Þjóðviljinn - 20.12.1978, Side 15

Þjóðviljinn - 20.12.1978, Side 15
Miðvikudagur 20. desemher 1978 • ÞJóÐVILJINN — StÐA 15’ Dagný Kristjánsdóttir skrifar um bókmenniir Samfélag undir samfélaginu Það má segja að heilt samfélag myndist i kringum vændi i stór- borgum. Gerð þessa samfélags er piramfdaskipulag — rétt eins og gerö hins kapitaliska þjóöfélags. Efst á toppnum, eru auðmenn, stórlaxar, sem eiga hóruhúsin en koma aldrei nálægt starfsemi þeirra, hirða bara aröinn. Þar sem vændi er gróðavænlegt fyrir- tæki er það vist ótrúlegasta fólk sem fjárfestir I þvi þ.á.m. „fint fólk”, stjórnmála- og embættis- menn. Þetta fólk hefur mjög mikið fyrir sinn snúö og er aldrei handtekið. 1 miðjum piramidanum eru mellumömmur, þeir embættis- menn sem þiggja mútur og dólg- arnir. Þetta fólk auðgast veru- iega á vændi, vinnur að nokkru við reksturinn (mellumömm- urnar og svo dólgarnir ef hags- munir þeirra sjálfra eru I veði). Þessi mannskapur er I sáralltilli hættu fyrir þvi að vera tekinn fastur — þau hafa sambönd. Neðst I piramidanum eru svo vændiskonurnar, arörændir verkamenn þessa samfélags. Ef þær vinna I húsi fá þær um það bil helming þess sem viöskiptavinir borga, hinn helmingurinn rennur til hússins. Sinn helming verða þær svo að afhenda dólgnum fyrir vernd hans — sem engin er. Samband vændiskonu og dólgs er afskaplega flókið fyrirbæri eftir bók Jeanne Cordelier aö dæma. Vændiskonur verða að reyna að stela undan af kaupi slnu til aö eiga fyrir fötum og mat og ef þær geta stela þær stundum af viðskiptavinum. Þær fela þessa peninga sina vandlega en dólg- arnir þekkja þær og finna þá oftast. Starf stúlknanna er mjög hættulegt, margar eru myrtar, hvað eftir annað er ráðist á þær — VÆNDI Jeanne Cordelier: Þegar vonin ein er eftir Þýð.: Sigurður Páisson Iðunn 1978. Ég skora á ykkur að lesa þessa bók. Um leið hlýt ég aö segja að hún er um margt hræðileg lesning. Hún er full af ofbeldi, niðurlægingu og kvöl. t henni er jafnframt varpaö skæru ljósi á margt það sem hræsnarar og teprur vilja helst leiöa hjá sér — og ef til vill ætti það fólk helst af öllu að lesa hana. Þegar vonin ein er eftir eru endurminningar franskrar vændiskonu. Hún var I „brans-. anum” I fimm ár og lýsir reynslu sinni þar. Vamdiskonur ganga ekki undir eigir. nöfnum — þessi kallar sig lengst af Sophie, hún heitir Marie Mage réttu nafni. Sophie byrjar á tiltölulega sæmilegu hóruhúsi, fer slöar að vinna i Les Halles, svo i þvl sem I bransanum erkallað „sláturhús” og að lokum fer hú i á götuna. Reynsla hennar þessi tlu ár nær þannig yfir felstar gerðir vændis. Ég verö aö segja það alveg eins og er að ég hefði ekki getað Imyndað mér neitt I likingu við þaö sem Jeanne Cordelier lýsir i þessari bók. Hún segir frá á agaöan hátt — þaö örlar ekki á sjálf smeðaumkun eða til- finningasemi hjá henni þó hún segi frá voöalegustu atburðum: likamlegum og andlegum mis- þyrmingum, fóstureyðingum hjá skottulæknum eða meðferð dólg- anna á konum slnum. Inn 1 frá- sögnina fléttar hún siðan kafla um æsku sina og uppvöxt „I faðmi fjölskyldunnar” — og það er ekki sérlega falleg lesning heldur. „Elsta starfsgreinin" Á siöari árum hafa vændi og vændiskonur verið mjög I kast- ljósinu — ekki sist fyrir það aö rauðsokkar og aðrir þeir sem berjast fyrir kvenfrelsi og sósial- isma hafa óspart vakiö eftirtekt á þessu. Vændi hefur verið kallað „elsta starfsgrein kvenna” og ég fæ grænar bólur þegar ég heyri þessi flirulegu skrauthvörf. Konur hafa alla tið gengiö að hverri annarri vinnu meb körlum slnum auk heimilisverkanna blessaðra — og gera enn. Eru það ekki störf? Þaö var svo aftur þegar borgir byrj- uðu að myndast fyrir alvöru og þar með sveltandi, atvinnulaus öreigalýður, að vændi fór að blómstra. Hvað áttu konurnar annað aö gera til ab framfleyta sér og börnum sinum? Þar gilti nákvæmlega það sama og gildir enn I dag að þegar enginn villl kaupa vinnuafl kvennanna eiga þær aðeins eitt eftir til að selja — sjálfar sig. Wilhelm Reich sagði e-ö á þá leiöj— ef útrýma ætti vændi þá yrði að byrja á þvi að útrýma atvinnuleysi verka- kvenna. Evrópskir og amerlskir rauð- sokkar vilja útrýma vændi — en málib er ekki einfalt. Vændi er óhugnanleg starfsgrein, full af niðurlægingu og viðbjóöi, og hún ætti ekki aö vera til. En hún er til — i öllum kapitaliskum löndum. Miljónir kvenna vinna sem vændiskonur. I formála frönsku útg. af Þegar vonin ein er eftir segir að I Frakklandi komi um 70% vændiskvenna frá verka- mannafjölskyldum, lágstéttinni. Ekki þætti mér ótrúlegt