Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. desember 1978 WÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ingibjö rg Haralds dóttir skrifar um kvikmyndir Or myndinni Camoufiage (Dulbúningur) sem Zanussi geröi næst á undan Gorminum, og sýnd veröur i Fjalakettinum i mars n.k. Pólskur Bergman? Nýjasta kvikmynd Pólverjans Krzysztof Zanussi, ,,Gormurinn” (Spiral) er mánudags- mynd i Háskólabiói um þessar mundir. Það er vissulega fagnaðarefni að fá myndir frægra leikstjóra svo fljótt hingað, ekki sist þegar um er að ræða leikst jóra sem starfa utan við „okkar” engilsaxneska menningarheim. Ég vildi bara óska að nýj- asta myndin hans Wajda fylgdi i kjölfarið. Zanussi er yfirleitt talinn upp næstur á eftir Wajda þegar rætt er um pólska k vikmyndastjóra nti á dögum — og stundum eru ekki fleiri haföir meB I þeirri upptaln- ingu. OBru visi mér áBur brá — eitt sinn voru pólskar kvikmyndir hátt skrifaBar og taldar alltaB þvi eins merkilegar og þær tékk- nesku. SiBan eru liBin a.m.k. 10 ár, og nú er talaB um öldudal i kvikmyndalist þessara landa. Samt eru framleiddar u.þ.b. þrjátiu kvikmyndir á ári I Pól- landi. Gagnrýnendur tala aBal- lega um tvær stefnur, sem ráB- andi séu: annarsvegar eru menn eins og Wajda, Zanussi ofl., sem láta vandamál samtimans til sln taka og eru á ýmsan máta gagn- rýnir á þjóBfélagiö. Hinsvegar eru þeir sem gera myndir um fjarlægan raunveruleika, aBal- lega fortfBina, og margir þeirra erusvo miklir þjóöernissinnar aö jaörar viö þjóöarrembu. Wajda hefur aö visu gert kvikmynir um pólska fortíö, en á síöari árum hefur hann einbeitt sér aB nútiB- inni. Nýjastamyndhansheitir An deyfingar (Bez znieczulenia) og fjallar á yfirboröinu um hjóna- bandsvandamál fréttamanns nokkurs. Wajda hefurekki fengist til aö gefa aörar yfirlýsingar um þessa mynd en þá, aB þetta sé „venjuleg ástarsaga”, en gagn- rýnendur lesa lit úr henni ýmis- legt merkilegt um þjóöfélagiö og afstööu Wajda sjálfs. Vísindi og list En þessigrein átti ekki aö fjalla um Wajda, heldur Zanussi. Þvi miBur sá ég ekki myndina Fjöi- skyldulif, sem sýnd var hér á kvikmyndahátiöinni s.l. febrúar. Gormurinn er fyrsta mynd Zanussis sem ég sé. Mér er þaö mjög fjarri skapi aö dæma allt sköpunarverk þessa fræga leik- stjóra út frá þessari einu mynd — ekki sist vegna þess aö mér skilst aBhúnsé langtfrá þviaöverahá- punkturinn á ferli hans. Krzysztof Zanussi fæddist i Varsjá áriB 1939. A háskólaáhim sinum virBist hann hafa sveiflast á milli visinda og lista þar til hann loksins ákvaB aB taka kvik- myndalistina framyfir eölisfræö- ina. Ariö 1960 innritaöist hann i kvikmyndaskólann I Lodz, og lauk námi þaöan sex árum siöar (var m.a. skólabróBir Þrándar Thoroddsen þar). Prófmyndin hans hét Dauöi dreifbýlismanns (Smierc prowincjala) og segja fróöir menn aö I henni megi þegar greina öllhelstu einkennin á lista- ferli Zanussis. VisindanámiB hefur skiliö eftir djúp spor i iistrænni vitund hans. Allar myndir hans fjalla á einn eöa annan hátt um visindi —en ef til vill þó meira um siöferöileg vandamál visindamanna en vis- indin sjálf. Annar fastur liöur i myndum hans viröist vera dauö- inn. Zanussi hefur sagt aB menn geti ekki lært aB meta lifiö nema þeir hafi einnig lært aö meta dauöann. Kvikmynd um dauða „Gormurinn” er kvikmynd um dauöann. 1 henni segir frá manni sem haldinn er ólæknandi sjúk- dómi, og fylgst meö þvi hvernig hann deyr. Þetta er maöur á besta aldri, maöur sem var staddur á blómaskeiöi lifsins, á hápunkti starfsferils sins, þegar hann veiktist. Hann sættir sig ekki viö tilhugsunina um dauB- ann. 1 myndinni sjáum viö hin ýmsu stig sjúkdómsins: fyrst er sjúklingurinn æstur og mótþróa- gjarn, ræBst á menn meö ofstopa, stundum aö ósekju. Siöan tekur örvæntinghans á sig aörar mynd- ir, hann leggst I þunglyndi og inn- hverfa beiskju. Allan timann er hann gjörsamlega ófær urri aö komast I samband viö aörar menneskjur. Einsemd hans er svo hrikaleg aö manni veröur ósjálfrátt hugsaö til existensial- istanna og kenningar þeirra um aö maöurinn sé alltaf einn. Aö lokum stekkur maBurinn