Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.10.1978, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1978 Ritari Verslunarfyrirtæki i miðbænum óskar að ráða ritara nú þegar, hálfan eða allan daginn. Auk reynslu i almennum skrifstofustörf- um er lögð áhersla á ensku- og vélritunar- kunnáttu (telex), og að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Góð laun i boði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Þjóðviljans, Siðumúla 6, merkt „Ritari 7049”. Tresmiðir Viljum ráða nú þegar 2 smiði i 1-2 mánuði. Upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra eða fulltrúa i sima 97-3201 og 97-3202. KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA Lagermaður Bókaútgáfu vantar lagermann, sem um leið annast útkeyrslu á bókum. Umráð yfir bil æskileg. Tilboð sendist auglýsingadeild Þjóðviljans merkt lagermaður fyrir 10 okt. n.k. garðinum Allt fyrir dýrin Sem lesandi dagblaöa um ára- tugi hef ég veitt þvi athygli, aö fátt myndaefni er vinsælla en það, sem höföar til dýra. Emil Magnússon i Dagblaöinu Hvert þó í logandi! „Við þurfum aö opna nýjar dyr, kveikja nýja elda” Haukur Ingibergsson t Timanum III nauðsyn Viö erum þjóö, sem höfum á skömmum tima og hvað eftir annað oröiö að auka kyn okkar meö ærslum eftir Svara dauöa, Stóru bólu og óteljandi hungurs- neyöir af völdum eldgosa. Svarthöfði i Visi Dragið andann að ykkur Loftið aftur i gagniö Fyrirsögn á gagnrýni Valtýs Péturss. i Morgunbl. Sögur af sjónum Halló stúlkur. Farmaöur óskar eftir kynnum viö stúlkur á aldrinum 16-25 ára. Skemmtileg reynsla i boöi. Auglýsing i Dagblaðinu Kynjamisrétti dýralifsins Flokkun hestanna er eftir- farandi: 1. Gæöingar. 2. Kvenhestar og góöir tölthestar. 3. Litiö tamdir hestar, smalahestar og barna- hestar. 4. Bandvanir hestar. Or augiýsingu fram- kvæmdanefndar hrossa- kaupstefnu Rangæinga. Leikræn afturganga Skáid-Rósa i sviösljósinu á nýjan leik. Fyrirsögn i Þjóðviljanum Hliðar Halldóru Þegar ég kvaddi var ég mjög ánægö yfir þvi að hafa kynnst annari hliö á frú Halldóru en þeirri sem sést aöeins viö hátiöleg tækifæri i fjölmiölum hér á landi. ÁJR i Morgunbiaðinu ódýr sendiráð „Nú er mest hugsað um að spara”, sagöi Höröur Helgason, skrifstofustjóri utanrikisþjón- ustunnar. Vegna viðskipta og annarra samskipta viö Kanada hefur komiö til tals aö þar yrði islenskt sendiráð. Dagblaðið Jarðbundnir brandarar Til sölu kartöflusmælki Auglýsing i Dagblaðinu Eftir tryllta leit Fegursti garður inn Fyrirsögn i Dagblaðinu HÚSB Y GGJENDUR Húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheimtaug i hús sin að halda i haust eða vetur, er vinsamlega bent á, að sækja um hana sem allra fyrst, þar sem búast má við verulegum töfum á lagningu heimtauga, þegar frost er komið i jörðu. Gætið þess, að jarðvegur sé kominn i sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Raf- magnsveitunnar. Hafnarhúsinu, 4. hæð. Simi 18222. F/3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Adolf J. Petersen visna- mái \ 1 Misjöfn lýöa mjög er tíö Litlu lömbin, sem fæddust i vor og léku sér meö því aö hoppa og skoppa til ogfrá, voru augnayndi allra þeirra sem unna náttúrulegu lífi, eins og þessi gamla vísa ber með sér. Lömbin skoppa hátt með hopp, hugar sloppin meinum, bera snoppu að blómstur topp blöðin kroppa af greinum. Líftimi þessara skemmtilegu og fögru vorbarna er ærið skammur aöeins fimm mánuöir eöa varla þaö, nú er þeim smal- aö saman og þau leidd i slátur- hús, þar sem þau ve röa aö láta sitt unga lif svo eigandinn fái sinn arö og kjötæturnar maga- fylli. Sláturtiöin þessi siösumars eöa haust vertið er hafin, konur og karlar flykkjast i sláturhúsin meö kyrnur sinar og skjóöur til að ná sér I blóð og hjörtu og svo umfram allt höfuðiö Ilka, svo hefst veislan. Étum vorbörnin ungu þaö er viö hæfi á haust- dögum. Eflaust hafa menn, sérstak- lega áöur fyrr veriö 1 þörf fyrir haustmatinn, einsog þaö var kallaö, liklega hefur þaö veriö um haust sem Bdlu-Hjálmar var á ferð og kom aö. hann segir ríkismanns bæ i síáturtlð- inni og fann þægilega lykt bera sér aö vitum, svo hann kvaö: Rikismanns mig rak að setri, ráðin engin þekkti