Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. október 1978 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 17 ' gáfum hans og þroska. Ólafur læknir og Margrét voru viöstödd ferminguna, en Björn gat ekki komið þvi við. Siggi fór siðan í or- lof með þeim austur að Stórólfs- hvoli. Langaði fóstru hans gömlu til að sjá hann. Hann var nú orð- inn myndarmaöur, hár og grann- ur. Hann hafði oft fengið að fara i orlofsferðir að Hvoli. A þessum ferðum kynntist hann Rangár- þingi, þó ungur væri, eins og kvæði hans sýna. Senniíega hefur hann stundum verið hestasveinn Clafs læknis i læknisvitjunum. Hann varð ungur mikill hesta- maður, og kallaði séra Valdimar hann i spaugi merarkóng. Rekinn úr Lærðaskólanum. t sveitinni kynntist hann öllum sveitastörfum og jafnvel lesta- ferðum f kaupstað, til Eyrar- bakka. Hann fór sjaldan til Reykjavik- ur á sumrum, en einhverju sinni sagðist séra Valdimar senda hann með póstinum eins og hann hafði komið til tslands. Vorið 1894 tókSigurður próf upp i annan bekk Lærðaskólans, og sat hann i skólanum þangað til i nóvember 1898. Var hann þá kom- inn i 6. bekk. Lét Björnhann segja sig úr skóla, vegna þess að hann hafði brotið reglur skólans um vinnautn. Fóstri hans ákvað nú að hann skyldi leggja fyrir sig lyfjafræði- nám, og byrjaði hann i febrúar- mánuði 1899 i Lyfjabúð Reykja- vikur. Snemma árs 1902 fór hann til Hobro á Jótlandi og lauk þar námi til undirbúningsprófs. t október 1902 innritaðist hann til prófs inn i Den pharmaceutiske læreanstalti Kaupmannahöfn, en mætti ekki. 1 biréfi dags. 28.11. 1902 til Þórðar Sveinssonar segir hann frá ástæðum til þess að hann tók ekki prófið að þvi sinni. En það próf tók hann i april 1903 með 1. einkunn. Hann stundaði siöan nám i lyfjafræðiskólanum um tima. ,,Stoltur villifugl i hænsnabúi” Skólabróðir hans Mads Nielsen minnist á hann i endurminning- um sinum: Den gamle apoteker forteller (Sören Lunds forlag. Arhus 1956): „Meðal nemend- annavar Islendingur, Sigurd Sig- urdsson, besta ljóðskáld Islands, en skrifar aldrei neitt, hefur Gunnar Gunnarsson sagt um hann. Hann var 12 ára skóla- drengur, þegarhann fékk 1. verð- laun i ljóðasamkeppni, fyrir kvæðið Hrefna — hin hrafnsvarta — Spaniola.kölluðum viðkvæðið, er við i sameiningum reyndum að þýða nokkur ljóðhans. Það bar engan ávöxt, og engan árangur hafði hann af próflestri sinum. Árrisull var hann ekki og ef hann á annað borð kom i skólann var þaðekki fyrren eftir morgunmat. Væri Knut Hamsun i borginni var óhætt að reikna með stöðugri fjarvist hans. Þegar hann las undir aðstoðarmannspróf, haföi hann svo mörgu að sinna i höfuö- staðnum, að hann gaf sér ekki tima til að taka þátt i undirbún- ingsnámskeiðum, en hann stóð sig samt vel. 1 efnafræðinni komst hann ekki yfir nema litinn hluta bókarinnar, en það, sem hann kunni, kunni hann vel, og ef prófandinn spurði um eitthvað annað, svaraði hann á islensku, sem enginn skildi, og ef prófand- inn hjálpaði vinsamlega til með svarið, þá var það einmitt það, sem hann átti við, en gat ekki komið orðum að. Sigurd Sigurds- son þýðir, sá, sem ber sigur úr býtum, sagði hann. Sigurvegari varð hann þó ekki i skólanum, og hannhætti bráttvið námið. Hann var einfari i nemendahópnum, leit á sig sem stoltan villifugl i hænsnabúinu, ogleit smáum aug- um á okkar borgaralega, ágæta siðgæði. Einu sinni sýndi hann mér Mjöll Stuckenbergs i fögru skinnbandi. Þá bók haföi bóksali hans gefið honum. „Það var elskulegur bóksali”, sagði ég. „Nú, það var svo sem ekki til að hrifast af. Hann hélt auövitað, að hann ætti að fá borgun fyrir hana.” Á Islandi gaf hann siðar út mörg ljóöasöfn, fékk lyfsöluleyfi i Vestmannaeyjum, og þáttur hans i stofnun Björgunarfélags Vest- mannaeyja og dugnaður hans við Sigurður Sigurðsson frá Amarholti í DAG í dag er ég rikur — i dag vil ég