Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. desember 1978 Skammt er stórra högga á milli Þaö er svo sannarlega skammt stórra höggva á milli í hinum íslenska poppheimi. Hljómplöt- urnar hrúgast á mark- aöinn/ misjafnar aö gæö- um eins og gefur aö skilja. Og hljómleikahald er í hávegum haft. Aldrei hefur íslensk plötuútgáfa verið svo gróskumikil sem nú Verö hljómplatna hefur heldur aldrei veriö eins hatt hlutfallslega, og salan hefur dregist snarlega saman slöustu tvo mánuöi. Má þvi jafnvel vænta verulegs samdráttar á næsta ári. Þaö var þá kominn tlmi til, segja ef til vill sumir. En viö sem unnum tónlist jafnt og góöum bókmenntum bendum enn einu sinni á mismunun þá sem er á bóka- og plötuveröi. Hljómplöt- ur eru tollaöar 75% og aö auki greiöist 30% vörugjald En bæk- ur og blöö, sama hvort um er aö ræöa klámblöö eöa listrænt bókmenntaverk, sleppa viö all- ar álögur. Hingaö til hefur þó tónlist talist til lista jafnt og bókmenntir. Hver er þaö þá sem dregur svo I dilka einsog raun ber vitni? Þaö má kannski segja aö öll sú gróska sem er I hljómplötu- og hljómleikallfi landsins nú, sé feigöarflaniö sjálft, eöa dauöa- teygjurnar. Þaö má vera aö viö séum komin meö dauöagrimuna nú þegar. En látum af öllu þung- lyndishjali og skoöum hluta þess sem boriö er á borö. Jazzverkiö „Samstæöur” eftir Gunnar Keyni Sveinsson kemur út á plotu Bruna- liðið og fleiri í Há- skóla- bíói - í kvöld H1 jó m plötuú t g á fa n h.f. stendur fyrir tónleikum nú I kvöld, þar sem listamenn útgáfunnar koma fram. Þeir sem fram koma eru: Brunaliö- iö, Björgvin Halldórsson, Halii og Laddi, Ruth Reginalds og kór óldutúnsskóla. Einnig koma fram Magnús Þór Sigmundsson, Pálmi, Björgvin og Ragnhildur ásamt kórnum og flytja efni af plötunni Börn og dagar. „Allur hugsanlegur ágóöi af þessum tónleikum á aö renna til stofnsjóös meöferöarheimilis fyrir geöveik (einhverf) börn,” eins og stendur I fréttatilkynn- ingu frá Hljómplötuútgáfunni. Eru þessir tónleikar nokkuö stórir I sniöum og viöamiklir. Þrátt fyrir þaö aö allt starfsfólk þeirra hafi heitiö aö gefa alla slna vinnu, er ekki útséö aö ágóöi veröi verulegur af tónleik- unum. Er þvl veriö aö kanna þann möguleika aö fá felld niöur opinber gjöld. Þykir mjög einkennilegt aö islenskir sem erlertdir tónleikar geti engan veginn staöiö undir sér þar sem allur kostnaöur og opinber gjöld eru svo há aö afraksturinn verður litill sem enginn. Þaö er margt skrýtiö I kýrhausnum. Jazzvakning hefur unniö vel undanfarin þrjú ár og sifellt eykst starfsemin. Nú fyrir nokkru voru gestir frá Noröur- löndum á feröinni og næsta skref Jazzvakningar er útgáfa fyrstu Islensku jazzplötunnar. Er þaö verkiö Samstæöur eftir Gunnar Reyni Sveinsson tón- skáld, sem kemur út á hljóm- plötu I vikunni. Verk þetta var flutt' á listahátfö f Reykjavlk 1970 og vakti þá mikla athygli. Var þaö hljóöritaö I Rlkisút- varpinu og er þaö sú hljóöritun sem út kemur á hljómplötu. Þar sem útséö þótti aö ekki tækist aö hljóörita þetta jazzverk á nýjan leik meö góöu móti, var ákveöiö aö varöveita verkiö I uppruna- legri hljóöritun Rlkisútvarps- ins. Var þessari hljómplötuútgáfu þvl hrundiö I framkvæmd. Þaö hefur veriö ýmsum öröugleik- um bundiö fyrir Jazzvakningu aöstanda aö þessari útgáfu, þar sem félagiö er alls ekki auöugt. En meö góövilja höfundar og hljóöfæraleikara og aöstoö fé- lagsmanna hefur stðrt skref veriö stigiö. Nánar veröur fjallaö um plöt- una slöar. Björgvin