Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 14
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. desember 1978 UOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjó&viljans Framkvæmdastjóri: Eí&ur Bergmann Bitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson Rekstrarstjóri: Clfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgrei&slustjóri: Filip W. Franksson Bla&amenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uröardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttama&ur: Ingólfur Hannesson Pingfréttamaður: Sigurður G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Högnvaldsson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson llandrita- og prófarkalestur. Bla&aprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Oskar Albertsson Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: HUnar Skarphéöinsson, Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurðsson. Afgreiðsla: Guðmundur Steinsson. Kristin Pétursdóítir. Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Húsmóðir: Jóna Sigurðardóttir. Pökkun: Anney B Sveinsdottir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Ctkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: SiftumUla 6. Revkjavík, sími 81333 Prentun: Blaðaprent h.f. Orkumálin og framtíðin • Um siðustu helgi flutti iðnaðarráðherra Hjör- leifur Guttormsson ræðu á þingi Sambands is- lenskra rafveitna. Hann ræddi þar um hina ýmsu þætti þeirrar stefnu sem rikisstjórnin hefur sett sér i orkumálum og beinist að þvi að koma á samtengdu landskerfi þar sem raforka kemur að fullu gagni óháð þvi hvar hún er framleidd og nýting umfram- raforku verður allt önnur og betri en til þessa hefur verið kostur. Þessi stefna beinist og að þvi að vinna bug á ókostum hinnar miklu sundurvirkni sem við höfum búið við i raforkuframleiðslu með 14 sjálf- stæð fyrirtæki, stór og smá og afar mismunandi raf- orkuverð. Og þessi stefna beinist ekki sist að þvi að draga með virkum hætti úr þvi misrétti sem mjög misjafnt orkuverð milli héraða og landshluta i raun felur i sér, leitast verður við að tryggja öllum lands- mönnum næga og örugga raforku á sambærilegu verði. • Þessi stefna miðar i senn að betri nýtingu okkar kosta i orkumálum og að auknu jafnrétti og er ólik- legt að nokkur verði til þess að gagnrýna slik stefnumið. Iðnaðarráðherra minnti og á, að nú þeg- ar hefur tekið til starfa nefnd sem á að leggja fram tillögur snemma á næsta ári um það hvernig væn- legast sé að koma á fót einu landsfyrirtæki sem annist meginraforkuframleiðslu og raforkuflutning og tryggi sama heildsöluverð á raforku til notenda i öllum landshlutum. Hér er verið að stiga nauðsyn- legt skref i anda þeirra markmiða sem sett hafa verið, og verður fróðlegt að vita, hvort þetta starf verður að einhverju leyti truflað af áhrifum þeirra sem eru hallir undir vilja alþjóðlegs peningavalds um það hvernig stjórn orkufyrirtækja skuli háttað — en um þá hluti hafa fyrir nokkru orðið fróðlegar deilur vegna þeirra áhrifa sem Alþjóðabankinn getur haft á þessi mál vegna ákvæða lánasamninga sinna við Landsvirkjun. •. Iðnaðarráðherra minnti og á það að hafinn er á vegum ráðuneytisins undirbúningur að áætlun þeirri um raforkuþörf og raforkuöflun til næstu 5-10 ára sem samstarfsyfirlýsing rikisstjórnarflokk- anna gerir ráð fyrir. Hann sagði að mótun iðnaðar- stefnu að þvi er varðar orkufrekan atvinnurekstur þyrfti einnig að haldast i hendur við áætlanir um raforkuþörf horft til lengri tima, en á næstu árum er ekki gert ráð fyrir orkufrekum iðnfyrirtækjum um- fram það sem þegar hefur verið ráðgert og samið um. • Hjörleifur Guttormsson gat um hina þröngu stöðu rikisfjármála sem nú tefur fyrir öllum meiri- háttar umsvifum. En hann hvatti menn og til að missa ekki sjónaraf þeim heillandi og stórbrotnu verkefnum á sviði orkumála sem við blasa. í þvi sambandi gat hann um ábendingar sem fram hafa komið i skýrslu dr. Braga Árnasonar, sem sagt hefur verið frá hér i Þjóðviljanum allitarlega, ábendingar um „að hugsanlegt sé að við getum inn- an ekki mjög langs tima hagnýtt orkulindir okkar