gefa demanta, perlur og skinandi gull. Gakk þú i sjóðinn og sæktu þér hnefa, uns sál þin er mettuð og barmafull. Það er ókeypis allt, og með ánægju falt — og ekkert að þakka, þvi gullið er valt! í dag er ég snauður og á ekki eyri, ölmusumaður á beiningaferð. Einasta vonin, að himnamir heyri — þó hanga um mig tötrarnir, eins og þú sérð. Gef mér aflóga fat, eða fleygðu i mig mat! Þvi forðastu að tylla þér þar sem ég sat? I dag er ég glaður — i dag vil ég syngja og dansa til morguns við hverja sem er. Við flakkarann allt eins og kóng vil ég klingja ég kæri mig ekkert um nafnið á þér. Þú ert vinur minn, vist eins og veröldin snýst — á vixla ég skrifa nú eins og þér list! í dag er ég reiður—i dag vil ég brjóta, drepa og brenna hér allt nið’r i svörð, hengja og skjóta alla helvitis þrjóta. Hræki nú skýin á sökkvandi þrjóta. Farðu i heitasta hel! Skaki hörmungaél hnöttinn af brautinni, og þá er vel. í dag er ég gamall—i dag er ég þrey ttur, drúpi nú yfir tæmdum sjóð. Hvar er nú skap og hnefinn steyttur? Hvar er nú öll min forna glöð? Vertu sæll! Ég er sár, og mitt silfraða hár i særokum litaðist hvitt fyrir ár. kaup á nýtiskulegu gufuskipi til björgunarstarfa, varð til þess að hann fékk riddarakross Fálka- orðunnar og tvö þýsk heiðurs- merki”. Þó ekki sé þetta nákvæmlega rétt, gefur þaö mynd af Sigurði i skólanum og hvert orð fór af hon- um. Lyfjabúð i Vestmanna- eyjum. Sá hópur, sem Sigurður byrjaði nám með, hóf það í mai 1903, og lauk prófi i október/nóvember 1904. En lokapróf tók hann aldrei, en hann varð með prófi sinu. examen. pharm. Fóstri hans hætti að styrkja hann til náms. Vann hann siðan við lyfjabúðir viða um Dan- mörku, en hvarf heim til Islands árið 1905 og varð starfsmaður i Reykjavikurapóteki. Eftir heim- komuna kynntist Sigurður önnu Guörúnu Pálsdóttur prests í Gauðverjabæ, fóstur- og systur- dóttur Sigurðar Þóröarsonar sýslumanns i Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu. Þau gengu i hjóna- band um vorið 1907 að Arnarholti i Stafholtstungum. Varð Sigurður sýsluskrifari hjá sýslumanni. Arin i Arnarholti urðu Sigurði lærdómsrik. Hann hélt manntals- þing i umboði sýslumanns um alla sýsluna frá Hvalfjarðarbotni i Hraunhrepp á Mýrum. A þeim, ferðum kynntist hann nýjum mönnum og nýjum stöðvum. Þá kom hann fyrst á æskustöðvar föður sins i Hjörsey. Orti hann um þær mundir hið ágæta kvæði um eyna. Þingaði hann fyrst á Lækjarbugsþingi i Hraunhreppi 27.5. 1908 og ræður að likum að hannhafiþá gertsérferði Hjörs- ey að þinglokum. Halldór Gunnlaugsson héraðs- læknir í Vestmannaeyjum hafði um þessar mundir byrjað aö impra á þvi við landlækni, að nauðsynlegt væri að setja upp lyfjabúð í Vestmannaeyjum, sök- um anna hans, einkum á vertiö- um. Sýsluskrifaraembættið var ekki til frambúðar fyrir Sigurð. Hann gerði sér ferð til Vestmannaeyja siðsumars 1912 til að ræða við Halldór lækni, vin sinn frá skólaárum þeirra, um stofnun lyf jabúðar, og til þess að kynnast mönnum og aðstæðum. Halldðr læknir samdi i byrjun desember 1912 yfirlýsingu um það, að hann og undirritaðir Vestmannaeying- ar teldu æskilegt og jafnvel nauð- synlegt, að lyfjabúð yrði sett á stofn i Eyjum, og mæltu við land- lækni méð Sigurði lyfjafræðingi, sem hefði hug á lyfsöluleyfi þar. Meðal þeirra, sem undirrituðu yfirlýsinguna, auk Halldórs, voru sýslunefndarmenn, kaupmenn, hreppstjórar o.fl. Hannes Hafstein ráðherra gaf siðan út leyfisbréf 13.2 1913 fyrir Sigurð examen. pharm. til að rekalyfjabúð i Vestmannaeyjum. Sigurður byrjaði nú undirbúning að flutningi til Vestmannaeyja, keypti ibúðarhús, sem hann kall- aði Arnarholtog kom þar upp að- stöðu á fyrstu hæð fyrir lyfjabúð. Islandsbanki I Reykjavik iánaði honum 7000 krónur til þess að koma fyrir sig fótum. Sjálfskuld- arábyrgðarmenn fyrir þvi láni voru Björn M. Ólsen prófessor, Sigurður