Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. desember 1978 f*\ Þjóðhátiðar- sjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1979 Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóösins „aö veita styrki til stofnana og annarra aöila, er hafa þaö verkefni aö vinna aö varöveislu og vernd þeirra verömæta lands og menningar, sem nú- verandi kynslóö hefur tekiö i arf. a) Fjóröungur af áriegu ráöstöfunarfé sjóösins skal renna tii Friölýsingarsjóös til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráös. b) Fjóröungur af árlegu ráöstöfnunarfé sjóösins skal renna til varöveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverömæta á vegum Þjóöminja- safns. Aö ööru leyti úthlutar stjórn sjóösins ráöstöfunarfé hverju sinni I samræmi viö megintilgang hans, og komi þar einn- ig til álita viöbótarstyrkir til þarfa, sem getiö er I liöum a) og b). Viö þaö skal miöaö, aö styrkir úr sjóönum veröi viöbótar- framiag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en veröi ekki til þess aö iækka önnur opinber framlög til þeirra eöa draga úr stuöningi annarra viö þau.” Stefnt er aö úthlutun styrkja á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 1979. Eidri umsóknir ber aö endurnýja. Umsóknareyöublöö liggja frammi I af- greiöslu Seölabanka tslands, Hafnarstræti 10, Heykjavik. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóösstjórnar, Sveinbjörn Hafliöason, I sima (91) 20500. ÞJÓÐ HÁTÍÐ ARSJÓÐUR HIÐ ÍSLENSKA PRENTARAFÉLAG F élagsf undur verður á 2. hæð Hótel Esju þriðjudaginn 5. desember nk. og hefst kl. 17.15. Fundarefni: Kjaramál önnur mál Félagar! Fjölmennið og mætið stund- vislega. Stjórn HIP fiÞJÓÐLEIKHÚSIfl SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS i kvöld kl. 20 30. sýning fimmtudag kl. 20. ISLENSKI DANS- FLOKKURINN OG ÞURSA- FLOKKURINN þriöjudag kl. 20. Siöasta sinn. A SAMA TÍMA AÐ ARI miövikudag kl. 20. Litla sviðið: SANDUR OG KONA I kvöld kl. 20.30. Næst sföasta sinn. MÆÐUR OG SYNIR miövikudag kl. 20.30. Sföasta sinn. Miöasala 1.15 — 20. Sími 1—1200. I.KIKFRIAC RKYKJAVlKUR VALMUINN i kvöld kl. 20,30 laugardag kl. 20,30 siöasta sinn LÍFSHASKI 10. sýn. miövikudag kl. 20,30 11. sýn. föstudag kl. 20,30 SKALD-RÓSA fimmtudag kl. 20,30 Miöasala f Iönó kl. 14-20,30 simi 16620. Soffía Framhald af bls. 6. framkvæmdir og skjótar aögerö- ir I þessum mikilvæga mála- flokki, sem báöa aöila áhrærir jafnt. Dagvistarmál eru mikilvægur og umfangsmikill þáttur félags- mála, og er vissulega timabært og nauðsynlegt, að stjórnmála- menn geri sér ljóst hve áhrifa rikt stjórnunartæki þeir hafa þar i hendi sér. Þar riki ekkert handa- hóf og engar tilviljanakenndar ákvaröanir, heldur markviss stefna og skýrt mótuö, sem hafi uppeldisleg markmiö svo og sjón- armiö jöfnuöar og félagslegs rétt- lætis aö leiöarljósi. Viö skulum ekki gleyma þvf, aö Hfskiör manna ráöast ekki einasta af krónufjölda hinna eiginlegu launa, heidur er hitt engu siöur mikilvægt, aö samneyslu sé kom- iö viö á sem flestum sviðum og aö félagsleg þjónusta sé I góöu horfi. Þar er um aö ræöa áhriíarikt stjórnunartæki til tekjujöfnunar og til dreifingar á fjármunum, til þess aö jafna kjör manna og skapa jafnrétti meöali þegna þjóöfélagsins. Skyndilausnir og lausnir til lengri tíma Hinn þriöji þáttur mála, sem ég hef f hyggju aö ræöa hér, aö vísu stuttlega þar um, tekur til félagslegrar aöstoðar viö fjöl- skyldur og einstaklinga, i formi fjárhagsaöstoöar, ráögjafar eöa meöferöar. Þessi þáttur mála er nokkuö öröugur aö festa hönd á svo skil- merkilegt sé og kemur margt tií. Ekki hafa heilt yfir veriö mót- aöar Itarlegar reglur eöa viömiö- anir, sem segi fyrir um þaö hverjir eiga ótvfræöan réttá til aö mynda fjárhagsaðstoö I formi beinna styrkja af hálfu félags- málastofnana. Þó hefur Reykja- vikurborg komiö sér upp reglum i! þessu skyni til viömiöunar sbr. svonefndan framfærslukvaröa. Hann getur þó naumast talist ein- hlftur, þótt vitanlega sé nauðsyn- legt aö gera sér grein fyrir ákveðnum mörkum til viömiðun- ar, en fleira kemur til. Hér er rétt einu sinni komiö inn á þau sviö, er áhræra þau mark- miö, er viö setjum okkur meö starfrækslu félagsmálastofnana og nýtingu sérhæföra starfs- manna