Þjóðviljinn - 12.08.1979, Side 19
Sunnudagur 12. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Or mánudagsmvndinni Eins dauði er annars brauð.
Háskóiabió
mánudagsmynd
Eins dauöi er annars brauð
(L'une chante/ i'autre pas)
Agnes Varda var i hópi þeirra athyglisverðu ný-
bylgjumanna sem upp risu i Frakklandi á sjötta
áratugnum og gjörbyitu frönskum kvikmyndaiðn-
aði. Agnes þótti ákaflega efnileg á þessum tima.
Hún gerði margar góðar heimildarmyndir, en fræg-
ust varð hún fyrir myndirnar Cleo frá 5 til 7 (1962)
og Hamingjan (1965). Siðan hefur hún gert nokkrar
myndir, sem ekki hafa vakið jafnmikla hrifningu,
þartil hún sló aftur i gegn 1976 með L’une chante,
l’autre pas. Þar segir hún frá vináttu tveggja
kvenna og lifsbaráttu þeirra. Sagt er að myndin sé
alveg laus við predikunartón, en segi þó meira um
jafnréttisbaráttuna en margir langir fyrirlestrar.
Sjálf segir Agnes Varda um þessa mynd, að hún sé
„konumynd, en þó fyrst og fremst ástriðufull mynd
sem fjallar um ást og kærleika meðal fólks, milli
karla, kvenna, barna og vina”.
Laugarásbíó
Lœknir í vanda
Það er alltaf dálitið sorglegt þegar góðir leikarar
leggja sig niður við að leika i lélegum myndum. Hér
má sjá Glendu Jackson, Walter Matthau og Art
Carney gera sitt besta til að bjarga þvi sem ekki
verður við bjargað. Þessi gamanmynd er dæmigerð
fyrir þá framleiðslu sem áður fyrr streymdi frá
Hollywood i löngum bunum en verkar á mann eins-
og dapurleg timaskekkja núna. Aðstandendur
hennar eru flestir gamlir iðnaðarmenn úr glans-
myndaiðnaðinum, og helstu einkenni myndarinnar
eru karlagrobb, kvenfyrirlitning og aulafyndni.
Leiksins vegna er þó hægt að horfa á hana, ef menn
hafa ekki annaö þarfara við timann að gera.
Háskólabíó:
Áhættulaunin
(Wages of Fear/Sorcerer)
Leikstjóri: William Friedkin
í fyrstu litur svo út fyrir, að tilgangurinn sé að
gera mynd um þjóðfélagsástandið i Suður-Ameriku.
Svo er þó ekki, þvi brátt kemur i ljós um hvað málið
snýst. Fjórir menn af sitt hvoru þjóðerni, sem allir
eiga vafasama fortið að baki, eru ráðnir til að flytja
nitróglýcerin á vörubilum um rúmlega 200 milna
leið gegnum torfarinn veg frumskógarins, þangað
sem oliulindir i eigu ameriskra auðkýfinga standa i
björtu báli, en þeim veröur aðeins eytt með þessu
sprengiefni.
Friedkin tekst sæmilega vel að skapa spennandi
afþreyingu, en tilraunir hans til að tjá örvilnun
manneskjunnar á myndrænan hátt heppnast ekki
alltaf.
Regnboginn:
Rio Lobo
Leikstjóri: Howard Hawks
Varla er hægt að hugsa sér betri upplyftingu fyrir
kvikmyndaunnendur en góða kúrekamynd. Það
verður enginn svikinn af þvi að bregða sér i B-sal
Regnbogans þessa dagana — nema þá þeir sem yf-
irhöfuð kunna ekki að meta slikar myndir.
Þetta er atburðarik mynd og bráöskemmtileg.
Howard Hawks er löngu kunnur fyrir gerð margra
ágætra vestra og John heitinn Wayne stendur fyrir
sinu i aðalhlutverki myndarinnar.
Kvikmyndamenning Bandarikjamanna byggir
ekki hvað sist á gerð kúrekamynda og Rio Lobomá
hiklaust flokka með þeim betri af þeirri tegundinni.
Hafnarbíó:
Candy
Ekki skortir frumleikann né hugmyndaflugið og
þaðan af siður valinkunna leikendur. En ekkert af
þessu er samt nóg til að gera góða kvikmynd. Meira
þarf til. Það verður að segjast eins og er, að imynd-
unarafl höfunda þessarar myndar nýtist fremur
illa: útkoman er hvorki heilsteypt né áhugavert
efni. Ewa Aulin leikur aðalhlutverkið og virðist
hafa þá einu hæfileika til að bera að sýna sinn fagra
kropp. Af hinum heimsfrægu leikurum er það að
segja, að þeir virðast flestir kunna illa við sig i hlut-
verkunum. Á þetta einkum við um þá Burton og
Brando.
Regnboginn:
Hjartarbaninn
(The Deer Hunter)
Leikstjóri: Michael Cimino.