út um glugga og fyrirfer sér. ABur haföi hann gert tilraunir til þess, en þær misheppnast. Þaö slöasta sem viö sjáum til manns- ins er aö hann gengur berfættur og á náttfötum einum klæöa yfir snæviþakta sléttu, I átt til fjalla, og hverfur þar. 1 upphafi mynd- arinnar höföu þessi sömu fjöll gegnt mikilvægu hlutverki. Maö- urinn hafBi reynt aö veröa þar úti, en leitarflokkur haföi fundiö hann og bjargaö honum meö ærinni fyrirhöfn og tilkostnaöi. Aðrar persónur 1 leitarflokknum var kona, sem fékk mikinn áhuga á þessum dauÐadæmda manni. Ahugi henn- ar skýrist ef til vill einna helst meö þvi aö hún er listmálari. Kannski er hún — á sama hátt og kvikmyndastjórinn — aö kynna sér fyrirbæriö dauöann. Meö- aumkun og þessi fræga „kven- lega fórnarlynd” eru einnig íneö i spilinu. En þrátt fyrir heimsókn- ir, samtöl og tilraunir til ýmis- konar tjáskipta tekst henni ekki aB brjóta niBur einsemdarmúrinn sem maöurinn hefur hlaöiB utan- um sig. Fleira fólk kemur til sögu: læknirinn — sem er fulltrúi vis- indanna, og útskýrir sjúkdóminn á þeirriforsendu (honum er stillt upp sem andstæöu listakonunnar, sem heldur aö kannski sé eitthvaö fleira til í þessu — t.d. trúar- brögB) og háttsettur embættis- maöur, sem sjúklingurinn ræöst á i upphafi myndar, en sem stjórn- ar siöan leitarflokknum og heim- sækir sjúklinginn á spitalann, þar sem þeir ræöa saman um tilgang lifsins og afstööu til dauöans. Aörar persónur eru ekki eins þýö- ingarmiklar. Áhrifin Mér þótti þessi mynd hafa svip- uö áhrif á mig og sumar myndir Ingmars Bergmans. Ég get ómögulega neitaö þvi aö þetta sé vel gert, jafnvel óaöfinnanlega, bæöi frá myndrænu og leikrænu sjónarmiöi.Hinsvegarer égmjög andvig kvikmyndum þar sem engan ljósan punkt er aö finna. Og mér finnst vægast sagt óhugn- anlegt aö mynd eins og Gormur- inn skuli koma frá landi sem kennir sig viB sósialisma. Ég get ómögulega viöurkennt listaverk — jaftivel þóttþaö væriennmeira listaverk en Gormurinn — sem segir ekkertnema þetta: dauöinn er hræöilegur og óumflýjanlegur. Ef Zanussi hefur ætlaö aB segja eitthvaB annaö eöa meira, hefur þaö fariö framhjá mér. Og mér virtist ég ekki vera ein um þessa skoBun þegar ég leit yfir hnipinn áhorfendaskarann i Háskólabiói aö sýningu lokinni. Síðustu sýningar á Valmú- anum Senn líöur aö iokum fyrsta misseris leikárs Leikfélags Heykjavlkur, sem hófst um miöjan september s.l. Jólaleyfi hefst eftir aöra helgi desember og liggja sýningar niöri þar til milli jóla og nýárs. Æfingar munu standa sem næst allan desember- mánuö á næsta verkefni L.R. „Geggjuöu konunni I Parls”, sem frumsýnt veröur i janúar. Þær sýningar, sem nú eru á fjölunum hjá L.R. eru „Lífs- háski”, æsispennandi sakamála- ieikrit, sem frumsýnt var fyrir skömmu, og tvö islensk verk, „Skáld-Rósa” eftir Birgi Sigurös- son, sem sýnd hefur veriö 71 sinni siBan í desember 1977, og örfáar sýningar eru eftir af Valmúinn springur út á nóttunni eftir Jón- as Arnason. Myndin sýnir Sigurö Karlsson, Harald G. Haraldsson og Margréti Helgu Jóhannsdóttur I hlutverkum ráöherrans, sjónvarps- manns og frk. Efemiu Betúelsens. „Valmúinn springur út á nótt- unni” eftir Jónas Arnason, en 25. sýning á þvi verki er i kvöld sur>"udaginn 3. desember. I Austurbæjarbiói sýnir L.R. hinn bráöskemmtilega gamanleik „Rúmrusk” 011 þessi leikrit verBa tekin upp aftur eftir jóla- hié, en sýningum á „Vaimúan- u n” fer nú fækkandi og eru aö- eins örfáar sýningar eftir. Sýningar á fyrsta misseri leikársins veröa 80, þremur fleiri en voru fram aö jólahléi s.l. leikárs. Aösókn hefur aukist um rúm 9%. FLATEYJAR -FREYR LJÓÐFÓRNIR FLATEYJAR FREYR Eftir Guðberg Bergsson I bókinni eru 32 ljóð sem beint er til Freyslikneskis Jóns Gunnars Arnasonar i Flatey á Breiðafirði. Þetta er ismeygilegur og forvitni- legur skáldskapur og vinnur mjög á við nánari kynni. Skáldið ljóðar á guðinn hug- leiðingum um hin margvis- legustu efni, forna heims- mynd og nýja, málfræði og hagfræði, list, mannlif, þjóðfélag. Verð kr. 4.080.- Félagsverö kr. 3.470.- Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.