Halldórsson Ég syng fyrir þig „Bjöggi” setti allt á annan endann þegar hann var kosinn poppstjarna á slnum tlrna. Stelpur og strákar brutu skarö I framtennur slnar til aö likjast Bjögga og ýmis smáatvik áttu sér staö. Björgvin varö fyrir alls konar óþægindum af þessum sökum og þaö eimir eflaust enn ef þessu timabili viöa. Þetta var þegar poppiö var I algleymingi i upphafi þessa áratugs. En mik- iö vatn hefur runniö ta sjávar siöan. Nýlega kom út hljómplatan Börn og dagar. A henni eru lög Magnúsar Sigmundssonar viö þýdda og endursagöa texta Kristjáns skálds frá Djúpalæk. Ýmsir listamenn koma viö sögu á plötunni, erlendir sem innlendir. Helsta má nefna: Björgvin Halldórsson, Pálma Gunnarsson, Ragnhildi Gisla- dóttur og kór öldutúnsskóla. Stjórn upptöku var I höndum Del Newman, en hann hefur starfaö mikiö I Bretlandi m.a. meö Rod Stewart á nýjustu plötu hans. Börn og dagar er hugsuð sem barnaplata fyrst og fremst. Eini textinn sem er þekktur enn þá er „Þrlr kettlingar”. Ég minn- ist þess aö hafa heyrt hann raulaöan nokkrum sinnum. Aö Börn og dagar ööru leyti er efni plötunnar nýtt fyrir flestum. Sem barnaplata er Börn og dagar frekar þung. Útsetningar allar eru mjög vandaöar og mikiö um blástur og strengi. A köflum er flutningurinn jafnvel ■ of vandaöur. Léttleikinn hverf- ur þá I ofunnum smáatriöum. Þaö er mjög gott til þess aö vita aö börnum er gert jafnt undir höföi og þeim fullorönu, meö þvl aö ætla þeim vandaöar plötur. Enda er þróunin sú aö meiri vinna er nú lögö I barnaplötur en áöur hefur tiökast. Þaö tekur langan tlma aö venjast lögunum á Börnum og dagum. Hætt er viö aö yngri kynslóöin gefi sér ekki tíma til aö pæla I gegnum lögin. Þaö er einfaldlega of mikiö á seyöi. Mörg lögin eru undurfögur og sum minna jafnvel á sálma. Er svo um lögin „Bónorö” og „List og léttur vasi”. Gætu þessi lög þvl jafnvel falliö vel innl jóla- stemmninguna. Þaö er ekki vlst aö ég meti þessa plötu rétt, en ósjálfrátt ber maöur hana saman viö aör- ar barnaplötur sem út eru komnar. Og miðaö viö þær er þessi plata mjög þung. Hún er svo þung að mér er vandi á höndum. Mér er ómögulegt aö sjá fyrir hvernig þessi plata mælist fyrir hjá Islenskum börnum. —jg- Björgvin Halldórsson A þessum tima söng Björgvin inn á sólóplötu fyrir Tónaútgáf- una. Þótti þaö all-nokkuð, þvi plötuútgáfa var ekki mikil I þá daga. Lagið „Þó liöi ár og öld” náöi þó nokkrum vinsældum meðal Islenskra ungmenna. Björgvin hefur þroskast mikiö slöan þetta var. Hann hefur komiö víöa viö sögu og sannaö aö hann er einn okkar bestu söngvara. Löngum hefur söngur hansheyrstá öldum ljósvakans, meö Hljómum, Lónll Blú Bojs, á Vísnaplötunum og með hljóm- sveitinni Brimkló. Og nú er komin önnur sólóplata Björg - vins Halldórssonar. Þaö hefur greinilega mikill vatnsflaumur steypst til sjávar áöur en þessi plata var unnin. A henni eru 12 lög islensk og erlend, flest ró- legir ástarsöngvar. Rödd Björgvins hefur dýpkaö nokkuö frá þvl sem áöur var, en þaö er jafnvel fariö að gæta nokkurrar þreytu á stöku stað. Country-tónlistin hefur löng- um heillaö Björgvin og þá Glen Campell og aðrir slikir söngvar- ar. Er platan mikiö I þeim dúr. Rödd Björgvins fellur vel aö þessari tónlist; samt tel ég aö hann sé á rangri leið. Ég heföi kosiö aö heyra Björgvin fást við góö og hressileg popp- og rokk- lög á þessari plötu. Engu aö siö- ur er hér á ferðinni ágætis plata.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.