til framleiðslu á eldsneyti svo sem matthanol og vetni og dregið þannig úr innflutningi eldsneytis til lands- ins”. Að lokum sagði iðnaðarráðherra: • ,,Sá margháttaði vandi sem við er að fást i smáu og stóru i orkumálum þjóðarinnar nú, má ekki byrgja okkur sýn til þeirra gæða er land okkar býr yfir og fjölbreytilegra kosta til að hagnýta auð- lindir þess á farsælan hátt. Þar gildir þó hið sama um orkulindirnar og lifrænar auðlindir lands og hafs, að við verðum að gæta hófs við nýtingu þeirra og umfram allt að hafa þar fullt og ótvirætt for- ræði.” — áb. Gu&mundur, Margeir og Ingvar á bekk I Buenos Aires. Konuna kann Ijósmyndari ekki aö nafngreina, enda likast til argentínsk. Ljósm. Hól. 23. Olympíuskákmótið Við komum hingað til þess að læra Þessi grein sem hér birtist er sú fyrsta af aII- mörgum sem skrifaðar voru á meðan 23. Olym- píuskákmótið stóð. 1. umferö mótsins fór fram 26. október strax að lokinni ein- hverri leiöinlegustu setningar- athöfn sem um getur i sögu Olympiumótanna. Ekki er hægt aö segja aö islensku keppendun- um hafi litist á aöstæöur er til tafls var gengiÖ. Teflt var i tveimur sölum nálægt áhorf- endastúku River Plate leik- vangsins. Þaö væri dásamlegt aö sleppa meö allar lýsingar á þessum tveimur keppnissölum meö setningu sem þessari: Þar var hátt til lofts og vitt til veggja. En þvi var bara alls ekki aö heilsa. Þá var loftræst- ing ekki til aö hrópa húrra fyrir. Andstæöingar Isfands i 1. um- ferö voru frá Alþýöulýöveldinu Kina, en i Kina á skák vaxandi vinsældum aö fagna og ekki loku fyrir þaö skotiö aö á næstu árum veröi Kinverjar stórveldi á sviöi skákarinn- ar: ekki þjakar þá fólksfæö eins og islenska skákveld-' iö. I allri framgöngu voru Kinverjar mjög háttvisir, komu til tafls meö stóra te-katla og fyrirliöinn gaf i upphafi út þá yfirlýsingu aö þeir væru hér aö- eins til aö læra. En annaö kom á daginn. Er upp var staöiö höföu Kinverjar innbyrt 3 vinninga gegn 1 vinningi okkar. Þaö hef- ur löngum veriö siöur mörland- 1. UMFERÐ: ans aö kvarta um óheppni þegar illa árar og ekki ætla ég aö vik ja út frá þeirri reglu þvi Kinverj- arnir virtust hafa hreina gern- inga i frammi. Guömundur var sá eini sem tapaöi nokkurn veg- inn veröskuldaö, en bæöi Jón og Margeir misstu niöur unnar stööur I tap. Sigurvegarinn I hópnum var,,náttúrulega” und- irritaöur, enda ekki vanur aö láta skáeygöa flóöhesta skjóta sér skelk i bringu svo notuö séu orö aöal kynþáttahatarans i sveitinni. Sem gott dæmi um lánleysi landans gripum viö hér niður i skák Margeirs. Margeir — Liu Margeir á leikinn og eins og sjá má þarf andstæöingur hans vart aö kemba hærurnar tveim- ur peöum undir og staöan farin veg allrar veraldar. Margeir hyggst nú gera andstæöingnum sicil á sem fljótvirkastan hátt: 23. Hc4?? (Næstum þvi allt annaö vinnur.) 23. .. Dxe2 24. Hg4 (Valdi svartur mátiö meö hróknum kemur 25. Dd8 — o.s.frv. En Kinverjinn lumar á óvæntu bragöi.) 24. .. Dxf2x+ Þetta haföi Margeiri yfirsést. Eftir 25. Hxf2 Hal+ veröur hvit- ur mát. Eftir 1. umferö höföu eftir- taldar þjóöir fullt hús vinninga: V — Þýskaland, Holland, Israel, England. Búlgaria, Rúmenia, Spánn, Chile, Finnland, Kanada, Brasilia, Kólumbía, Frakkland, Indónesia, Vene- zúela, Argentina B. Island var i 38 — 45. sæti meö 1 vinning. I kvennaflokknum unnu is- lensku stúlkurnar stöllur sinar frá Mónakó 3:0. Helgi ólafsson. Jólamarkaður Félags einstæðra foreldra Félag Einstæöra foreldra heldur sinn árlega jólamarkaö i Félagsheimili Fáks I dag sunnu- dag kl. 14.00. Þarveröur á boöstólnum margt góöra muna sem félagsfólk hefur unniö, mikiö úrval af tuskudýrum og dúkkum, barnafatnaöur, sokk- ar og vettlingar, heklaöar gólf- mottur, púöar og dúkar, jólatrés- fætur og ýmislegt fleira. Sömu- leiöis jólakort félagsins og hinir velþekktu iþróttatreflar og húfur. Heitar vöfflur meö eftirmiödags- kaffinu veröa seldar á staönum, veröi veröur mjög stilllt i hóf og er fólk hvattt til aö koma, gera góö kaup og styrkja veröugt mál- efni, en allur ágóöi af sölunni rennur I húsbyggingasjóö félags- ins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.