Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978 Bóndinn — Einu sinni lék Haraldur Björnsson í leiksýningu/ sem ég leikstýrði. Það var í „Nashyrningunum" eftir lonesco. Þá sagði hann við mig: „Ég held, að þetta sé eitthvað skemmtilegasta hlutverk, sem ég hef nokkurn tímann leikið. Það er nefnilega í því ein replikka, sem ég get sagt með meiri sannfæringu en nokkru sinni fyrr. Og hún er: „ Ég er að norðan." Texti og teikning Ingólfur Margeirsson. Á þessari setningu byggöi hann svo hlutverkið og bjó til alveg dæmalausan karakter. Þaö er þannig meö mig einnig. Ég aldist upp viö það allan tim- ann að vera norðlenskur. Ættaöur úr S- og N.-Þingeyjar- sýslu. En er fæddur og uppalinn i Reykjavik. Ég er eitt afkvæmi kynslóöarinnar, sem flúöi sveit- irnar og settist aö á mölinni. En andinn á heimili foreldra minna var norðlenskur, og öll viöbrögö voru aö noröan. Svo var maður náttúrlega sendur i sveit fyrir norðan.Svo sé litið á málin i heild, þá var maður hálfgeröur útlendingur i Reykjavik. Maður tilheyröi þessari norðlensku útlendinga- hersveit. Ég vissi ekki aö það væri til nein menning fyrir sunnan, fyrr en ég var orðinn fulloröinn maður að árum. — 0 — Ég hef gengið með leikhús- drauma, siöan ég man eftir mér. Þetta var kannski lika út Thors. Hún spurði mig, hvað ég hygöist fyrir i framtiðinni. Ég svaraði einhverju og fór undan i flæmingi. Þá sagði hún ákveðið: ,,Þú átt aö fara út i leiklist”. Og þar með var það afráðið. Ég ákvað að fara til Bretlands til að nema leiklist. Ég hugsaði með sjálfum mér, aö ef ég dygði ekki i leikiist, þá mundi ég alla vega læra ensku. Ég dvaldi i Bretlandi i 3 ár. Ef einhver spyrði mig, hvort ég hefði lært þar mikið i leiklist, mundi ég svara, að ég væri ennþá jafn fjarri — eða nærri — markinu og ég var i upphafi. — 0 — Þegar heim kom, byrjaði ég að vinna hjá Iðnó. Ég var með i einni uppsetningu.svofórég yfir til Þjóöleikhússins, og héf verið viðloðandi þá stofnun siðan. Ég hef alltaf verið svo heppinn allt mitt lif. Dottið ofan á það, sem hagstæðast var i augnablikinu. Það er eiginlega alveg maka- af þvi, að i ættinni voru ýmsir rithöfundar og leikskáld, og manni fannst maður hluti af ættarheildinni. En ég kemst ekki i raunveruleg tengsl við leiklist fyrr en i menntaskóla, þegar ég svindlaði mér inn i heim Thaliu. Langar þig til að heyra frá þvi? Allt i lagi, það er svo langt siðan, að þaö getur varla nokkur tekið það óstinnt upp. Það var þannig, að þá var fyrrverandi fjármálaráðherra, Matthias A.Matthiesen, for- maður leiknefndar. Hann fékk mig til að vera með i leiknefnd, þvi eitthvað gekk stirðlega að safna saman fólki. Fyrsta verk- efnið var auðvitað að velja leik- rit, og fyrir valinu varð reyfara- stykki, sem hét i islenskri þýöingu „Við kertaljós”. Þegar viö byrjuðum að leita að leik- urum, fundust strax frábærir leikarar i öll hlutverk. Nema eitt. Og það reyndist alveg ó- mögulegt að finna neinn. Svo leið timinn. Og þetta gat ekki haldið áfram. Við urðum að fara að byrja að æfa. Þá bauöst ég i allri einlægni til að lesa þetta hlutverk, þangað til