Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — S1Ð4 11 Óðurinn til friðarins og hamingjunnar Páll H. Jónsson: Berjabltur Helgafell 1978. 118 bls. (Verb kr. 2940). Fyrsta íslenska barna- bókin á þessu hausti er saga um skrítinn fugl, sem allir afar og allar ömmur geta glöð lesið fyrir barna- börnin sín og barnabarna- börnin. Þetta er fyrsta barnabók höfundar en hún ber þess engin merki. Berjabltur er fugl sem kominn er I þingeyskt holt alla leiö austan frá Kasmlr. Hann er vegalaus og villtur, en Holtiö hjá Afa og Ommu er friðsælt og þar er gnótt matar aö auki, svo honum ætti ekki aö vera vorkunn. En þrátt fyrir lifsins gæöi er Berjabitur fúll, hann er meöal ókunnugra og hann langar heim. baö er alveg sama hvaö I boöi er: — Þykja þér góö reyniber? sagöi Afi. — Nei, sagöi Berjabltur og brýndi gogginn — Ekki þessi. bau eru súr og vond. Þaö er allt vont hér. (18) Langan norölenskan vetur veröur framandi fugl aö þreyja I Holtinu hjá Afa og ömmu, og sá vetur er sannarlega hvorki viöburöa- né þrautalaus. Berjablt finnst ótrúlegt aö honum linni nokkurn tima — þaö finnst okkur heimamönnum raunar stundum lika: — Vor! Þaö kemur aldrei vor. Þetta er skitaland og ég • fer heim! En i bókarlok veröur svolitiö kraftaverk sem leysir fjötur og linar þraut, og þaö er eins og þaö á aö vera i svona rammlslensku ævintýri. Þema bókarinnar er hvaö þaö er erfitt aö laga sig aö framandi umhverfi, jafnvel þótt maöur mæti skilningi og ástúö. Þaö er erfitt aö þiggja stööugt og geta ekkifengiö sig til aö gefa á móti. Gömul hjón og fugl Þaö er ekkert barn persóna I bókinni um Berjabit, þótt mörg börn séu nærri og nafngreind. Þó eru tveir fulltrúar barna — eöa hins barnslega — I bókinni og viöbrögö þeirra og tilsvör kann- ast öll börn viö. Þetta eru þeir fjandvinir Afi og Berjabltur. Raunar eru þeir býsna likir þótt annar sé aldraöur norölenskur sveitamaöur en hinn sé bara fugl. Báöir eru þrjóskir og haröir á sinu en viökvæmir undir niöri: — Ég þarf ekkert hús, sagöi Berjabitur og teygöi sig I skorpiö reyniber. — Þarftekkert hús! Jæja! Ekki Nýjar Tuma- bækur tJt eru komnar hjá IÐUNNI tvær nýjar bækur um Tuma. Þær heita Tumi smiðar hús og Tumi tekur til. Bækurnar um Tuma eru eftir Gunnillu Wolde, sama höfund og skrifar bækurnar um Emmu, en þau Tumi og Emma hafa um nokkurt skeiö veriö góö- vinir yngstu lesendanna. Tvær aörar bækur um Tuma voru upp- seldar, en hafa nú veriö endur- prentaöar. Þær heita Tumi fer tillæknis og Tumi bregöurá leik. Gunnilía Wolde er rómaöur barnabókahöfundur, og eru bæk- ur hennar um Tuma og Emmu prentaöar samtimis i mörgum löndum. Þuriöur Baxter og Anna Valdi- marsdóttir þýöa bækurnar. Þær eru allar prentaöar I Englandi. ööruvisi! sagöi Afi, og oröin voru hafin yfir alla undrun og furöu. Þaö var brothljóö I röddinni. — Haföu þaö eins og þú vilt. En þá er ég hættur aö skipta mér af þér. Ef þú vilt heldur svelta myrk- fælinn i einhverri holu, eöa frjósa 1 hel I skafli — þá þú um þaö. (108) Svona geta þeir kltt og þrefaö, sárleiöir en staöir, þangaö til Berjabltur segir kannski: ,,Ég tala ekki viö apa.” Hljómar þetta ekki kunnuglega, þótt fugl eigi i hlut? Amma er sálfræöingurinn I hópnum. Hún gengur á milli, út- skýrir og miölar málum, huggar Afaþegar Berjabitur hefur veriö ósvifinn úr hófi, en aöstaöa hennar er llka önnur. Hún hefur sina virinu, bæöi innan heimilis og utan þess sem fyrirvinna, hún er