betri, af sulti kominn mjög i mát. Sá ég vera soðið slátur, sál min rak upp skellillátur, og gufúna með græðgi át. Einmitt var það aUur greiði, ég sem hlaut af krásar seyði dró ég mig á beisia bát. Sál min vön við sultarhaginn samt af slórði þennan daginn og vonir sinar allar át. Þaö voru fleiri en Bólu-Hjálmar sem kváöu um sláturát. Soltinn maöur eöa dýr spyr ekki um tilkomu matarins, hvernig og af hverju hann sé fenginn, magafyllin er fyrir öllu, tilhugsunin var líka stundum sú, aö slikur máls- veröur sem svið gæfist ekki á næstunni, eöa svo má skilja á visu Jóns Thoroddsen. Etum bræður ákaft svið oss svo hrokafyllum, höfum tóu og hundasið hungrum þá á millum. Borðsiöir viö sviöaát hafa fram til þessa tima verib i' lik- ingu við þaö sem Jón sagöi i visunni, en hana kvaö hann á öldinni sem leiö, slöan hefur ekki margt breytst i þeim efnum, nútimamaöurinn, Guöjón Krismannsson sá mann sem variátökum viö sviðahaus, Guðjón horföi um stund á aöfar- irnar og kvaö: Nagar af hausnum hold og skinn, hugurinn sat i náðum. Nærrisami svipurinn sýndist-vera á báðum. Yndi vorsins er horfið, ástin til náttúrulegs lifs hefur tapað og á nú fátt eftir annaö en hryggöina yfir að hafa glatað vorgleöinni. Lömbin, börn vorsins eru aö deyja: Hverfúr yndi, ástin snauð undan varð að láta. Nú eru litlu lömbin dauð og lambamæður gráta. AJP Eitt sinn i haustkauptiö, voru bændur tveir á leið heim til sín úr kaupstaö, i apótekinu höföu þeir fengiö bóluefni gegn bráöa- pest i sauðfé, á öðrum staö dálitla brjóstbirtu, þegar hún varþrotin áheimleiöinni og þeir allrykugir i kollinum dreyptu þeir á bóluefninu, þá var kveðiö: Harla kátir höldar tveir happa mátu færi, bólu- átu efni þeir eins og slátur væri. Það gerist oft margt á vorin, t.d. á siöasta vori og sumri voru hér tvennar kosningar sem menn ræddu mikiö um bæöi fyrir og eftir kosningar, margir komu skoðunum sinum i bundiö mál og hefur sumt af þvi verið birt. En Mjöll kvaö um Kosningavorkvöld. Er alheims bjarta brúður brunar um himins þil. Fyllumst við æskunnar yndi og unaði að vera til. Hún sækir oss send frá guði, við sjáum og finnum til. flytur í hjörtu og hibýli manna hamingju, ljós og yl. Þú vorsins aðall og yndi, umskapar himingeim. Lendum við ekki á lifsviðum þinum við lokin i þessum heim? Við vitum litiö um Venus, þeir voru siðast á Marz. A Miönesið stöðugt við störum, hjá strákunum blöum svars. En komi þeir fyrst frá Kúbu og kannski RUssarnir með. Þá verða þeir Birgir, Gunnar og Geir i geimfari litil peð. tsland minn óskadraumur, aðall á jarðarbyggð. Þér gefist i göröttum heimi, geislandi friöur og tryggð. Misjafnt höfumst viö aö, er haft eftir álfkonunni, og mis- jafnt gengur mönnum aö öölast lifsgæöin, en þaö er ekki fyr en nú i seinni tfð sem þaö hefur komið i ljós, i Andrarimum yngrier þessi visaeftir Hannes Bjarnason? Misjöfn lýða mjög er tið, misjöfn blysin gæfu, misjöfn biiða og mótgangs hríö misjafnt siöast endar strið. Visuhelmingurinn sem kom I Vi'snamálum 17. september s.l. hefur þegar fengiö nokkra botna sem viö var aö búast, en hann var þannig: Áður landinn færði fórn fékk ei neitt i staðinn Þ.S. gætti viö: Nú skal treysta á nýja stjórn nú er bættur skaöinn. Árni Böðvarsson magister skrifaöi og sagði. „visu- helmingurinn i þætti þfnum I dag var aö bögglast fyrir mér, hér er tvennskonar árangur” Aður landinn færði fórn fékk ei neitt i staðinn Ærinn vandi er styrkri stjórn, þó stefnu breytti skaðinn. Arni telur að seinniparturinn þurfi ekki aö vera dýrt kveöinn en góöur samt og segir: Aður landinn færði fórn, fékk ei neitt i staðinn. Svo kom betri stráka stjórn störfum og vonum hlaðin. Siguröur Guttormsson, hugsar til fyrrverandi stjórnar og segir i sinum botni: Áður landinn færði fórn fékk ei neitt i staðinn. Valt úr sessi vesöl stjórn vist er bættur skaöinn. Siguröur Guttormsson átti eitt sinn erindi i háskólann og kom þar aö dyrum sem hann hélt vera að guðfræöideildinni vegna þess aö kross var fyrir ofan dyrnar, hann kvaö: Hér má læra listir tvær sem lýgi heita og blekking. Hvergi er mannsins hugur fjær heiðarleik og þekking.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.