Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
# mér
datt þad
í hug
Böðvar Guðmundsson skrifar:
LYKILLINN
að Bessastaðastofu
Þegar lýöveldi var stofnaB
hér af Bandarikjamönnum og
Bretum áriö 1944 var ákveðiö aö
hér skyldi vera um framtið 6-
komna persóna i embætti til aö
skrifa undir lög og vernda
skátahreyfinguna. Embætti
téðrar persónu skyldi heita for-
setaembætti lýöveldisins Is-
lands. 1 þetta embætti valdist
svo gamall maöur vel ættaöur
meö óflekkaö mannorö, — eins
og allir kannast viö. Nú kynni
margur aö álykta sem svo
vegna þeirrar dægrastyttingar
þjóöarinnar aö baktala náung-
ann, að slikir öldungar væru
ekki á hverju strái, en engu að
siöur hefur þjóöin ml i tvigang
þurft aö velja einn úr heilum
hópi til aö verafremstan meöal
jafningja.Enn viröist slikt grin
standa fyrir dyrum og munar
margantil. Égvar ennþá kosn-
ingaréttarlaus unglingstuska
þegar þeir séra Bjarni, Asgeir
og GisU glimdu um lykilinn aö
Bessastaöastofu og man fátt frá
þeim tiöindum og sennilega
flest rangt. Eitt atvik hefur þó
sest að i mér, ef mig hefur þá
ekki dreymt þaö. Mig minnir
endilega aö þá hafi nokkrir Is-
lendingar verið sviptir meö
dómi öllum mannréttindum, -r-
haröur dómur þaö, — vegna
þess aö lögreglan lamdi þá fyrir
framan Alþingishúsiö 30. mars
1949 þegar veriö var aö fram-
fylgja skipunum lýöveldisstofn-
enda á Alþingi. Undarlega er
minniö svikult ef tveir glimu-
manna lofuöu ekki þjóöinni, aö
láta þessa menn njóta mann-
réttinda á ný ef lykillinn hafnaöi
iþeirra höndum. Sá var kosinn,
sem ekkert sUkt loforð gaf, —
eins og viö var aö búast. Þá hef-
ur slagurinn viö Alþingishúsiö
30. mars vafalaust veriö hita-
mál, — og mætti af þessu, ef rétt
er, draga einhvern lærdóm.
Svo komu siöustu forseta-
kosningar og mikiö gekk á. 1-
þróttahús landsins voru troð-
fyllt á hverjum fundinum eftir
annan þar sem stuöningsmenn
annars hvors forsetaefnisins
höföu ljúflinga sina til sýnis og
leyföu fólki jafnvel aö snerta
Herrans klæöafald. tJtvarp, —
ætli þaö hafi ekki verið komiö
sjónvarp viöa lika, — var stút-
fullt af viötölum og fréttum, til-
kynningum og umsögnum og
mikiö lif færöist I þjóöariþrótt-
ina, baktaliö. Menn fóru I mann-
jöfnuö hvort heldur var á miði
eöa túni, viö messu eöa öl-
drykkju. Sumir töldu þaö ljúf-
lingi sinum til framdráttar, aö
hann gæti sett saman mergjaöri
kynlifslýsingar I bundnu máli,
meira aö segja sléttuböndum,
en hinn.aörir sögöu ljúfling sinn
meiri þrekmann viö drukk en
dæmi værutilum áöur i þessari
veiðistöð.
Einn var sá hópur manna um
þessar mundir sem væntu sér
komu frelsara á forsetastól.
Voru þaö þeir sem jafnan hafa
þverskallast viö náöarmeöulum
Verndarans i Keflavik. Var sá
flokkur stór og lét nokkuö hátt i
mönnum, — veöjuöu einkum á
annan, málstaö sinum til fram-
dráttar. Gekk þessi lýöurinn svo
langt, aö merkustu stuönings-
mönnum þess hins sama þótti
ekki vænlega horfa nema sá
draugur væri hiö snarasta niöur
kveðinn. Þaö þótti einkum til ó-
þurfta, aö á árdögum þjóöfrels-
isbaráttu á Islandi var útþrykkt
blað þar sem i var aö finna nafn
forsetaefnisins undir ritgeröar-
stúf. Nú voru góö ráö dýr og
þurfti aö koma skilaboöum til
eyrna alþjóöar um það aö kurr
sá hinn illi um viðhorf og af-
stööu forsetaefnisins til Vernd-
ara vors 1 Keflavik væri einung-
is rógur vondra manna. Hlust-
aöi ég ásamt Teiti fóstra min-
um og Sæmundi presti á út-
varpsviötal vegna áöurnefndr-
ar greinar. Þar var dregiö
i dagsbirtuna á skýran og
augljósan hátt, aö téö grein
i téðu riti heföi alls ekki
túlkaö á nokkurn hátt viö-
horf höfundar til Verndara vors
i Keflavik, heldur heföi hún
fjallaö um þaö hversu skyldi til
forna jó brydda. Létti nú á
mörgu hjarta þótt þyngdi hug-
inn annarra, var svo gengiö til
kosningaog þurfum vér ekki aö
spyrja aö þeim leikslokum.
