Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.12.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. desember 1978 Helgalok, önnur skáldsaga Hafliöa Bókaútgáfan Orn og örlygur hefur gefiö út aöra skáldsögu hins unga höfundar Hafliöa Vil- helmssonar, en hann vakti á sér athygli á liönu ári er hann gaf út fyrstu bóksina, Leið 12, Hlemmur — Fell. Hin nýja bók Hafliða nefnist Helgalok, samverkandi saga. Aöalpersónur eru skáldiö Helgi og stúlkan Lilja. A bókar- kápu segir útgefandi: „Hafliði sýnir enn i þessu verki aö hann skynjar samtiö sina næmum aug- um og frá hans hendi er aö vænta stærri og stærri afreka.” —eös Broddi Jóhannesson Qfclitur Iðunn Slitur Hjá bókaútgáfunni IDUNNI er komin út bók eftir dr. Brodda Jóhannesson og ber hún nafniö Slitur. 1 bókinni er f jölbreytt safn persónulegra hugleiöinga og frásagna. 1 athugasemdum aftan viö meginmál bókarinnar skýrir dr. Broddi frá tilurð pistlanna, sem hann segir vera hvort tveggja i senn „fyrirmálslömb og slö- gotunga”. Ariö 1955 tók dr. Broddi saman um þrjátlu pistla sem oröiö höföu tU á árunum 1945—1955, en þá varö ekki af útgáfu aö sinni og lágu þeir óhreyföir I tuttugu og eitt ár. Þá skoöaöi hann syrpuna aö nýju, hafnaöi mörgu og jók viö nokkru yngra.efni. Hann ftillyröir þó aö enginn pistlanna sé innan fermingaraldurs og flestir séu þeir kómnir vel yfir tvitugt. Orö- rétt segir hann i eftirmála sinum: „Þegar ég skráöi pistla þá, er fluttir höföu veriö á mæltu máli, leitaöist ég viö aö fara eins nærri frumgerö þeirra og mér var unnt aö oröfæri, inntaki og stil, enda þóttist ég þá mega taka skaplegt mark á minni minu. Allir eiga þeir samm erkt í þvl aö vera slitur ein af meira máli, hugteknu áöur en stund þess var komin og birtu eftir aötími þess er liöinn, aöein- um kafla undanskildum.” Bókin er sett og prentuö i Prentsmiöju Odda hf. Sveinabók- bandiö annaöist bókband. Bókin er 172 bls. aö stærö. Arni Bergmann skrifar um Ólafur Haukur Simonarson. Vatn á myllu kölska. Mál og menning 1978. Nokkrar heimsádeilur og Reykjavlkursögur segja frá þvl, aö ungur maöur kynnist heilmik- illi spillingu I bisness, pólitlk og menningarlífi. Þessi spilling vek- ur meö honum viöbjóö og reiöi. Kannski gerir hann uppreisn gegn henni I nafni nýfenginnar róttækni: niöur meö kapitalism- ann og herstööina! Eöa þá I nafni angurværrar eftirsjár eftir liöinni tlö: uppi á lofti eöa niöri I kjallara getur ungi maöurinn fundiö gamla konu eöa karl, sem hafa ur Haukur á troðnum slóöum: Forheimskandi fjölmiölar, fjár- málaspilling sem spannar jafnt embættisrekstur sem einkaum- svif og öllu er saman haldiö meö rammgeröum hagsmuna- ættar- og kunningjatengslum „ofar” flokkadráttum. „Þeir sem hafa peningana hlæja aö pólitlk” segir Gunnar. Persónurnar eru misjafnlega skapaðar. Sjónvarpsþáttur sög- unnar er greinilega af ætt lykil- rómansins og veröur sumt I þeim efnum ógeöfellt. En á þeim vett- vangi er nefnd til sögunnar figúra, sem sameinar þaö flestum öörum persónum betur aö vera Ákvörðunin tekur þig varöveitt ósérplægna gæsku fyrri tlma, frá þvi fyrir daga hins borgaralega syndafalls. Stundum fer þetta tvennt saman: róttækn- in nýja og eftirsjáin eftir sveitinni þar sem viö öll sátum upp á sama heystakk. Ungi maðurinn, sem sér og heyrir og rfs upp er alla jafna mjög nákominn höfundi, hans alter ego. Öðruvísi dæmi Vatn á myllu kölska er öðruvisi. Aöalsöguhetjan, Gunnar Hanson er enginn sakleysingi. Hann er búinn aö taka út drjúgan skammt af lífsreynslu. Hann hefur um skeiö unniö viö sjónvarp og veit vel aö þar er allt I