Þóröarson sýslumaður og Halldór Vilhjálmsson skóla- stjóri á Hvanneyri. Sigurður rak lyfjabúðina með mikilli kostgæfni og forsjálni. Eiginkona hans varð hans önnur hönd i lyfjabúðinni. Hagur Sig- urðar var með hinum mesta blóma i meira en hálfan annan áratug. Björgunarfélag Vest- mannaeyja Sigurður fékk fljótlega mikinn áhuga á öllu mannlifi I Eyjum. Þar kynntist hann hinum miklu sægörpum og athafnamönnum. Miklar slysfarir voru á hverri vertiö og höfðu menn stórar áhyggjur af þvi. Vaknaði mikill áhugi fyrir slysavörnum og björgunarmálefnum. Arið 1918 var hafinn undirbúningur að stofnun Björgunarfélags Vest- mannaeyja, og var þá kosin bráðabirgöastjórn. Var Sigurður tekinn i þá stjórn og var honum falið að ræða viö rikisstjórn um stuðning og einnig Fiskifélag Is- lands. Safnaði Sigurður af mikilli atorku og áhuga hlutafé i félagið V æntan- legar bækur á haust- markaði til kaupa á björgunarskipi, sem talið'var nauðsynlegt aö starfaöi á vertiðum við Vestmannaeyjar. Siðan fór Siguröur til Danmerkur i erindum félagsins og útvegaöi tilböð i nýtt björgunarskip. Á stofnfundi félagsins var Sigurður kosinn I stjórnog ráðinn erindreki þess. Bárust tilboð frá Dan- mörku, en það varö að ráði að keypt var af dönsku stjórninni hafrannsóknaskipið Þór, og kom það til Vestmannaeyja seint á vertið 1920. Tók Sigurður miklu ástfóstri við Þór og skipshöfn hans og síðan varðskip landhelg- isgæslunnar eftir að þau komu til sögunnar. Sér þess viða merki i þessari bók. Sigurður var kosinn stjórnarformaður i Björgunarfé- laginu, þegar Karl Einarsson sýslumaður fluttist úr Eyjum. Þegar flugferðir hófust á Is- landi 1919 fékk Sigurður mikinn áhuga á þeim. Sigurður var aðal- driffjöðrin i flugmálum i Eyjum og umboðsmaður fyrsta flugfé- lagsins. Hann safnaði 1500 krón- um til þessað tryggja kostnað viö tilraunaflug til Eyja. Sigurður var um tima heil- brigðisfulltrúi og formaöur stjórnar Ekknasjóðsins. Einnig var hann i stjórn bókasafnsins. „Spiritus, sykurvatn og saft” Páll V.G. Kolka læknir lýsir þannig kynnum sinum af Sigurði skáldi: „Að afloknu kandidatsprófi minu vorið 1920 tók ég að mér að gegna héraðslæknisembættinu i Vestmannaeyjum i nokkrar vikur fyrir Halldór Gunnlaugsson, sem fórisumarfritilútlanda. Þá tókst kunnugleiki með mér og Sigurði lyfsala, og þótti mér maðurinn bæði virðulegur og vörpulegur. Hann var mikill vexti og bar sig vel, nokkuð farinn að þykkna að holdum, þótt ekki væri hann nema fertugur a8 aldri, og þvi farinn að láta á sjá sá friðleiki, sem bersýnilegur er af myndum af honum yngri. Hann var að jafnaði vel búinn, oft i jakket úr bláusévóti ogvar vestisopið brytt með hvitri snúru. Harðan hatt svartan bar hann alltaf á höfði og gekk við silfurbúinn staf, eins og siður var heldri manna, kurteis og formfastur i viðmóti amk. ef skap hans var ekki ýft, en þó ómildur i dómum um menn og málefni, og komst þá oft mjög hnyttilega að orði. Þannig sagöi hann um einn af helstu útgerðar- og kaupsýslumönnum landsins sem honum var I nöp við: „Þetta er maöur, sem væri hæfastur til standa úti undir skemmuvegg og prútta um verð á sundmaga”. Honum lágu vel orö til Halldórs læknis, eins og öllum öðrum, og talaði hlýlega með virðingu um séra Oddgeir, sem var móöur- bróöir konunnar hans og mesta ljúfmenni.... Sigurður virtist lita niður á flesta samborgara sina, enda taldi hann þá litla andans menn. Hann mat helst meðal þeirra þá sjómenn, sem sköruöu fram úr aö dugnaði og kjarki. Svo tilfinningarikum manm hlutu að renna til rifja hin tiðu sjóslys i Vestmannaeyjum. Það mun einkum hafa fengið á hann, að tveir bátar lögðu eitt sinn út ig manndrápsveður til þess að leita að báti, sem talinn var i hættu. Komst sá af, en annar leitarbát- annafórst með allri áhöfn. Hann Framhald á 22. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.