innan vébanda þeirra. Allir vita, aö það er tiltölulega auövelt og fljótlegt aö afgreiöa vandamál fólks frá sér meö bein- um peingagreiösium, og ekki skal úr þvi dregiö aö fjölmörg fé- lagsleg vandamál fólks eru bein- linis þannig til komin, aö fjárhag- ur er þrengri en svo, aö viö veröi búiö eöa unaö. Þó er þaö æöi oft svo, aö f jár- skortur er aöeins einn þáttur þess vanda, sem staöiö er frammi fyrir, og þá reynir á þaö hvort fé- lagsmálastofnanir og starfsliö þeirra hafa til þess möguleika aö leysa vanda fólks meö ööru móti samhliöa þvi, aö greitt er úr brýnustu fjárhagsöröugleikum. Mér hefur löngum virst, sem allt þaö er lýtur aö beinni fjár- hagsaöstoö ætti fyrstog fremst aö heyra til verksviöi Tryggingar- stofnunar rlkisins samkvæmt ákveðnum kvaröa eöa viömiöun- um, en hins vegar ætti einkum þaö, er snýr aö þætti ráðgjafar og meöferöar i þvi skyni aö breyta aöstæöum skjólstæöinga og reyndar þeim sjálfum lika, aö heyra til verksviöi félagsmála- stofnana og sérhæföu starfsliöi þeirra. Aö vissu marki þurfa fé- lagsmálastofnanir aö hafa nokk- urt svigrúm til skyndiaöstoðar f formi fjárhagslegrar fyrir- greiöslu annaöhvort meö styrkj- um eöa lánum. Hér koma marg- háttuö sjónarmiö til greina, og veröur fátt eitt nefnt. Þegar talaö erum meöferö, er um aö ræöa til- raun til breytingar á einstak- lingi eöa viöhorfi hans I þvi skyni, aö viökomandi veröi raunsærri á aöstööu slna og breyti I samræmi við þaö. Ýmsir aöilar aðrir en fé- lagsmálastofnanir hafa til þess möguleika aö framkvæma með- ferö svo sem sjúkrastofnanir, geölæknar, sálfræöingar, endur- hæfingarstofnanir. Þaö skiptir aftur á móti meginmáli, aö fm.st. standa aö sinni meöferð f daglegu umhverfi skjólstæöings, án þess aö einangra hann frá þeim dag- legu vandamálum, en ekki i gervisamfélagi stofnana. F.m. st. geta einnig haft veruleg áhrif á marga þætti, sem aöstæður skjól- stæöings mótast af, og takmarka sig ekki viö einn einstakan þátt þess vanda, sem um er aö ræöa (t.d. sálrænan kvilla). Þetta er einn meginstyrkur fm.st. í allri viöleitni til aö breyta persónum og aöstööu þeirra og þeim mun betri og viötækari sem sú þjón- usta er, sem þær geta látið I té, þvi minna þarf aö leita til ann- arra meöferöarstofnana. Þá koma mjög til greina hin fyrirbyggjandi sjónarmiö, sem miðast viö aö bföa þess ekki, aö vandinn veröi stór eöa jafnveí ill- ieysanlegur og taki til margra aö- ila. Æskilegast er að sjá hann fyrir og sporna gegn því, að hann yfirleitt verði til. Til þess, aö unnt sé að koma I veg fyrir félagslegan vanda ein- staklinga og hópa, þarf aö haga hinu félagslega umhverfi þeirra á þann veg aö þaö feli ekki i sér hættur aö nauösynjalausu. Fé- lagslegt umhverfi er vitanlega vfðtækt hugtak, og hin fyrirbyggj- andi sjónarmiö krefjast þess ekki einasta aö stofnanir fyrirfinnist til þess aö vista fórnarlömb bágra aöstæöna, þegar illa er komiö, nú eöa ölmusur til handa þeim, sem ekki komast af eöa geta séö sér fyrir nauöþurftum, heldur leggur fyrst og fremst áherslu á, aö sam- félagiö sé þannig uppbyggt og skipulagt, aö til þessa þurfi ekki aö koma eöa a.m.k. sem allra sjaldnast. Þá segir hiö endurhæf- andi sjónarmiö sem svo, aö hag- kvæmara sé aö lækna sjúkling en aö annast hann veikan, og meö hliösjón af félagslegri aöstööu þýöir þetta, aö kosta beri kapps um, aö einstaklingar og hópar búi viö þá afstöðu, sem gerir þeim kleift aö hjálpa sér sjálfir fremur en halda þeim lftt sjálfbjarga. Þökkum auösýnda samúö og viröingu viö fráfall og útför móöur okkar önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur frá Borgarfiröi eystra Arni Halidórsson, Kristin Gissurardóttir Asgrimur Halldórsson, Guörún Ingólfsdóttir, Ingi B. Halldórsson, Valborg Arnadóttir, Guömundur Halldórsson, Aagot Arnadóttir, Halldór K. Halldórsson, Sjöfn Aöalsteinsdóttir og barnabörn Gerið skil / í Happdrætti Þjóðviljans Tekið á móti greiðslum á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 (frá kl. 9-19.30). Einnig má senda greiðslu inn á hlaupa- reikning Þjóð- viljans nr. 3093 í Alþýðu- bankanum. Umboðs- mennl Hafið samband við skrifstofuna og Ijúkið uppgjöri. Á $ í:<; 'S5. X Dregið 10. des.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.