Þaö gladdi margan góöan
dreng hversu andófsmenn vest-
rænnar menningar voru háöug-
lega leiknir þegar uppvar staö-
iö frá þeim slag. Þótti mörgum
aö þar mætti sjá eitt dýröarinn-
ar dæmi þess hversu skyldi
leika fámenna þrýstihópa sem
ætluðu að nauöga fram vondum
málstaö.
Af ofanskráöu, — ef rétt er
meöfarið, — má ráöa, aö sumt
sévænlegra tilárangursl slagn-
um um lykilinn aö Bessastaöa-
stofu en annaö. Senn fer hann I
hönd og er þegar farið aö spá
um leikslok. Þegar hafa veriö
tilnefndir valinkunnir sóma-
menn af góöum ættum meö ó-
flekkaö mannorö, td. Olafur Jó-
hannesson, Albert Guömunds-
son og Guölaugur Þorvaldsson.
Þeim og þjóöinni allri mætti
gefa eftirfarandi eiginleikalista
til glöggvunar:
1. Gott er aö forsetaefni geri
sem minnst úr mannréttindum
óbótamanna.
2. Vænlegt er fyrir forsetaeftii
aö vera vel aö sér I skáldamáli
fornu og kunna á þvi glögg skil
hversu skuli konu gilja og öl
kneifa.
3. Forsetaéfni þarf aö vera
hreint af samneyti viö óvini
frelsis og lýöræöis hins vest-
ræna, — þó kemur eigi aö sök
hafi þaö skrifaö I bæklinga og
flugurit téöra óvina enda hafi
skrif þessa þá verið um óskyld
málefni.
4. Forsetaefni þarf aö vera
karlkyns, sbr. 2. grein.
5. Forsetaefni þarf aö vera
sléttmált viö höföingja en djarf-
mælt viö alþýöu.
Viö þessi meginboöorö mætti
svo bæta ýmsum heilræöum.
Þaö er morgunljóst, aö ýmist
mál og málefni hafa náö ótrú-
legum vinsældum meöal þess-
arar þjóöar, þe. hluta hennar,
sökum einarölegs máiflutnings
siödegisblaöa svokallaöra. Eitt
vinsælasta mál er lýtur aö efna-
hag á siöari timum er sú ágæta
hugmynd aö útrýma bændum úr
landinu. Núerubændur, eins og
allir vita, ekkert nema óþarfur
þrýstihópur sem hrifsar til sin
miklu meiraenhonum ber. Þaö
er þvi ekki óklóklegt, aö þeir
þrlr dánumenn sem upp voru
taldir hér aö framan eigi sér
haröan keppinaut i Jónasi
Kristjánssyni. Þegar þýskir
bændur gerðu uppreisn gegn
aöli ogkeisarai byrjun 16. aldar
reis upp fallinn grámunkur I
skjóli keisara og setti saman um
bændur svo verðugar skammir
að vart mun ööru til aö jafna.
Þessi maöur hét Marteinn
Lúther. Flestum fræöimönnum
ber saman um þaö, aö fátt hafi
betur styrkt stööu Lúthers og
skoöana hans en þetta ágæta
syndaregistur bænda. Kepptust
nú höföingjar um aö lofa hann
og þeir hæst sem áöur höföu
hann mest grunaðan um
græsku. Ber enda fræöimönnum
samanum þaö, — öllum þeim er
rannsakaö hafa sviviröingar og
ákúrur I garö bænda — aö ekk«
ert hafi gerst markvert I heim-
inum i þeim efnum siöan Lúther
leiö þar til Jónas Kristjánsson
hóf landbúnaðarskrif hin meiri I
blaö sitt. Gott er einnig fyrir
forsetaeftii að hafa sýnt ein-
hverju verðugu málefni jákvæö-
an áhuga. Hundavinir eru mjög
margir i þessu landi, og alveg
sérstaklega á höfuöborgar-
svæöi. Þykir sá dýranna mestur
vin sem á tjóðraða hundtik ýl-
andi viö dyr sinar og gengur
meö út aö skita á fögrum dög-
um. Eins og alþjóö man, sýndi
Albert Guðmundsson hunda-
haldi jákvæöan áhuga á þeim
tima sem það var bannaö aö
eigahundnemaálauni Reykja-
vik. Þá var kveöin þessi vísa:
Ég er ei nema skaft og skott,
skrautlega búinn stundum,
osfrv.
