Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miovikudagur 20. desember 1978 MiOvikndagur 20. deaember 1978 ÞJQÐVILJINN — SÍÐA 11 Um 300 stækkaöar myndir eru á sýningunni I Bokhlöounni á Akranesi. Teigakot, slöasti torfbærinn á Akranesi- Akranes gamla tímans Þorsteinn Jónsson þjóöháttafræöingur viö myndavél Magnúsar Óiafs- sonar. Nú stendur yfir Ijósmyndasýning í Bók- hlöðunni á Akranesi sem hefur vakið þar mikla athygli. Nefnist hún Akranes gamla tímans og hef ur verið saf nað á hana gömlum Ijósmyndum af Skaga, allt frá því fyrir alda- mót. Veg og vanda af sýningunni hef ur Þor- steinn Jónsson þjóðháttafræðingur, og hefur hann látið stækka upp flestar myndirnar, en þær eru alls um 300 talsins og fylgja þeim ýt- arlegar skýringar og skýringakort. Blaða- maður og Ijósmyndari Þjóðviljans brugðu sér uppá Akranesá föstudaginn var,skoðuðu sýninguna og ræddu við Þorstein. Þorsteinn hefur undanfarið unnið að und- irbúningi verkefna um menningarsögu Akraness í „Saf n til sögu Akraness", einkum byggðaþróun Akraness. Hefur hann skilað skýrslu um timburhús á Akranesi f yrir alda- mót. Þegar að þeim þætti verkef nisins kom aðsaf na á einn stað Ijósmyndum, uppdrátt- um og teikningum varð honum Ijóst að frá Akranesi var miklu meira af myndefni en hann hafði grunað. Var það tilefnið til sýn- ingarinnar. Að baki hennar liggur tveggja mánaða sjálfboðavinna Þorsteins og hefur hann þvi gripið til þess raðs að hafa Ijós- myndirnar til sölu. í tengslum við sýninguna hafur m.a. verið skyggnimyndadagskrá um Akranes I nútíð og forfíð og á fimmtudag voru kynnt skipulagsmál Akraness. Þann f und sóttu 50 — 60 níanns og kom þar f ram mikill áhugi að varðveita eitthvað af þeim gömlu timburhúsum sem enn standa á Skaga. Sá áhugi hefur m.a. vaknað við að sjá þróun bæjarins I myndum á sýningunni Akranes gamla tímans. Helstu Ijósmyndarar sýningarinnar eru þrír, þeir Magnús Ólafsson (1862-1937), Sæ- mundur S. Guðmundsson (1873-1955) og Arni Böðvarsson (1888-1977). AAagnús var yerslun- arstjóri hjá Thomsensverslun á Akranesi 1885-1901 og tók á þeim tíma allmikið af myndum þó að hann lærði ekki Ijósmyndun fyrr en eftir þann tíma. Sæmundur var lærð- ur Ijósmyndari og rak stofu í Georgshúsi 1905-1912. Árið 1913 tók svo Arni við stof u Sæ- mundar og rak hana f yrst einn en siðar með syni sínum Ölaf i sem enn rekur hana. Þorsteinn sagði að miklar upplýsingar um myndirnar og það sem á þeim er haf i komið fram eftir að sýningin var opnuð og enn- fremur hefur borist mikið af gömlum Ijós- myndum, einkum af fólki. Algengter að 10 — 12 manna hópar beri saman bækur sínar á sýningunni um einhver tiltekin atriði og skráir Þorsteinn þau jafnóðum. Sýningin verður opin út desember. —GFr Viö Steinsvör. Heimaskagi i baksýn. A myndinni eru Bjarni Brynjólfsson Bæjarstæði, Asbjörn Jónsson Melshúsum, ólafur Asmundsson Háteig, Sigurour Jónsson Melshúsum, strákurinn Jön Andrés Niels- son, ólafur Bjarnason, Niels Kristmannsson, Halldór á Grlmsstöoum, Benóný Jósefsson, Lárus Arna- son og Arni Bergþorsson Ráoagerfti. Fiskþvottur vift Steinsvör 1911. Myndin er llklega tekin af Albert Engstrðm. Oddnr sterkl á Skaganum BB3! Krs.VlSMB*"'; Um aldamótin. Húsin eru Bakarfio, Lteknishúsið, Georgshús og Hoffmannshús. Takio eftir talrörinu tnilli Bakarlsins og Hoffmannshúss. Þaö slðarnefnda var fyrsta hiis á Akranesi meö vatnsleioslu úr brunni inn I eldhús og skolpleioslu. Fremst á myndinni er Vinaminni (reist 1894), til hægri er Barnaskólinn (1880), i þyrpingunni fyrir mi&rimynd SyöstiSandur (1896), Krókur (1901), torfbærinr Miðsandur (1892) og Sandur (1901). Efst til vinstri eru Bd&varsverslun (1892) og Deild (1885-1887). Efst fyrir miöju eru Bákki (1872), Thomsenshús (1873) og Fagragrund, tþróttamót Haröar Hdlmverja 2 Fiskverkunarfdlk. íssaaaaa«MB mwwtnhrfmTWwiBfiyffir iiiwnftfTiitwiiaiiirHirT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.