lágkúru, hug- leysi, hunsku og kllkuskap. Hann er fæddur inn I volduga ætt og þekkir sittheimafólk — hvort sem þaö svindlar á saltfiski, eins og ættfaöirinn geröi (afi sem skaut sig) I innflutningi eöa embættis- rekstri. Gunnar þessi hefur eins og seinna veröur vikiö aö, ýmsar forsendur til aö halda sig I drjúgri fjarlægö frá höfundi sinum og freistingar til róttækrar endur- fæöingar hafa aldrei sótt á hann svo neinu nemi. Sagan gerist á nokkrum dögum og bindiefniö I henni er sú staö- reynd aö Gunnar Hansson er genginn I alkóhólinn. Sagan gerist á örfáum dögum mestöll og þaö rennur varla af honum á meöan. Hvort sem hann situr á þjóri meö kollega af sjónvarpinu eöa situr meö ættingjum I langdregnu af- mælispartli hjá ömmu gömlu. Þessi áfengisreisa aöalsöguper- sónunnar milli starfsbræöra, kunningja, ættingja, venslafólks bætir ekki miklu viö vitneskju hans — nema þá um fööurinn, Hans Gunnarsson, sem er einskonar fjármálastjóri lands- ins, raunverulegur yfirboöari fjölmiöla jafnt sem pólitlkusa, enda umbi fyrir alþjóöabankann eöa hliöstæöa stofnun. Langvinn ölvun Gunnars (og annarra) er hinsvegar til þess fallin, aö hann ögri slnu umhverfi ögn meira en meinleysilegt yfirbragö hins al- gáöa leyfir, brennivlniö opnar þetta fólk, aö minnsta kosti I hálfa gátt. , Sérstæðir eða dæmigerðir A þessum fáu dögum sögutlm- ans er brugöiö upp allfjölmennu persónugallerli. Heildarmyndin af þvl liöi er svipuö og I ádrepum þeim sem vitnaö var til I upphafi þessa máls, I þeim efnum er ölaf- bæöi „sérstæö” og „dæmigerö”. Þetta er yfirmaöur á sjónvarpi, Björn Brandsson, sem á einum staö er látinn segja sem svo: „Er ég dæmigeröur? Ert þú dæmi- gerður? Er þaö ekki einmitt hiö sérstæöa sem leiðir okkur á vit þess almenna?” Þessi maöur QLAFUB HAUKUB SÍMQNARSON VATN Á hefur það „almenna” einkenni aö sýna öllum hugmyndum vinsam- legan áhuga en vera um leið eink- ar fundvls á sanngirnis leiöir tii aö fletja þær út eöa drepa þær — um leiö og hann er rækilega auö- kenndur I málfari, hugsana- tengslum og allri framgöngu. Yfirleitt má um flestar persón- ur sögunnar segja, aö I þær hafi farið ósvikinn efniviður úr veru- leikanum. Viö könnumst viö dýr- in. Nefnum til dæmis Snorra arki- tekt og Snæfrlöi sem fá Ismeygi- lega útreiö sem fulltrúar menningar, smekks og um- buröarlyndis I fjölskyldu Gunn- ars. En þaö gerist einnig aö hiö „dæmigeröa” hafi undirtökin á kostnaö hins „sérstæöa”. Enginn neitar þvi til dæmis aö I Kóra tannlækni eöa Abraham innflytj- anda sé drjúgur efniviöur I per- sónur, en um leið hefur höfundur ekki nægilega sterkan hemil á til- hneigingu þeirra til aö fara meö langar tölur sem eru eins og væru þeir aö ryöja úr sér kjallaragrein I síðdegisblaö fyrir afar dæmi- geröan ungtyrkja úr Sjálfstæöis- flokknum. Satan stjórni dansi Foreldrar Gunnars eiga nokkra sérstööu I þessu persónusafni: þau eru dularfull, þau eru ekki öll þar sem þau eru séö, um þau spyr Gunnar ný tiöindi, meöan aðrir eru eins og þeir eru kynntir, föst staöreynd. Hans Gunnarsson byrjaöi á þvi aö dýrka Hitler og stjórnar nú eiturspýjandi fjár- festingum fyrir heimsauövaldiö. En þaö er ekki hann sem hlýt- ur fyrirlitninguna, varla hatrið heldur. Hans Gunnarsson minnir lesandann á þaö, aö höfundar heimsádeilu, ekki sist Islenskir, hafa sýnt eftirtektarverða til- heigingu til aö láta höfuöpaur hins illa njóta sérstakrar viröing- ar. Hin öruggu tök Hans Gunnarssonar á hverjum hlut setja hann nokkrum þrepum ofar ööru hyski. 