Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978 Skáldskapur Sigurðar slembis ,yandað form og fegurðarleit í efnisvali” i októbermánuði gefur bókaútgáfan Helgafell út heildarútgáfu á Ijóðmæl- um Sigurðar (slembis) Sigurðssonar frá Arnar- holti. Á bókarkápu segir eftirfarandi um Ijóðagerð Sigurða: ,,Sigurður frá Arnarholti stendur í fremstu röð íslenskra skálda frá fyrstu áratugum aldarinnar. Hann er í hópi þeirra, sem þá taka að gera hinar hæstu kröfur um vandað form og um fegurðarleit í efnisvali. Þessar kröfur uppfyllti Sigurður flestum betur og hann varð einn af upphafsmönnum nýrrar Ijóðlistar, þar sem draum- hneigð, langanir og geðhrif sitja í fyrirrúmi. En hugs- un hans er svo skýr og til- finningin sterk, að hann verður aldrei dauf ur og því síður væminn. Hann vildi ennfremur, að mál Ijóða færi sem næst mæltu máli eins og það er best og eðli- legast. Málfar hans er ákaflega hljómmikið og liðlínurnar heilsteyptar. — Á síðustu árum verður skáldskapur hans yfirleitt mjög hlýr og nærtækur með blæ af samtali eða jafnvel góðlátlegu rabbi, en alltaf bregður líka fyrir tilkomumiklum stíl og sterkum tilþrifum. Hann byrjaði skáldferil sem skáld mikils stíls, gerðist athafnamaður um langt skeið ævinnar, siðast orti hann einkum sér og sinum sinum til hugarhægðar og það hefir líka sitt gildi." Faðirinn Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholtivar fæddur 17.9. 1879 i Hinni konunglegu fæðingarstofn- un i Kaupmannahöfn, og þar var hann ski'rður 30. sm. Sigurdr (Sigurðarson), en faðir hans fyrndi svo rithátt á nafninu. Hann hét Sigurður Sigurðsson. Lauk hann prófi i jiini 1879 i forn- tungunum, grisku og latinu, sögu og norrænu, með einkunni laudabiiis (1. einkunn). Prófskir- teini hans var dags. 8.9.1879. Hann bjó um þær mundir á Garði. Sigurður eldri' var sonur Sig- urðar Ólafssonar bónda i Skiðs- Helgafell gef ur út ljóð- mæli Sigurð- ar Sigurðs- sonar frá Arnarholti skerameistara. Móðir Floru var Inger Mariline Gottfredsen, en föður hennar er ekki getiö i bók- um. Hún var óskilgetin. Hins veg- ar var ættarnafnhennar (Jensen) nefnt við fermingu. Inger Mariline var dóttir Hans Christian Gottfredsen Böstrups verkamanns. Hún giftist 1866 sænskum beyki H.C. Páhlson, sem fór til Ameriku ári siðar og týndist þar. Inger Mariline vann fyrir dóttur sinni með ýmiskonar vinnu, en 1884 var hún orðin hjúkrunarkona við almenna sjúkrahúsið og þar dó hún vist- maður árið 1904, og var jarðsett á kostnað borgarinnar. Merarkóngur, lyfsali og skáld Sigurður Sigurösson holtum i Hraunhreppi i Mýra- sýslu, og konu hans, Kristinar Margrétar Þórðardóttur, sem bæði voru af góðum ættum. Hann varalinn upphjá föðurbróður sin- um, Sigmundi bónda i Lambhús- túni i Hjörsey, og konu hans Guð- björgu Jónsdóttur. Séra Stefán Þorvaldsson prest- ur i' Hitarnesþingum, sem fermdi hann, gaf honum hinn besta vitn- isburð, ogstuðlaði að þvi að hann var settur til mennta. Lærði Sig- urður undir skóla hjá séra Sveini Nielssyni á Staðarstað. Lauk hann stúdentsprófi árið 1872 og var siðan i tvö ár heimiliskennari hjá Þorvaldi Jónssyni héraðs- lækni á Isafirði, en sigldi til Kaupmannahafnar árið 1874 og lagði fyrir sig nám i forntungun- um. Arið 1879 var hann settur kennari við Lærðaskólann i Reykjavik, en skipaður 1880. Þá um sumarið fór hann námsför tii Frakklands til frekara náms í frönsku. í skóla var honum gefið viður- nefnið slembir, og var það eini arfurinn, sem sonur hans hreppti eftir hann. „Póstpakkinn” I október árið 1882 sendi móðir drengsins Sigga litla til Islands með póstskipinu Acturusi. Skipstjóri afhenti barnið