Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 3. desember 1978 Kristallinn — Hefurðu heyrt þessa gátu? Gunnar kímir með geithafurskegginu og horfir glettnum augum bak við gleraugun á blaöamann, sem lætur fallast niður í sófann í vinnustofu hins áttræða rithöfundar. Á boðstólum: kaffi, kökur ýmislegar og vindlar. Gunnar fer með gátuna. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Hver er sá einfættur er úti stendur, halur hærugrár, og allt veit en minnisvant og mælir ekkert? Blaöamaöur hefur hvorki heyrt gátuna né getur ráöiö hana. — Þetta er simastaurinn, segir Gunnar, en ég vil nú heldur heimfæra svariö upp á blaöamenn. Þiö eruö nefnilega aö vissu leyti nytsamir menn, en einnig stórhættulegir. Hleriö allt og vitiö mikiö á yfirboröinu, oft minnisvant og mæliö ekkert. Þetta er þokkaleg byrjun, hugsar blaöamaöur og þiggur vindil. — Ö — En enginn þarf aö óttast nær- veru Gunnars M. Magnúss. Hann er fróöur, skemmtilegur og þægilegur i umgengni. Vegg- ir vinnustofu hans eru þaktir bókum og myndum og meöal atkvæöum. Ariö eftir bauö ég mig fram á móti Asgeiri Asgeirssyni og hækkaöi þá atkvæöafjöldi minn úr 32 atkvæöum i 160 og varö varaþingmaöur, næstur á eftir séra Siguröi Einarssyni, sem þá bjó i Baröastrandarsýslu. Slöan geröust mörg stórtiöindi. Alþýöuflokkurinn sprakk og Sósialistaflokkurinn var stofn- aöur 1938, stríöiö skall á og litlu siöar kom erléndur her inn I landiö og þá bandariskur her. Ég snerist þegar gegn hernum og tók aö skrifa miklar þjóöfrelsisgreinar i Þjóöviljann um 1950. Ætli þaö hafi ekki veriö um 60 greinar alls. Þetta þró- aöist i andspyrnuhreyfingu gegn hersetunni, og var ég þar formaöur en þeir Gisli Astmundsson og Stefán ögmundsson áttu einnig sæti I þessari nefnd. Þá var ég kall- aöur „Gunnar gegn her i landi” og held ég aö Timinn eigi heiöurinn af þvi nafni. Á þessum annars hangír viö dyrnar stór ljósmynd af spengilegum glfmuköppum. — Ég stundaöi mikiö Iþróttir áöur, segir Gunnar. Sjö ára stofnaöi ég Grjótkastarafélagiö, og eftir aö viö strákarnir lásum söguna um Davlö og Goliat stofnuöum viö Slöngvukastara- félagiö. Eftir aö ég byrjaöi á sjónum synti ég mikiö og tók ungur aö gllma. Ég sýndi lika glimu og einu sinni fór ég út meö Jóni Þorsteinssyni og sýndi glfmu um alla Danmörku. Ég , gllmdi reyndar alveg til fertugs. — Þú ert einnig mikill gilmukappi andans; lagt einar fimmtlu bækur að velli og skrif- aö, bókstaflega um alit milli himins og jaröar? — Þetta hefur alltaf veriö mikil árátta hjá mér. Ég er fæddur fyrir vestan og alinn upp viö sjó. Ég kom varla á land I sex ár, þegar ég stundaöi sjóinn. Sama keppni og árátta var I mér þá. Þegar viö vorum á skakinu og ég var ekki á vakt, þá þoldi ég ekki aö liggja niöri og heyra hina draga fisk og slengja honum I dekkiö, heldur rauk upp og tók til höndum. Þaö sama gildir um pennann. Ég verö helst alltaf aö hafa hann I höndunum. Ég var oröinn stýri- maöur meö átta manna áhöfn, heföi getaö haldiö áfram þangaö til ég var boröalagöur. En ég hætti og tók kennarapróf 1927. Fyrstu bókina skrifaöi ég svo ári siöar, hún hér Fiðrildi og I henni voru smásögur. Slöan hef ég skrifaö ýmislegt, barna- og unglingabækur, skáldsögur, fræöibækur, frásagnir, framhaldsleikrit og bækur og ýmis efni, dulrænar bækur og fleira. Stundum hef ég atvinnu