Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 1. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA, 23
kompan
Umsjón:
Silja Aðal-
steinsdóttir
PALLE OG
EGILL
Palle Petersen.
Þaö er kannski kjána-
legt að segja íslenskum
krökkum frá höfundum
sem þau geta ekki lesið
ennþá — nema þau lesi
dönsku. En þetta er snið-
ugur strákur sem er að
gera svolitið sniðuga hluti
— og meira að ségja hluti
sem koma okkur við
hérna heima. Þess vegna
er Kompan í dag um
danska rithöfundinn
Palla Petersen. Hann
hefur skrifað margar
bækur, fleiri en 20, um
ýmis efni, og ein af bók-
unum hans, Ég get ekki
séð þig, verður gef in út á
íslensku í haust. Sú bók er
um blinda stúlku og á að
hjálpa okkur sem sjáum
til að skilja hvernig það
er að geta ekki séð. Hún
'sýnir að auðvitað er það
bagalegt að vera blindur,
en blindir krakkar geta
líka ýmislegt og það er
alveg óþarfi að vorkenna
þeim upp úr skónum. Við
eigum að hafa þau með
okkur sem oftast.
Palle fékk verðlaun f rá
samtökum sögukennara í
Danmörku árið 1976 sem
viðurkenningu fyrir allar
sögulegu bækurnar sem
hann hefur skrifað. Þær
eru notaðar mikið í
barnaskólum í Dan-
mörku, en krakkar lesa
þær líka mikið heima.
Þessar bækur eru tvenns
konar. í öðrum flokknum
eru yf ir I itsbækur um
ákveðið skeið í sögunni,
til dæmis fornöld og mið-
aldir. Þær eru byggðar á
vandlegum rannsóknum
en efnið er fært í búning
sem gerir það skemmti-
legt fyrir krakka. í hinum
flokknum eru sögur af
börnum sem eru uppi á
þessum liðnu öldum. Þá
sjá lesendur betur
hvernig það hefur verið
Rúnasteinn
að vera barn til dæmis á
steinöld eða bronsöld.
Ein af þessum bókum
er um víkingana, hvar
þeir bjuggu og hvernig
lífi þeir lifðu. Það er sagt
frá því hvernig þeir
skrifuðu og hér fylgir
mynd úr bókinni af rúna-
stafrófi. Það er sagt frá
trú þeirra á Óðin og Þór
og þá félaga, hvernig þeir
bjuggu um hina dauðu og
hvert þeir fóru á skipum
sinum. Palle segir líka
frá því hvernig þeir
versluðu með vörur sínar
og hér fylgir mynd af
Heiðarbæ, stærsta versl-
unarbæ á Norðurlöndumá
víkingatímanum.
Þegar Palle var búinn
að skrifa bók um víking-
ana langaði hann til að
skrifa bók um barn sem
lifði á þessum merkilegu
tímum. Hann fór þá að
lesa íslendingasögurnar,
því þær segja best frá því
fólki sem þá var uppi.
Fljótlega fann hann sögu
um frægan víking sem
hét Egill Skalla-Grímsson
og sá sér til ánægju að
sagan sagði líka frá
honum sem barni. Palle
dreif sig þá til Islands og
upp að Kirkjubóli í
Borgarfirði til að skoða
vel umhverfið sem Egill
ólst upp i og viða að sér
efni. Kannski verður Eg-
ill ekki aðalpersóna sög-
unnar heldur einhver
æskufélagi hans sem
Palle býr til. En hvað sem
verður fáum við vonandi
að lesa söguna hans Palla
áður *en langt um líður.
Meðan við bíðum gætum
við Ifka rifjað upp hvað
hann Egill var þægur og
góður strákur þegar hann
var lítill...
Egill fer í veislu
Þegar Egill óx upp
mátti brátt sjá á honum
að hann myndi verða
mjög Ijóturog likur föður
sínum, svartur á hár. En
þegar hann var þriggja
ára var hann mikill og
sterkur eins og þeir
strákar aðrir sem voru
sex ára eða sjö. Heldur
var hann illur viður-
eignar þegar hann lék sér
við aðra krakka.
Það vor bauð Yngvar,
afi Egils, Skalla-Grími og
öðrum á Borg i veislu á
Álftanesi þar sem hann
bjó. En þegar Skalla-
Grímur, Bera og Þórólfur
voru að leggja af stað í
veisluna sagði Egill
pabba sínum að hann
vildi fara með. ,,Ég má
það alveg eins og Þór-
ólfur." ,,Þú færð ekkert
að fara," sagði Skalla-
Grimur, ,,því þú kannt
ekki að haga þér í fjöl-
menni þar sem mikið er
drukkið. Það er ekki svo
gott að eigá við þig
ódrukkinn."
Svo fór fólkið og Egill
var eftir í fýlu. Hann fór
út fyrir garð og fann þar
áburðarklár, klifraði á
bak og reið á eftir fólk-
inu. Honum gekk illa yfir
mýrarnar, því hann kunni
enga leið, en stundum sá
hann til f ólksins ef ekkert
bar á milli og gat þess
vegna ratað. Seint um
kvöldið kom hann til
Álftaness þegar menn
sátu og drukku. Afi hans
tók honum feginsamlega
og spurði hvers vegna
hann kæmi svona seint.
Egill sagði honum þá frá
pví hvað Skalla-Grimur
hafði sagt.
Heiðarbær var súpermarkaöur Norðurianda! Hér ganga vörur kaupum og sölum og
þrælamarkaöur staöarins er viöfrægur. Rikir kaupmenn og konur þeirra ganga um
klædd nýjustu tisku, hér erekiö glæsilegum kerrum og innan um alit saman leika börn-
in sér.