1 listum, ekki slst rómantlskum listum er Satan haföur frlöur og sterkur og miklu greindarien hin smærri peö I ver- aldartaflinu, hvort sem þau eru svört eöa hvit. Innanhússmaður En það er Gunnar Hansson sem mestu skiptir. Hann er I þyngdar- punkti öllum stundum, ekkert gerist nema hann sjái þaö eöa heyri eöa rifji upp. Nýmæli þessarar heimsádeilu er, sem fyrr segir, einkum þaö, aö „ungi reiöi maöurinn” er ekki ut- an viö þaö samfélag sem skotiö er á heldur partur af þvl. Þessu fylgir aö höfundur reynir aö láta sem minnst fara fyrir sjálfum sér. í ljósi fyrri reynslu veröur þetta jákvæö viöleitni. En hún er ekki auðveld I framkvæmd. Höf- undur margtekur þaö fram, aö Gunnar Hansson er ósköp lltill fyrir sér. Hann hefur aldrei átt sér ástrlöur sem nafn má gefa, hvorkitilkvenna.lista, vináttu né stjórnmála, honum er skitsama, hann er tómur. Slikur maöur er' ekki til stórræöa þegar bregöast þarf viö tíöindum. Þvl getur þaö hljómaö eins og misræmi þegar hann allt I einu fer aö taka á sig þjáningu yfir auviröuleik kvik- mynda og sjónvarps, kemst I kallfæri viö fordæmingu á stór- iöjubraski fööur slns og reynir aö greiöa úr málum ástkonu hans meö óvæntri röggsemi. Hitt er svo rétt, aö ólafur Haukur veit af þessari hættu og reynir aö sneiöa hjá henni. Meö nokkurri velvild gætum viö til dæmis fóöraö tal Gunnars um kvikmyndir sem skipti máli meö þörf hans fyrir aö ljúga sig I sátt viö eigin vesæl- dóm. Engin leið önnur Þungi ádrepunnar I þessari skáldsögu felst ekki I fremur heföbundinni útmálun á Stofnun eöa Ættarveldi, heldur i lýsingu aöalpersónunnar (sem vitaskuld hefur tekiö salt úr slnu um- hverfi). Gunnar segir viö systur sina: „Samt veit ég af reiöi þarna innst inni. Hún kemst bara enga vegu, hún er föst. Þaö er einhver fjandans tappi i mér. Mér veröur ekki neitt úr neinu”. Þetta er meginstef bókarinnar: „reiöin” sem er forsenda sjálfstæörar at- hafnar, er dauö. „Kannski tekur maöur aldrei ákvöröun. Akvörö- unin tekur þig”. Svo öflug eru lömunaráhrif þess heims sem hefur getiö af sér Gunnar Hans- son, aö hámark andófsins er aö stinga sér ofan I flösku og segja meö því: ég er ekki meö. Gunnar reynir þrisvar aö finna Kristlnu , samstarfsstúlku, sem hann veit að hefur þann einlæga vilja til aö taka þátt I kjörum ann- arra sem flesta aöra skortir. En þau farast á mis I öll skiptin eins og veröur I ævintýrum sem enda illa. Viö vissum lika, aö hann kann ekki viö þau alvörumál sem Kristin vill horfast I augu viö. Hún leikur fyrir hann veruleika- trútt samtal viö iönverkakonu, en hann rýkur upp á nef sér og vill ekki hlusta á neitt kjaftæöi. Þetta er einnig nýmæli : hvatningu til aö stiga út úr vltahringnum heyr- ir söguhetjan ekki af vörum gam- als vinar sem var alinn upp fyrir daga bankaseöla, heldur af segul- bandi sem geymir heimild um lifsbaráttu nú og hér. Og hetjan (andhetjan réttara sagt) er fljót aö vlsa þessari ögrun á bug, þótt hún sé kannski ekki meö öllu ónæm fyrir henni. Gunnar er inni I hringnum og veröur þar. Ef aö þaö tekst aö þurrka hann upp á Freeport þá mun hann innan tlöar hvorki æmta né skræmta. — áb. Svipast um á Suðurlandi Suöurlandsútgáfan á Selfossi hefúr sent frá sér bókina Svipast um á Suðurlandi eftir Jón R. Hjálmarsson. I henni eru frá- sagnir 20 smnlendinga, og eru þættirnir allir nema einn unnir upp úr viötalsþáttum sem Jón geröi fyrir útvarpiö á árunum 1960-69. Þættirnirfjallaum marg- vislegt efni, en öllum er þeim þaö þó sameiginlegt aö þeir eru molar úr sögu Suöurlands meö einum eöa öörum hætti. Bókin er 180 bls. prentuð I Prentsmiðju Suöurlands h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.