einhver hæfur leikari fyndist. Það varð úr og æfingar byrjuðu. Svo var bara aldrei skipt um. En auðvit- að hafði mig dauðlangað i hlut- verkiö allt frá byrjun. Þegar viö æfðum þetta leikrit, og ég hafði i fyrsta skipti komist i snertingu við ,,alvöru”-leik- hús, fannst mér þetta vera það eina sem hefði einhvern raun- verulegan tilgang, — þótt ég hafi kannski misst sjónar af honum núna. — 0 — Eftir stúdentspróf fór ég að vinna i Landsbankanum. Það er eitthvaö það andlausasta starf, sem ég hef nokkurn timann lent i. Meö allri virðingu fyrir stofn- uninni. Mér fannsthreint út sagt hroöalegt að vera að dunda við skuldir annarra allan liðlangan daginn. Það var alveg voðalegt að sjá ömurleikann leka af pappirnum. Þá rann upp fyrir mér, að draumaheimur leik- hússins væri jafn raunhæfur og draumaheimur peninga- stofnunarinnar. Svo varö það einn góöviöris- daginn niður við Tjörn — Það var um haust — aö ég hitti gömlu vinkonu mina Kötu veit, hverju hann smalar Benedikt Árnason leikstjóri segir frá laust. Núna, eftir öll þessi ár, finnst mér leikhús hérlendis ekkert öðruvisi en þau voru áður. Jæja, þetta er nú kannski ekki alveg satt. Það er meiri breidd núna að visu, leikhúsið var mikið i fæðingu þá. En það voru — og eru — frábærir kraft- ar sem starfa við islensk leik- hús, og ef við erum heppin með sýningu, gefa þær erlendum sýningum ekkert eftir. Og eitt hefur gerst, sem er ánægjulegt, og það er að þroski islenskrar leikritunar, áhuginn og framfarir hefur verið ótrú- legur. Áður fyrr voru sárafáir, sem skrifuðu leikverk, og gerðu þetta i hjáverkum og án þekk- ingar á leikhúsi. Þetta voru einna helst prestar og embættis- menn, sem fannstdáldið sniðugt aö skrifa leikrit. Nú eru betta alvarlegir höfundar sem leggja hart að sér við skriftirnar. Þvi, að skrifa leikrit er ekkert ihlaupaverk — frekar en að ná árangri á sviði. Ég byrjaði tiltölulega snemma að leikstýra. Mennta- skólinn leitaði til min i sambandi við uppfærslur á skólasýningum, svo æxlaðist það einhvern veginn að ég setti upp mina fyrstu sýningu fyrir svið i Þjóðleikhúsinu. Það var leikrit, sem hét „Litli kofinn” og var frönsk kómedia. Þessu var skellt upp i örvæntingu leikhússins — leikrit hafði fallið úr, og þaö þurfti að bjarga málunum i hasti. Þannig opnaðist leikstjórnarbrautin skyndilega fyrir mér. Ég hafði að visu unnið óbeint sem aðstoðarleikstjóri hjá Ind- riöa Waage, en þá var nú oft al- gengt að leikarar leikstýrðu sjálfum sér meira eða minna. Þeir þoldu nú einu sinni illa að fá leikstjórn frá hverjum öðrum. — 0 — Ég minntist á Harald Björns- son áðan. Það gerðist svo margt skemmtilegt i kringum þann mann. Einu sinni — það var reyndar lika i „Nashyrning- unum”, — átti hann að koma með ákveðirí* viðbrögð. Hann átti að segja: „Ha?”