Þjóðviljinn - 20.12.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 20.12.1978, Side 11
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövlkndagnr 20. desember 1978 Miövikndagnr 20. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 1 5Sl LÚ jMt mL 7 ss iKmÉ ' í!] 1 Oddur sterki á Skaganum Um 300 stckkaöar myndir ern á sýningunni I Bókhlööunni á Akranesi. Teigakot, siöasti torfbærinn á Akranesi- Akranes gamla tímans Viö Steinsvör. Heimaskagi I baksýn. A myndinni eru Bjarni Brynjólfsson Bæjarstæöi, Asbjörn Jónsson Melshúsum, Ólafur Asmundsson Háteig, Siguröur Jónsson Melshúsum, strákurinn Jón Andrés Niels- son, ólafur Bjarnason, Niels Kristmannsson, Halldór á Grimsstöönm, Benóný Jósefsson, Lárus Arna- son og Arni Bergþórsson Ráöageröi. voru kynnt skipulagsmál Akraness. Þann f und sóttu 50 — 60 manns og kom þar fram mikill áhugi að varðveita eitthvað af þeim gömlu timburhúsum sem enn standa á Skaga. Sá áhugi hefur m.a. vaknað við að sjá þróun bæjarins í myndum á sýningunni Akranes gamla tímans. Helstu Ijósmyndarar sýningarinnar eru þrír, þeir Magnús Ólafsson (1862-1937), Sæ- mundur S. Guðmundsson (1873-1955) og Arni Böðvarsson (1888-1977). Magnús var verslun- arstjóri hjá Thomsensverslun á Akranesi 1885-1901 og tók á þeim tíma allmikið af myndum þó að hann lærði ekki Ijósmyndun f yrr en ef tir þann tíma. Sæmundur var lærð- ur Ijósmyndari og rak stofu i Georgshúsi 1905-1912. Árið 1913 tók svo Árni við stof u Sæ- mundar og rak hana f yrst einn en siðar með syni sínum Ólafi sem enn rekur hana. Þorsteinn sagði að miklar upplýsingar um myndirnar og það sem á þeim er haf i komið fram eftir að sýningin var opnuð og enn- fremur hefur borist mikið af gömlum Ijós- myndum, einkum af fólki. Algengt er að 10 — 12 manna hópar beri saman bækur sínar á sýningunni um einhver tiltekin atriði og skráir Þorsteinn þau jafnóðum. Sýningin verður opin út desember. —GFr Fiskþvottur við Stcinsvör 1911. Myndin er llklega tekin af Albert Engström. tþróttamót Haröar Hólmverja 2. júli 1922. Þorsteinn Jónsson þjóöháttafræöingur viö myndavél Magnúsar Ólafs sonar. Nú stendur yfir Ijósmyndasýning í Bók- hlöðunni á Akranesi sem hefur vakið þar mikla athygli. Nefnist hún Akranes gamla tímans og hef ur verið saf nað á hana gömlum Ijósmyndum af Skaga, allt frá því fyrir alda- mót. Veg og vanda af sýningunni hefur Þor- steinn Jónsson þjóðháttafræðingur, og hefur hann látið stækka upp flestar myndirnar,en þær eru alls um 300 talsins og fylgja þeim ýt- arlegar skýringar og skýringakort. Blaða- maður og Ijósmyndari Þjóðviljans brugðu sér uppá Akranesá föstudaginn var,skoðuðu sýninguna og ræddu við Þorstein. Þorsteinn hefur undanfarið unnið að und- irbúningi verkefna um menningarsögu Akraness í„Safn til sögu Akraness", einkum byggðaþróun Akraness. Hefur hann skilað skýrslu um timburhús á Akranesi f yrir alda- mót. Þegar að þeim þætti verkefnisins kom aðsafnaáeinn stað Ijósmyndum, uppdrátt- um og teikningum varð honum Ijóst að frá Akranesi var miklu meira af myndefni en hann hafði grunað. Var það tilefnið til sýn- ingarinnar. Að baki hennar liggur tveggja mánaða sjálfboðavinna Þorsteins og hefur hann því gripið til þess ráðs að hafa Ijós- myndirnar til sölu. í tengslum við sýninguna hafur m.a. verið skygignimyndadagskrá um Akranes í nútíð og fortíð og á fimmtudag Fiskverkunarfólk. Um aldamótin. Húsin eru Bakarliö, Læknishúsiö, Georgshús og Hoffmannshús. Takiö eftir talrörinu milli Bakarisins og Hoffmannshúss. Þaö siöarnefnda var fyrsta hús á Akranesi meö vatnsleiöslu úr brunni inn i eldhús og skoljpleiöslu. Fremst á myndinni er Vlnaminni (rdst 1894), til hægrl er Barnaskólinn (1880), I þyrpingunni fyrir miörimynd SyöstiSandur (1896), Krókur (1901), torfbærinr Miösandur (1892) og Sandur (1901). Efst til vinstri eru Böövarsverslun (1892) og Deild (1885-1887). Efst fyrir miöju eru Bákki (1872), Thomsenshús (1873) og Fagragrund,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.