hinn fulloröni. Afi er heima, honum er bara ætlaö dútl vegna þess hvaö hann er veill til heilsu, hann er I stööu barnsins á heim- ilinu. Þess vegna hefur hann aöra afstööu til hlutanna en Amma. Persónusköpun þeirra þriggja erskýrog góö. Auk þeirra kynnist lesandi fóikinu á bæjunum I kring aöallega gegnum sveitasimann. Þaö eru þingeyingar og ágætis fólk. Bók fyrir eitt barn og hins vegar þeirra sem eru sagöar eöa geröarhanda sérstöku barni eöa barnahópi. Þegar skrif- aö er fyrir markaö reynir höf- undur aö gera sér eins konar þverskuröarmynd af öllum 10—12 ára stelpum til dæmis og skrifa sögu fyrir þá imynduöu meöal- stelpu. Þegar skrifuö er saga handa einu barni er hún löguö aö þörfum þess, þaö myndast tengsl milli höfundar og þess sem hann er aö skapa fyrir, og þau tengsl enda ekki þar. Þau skila sér til allra þeirra sem þetta ákveöna efni höföar til. Berjabítur er þess konar bók. Sagan er þvottheld, hún á fastar rætur i raunveru- legum aöstæöum Afa og Ommu I daglegri önn. Inn I þá tilvist kemur ævintýriö, en þaö er ekki tekiö út meö tómri sældinni frekar en I gömlu ævintýrunum. Fuglar veröa ekki reiknaöir út fremur en börn. Páll skrifar mál sem oft minnir á Þorstein Erlingsson — eins og raunar blærinn á sögunni gerir lika. Hann getur oröiö há- 'stemmdur á köflum, fariö á flug, en sagan er nógu fyndin til aö þola þaö, og skemmtilegir Ironiskir sprettir eru I lýsingum Afa og Berjablts. Auk þess býr Páll til bráölifandi myndir úr máli i bók- inni sem bætir upp þann skaöa aö ekki skuli vera myndskreytingar i henni. Til bóta er lika aö fá for- siöumyndina af aöalsöguhetj- unni. Þess er ekki getiö hver bjó hana til, en mér er kunnugt um aö þaö geröi höfundur sjálfur. Frá- Þaö hefur lengi veriö uppi sú skoöun aö þaö megi greina á milli þeirra barnabóka annars vegar sem eru skrifaöar fyrir markaö gangur á bókinni er aö ööru leyti mjög góöur. Nýjar bækur J.R.R. Tolkien: Hobbit Fáar bækur hafa hlotiö jafn almenna aödáun og vinsældir og ævintýrasagan Hobbit, á þaö jafnt viö um foreldra, kennara og ritdómara, en umfram allt börn og unglinga. Agnar Þórðarson: Kallað í Kremlarmúr Skemmtileg frásögn um ferö þeirra Agnars Þóröarsonar, Steins Steinars og fleiri I boöi Friöarsamtaka Sovétrlkjanna til Rússlands sumariö 1956. Gudrún Egilson: Spilað og spaugað Ævisaga Rögnvalds Sigurjóns- sonar pianóleikara skráö eftir frásögn listamannsins af Guörúnu Egilsson, kátleg, létt og hreinskilin. Magnea J. Matthíasdóttir: Hægara pælt en kýlt .... þeim tlma er vel variö sem fer iaölesa Hægara pælt en kýlt spjaidanna á milii (Kristján Jóh. Jónsson I Þjóöviljanum). ... bókin getur oröiö holl lesning þeim sem trúa þvl aö islenskt mál sé á hraöri leiö til helvitis (Heimir Pálsson I Visi). SIGRON DAVlOSDðrriR M ATREI ÐSi - U BÖK Sigrún Davídsdóttir: Matreiðslu- bók handa ungu fólki á öilum aidri. I þessarí bók eru ekki uppskriftir aö öilum mat, en vonandi góöar uppskriftir aö margs konar mat og góö til- breyting frá þvi venjulega. RrOH rSimunan SAMUR Per Olov Sundman: Sagan um Sám Hin fræga saga eins kunnasta af núlifandi höfundum Svla, Pers Olofs Sundmans. Hún er byggö á Hrafnkels sögu Freysgoöa, en er færö til nútlmans. Hrafnkell Freysgoöi akandi I Range Rover um vlöáttur Austurlands. Almenna bókafélagið Austurstræti 18. Sími: 19707 — 16907; Skemmuvegi 36 Kópavogi. Sími: 73055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.