. Svo átti hann að endurtaka þetta „ha”. - Þegar hann hváði þarna tvisvar á sviðinu, fannst mér hann gera þetta vitlaust, og sagði honum, að hann ætti að vera meira undrandi á seinna ha-inu. Þegar ég minntist á þetta við hann, hallaði hann undir flatt og horfði lengi þegjandi á mig. Svo sagði hann: „Þú meinar altso, að ég snúi replikkunni viö?” Þessi litla saga segir til um, hve viðbrögð Jeikara og leik- stjóra hafa breyst á litlum tima. Hjá honum var þetta spurning um að fara rétt með setningu, en hjá mér spurning um aö fara rétt meö hugsun. Setning kemur nefnilega rétt, ef hún er hugsuð rétt. Lif mitt hefur stjórnast af mörgu. M.a. af alkóhóli. 1 upphafi drakk ég eins og aðrir. Smám saman drakk ég heldur meira en aðrir. Og að lokum drakk ég langtum meira en aðrir. Þá byrjaði sú spurning að vakna: Af hverju drekkur Jeppi? Af hverju getur maður ekki drukkið eins og annað fólk — stöku sinnum og sér til ánægju? Maður drakk til að halda i sér lifinu — hélt maður. En auðvitað var maður að drekka úr sér lifið. Svo allt i einu — með aðstoð góðra manna, kom á daginn að drykkjan var leikur eða spil, sem maður var sjálfur þátttak- andi i, og að i raun og veru var ekki nema um tvo kosti að velja: Að lifa i heimskum heimi brennivinsins, éða I hinum heimska heiminum. Ég valdi siðari kostinn, og fann og skynjaði i alla staði, hvað það er miklu ánægjulegra að vakna ótimbraður, og þurfa ekki að leita að gleðinni i brennivinsflöskunni. Maður fær gleðina beint inn um gluggann hjá sér á morgnana — þótt hávetur sé og fannstormurinn ýlfri fyrir utan. — 0 — Ég held, að það þýðingar- mesta fyrir eina leiksýningu sé, að leikstjóri og leikari skilji hvor annan. Leikstjórinn verður lika að meta jafn mikið hug- myndir leikarans og sinar eigin. Og það — að öll vinnan við leik- ritið renni eðlilega út frá texta höfundar. „Impróvisasjón” og grúppuvinna er þýðingarmikil. Góður leikhópur þarf að vera með lifsviðhorf, sem eru óeigin- gjörn og samsvara sér bæöi pólitiskt og almennt. Allir verða að vinna sem einn maður. Svona hópar eru þvi miður vand- fundnir. Leikarar hér — og annars staðar — eiga margt eftir ólært i sambandi við samstöðu. Ég held, að þeir eigi þessari spurningu ósvaraðri: „Til hvers er ég i leikhúsi?” Eða ef viö snúum út úr klass- iskri setningu: Leikhús er jafn- gott og veikasti hlekkurinn. Og hver ætlar að horfast i augu við að vera veikasti hlekk- urinn? Ef þú gagnrýnir leikhús og rekstur þess, verður þú lika að gera þér grein fyrir eigin stöðu innan stofnunarinnar. Eöa svo ég noti norðlenskan saman- burö: Bóndinn — hann veit af hverju hann smalar. — 0 — Hvað mér finnst um lifið? Ætli það sé ekki best að vitna i Galdra-Loft. Biddu, bókin er hérna upp á hillu. Við skulum sjá... Hérna er ein ágæt setning: „Ég krýp fyrir æskunni og sak- leysinu.” Nei, nei, þetta er náttúrlega endemis vitleysa. Það fyndna er, að það sem þú spyrð um, er náttúrlega eilifðarspurningin. Hvað með þessa setningu... Nei, hún er óhæf. Já, ég veit ekki hvort ég á nokkuð að vera að svara þessu. Hvað viltu að við segjum vinur minn? Þetta stendur nú ein- hvers staðar hérna i bókinni. .. Það má nota þessa stórkostlegu setningu hér: „Ég ætti að búa fjarri öllum mörínum, mennirnir trufla mig”. En þaö er nú einmitt það ánægjulega með lifið — þessi truflun frá mönnunum. —IM helgarviðtaliö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.