til póstmeistara i Reykjavik, og var hann þar þangað til honum var ráðstafað í fóstur til Björns M. Ólesens, vinar Sigurðar. Sigúrður hafði verið búinn aö orða það við séra Jens Pálsson á Þingvöllum, að hann tæki barnið i fóstur. Þeir voru bekkjarbræður. Björn M. Ólsen var nú orðinn kennari og umsjónarmaður í Latinuskólanum, og bjó þar með Ingunni, móður sinni, og Björgu Margréti, systur sinni. Vakti þessi sending mikiö um- tal IReykjavík, enda var mjög fá- gætt, aðbörnværusendmeðpósti milh landa. Var Siggi litli oft nefndur Póstpakkinn um þær mundir, en hann þótti mikil kon- ungs gersemi, aðeins mælandi á dönsku. Slúðursögurnar i bænum eignuöu Birni barnið og eimir enn Gripið niður í formála lóhanns Gunnars Olafs- sonar fyrrv. bæjarfógeta, sem einnig sá um útgáfuna eftir af þeim orðrómi. Kannski hefur Sigurður ætlað að kveða niður þann söguburð, er hann lét þinglýsa i bæjarþingi Reykjavik- ur þessariyfirlýsingu: ,,Ég undirritaður Sigurður Sig- urðarson adjunkt i Reykjavik lýsi hérmeð til ættar og arfs eftir mig son minn, Sigurð 4ra ára gamlan, sem ég hefi eignast utan hjóna- bands, þannig að hann i öllu tilliti verði aðnjótandi sömu réttinda og hann væri minn skilgetinn sonur. Reykjavik 2. mai 1884 Sigurður Sigurðsarson vottar: Þórhallur Bjarnarson (siðar biskup) Björn M. Ólsen. Skömmu siðar (26.7. 1884) fórst Sigurður á skemmtisiglingu út af Laugarnestöngum, ásamt tveim mönnum öðrum. Eignir hans, en það voru einkum bækur á latmu, grísku og frakknesku, hrukku ekki fyrir skuldum. Móðirin Nú skal gerð grein fyrir móður Sigurðar yngra. Hún hét Flora Concordia Orelia (eða Ovelia) Jensenog var fædd i Hinni konunglegu fæðingarstofn- un i Kaupmannahöfn 17.12. 1852. Hún var fermd árið 1867 og var þá talin fósturdóttir Hansens klæð- Flora Concordia eignaðist\iótt- ur árið 1875 og lýsti hún föður Hansen sjómann, sem skömmu áður en barnið fæddist, hafði drukknað af skipi undan Góðrar- vonarhöfða. Dóttirin var skirð Flora Elvira Charlotte og var i ágústmánuði 1882 ættleidd af Nielsen vindlagerðarmanni, með samþykki móðurinnar. En i októ- ber sama ár sendi hún Sigga litla til íslands, eins og áðsr segir. Arið 1882 átti Flora við veikindi að striða og var þá til lækninga i Borgarspítalanum. Hún hafði unnið i Hinum konunglegu dönsku postulinsverksmiðjum og sýkst af blýeitrun. Um þetta leyti hafði hún byrjað pólitiskan feril sinn. Atti hún i útistöðum við lögregl- una, sennilega með þátttöku i pólitiskum útifundum, sem voru bannaðir, en hafði þó ekki sætt þungum refsingum. Björn M. ólsen adjunkt var i Kaupmannahöfn árið 1883. Hann skrifaðii minnisbók sina 23.8.1883: „Um morguninn kemur Flora Jensen að spyrja um Sigga. Hún er nokkuð lik drengnum, einkum á niðurandlitið. Hún er ánægð yfir að vita að vel fer um drenginn, en stundum rennurút i fyrir henni”: (þ.e. hún klökknar, liggur við gráti). Sósialisti, blaðamaður, ræðuskörungur Flora var sósialisti, vann sem blaðamaður, og kom fram sem ræðuskörungur (folketaler). Flora Concordia var handtekin af lögreglunni 10. 12.1888 og færð I fangelsið við Nýjatorg. Hún sýndi mótþróa og skammaði varðliðið, og gerði tilraun til að sparka i eina gæslukonuna. Siðan var höfðað mál á hendur henni fyrir brot á ákvæðum hegningarlaga um árásir á varðmenn og vald- stjórn. Gæslukonan skýrðifrá þvi ivitnisburði sinum, aðFlorahefði kallað hana þjóf og áþekkum nöfnum. Hún hefði aö vísu verið nokkuð undir áhrifum áfengis, en þó ekki drukkin. Atferli hennar taldi gæslukonan fremur stafa af þvi að hún væri ekki með öllum mjalla. Var hún siðan dæmd til refsingar fyrir þetta atferli, en það vekur furðu að ekki er á það minnst i forsendunum hvers- vegna hún var færð( i fangelsið. Þegar hún hafði afplánað refsing- una var hún flutt i Borgarspital- ann til rannsóknar og þaðan i geð- veikrahælið á St. Jörgensbjærg hjá Hróarskeldu. Þar var hún þangað til hún andaðist skyndi- lega 5.5. 