Þessi viðfræga og umdeilda óskarsverðlauna-
mynd er að mörgu leyti mjög vel gerð og leikurinn
er frábær. En sú mynd, sem hún dregur upp af
strlðinu i Vietnam, er ekkert annað en lymskulegur
áróður, þvi að Vietnamarnir eru sýndir sem fantar
og illmenni, en aftur á móti er látið að þvi liggja, að
Bandarikjamenn hafi litinn sem engan þátt átt i
þeim hrottaskap og þeirri spillingu, sem þar við-
gekkst á þeim tima, — heldur hafi þeir aðeins verið
leiksoppar örlaganna.
Austurbæjarbíó:
1 sporðdrekamerkinu
Enn ein klámmyndin frá Danskinum, en hann
hefur þó löngum haft lag á þvi að krydda slikar
myndir með léttum húmor. Þróunin hefur hins veg-
ar verið sú, að eftir þvi sem þessar myndir hafa
orðið djarfari og djarfari þvi þynnri hefur húmorinn
orðið. Efniviðurinn er harla rýr, enda er hann al-
gjört aukaatriði.
Þvi til sönnunar, að Danir geta lika búið til kvik-
myndir i gæðaflokki, þó að litið hafi borið á þeim
hérlendis, skal bent á kvikmyndasiðuna i dag.
í rösa
Fjarstýring
forstjórans
„Það losnaði bústaður hjá
verkalýðsfélaginu i Arnessýslu
fyrir tilviljun og mér gafst kostur
á að vera hérna I eina viku, en ég
hef samt stundað mina vinnu héð-
an”, sagði Eggert G. Þorsteins-
son, forstjóri Tryggingastofnunar
rikisins, en hann var meðal dval-
argesta sem Visir ræddi við.
Visir.
Gunna var í sinni sveit...
Hjónaband Gunnu I Chicago
var ófarsælt frá byrjun og jafnvel
áður en stofnað var til þess og
ekki fór það batnandi. Haturs-
leikir hjónanna uröu hatramm-
ari. Sem andsvar og til að deyfa
tilfinningar jók Gunna á fikni-
efnanotkun og reykti meira hass.
Svo bætti hún við það amfeta-
mini, mescalini og stöku sinnum
kókaini. Eiginmaöurinn þambaði
meira af spönsku vinunum sin-
um. Geðillskan óx i hlutfalli við
flkniefnin og ól hún á pislarsýkn-
inni.
Esra S. Pétursson iTimanum.
Úthaldiö lengi lifi
Einn keppandi var þó ekki viss
um aö hann yrði með i næstu
heimsmeistarakeppni. Það er
langhlauparinn Norman Bright 67
áragarpurfráLosAngeles. Hon-
um gengur afleitlega að æfa
vegna þess að hann er blindur.
Eða eins og hann sjálfur sagði:
„Eg lendi oft bölvanlega i þvi á
æfingum heima. Ég á það til að
hlaupa á ótrúlegustu hluti. Þrisv-
ar hef ég sloppið naumlega við á-
rekstur við bila, en þau skipti sem
ég hef hlaupið á tré og póstkassa
hef ég ekki talið.”
Þjóðviljinn.
Hvað skyldi óttarr
Möller hafa kostað?
Eimskipafélag Reykjavikur
keypti Möller með húð og hári.
Svarthöfði, VIsi.
Mannætur á Þjóðhátið
Var svo komiö á kvöldin er
rökkva tók að annar hver maður
var með lunda i annarri hendinni
og unga stúlku i hinni enda hvort
tveggja jafn gómsætt ef aö llkum
lætur.
Tlminn
Stefnufesta
Sjálfstæðisf lokksins
Ég hallast ef til vill að þvi, að al-
mennt jöfnunargjald sé ekki með
öllu útilokað.
Geir Hallgrimsson á bændafundi
I Grimsnesi,
birt I Morgunblaðinu.
vísna-
mál *
Umsjón:
Adolf J.
Peterson
Gull í mund á marga lund
Farið er að liöa á seinni
hluta sumarsins, næturnar
lengjast ef miðað er við gang
sólar, það rökkvar fyrr á
kvöldin þar sem sólsetur verð-
ur fyrr i timanum. Um þetta
kvað Einar M. Jónsson:
Nú hin mæta sumarsól
seig við rætur fjalla.
Togna nætur, timans hjól
tjaldið lætur faiia.
Þó að sumarkvöldin setji
rómantiskan blæ á tilveruna,
þá er samt betra að geta hald-
ið upp um sig buxunum, en
missa þær ekki niöur um sig
eins og sagt er að sumir
stjórnmálamenn geri oft i
málefnalegum skilningi. Um
það að vera með buxurnar á
hælunum kvað vesturislend-
ingurinn Friörik Pétur Sig-
urðsson:
AUt er slitið onum mig
út af striti beinu.
Hér ég sit við harða slig
og hef ei vit á neinu.
Það gæti valdið sárri sút,
að svoddan yfir vofi,
að maður dytti allur út
úr opnu buxna-klofi.