Þjóölegverömæti eru i háveg-
um höfö á Islandi eins og alþjóö
veit. Viöhald þeirra ogvegsemd
þykir mikil einstaklingsprýöi.
Þvi er þaö fögur skrautfjööur i
stéli forsetaefnis aö hafa barist
vel og drengilega fyrir björgun
þessara verömæta. Ýmsir
muna enn þá höröu hrið sem
vondir menn efldu gegn einu
sameiningartákni þjóöarinnar
fornu, setunni. Þessi fagri bók-
stafur sem prýtt hefur bókfell
þjóðarinnar frá forneskju átti
samkvæmt þeirra ósk aö hverfa
i glatkistuna. Þvi fögnuðu
margir þegar málsnjöllum al-
þingismönnum tókst aö sigla
setumálinu i strand svo nú veit
enginn lengur hvar skal setu
skrif a. Vel kann þaö lika aö f ara
svo aö Sverrir Hermannsson
veröi tilnefndur á forsetastól.
Til viöbótar viö eiginleikalist-
ann má þvl bæta eftirfarandi at-
riðum:
6. Forsetaefni þarf aö hafa
vakandi auga á bændum, alveg
sérstaklega afuröum þeirra, td.
floti og feitu keti.
7. Forsetaefni þarf aö vera
hundavinur, helst aö halda hund
á laun.
8. Forsetaefni þarf aö vera
þjóölegt, skrifa stafinn setu að
jafnaöi i mál sitt, helst aö bera
hann fram lika.
Af ofansögöu er augljóst, aö
þaö er vandi aö finna gott for-
. setaefni. Enginn þeirra sem hér
hafa verið nefndir uppfylla öll
þessi skilyrði, enginn stjórn-
málaflokkur hefur þau öll á
stefnuskrá sinni. Forsetaefni
þarf helst að vera samsteypa
þeirra manna sem hér hafa ver-
ið nefndir og allra þeirra stjórn-
málaflokka sem starfa á land-
inu. Það þarf að hafa hag-
mælsku framsóknarmannsins
til aö bera, bændapólitik Al-
þýöufiokksins, þjóölegraverð-
mætaviðhorf Sjálfstæöisflokks-
ins og sveigjanleik Alþýöu-
bandalagsins i utanrikismálum.
Athugi nú fjölmargirlesendur
Þjóöviljans hvort slikur maöur
finnist I þeirra sveitum.
Akureyri 7. ágúst 1979
Böövar Guðmundsson
Sigur — og hvað svo?
I tæplega hálfa öld hefur al-.
þýöa Nicaragua búiö viö full-
komna niöurlægingu, örbirgö og
ógnarstjórn. Sigurinn sem nú hef-
ur unnist er árangur þeirrar bar-'
áttu sem háö hefur veriö I landinu
áratugum saman, siöustu 18 árin
undir merkjum Sandinistahreyf-
ingarinnar. Þaö sem geröi sigur-
inn mögulegan nú var tvimæla-
laust þaö sögulega afrek Sandin-
ista aö sameina öll andspyrnuöfl-
in i landinu til lokaátaks.
Margir ágætir vinstri menn
velta þvi nú fyrir sér hvort öflin
sem steyptu Somoza séu ekki of
sundurleit, hvort einingin rofni
ekki þegar hinn sameiginlegi
óvinur er horfinn af sjónarsviö-
inu.
Luis Martinez lagöi á þaö
þunga áherslu á ráöstefnunni i
Caracas , aöFSLN væri ekki „fá-
mennur hópur öfgasinna” einsog
reynt hefur veriö aö telja mönn-
um trú um, heldur öflug stjórn-
málasamtök sem ættu stuöning
alls þorra þjóöarinnar. Samtök
sem hafa eflst og herst i 18 ára
baráttu sem kostaö hefur mörg
mannslif og miklar fórnir. Þeim
hefur tekist aö sameina alla and-
stæöinga ógnarstjórnarinnar og
virkja þá undir merkjum bylting-
arhersins. Þetta haföi áöur veriö
reynti mörgum löndum álfunnar,
en hvergi tekist nema á Kúbu.