minn- ar vegna þurft aö taka aö mér verk, sem ég hef ekki haft sér- staka nautn af. En oftast hef ég nautn af aö tjá mig, annars væri ég ekki aö þessu pári. — O — — Þú hefur haft afkipti af stjórnmálum, Gunnar, M.a. hefur þú veriö þingmaöur Sóslalistaflokksins? — Ég er fæddur meö vinstri neista. Ég hneigöist strax aö sósialisma. Þaö var mér eöli- legt. En ég ætlaöi nú aldrei aö [ veröa stjórnmálamaöur. Ég I sogaöist út I þetta áriö 1933, en þá voru mikil umbrot milli Alþýöuflokksmanna og rót- tækra. Ég bauö mig fram fyrir Alþýöuflokkinn en var alltof rómantiskur til aö fá neitt af með fletina mörgu timum var maöur kallaöur landráöamaöur og fékk hót- unarbréf um liflát og ýmsar aörar sendingar. Ég man aö ég hitti Kristján : Albertsson á götu 1953 og haföi þá ekki séö hann I mörg ár, þar sem hann haföi dvalist mikiö erlendis. Þá spuröi Kristján mig brosandi: „Jæja Gunnar, þú ert ennþá á móti her I landi?” „Já,” segi ég, „en meira en þaö, ég er á móti her I heimi”. Þá breiöir Kristján út faöminn og segir: „Þar er ég sammála þér.” Svona getur lydduskapur- inn veriö. Þaö þarf aö komast nógu langt frá hlutunum til aö skynja þá. Ég fór nú alla vega á þing fyrir Sósialistaflokkinn áriö 1955. Mig langaöi aldrei neitt til aö sitja á þingi. Vildi heldur eyöa tima minum ööruvisi, og gaf ekki kost á mér aftur. En ég er og mun veröa vinstri maöur. Og ég hef mikla trú á framtiöinni. Yngsta kynslóöin er sú langsterkasta, sem hingaö til hefur barist fyrir sósialisma og gegn her I landi. En viö eig- um viö ramman reip aö draga. Andstæöingarnir halda ekki ein- ungis hernum i landinu vegna Rússagrýlunnar, heldur vegn'a hinna efnahagslegu og persónu- legu sambanda, sem eru hern- Rabbað við GunnarM. Magnúss áttræðan um til framdráttar. Hersetan er hættulegust sjálfstæöi okkar. Þegar hér er komið, stendur Gunnar hvatlega á fæt- ur og dregur fram blaöabunka úr pússi sfnu og réttir blaöa- manni. — Þetta eru orö og orötök, sem ég hef safnaö siöastliöin 17—18 ár. Þau ná yfir veöurfariö milli bjarga, eöa milli Látra- bjargs og Hornbjargs. Ég hef skrifaö mikiö niöur eftir eigin minni en einnig talaö viö tugi manna. Þetta eru um 1400 orö og orötök og ég hefi hug á aö gefa þetta út, ef ég fengi tima og peninga til þess. Hefuröu til dæmis heyrt þessi orö áöur: Rifriidisþurrkur, skerpings- þurrkur, þerribiakar, gienna? Nei, þaö er ekki nema von. Eöa þessi: Hrlmþoka, klakkar, sáld- ringur, álfaþoka f hllöum, sóIskinsvakir?Ekki þaö nei? Ég skal segja þér þaö, aö veöra- máliö islenska er svo einkenni- lega fallegt og ljóörænt. Hins vegar hefur veöurstofan gert sitt ýtrasta til aö eyðileggja þetta mál. Nú er veörinu lýst I tölum: Sunnan þrlr, skyggni hundrað metrar. Og svo heimskulegasta veöurfarslýs- ing sem til er: Breytileg átt. Mér er bara spurn: Hvenær er ekki áttin breytileg á Islandi? Nei, þeir fyrir vestan notuöu nú önnur orö yfir veöriö. Og miklu nákvæmari og fallegri. T.d. var oröiö kjörnotaö, þegar veöriö var gott. Hugtakiö ægi- kjör var notað, ef góöa veöriö hélst i marga daga, uppundir viku og hægt var aö sækja sjóinn. En talaö var um lffægi- kjör, ef veörið var gott i tlu daga, tvær vikur og allir gátu fariö á sjó. Veistu hvaö huldumannalæn- urþýöir? Já, þú hristir hausinn. Þaö eru smágárur, sem úfna upp og smálænur myndast á hafflötinn