Þegar svona var komið, þá
fór Friðriki að kólna, sem ekki
er að undra, svo hann kvað:
Þessi svali, það ég sver,
— þar um talið gengur:
Allt er kalið undan mér,
engar fala iengur.
Svo kvaddi hann kærustuna
með bréfi sem hann lauk með
þessari þrihendu:
Vertu sæl og slfellt dæl I geði,
fingra mjalla sólin svinn,
svona spjaliar kærastinn.
Ef Edda bregst, þá er að búa
sér til aðrar og nýrri kenning-
ar. Það geröi Isleifur Gislason
á Sauðárkrók, þegar hann
kvað um tiskuna sem hér var
rikjandi á árunum 1920-25 á
þennan hátt:
Ástar-fifan fauk af stað
fyr’ „Iegghilfa”-Néröi.
Bónorðshrifu ýtti hann að
,,undirlifa”-Geröi.
Kærieiksamboð upp hann tók,
ástar-gambri hreyfði.
En ,,hárkamba”-eyjan kiók
engin sambönd leyfði.
Svona hefur það liklega ver-
ið innan dyra; en þegar hann
sá lifiö á götunni þá kvað
hann:
Sé ég vappa á síðkvöldum
sist þó happ að verði,
I „ástar-pappa” umbúðum,
,,ilja-tappa”-Gerði.
Labbar eftir lágfættur
laus, að prettum hniginn,
„cigarettu-soghólkur”,
sem hér fléttar stiginn.
„Soghólkurinn” hefur svo
greikkað sporin og náð þvi að
ganga við hliðina á „iljatöpp-
unni”, eftir þvi sem skilja ber
næstu visu og kenningarnar i
henni:
Mansétts-ver gaf mjópilshlið
mjög und lakkskó fótinn.
Hárkambstinda björkin blið
biikkaði kjólstélsnjótinn.
Einhver tregða hefur komist
þarna upp á milli, sem ráða
má af þessari visu:
Rýmdi klókur vonarvöll
viður ,,sm8kings”-spjara,
þegar „brókar-blúndu” þöll
brosin tók að spara.
Þetta ævintýri lifsins lætur
svo tsleifur enda þannig:
Hlynur kvarða kostarýr
komst i skarðið vona.
En „andiitsfarða” eikin hýr
aldrei varð hans kona.
Sennilega hefur „farðaeikin”
farið bæði i kvennaskóla og
dansskóla, eftir þvi sem Isleifur
segir:
Menntun þráði og meiri arö,
— mörg eru ráð að henda. —
Loksins þráða iiðjan varð
lærð I báða enda.
Tækifærisvisur Jakobs
Thorarensen hafa löngum þótt
með ágætum, og oftast má sjá
af þeim viðhorf hans til ýmsra
mála; t.d. með þvi að lesa
saman nokkrar visur hans,
má sjá þverskurð af viöhorf-
um til ástamálanna, svo sem i
þessari visu sem hann kallar
morgunvisu kveðna á sér-
stæðu mannamóti:
Einn i blundi úti á grund
að sér hrundu vefur.
Gull i mund á marga iund
morgunstundin gefur.
Um ástarþrána kvað Jakob:
Þetta llður, þráin er
þungi kvlða og vona,
en ástin biður eftir þér
unga, frlða kona.
Svo kom ástin og á eftir
henni brúðkaupið. 1 tilefni
þess kvað Jakob:
Aldrei dvln það upphafs
gaman,
— öldin vel þvl kann, —
að kona og maður komi
saman
og kveiki nýjan mann.
En svo liður á ævina, og þá
skeður þetta:
Þú, sem fyrst varst
flugrik hlln
að fegurð, mýkt og yndi,
ert nú blásnauð, barnaskrln,
blásin mótgangsvindi.
Það er mál manna að ástar-
lifið sé vökulast á kvöldin, þá
verði litbrigðin hve tiðust á
ungri brá. Það sagði séra Ein-
ar Friðgeirsson fyrrum prest-
ur á Borg, aö sér þætti skritið,
og hyggur það fela eitthvað
sem ekki á að vera, og kveður
þannig:
Þann undrast sólarsið,
að sótroðna á kvöldin.
Ætli þaö sé af andstyggð við
eitthvað bak viö tjöldin?
Séra Einar ályktaði, að ef
brotalöm kæmi I burðarásinn
þá væri ekki von hins besta.
Hann sagði:
Augun tapa yl og glans,
ástin fegurðinni,
ef að besta brosið manns
botnfrýs einu sinni.
Hér hefur verið sitthvað
sagt um sumarkvöld og ástir.
Margir bera i brjósti róman-
tiska ást til sumarkvöldanna
og kveða þeim sin fegurstu
ljóö og stökur.
Dýrólina Jónsdóttir fyrrum
húsfreyja á Fagranesi á
Reykjaströnd kvað þessar
kvöldvisur:
AUt er hljótt um haf ogsund,
hulið óttu skýlu.
Tárast nótt, en grátin grund
gengur rótt til hvllu.
Meöan sóiin svölu hjá
sævarbóli tefur,
litla fjólan iokar brá,
leggst I skjól og sefur.