þó að svipaöar tölur giltu I öðrum löndum, Og á meöan svo er þýðir ekki að æpa bara: Burt með vændi! Það verður aö spyrja: Hvað er vændi, hvers vegna er þaö til, hver heldur þvi við og þá um leið — gegn hverjum eigum við að berjast. og þá eru blessaðir „verndar- arnir” hvergi nærri. Þegar lög- reglan hefur afskipti af vændi — þá tekur hún yfirleitt stúlkurnar fastar. I franska formálanum að bókinni Þegar vonin ein er eftir segir aö rúmlega 40 þús. vændis- konur séu teknar fastar árlega þar I landi en aðeins um 400 dólgar. Starfsaldur kvennanna er stuttur. Vændiskona sem komin er vel yfir þritugt á um það að velja aö fremja sjálfsmorö eða dragast upp á ömurlegasta hátt. Það eru ekki mjög margar konur sem eiga afturkvæmt inn I borgaralegt þjóðfélag úr þessum bransa. Maður horfir á þennan pira- mida koma smám saman i ljós i bók Jeanne Cordelier. Þaö fer ekki hjá þvi að maður sjái hve óhugguleg likindi eru milli þessa fyrirkomulags og þess sem gildir I hinni kapltallsku þjóöfélagsgerð yfirleitt — nema hvaö vændis- konur eru náttúrlega enn kirfi- legar á botninum en venjulegir verkamenn. Auk hryllilegs starfa og aröráns upplifa þær daglega alla þá siðferðilegu fordæmingu og hatur sem fylgt hefur starfs- grein þeirra frá upphafi. Kvenhatur Og það er ein af ástæðunum fyrir þvl að þeir sem áhuga hafa á kvenfrelsi hafa hlustaö grannt á vændiskonur upp á slðkastið. Þær hugmyndir og viðhorf sem viðskiptavinir birta þeim varö- andi kynllf og konur er oft hreinn hryllingur. Og þessi viðh jrf eru ekki gripin úr lausu lof'.i — þau eru á feröinni I hugmyndafræði viðkomandi þjóðfélaps. Karlmenn eru ekkert aö vanda sig við vændiskonur, hjá þeim fá þeir útrás fyrir alla bælinguna, brenglunina, hatrið, fyrir- litninguna og ógeðið sem þeir hafa á konum og kynlífi. Verstir eru siðgæðispostularnir. Ein dönsk vændiskona sagði i viðtali við rauðsokka þar i landi: „Ef ég segöi ykkur nöfnin á þeim háttsettu körlum sem koma hing- að i götuna á næturnar, til að kaupa sér konu og bern hana með hnútasvipu sér til íróunar, þá skilduð þið kannski enn betur hvers vegna þeir hinir sömu menn eru svolitið seinir á sér i sambandi við frelsismál kvenna”. Hver græfifr — hver tapar Hvers vegna láta stelpur hafa sig út I vændi — og hvers vegna i Staður hagstæðia stórínnkaupa $»íð Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur. S^> STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI i Jeanne Cordelier: neðst I hátimbrubum piramfda. ósköpunum láta þær dólga og mellumömmur og kúnna fara svona ofboðslega meö sig? Af hverju risa þær ekki upp? Þessum spvrningum svarar Jeanne Cordalier smám saman, fyrir sjálfa sig og aðrar, i bókinni. Marie/Sophie á enga ósk heitari en aö komast aö heiman — og les- andi getur ekki láð henni það. Dólgvrinn býður henni gull og grænt skóga fyrst, þau byrja að- búa, og svo einn góöan veöurdag er kjminn timi til aö hún ,,fari út að vinna”. Vændi er skjóttekinn groöi fyrir dólginn og I huga Marie er þetta einn af þeim at- vinnumöguleikum sem til greina koma. Systir hennar er fyrir nokkru komin i bransann, allt i kringum hana er vændi skoðað sem sjálfsagður hlutur og slðast en ekki sist þá veit enginn hvað vændi er fyrr en hann hefur reynt þaö (281). Þar að auki á Marie að baki skelfilega reynslu og I fyrr- nefndum formála segir að fjórða hver vændiskona deili henni með henm, þ.e. að þær hafa verið kyn- ferðislega misnotaðar af feörum slnum þegar þær voru börn. Nú — þegar konur eru einu sinni komnar i bransann og komnar meö hinn óhjákvæmilega dólg, snikjudýriö, hangandi viö sig þá er hreint ekki hlaupið aö þvi aö losna. Atvinnurekandi horfir ekki þegjandi á verkamann ganga burt meö atvinnutækiö meö sér. Hagsmunir dólgsins eru I húfi ef vændiskonan er meö upp- steyt eöa gerir sig llklega til að hætta. Dólgarnir eru svo aftur handbendi enn annrra sbr. pira- midann góða. Og það verður aldrei hróflað viö vændi I þjóð- félögum hins frjálsa framtaks á meðan einhver græöir á þvi. Ég held að þaö hljóti aö vera niðurstaða þeirra sem lesa þessa áhrifamiklu bókað baráttan gegn vændi verði að vera þáttur I baráttunni fyrir sósialisma og kvenfrelsi. Stillinn á bókinni er mjög sér- kennilegur, þar skiptist á mynd- mál og ljóðrænir kaflar annars vegar og „slang” hins vegar. Þaö er erfitt fyrir mig að segja nokkuð um þýðingu Siguróar Pálssonar af þvi að ég get ekki boriö saman við frumtexta — en segja mætti mér að nún væri svolltiö misgÖð. Dagný

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.