Þjóðviljinn - 15.07.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júH 1979. Sigurður vill ryðja burt öllu sem tengist Loftleiðum Alfreð Elíasson fyrrver- andi forstjóri Loftleiða og Flugleiða lét af störfum eftir sfðasta aðalfund fé- lagsins eins og greint hef- ur verið frá. Á þessum fundi urðu nokkur átök um stjórn og forstjórastöður félagsins/ auk þess að lögð var f ram tillaga um að að- skilja félögin á nýjan leik. Flugleiðir hafa einnig ver- ið mikið i fjölmiðlum af öðru tilefni/ sem má nefna eftirköst aðalfundarins að nokkru leyti/ en þaðer hin mikla endurskipulagning og uppsagnir sem eiga sér stað innan félagsins. Af þessu tilefni sneri blaðið sér til Alfreðs Elíassonar og fór þess á leit við hann að fá að ræða viö hann um málefni Flugleiða. Al- freð var fyrst beðinn að greina frá hvernig ferill hans sem eins af frumkvöðlum islenskra flugsam- gangna hafi hafist. Upphafið — Við voru nokkrir Islendingar við nám á striðsárunum i Kan- ada. Við vorum i læri hjá kanad- iska flughernum og fengum góða þjálfun þar. Það var eðlilega allt- af ofarlega i huga okkar aö gera eitthvað i flugmálum þegar heim væri komið, en félagið minir voru þeir Kristinn Ólsen og Sigurður Ólafsson. Nú, viö keyptum 4 sæta sjóflugvél og flugum henni frá Winnipeg til New York og var hún sett þar á skip sem flutti hana til íslands. Flugfélag Islands var þá starfandi og buöum við þvi vélina til sölu meö þvi skilyröi að við þrir fengjum einhverja vinnu viö fyrirtækið, en félagiö hafði þá ný- verið misst eina flugvél sina. Flugfélagiö gekk ekki aö þessum skilmálum og fórum við þá sjálf- ir út I að fljúga og störfuðum við það aðallega á flugleiðinni | Rvik—Vestfiröir. Sumariö 1944 ( buðum við Sildarútvegsnefnd að annast fyrir hana sildarleit fyrir Norðurlandi og sinntum við þvi verkefni I tvö sumur. ... t il að útiloka samkeppni! — Við bættum smám saman við okkur og keyptum strax eftir striðiö 5 Grumman-flugbáta af bandariska hernum og notuðum þá bæði I farþega- og vöruflutn- ingaflug hér innanlands. Þá kom að þvi að rikisstjórnin fyrirskip- aði báðum flugfélögunum, Flug- félagi Islands og Loftleiðum að skipta leiðum i farþegafluginu hér innanlands til að útiloka sam- keppni. Við höföum haslaö okkur völl á Vestmannaeyjaleiðinni, Akureyrarleiðinni og viðar. Við skiptinguna töldum við Loftleiða- menn okkur fara með svo skarð- an hlut frá borði að við ákváðum að selja allan flugvélakost okkar og kaupa notaða millilandaflug- vél af DC-4 gerð og hefja flug til Evrópu. Þetta var árið 1947. Ári siðar hófum við áætlunarferöir til New York. Island hafði þá hag- stæðan flugsamning, svonefndan Chicago-samning, við bandarisk yfirvöld. Það má segja að á þessum ár- um þvældumst við nokkuð viða. Við flugum m.a. milli Evrópu og S-Ameríku með farþega og til aö fljúga vélunum ekki tómum til baka, keyptum við banana og fluttum til tslands, en þá var skortur á ávöxtum hér á landi, og þótti sjúkrahúsunum þetta kær- kominn varningur. — Hvenær hófst þetta fasta flug, Luxemborg-Reykjavik- NewYork? — Það var smám saman að þróast, en óhætt er að segja, að þaö hafi byrjað fyrir alvöru 1953. Herinn í spilinu ? — Þvi hefur gjarnan veriö haldið fram að Loftleiöir hafi fengið einhverjar sérstakar Iviln- anir I Bandarikjunum með lend- ingarleyfi á þessum tlma, vegna veru bandarlsks herliðs á ls- landi. Hvað viltu segja um þenn- an oröróm? — Ég tel að það hafi ekki ráðið miklu um á þessum tíma. Á þess- um tima vorum við svo litlir að við ógnuðum engum og Banda- rikjamenn voru frjálslyndir i þessum efnum. — Ef við snúum okkur aðeins að nútimanum og förum alit til ársins fyrir sameiningu flugfé- laganna. Hvernig var staða Loft- leiða fjárhagslega I samanburði við Flugfélagið þegar sameining- in kemstalvarlega á dagskrá árið 1973? — Staða okkar var mikið betri en Flugfélagsins. Þegar sam- þykktin um sameininguna var gerð, þá varð það forsenda að bæði félögin Loftleiðir og Flugfé- lagið yröu ekki lögð niður, heldur héldu áfram að starfa sitt i hvoru lagi. Til þess að meta eignir fé- laganna var fengin 3 manna matsnefnd. Við matið lagði nefndin til grundvallar efnahags- reikninga félagsins siðasta upp- gjörsdag, 1. ágúst 1973. Flugvall- Þessi mynd var tekin af nokkrum Islendingum sem voru I læri hjá kanadiska flughernum á striðsárunum. F.v. Magnús Guömundsson flugstjóri, Alferð Eliasson flugstjóri, Kristinn Ólsen flugstjóri og Smári Karlsson flugstjóri. (Myndin er I eigu Alfreðs Eliassonar). Þig ræðir við Alfreð Elíasson um sameiningu flugfélaganna — þátt Sigurðar Helgaso

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.