1910. Var hún jarðsett á kostnað borgarsjóðs. I bókum skiptaréttar var sagt, að hún hafi átt tvö börn: Flora Elvira og Sig- urð, sem enginn vissi hvar væri. I sjúrkadagbók hennar (journal) á geðveikrahælinu er gerð sú grein fyrir henni, að hún hafði lifað fjöl- breyttu lifi, verið gangastúlka á Borgarspitalanum, starfað i postulinsverksmiðjunum, stund- að ýmislega vinnu árum saman og siðast blaðamennsku við blöð sósialista. Þá er sagt, að hún hafi verið frjálshyggjumanneskja, og haldið fram frjálsum ástum. Yfirlæknir Borgarspitalans lýsti svo skaplyndi hennar, að það hafi verið ofsalegt. Eftir að hún kom i geðveikrahælið gripu hana mikil ofsa- og leiðindaköst, og hamaðist þá gegn öllu og öllum. En hún stilltist er hún var sett i kalt bað ogeinangrun. Þó bilaði hún aldrei i trú sinni á sósialismann (sine forrykte socialistiske forestilling- ar bevarer hún uforandrede, 1891). Þegar frá leið varð hún ró- legri og var góður starfskraftur á hælinu. Hún vildi láta fólk halda að hún væri andans maður, blandaði i tal sitt latinu- og sænskuglósum, og fékkst við visnagerð. Lágu pólitiskar ástæður aðbaki? Nánari upplýsingar hefur ekki tekist að afla um ástæður til þess að hún var sett i geðveikrahælið þar. Þó skapofsi hennar væri mikill, fær maður nú ekki séð, að hún hafi i fyrstu verið geðveik. Getur maður naumast varist þeirri hugsun, að hún hafi verið sett i hælið af pólitlskum ástæð- um. Um þær mundir stjórnaði Estrup ráöherra Danmörku með minnihlutastjórn og beitti bráða- birgðalögum og haröæri. Hörð- ustu andstæðinga sina lét hann handtaka. Voru margir hinna fyrstu sósialista dæmdir I fimm ára fangelsi eða hraktir til Ameriku eða hvortveggja. öll fundahöld voru bönnuð og einnig blaðaútgáfa, oglágu þungar refs- ingar við, ef út af var brugöið. Floru er svo lýst i bókum lög- reglunnar, að hún hafi verið i meðallagi að hæð og vexti, ljós- hærð og bláeygð. Það fer vart milli mála að Sig- urður hefur likst móður sinni, bæði að andlitsfalli og skapgerð. Honum var sagt, hvar hún væri, en þvi haldið leyndufyrir öðrum, og lét hann i veðri vaka að hún hefði verið itölsk dansmær. En konu sinni sagði hann deili á henni og dvalarstað. Merarkóngurinn Þær Ingunn, móðir Björns M. Ólsen, og Björg Margrét, systir hans, tókumiklu ástfóstri við Sig- urð,ogmáeflaust segja hið sama um Björn, þó hann væri ætið strangur og siðavandur, og vildi láta hlýða boði sinu og banni. Arið 1885 giftist Magrét Ólafi Guðmundssyni lækni og til þeirra fluttist Ingunn, eftir að þau voru komin að Stórólfshvoli. Þá hætti Björn heimilishaldi og kom Sig- urði i fóstur til vinar sins og bekkjarbróður, séra Valdimars Briems, á Stóra-Núpi i Gnúp- verjahreppi I Arnessýslu. Var hann niu ára gamall þegar hann fór þangað. Séra Valdimar kenndi honun undir fermingu og ellefu ára gamall byrjaðihann að læralatinu, þóhann léti þá i veðri vaka að hann vildi ekki læra. En séra Valdimar sagði i bréfi til Björns (1892), að erfitt væri að henda reiður á þvi, sem hann segði, þvi hversdagslega talaði hann flest i spaugi, ,,eða að minnsta kosti i gamni og alvöru til samans, og væri ekki alltaf gott að deila i sundur”. Séra Valdimar fermdi hann vorið 1893. Hann fékk bestu einkunn sinna fermingarsyst- kina. Séra Valdimar lét mikið af

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.