mikla van- máttarkennd, mun það einnig sækja fyllingu i lifið —og öryggi — með þvi að byrgja sig upp af gerviþörfum og neysluvörum. Fólk er alltaf fórnarlamb ein- hvers. Og neysluþjóðfélagið og hin falska veruleikamynd fjöl- miðla veldur oft þvi, að heilbrigt fólk brotnar niður og þarf hjálp sérfræðinga. En um leið er það búið að fá stimpil — er það dæmt óhæft, og lendir'i hringrás sér- fræðiveldisins. Þess vegna verður ekki aðeins að afrómanstisera hjónabandið, heldur verður að veita heilbrigðu, venjulegu fólki réttar upplýsingar um lif þes og umhverfi. Og þaö er einmitt þetta sem foreldrafræðslan reynir að gera. Ofbeldi og barnamlsþyrmingar — Þú sérhæfðir þig I fjöl- sky Iduvandamálum í Banda- rikjunum, og vannst þar meö fjöl- skyldum. Hvaö getur þú sagt af þeirri reynslu? — Þaö sem vakti einna mesta athygli mina i sambandi við fjöl- skyldumál i Bandaríkjunum var það, hve afskaplega illa börn eru stödd. Barnamisþyrmingar eru afar algengar og ofbeldið innan fjölskyldunnar miklu meira en t.d. hér og jafnvel á Norður- löndum. Þetta er kannski ekkert einkennilegt, ef litiö er á þessi mál i þjóðfélagslegri og sögulegri heild í Bandarikjunum búast allir &ltaf við ofbeldi, ekki sist börnin. Ég man, aö meira að segja að á mjólkurhyrnunum var letruð eftirfarandi viðvörun: ,,Lá ttu barnið þitt aldrei fara eitt út”. Tortryggnin gegn náungunum byrjar þvi þegar við morgunverðarborðið. Ræningjar og afbrotamenn eru á hverju strái i hugum fólks. Og á flestum opinberum stofnunum, til að mynda sund- laugum hanga veggspjöld i ýmsum litum og gerðum þar sem fólk er varaö að skilja hlutina sina eftir. Hugmyndafræði refsingarinnar er einnig ákaflega rik i hugum bandariskra foreldra. Þaö eru ýmis flókin kerfi notuð um hvern- Framhald á 22. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.