Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 3. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 kompan Umsjón: Vilhorg Dagbjartsdóttir Eftir Guðrúnu B. Gunnarsdóttur neðan. Þeir eiga að mynda nafnorð sem er heiti á dropa. Nú skaltu reyna að búa til krossgátu handa Kompunni. Bróðir heitir þessi mynd. Ásdís vinkona Onnu Sóleyjar teiknaði hana. Ásdís og Anna Sóley sitja saman f skólanum. Hann fæddist á Flat- eyri í önundarf irði 2. des- ember 1898 og varð því áttræður í gær. Hann hef- ur skrifað margar bækur handa börnum og verið ritstjóri barnablaða og tímarita. Helstu barna- bækur hans eru: Börnin frá Viðigerði, Við skulum halda á Skaga, Suður heiðar, Bærinn á strönd- inni, Undir bláum seglum og Oli prammi. 1. Hvað heitir hann? 2. Hvaba bækur hefur þú lesið eftir hann? Mörg svör hafa borist við verðlaunagetraun 1 og 2. Vonandi fáum við lang- flestar lausnir á getraun 3, því svo klaufalega tóksttil að nafnið á skáld- inu var prentað undir myndinni. Auðvitað átti það ekki að vera, en þið getið samt svarað spurn- ingunum og það gerir ekkert til þótt getraunin sé svolítið létt. Stundum fær Kompan bréf frá krökkum sem eru búin að skrifa henni frá því hún byrjaði að koma i blaðinu, þessir krakkar eru með áhyggj- ur af því að kannski séu þau orðin of stór til að skrifa í Kompuna. Það er misskilningur; þeir sem hafa gaman að efni eins og er í Kompunni verða aldrei of stórir til að skrifa henni. og Völu Magnadóttur Allir gengu til náða mena Einsi. Hann gat ekki sofnað. Hann hugs- aði og hugsaði um Ragga. Allt í einu hrökk hann við. Var þetta ekki bílhljóð? Hann læddist fram á gang og gægðist út um gluggann og sá þar birt- ast GRÆNAN FÍAT ! Hann hrópaði upp yf ir sig af undrun. Þetta var bíll- inn sem lýst var eftir. Átti hann að gera skóla- systkinum sínum aðvart? Hann hljóp og ýtti við tveimur skólabræðrum sínum og sagði þeim hvað hann hafði séð. „Flýtum okkur inn á klósettið og förum út um gluggann. Búið ykkur í snatri og farið í stígvélin". Þeir heyrðu að bóf arnir voru að koma og flýttu sér f ram garrginn og inn á klóséttið. Jón, annar skólabræðra Einsa, rak sig í fötu sem var þar inni. Þeir snöruðust út um gluggann. Svo spenntu þeir á sig skíðin og á með- an heyrðu þeir reiðilegt orðbragð bófanna. Strákarnir renndu sér eins og þeir ættu lífið að leysa. Þá heyrðu þeir öskur eins af bófunum: „Þarna eru strákarnir sem komust undan". Þeir hertu sig enn meira, „ Farið þið tveir i bílinn, aulabárðarnir ykkar, og króið þá inni og þjarmið að þeim". Það kom kökkur í háls- inn á Jóni sem var minnstur. Þú kallaði Einsi: „Við getur ekki komist til rútunnar nema þeir nái Framhald í næstu Kompu. Anna Sóley er sex ára. Hún er í Æfingadeild Kennaraháskólans. Henni finnst skemmtilegt í skólanum. Þaðeru margir. krakkar í sex ára-deild- inni og tveir kennarar, sem kenna þeim. Onnu Sóley finnst mest gaman að læra að lesa. Hún er aðeins byrjuð að lesa í bókum. Anna Sóley teiknar börn í umferðinni KROSSGÁTA Þetta eru tveir krakkar úti á götu í umferðinni. A himninum eru tvær sólir. önnur sólin er góð.en hin er vond. Vonda sólin er til hægri. Hún ser strákinn á göt- unni og segir við hann: „Þú skalt bara ganga á miðri götunni og jna beintfyrir bilinn sem er að koma".En góða sólin er til vinstri. Hún sér stelpuna og segir: „0,ó, ekki fara út á götuna. Passaðu þig á bílunum!" FRAMHALDSSAGAN_ ÆVINTÝRIÐ í SKfÐASKÁLANUM Krossgátan er mjög létt. Það er enginn vandi að ráða hana. örvarnar sýna hvar orðin byr ja. Ef rétt er að farið mynda stafirnir orð bæði þvers- um og langsum. Orðin eru heiti þess sem myndin sýnir. Orð sem er heiti hlutar, verknaðar eða hugmyndar kallast nafn- orð. Skrifaðu nú stafina í númeruðu reitunum í tölusettu reitina hér fyrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.