Þjóðviljinn - 01.10.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Page 7
Sunnudagur 1. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sfóustu vangaveltur meistara RosseHini Fyrsta kvikmynd Fjalakattar- ins I vetur, Padre Padrone, olli sannarlega ekki vonbrigóum, Þetta var mögnuó lýsing á upp- eldi fátæks drengs á Sardiniu. Faóir hans tekur hann ár skóla 6 ára og fer meó hann á afskekktan staó þar sem hann á aó gæta kinda. Þar er hann svo til tvltugs- aldurs, og fer á mis vió allt sem heitir menntun og mannleg sam- skipti. En siðan fer hann i herinn og þar tekst honum aó brjóta sér leiö inn i siðmenninguna. Myndin er byggö á sjálfsævi- sögu Gaviano Ledda, sem nú er á fertugsaldi og kemur fram i upp- hafi myndarinnar og i lokin, eins og til aö staöfesta sannleiksgildi frásagnarinnar. Þannig sjáum viö lika hversu nálægt þetta er okkur i timanum — og Sardinia tilheyrir Evrópu. Padre Padrone er upphaflega framleidd fyrir sjónvarp, og ber þess nokkur merki. Myndin var tekin á 16 mm filmu, sem gefur vissulega minni tæknilega mögu- leika en breiðfilma. Engu aö siöur hefur höfundunum, bræörunum Paolo og Vittorio Taviani, tekist aö segja þaö sem máli skipti. Mynd þeirra veröur aö visu aldrei talin til „tækniundra” en hún er vel gjaldgeng sem dæmi um þaö, hvernig hægt er aö koma boöskap tilskila meö einföldum aöferöum. Eins og áöur hefur komiö fram hlaut Padre Padrone fyrstu verö- laun á kvikmyndahátiðinni I Cannes i fyrrasumar. Formaöur dómnefndar var Roberto Rossell- ini, Italski kvikmyndastjórinn sem á sinum tima var einn af upphafsmönnum nýraunsæis- stefnunnar I italskri kvikmynda- list. Rossellini lést skömmu eftir verðlaunaafhendinguna, eöa 3. júni 1977. Nokkrum klukkustund- um áöur en hann dó haföi hann veriö aö skrifa grein, sem birtist daginn eftir i blaðinu Paese Sera. I greininni viörar Rossellini hug- myndir sinar um kvikmyndir og kvikmyndaiönaö nútimans. Roberto Rossellini Sænska timaritiö Chaplin birti á slnum tima úrdrátt úr greininni, of fer hann hér á eftir I lauslegri þýðingu. Aö mörgum árum liönum hef ég nú aftur fengiö tækifæri til aö skoöa kvikmyndina og kvik- myndaiönaöinn I návigi. Cannes fékk mig til aö leiöa hugann aö minni eigin reynslu. Þegar ég byrjaöi aö fást viö kvikmyndir varlitiö á þær sem hreina afþrey- ingu. Þaö eina sem taka þurfti meö i reikninginn þegar dæmt var um gildi kvikmyndar, var hversu mikiö fé hún gaf i aöra hönd. Þetta gildismat er enn rikj- andi. Viö nýraunsæismenn byrjuöum fyrir fjörutiu árum aö hugsa sem svo, aö hægt væri aö nota kvik- ,> myndina betur. Þaö var þá sem hugmyndin um „kvikmynd eins höfundar” (film d’auteur) stakk fyrst upp kollinum og fór aö þróast. En hvert hefur sú þróun leitt? Að braska með hégóma Þab var eitt af þvl sem ég upp- götvaöi I Cannes. I ákveönu frönsku blaöi er rætt um þá nafla- skoðun, sem einkenni ákveðnar kvikmyndar. Stór hluti „höf- undarmyndanna” svonefndu er ekki annaö en æfingar 1 innan- tómri og kleyfhugasjúkri einka- fagurfræöi. Þvi miöur, er þetta fáránlega og ófrjóa fyrirbæri mjög algengt, og þaö á sér ástriöufulla og há- væra aödáendur, sem lofsyngja þaö og smiöa