Rlkisstjórnin sem tók viö völd-
umi' Managua 17. júli s.l. kennir
sig viö þjóölega endurreisn. I
henni eiga sæti fulltrúar ýmissa
stjórnmálasamtaka og þjóöfé-
lagshópa. Verkefni þessarar
stjórnar eru óþrjótandi: hún þarf
aö reisa landiö úr rústum.
Nicaragua er örfátækt land-
búnaöarriki, sem býr ekki yfir
neinum verömætum hráefnum,
er veitt gætu skjótfenginn gróöa.
Somoza og hyski hans tæmdu
bankana og fluttu allt lauslegt
meösér til Miami, einsog siöur er
suöur-ameriskra haröstjóra þeg-
ar syrtir I álinn hjá þeim. Þaö
gefur þvi auga leiö, aö eigi stjórn-
in aö ná einhverjum árangri i
uppbyggingunni þarf hún aö fá
mikla og góöa aöstoö erlendis frá.
Stjórn sem stendur frammi
fyrir öörum eins vandamálum
byrjar ekki á þvi aö gefa Ut hug-
myndafræöilegar yfirlýsingar.
„Hvernig ættum viö aö geta talaö
um sósialisma viö fólk sem aldrei
hefur þekkt neinskonar lýöræöi, i
Iandi þar sem ekki hefúr rtkt
frelsi svo mikið sem einn dag?”
— spuröi Luis Martinez.
önnur Kúba?
Þaö stendur ekki orö um sósial-
isma i samstarfsáætlun nýju
stjórnarinnar i Managua.
Aætlunin nær yfir flest eöa öll
sviö efnahagslifsins, stjórnkerfis-
ins, félagslegrar uppbyggingar,
skólakerfis, heilbrigöismála,
menningarmála, osfrv. Talaö er
um „blandaö efnahagskerfi”
þar sem þróast eigi hliö viö hlið
einkarekstur og rlkisrekstur.
„Eignir” Somozafjölskyldunnar
veröa þjóöareign. Þegar þaö er
haft I huga að haröstjórinn flúni
rak landiösem sitteinkafyrirtæki
er ljóst, aö öll lykilsviö efnahags-
lifsins veröa rikisrekin. Jafn-
framt er skýrt tekiö fram I kafl-
anum um einkarekstur, aö hann
veröi jafnan aö taka miö aö þjóö-
arhag og aö haft veröi strangt eft-
irlit meöhonum til þess aö koma I
veg fyrir aö auöur safnist á fáar
hendur.
1 allri Suöur-Ameriku, allt frá
Rio Grande i noröri til Eldlands-
ins i' suöri er aðeins eitt rlki þar
sem tekist hefur aö útrýma
hungri, ólæsi, atvinnuleysi og
öörum þeim þjóöfélagskvillum
sem hrjá álfuna,og þetta eina riki
er Kúba. Þegar ég las samstarfs-
áætlun nýju stjórnarinnar i
Managua gat ég ekki varist þeirri
hugsun að þetta plagg hlyti aö
vera samiö meö hliösjón af þeirri
dýrmætu reynslu sem fengist hef-
ur á Kúbu undanfarna tvo ára-
tugi.
Þetta vita áreiöanlega fleiri en
ég, og þetta hlýtur aö valda mikl-
um og stórum höfuöverkjum
noröar iálfunni. Þaö var létt verk
og lööurmannlegt aö einangra
Kúbu frá öörum rikjum álfunnar
og hindra aö smitun þaöan
breiddist út. En þaö veröur ekki
eins auövelt meö Nicaragua.
Þessvegna er nú lagt ofurkapp á
aösundra samstarfsöflunum þar.
Framtiö „bandariskra
hagsmuna” I Miö-Ameriku gæti
veriö undir þvi komin aö þaö tak-
ist. Þaö er hart sótt aö „hófsam-
ari aöilum” innan nýju stjórnar-
flokkanna um þessar mundir, og
veröur vafalaust áfram.
Stimplar
Þróunin i Nicaragua getur orö-
iömeöýmsu móti, og þaö er ekki
á mínu færi aö koma með pott-
þétta spádóma þar aö lútandi. I
S-Ameriku hefur þaö hingaötil
ráðið úrslitum um örlög byltinga
hvernig málefnum hersins i viö-
komandi landi er háttaö. Þaövar
her Sandinista sem sigraöi I Nica-
ragua, og hann veröur nú uppi-
staöan i byltingarherlandsins.Ef
i hart fer sigrar sá sem ræöur yfir
hernum. Hinsvegar er engin
ástæöa til aö ætla aö einhverjir
samstarfsaöilar innanlands séu á
þeim buxunum.ennsern komið er
a.m.k., aö vilja framlengja borg-
arastyrjöldina.
Framhald á 21. siöu.