við vindköstin. Þaö eru kjölför huldumannabát- anna. — O — Gunnar M. Nagnúss skrifaöi ævisögu Magnúsar Hj. Magnús- sornar áriö 1956, sem hann nefndi „Skáidiö á Þröm”. — Já, ég þekkti Magnús. Hann var ómetanlegur félags- skapur og talaöi mikiö um bókmenntir og aörar listir. Saga hans var þó sorgarsaga. Hann var veikur I æsku og lá I tvö, þrjú ár, og var sagöur til sveitar og gat ekki borgaö. Slöar fastn- aöi hann sér stúlku, en þeim var ekki auöiö aö kvænast, þar sem hann var meö sveitarskuld á herðunum. Þau fóru nú samt aö búa, en fengu ekki jörö, þar sem þau voru ekki gift. Þannig var vltahringurinn I þá daga. A tlu árum bjuggu þau á 25 stööum. Eftir dauöa Magnúsar kom ég öllur handritum hans á Lands- bókasafniö. Vilmundur land- læknir vissi aö þarna lá fjársjóöur falinn og haföi orö á þessu viö Laxness. Halldór tók ráöleggingum Vilmundar og kannaöi skjöl Magnúsar. Nokkru slöar skrifaöi hann Heimsljós. — O — — Ertu að vinna aö einhverju verki, þessa dagana? — Ég er alltaf siskrifandi, og þótt ég sé orðinn áttræöur er ég alveg jafn frjór og vinnusamur sem fyrr. 1 augnablikinu er ég t.d. aö skrifa doktorsritgerö um Drottinn. Þaö var áriö 1975 þegar ég var staddur I Armenlu, nýkominn frá Moskvu, aö þessari hugsun sló yfir mig. Ég stóö hjá Sefan-vatni I 2 þúsund metra hæð — Vatnajökulshæö — I 38 stiga hita. Þaö hlýtur aö hafa veriö umhverfiö sem haföi þessi áhrif á mig. Armenir voru nefnilega fyrsta þjóöin, sem geröi kristnina aö rikistrú. Og þar stendur fyrsta kirkja veraldar — reist 300 árum eftir Kriát.’ Mismunurinn á armensku kirkjunni og þeirri fslensku er sá, aö þjóö og kirkja er hiö sama i Armenlu, en kirkj- an og islenska þjóöin eru sitt- hvaö. Islenska kirkjan veitir aldrei þjóöinni stuöning. Nú — en I sambandi viö doktorsritgeröina, þá eru þetta heimspekilegar vangaveltur, einskonar samanburöartrú- fræöi. Spurningar eins og: Hvaöan kemuröur, hver ertu og hvert feröu? Spurningar I kring- um undriömikla: Aöviö skulum vera hér. Ég tel mig kristinn mann. Jú, ég geri þaö. Munurinn á kristinni trú og öörum trúar- brögöum er nefnilega siögæöis- legs eölis: Allt, sem Þér viljiö aö aörir geri Yöur, skuliö Þér og Þeim gera.” Heimurinn væri nú allt ööruvlsi ef allir breyttu eftir þessu. En allir hlutir eru hugsun og erum viö þá ekki hugsun Guös? Ég er fæddur efasemdar- maöur, en þaö er annað aö vera þaö en afneitari, og þess vegna leita ég aö úrræöum. Þaö alversta, sem getur komiö fyrir mann, er aö láta aöra hugsa fyrir sig. Þá er maður götótt fllk og gagnslaus. En ég er alltaf aö fást viö eitthvaö, ekki bara aö skrifa doktorsritgeröir um Drottin. Stundum yrki ég vísur. Einu sinni orti ég hvatningarkvæði til Kópavogsbúa skömmu fyrir kosningar: Ég elska karlana I Kópavogi, sem keyra fjörugir heim I hlaö og bia krökkum i blund á kvöldin, og blýants kross setja á réttan staö. Ég elska karlana i Kópavogi, sem keyra fjörugir heim i hlaö. Ég elska konur I Kópavogi, sem kyssa manninn sinn fyrir þaö aö bia krökkum i blund á kvöldin og blýantskross setja á réttan staö. — Ég elska konur I Kópavogi, sem kyssa manninn sinn fyrir þaö. Þaö eru svo margar hliöar á mér aö þaö er áreiöanlega erfitt aö eiga viö mig viötal. Ég er eins og kristallinn, meö marga helgarviðtalið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.