sér kenningar úr þvl. Aðrir höfundar stunda þaö einkum aö rlfa niöur móralinn, hvaö sem þaö kostar. Þeir hafa náö tökum á stórum hópum áhorfenda, sem viröast skemmta sér mjög vel viö aö horfa á niöur- rifsstarfsemi þeirra. En viö skulum gera okkur ljóst aö þetta eru engir þjóöfélagsgagnrýendur, heldur fólk sem braskar meö hé- góma. Frá þeirra sjónarhorni er Ingibjörg Haralds- dóttir skrifar uvn 'k vikmyndir Úr myndinni Padre Padrone hægt aö lofsyngja allar ofbeldis- og klámmyndir o.s.frv. Svo viröist sem þetta séu hinar ráöandi stefnur I kvikmyndalist nútimans. Auk þeirra eru til hinar svokölluöu pólitlsku myndir. Venjulega æsa þær fólk upp, en láta þar viö sitja, og skapa sjálfar firringu meö þvi aö láta ofstæki skjóta rótum. Þær framleiða töfragripi, i stað þess aö þróa vit- und áhorfandans. Engin kreppa Annaö fyrirbæri er einnig áber- andi: þeir áhorfendur sem áöur sóttu kvikmyndahúsin hafa nú yfirgefiö þau. Kvikmyndahúsa- eigendur tala um kreppu. En þaö er engin kreppa. Svo er sjónvarp- inu fyrir ab þakka, aö um allan heim sér fólk óhemjumagn af kvikmyndum. Það er staöreynd, aö gestum kvikmyndahúsanna hefur fækkaö mjög. Hér eru nokkrar tölur: til skamms tima gátu franskir bió- stjórar reiknaö meö 600 miljónum biógesta á ári, en nú eru þeir rétt um 180 miljónir. 1 Bretlandi voru biógestir einn og hálfur miljaröur á ári, en eru nú aöeins um 200 miljónir. Svipuö fækkun hefur oröiö i Japan og viöar. Jafnvel I Bandarikjunum, eina landinu þar sem kvikmyndir geta I rauninni talist til stóriönaöar, sjáum viö aö framleiöslan hefur minnkaö. Aöur framleiddu stóru fyrirtækin, sem sameinuö eru I MPAA (Motion Picture Association of America) yfir 500 myndir á ári, en I ár framleiða þau aöeins 65. Viö veröum þó aö taka tillit til þeirrar staöreyndar, aö fjöldi áhorfenda hefur i raun aukist gifurlega. Þaö gerist ekki lengur meö gamla dreifingarkerfinu, heldur fyrir tilstilli sjónvarps. Ahorfendur eru i rauninni 10-20 sinnum fleiri en þeir voru á gull- öld kvikmyndanna. Til aö gera þessum nýju áhorf- Framhald á 22. siöu. berWavamadagurinn, sunnudag toktóber Merkja- og blaðasala til ágóða fyrir starf sem styður sjúka til sjálfs- bjargar, starfsemina að Reykjalundi og Múlalundi. Sölubörn óskast kl. 10 árdegis, sunnudag. Góö sölulaun. Foreldrar - hvetjið börnin til að leggja góðu málefni lið. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiði. Vinningur er litsjónvarpstæki. Merkin kosta 200 kr. og blaðið Reykjalundur 300 kr. Afgreiðslustaðir í Reykjavík og nágrenni: S.Í.B.S., Suðurgötu 10, s. 22150 Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi Melaskóli Grettisgata 26, sími 13665 Hlíðaskóli Hrísateigur 43, sími 32777 Austurbrún 25, sími 32570 Gnoðarvogur 78, sími 32015 Sólheimar 32, sími 34620 Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Breiðagerðisskóli Langagerði 94, sími 32568 Skriðustekkur 11, sími 74384 Árbæjarskóli Fellaskóli Kópavogur: Langabrekka 10, sími 41034 Hrauntunga 11, sími 4095I Vallargerði 29, sími 41095 Garðabær: Flataskóli Hafnarfjörður: Lækjarkinn 14 Reykjavíkurvegur 34 Þúfubarð 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.