Þjóðviljinn - 26.08.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Síða 10
10 SIÐA -r- ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. ágúst 1979. — Ég er nú orðin 89 ára og það lifir enginn svo lengi án þess að ýmislegt dríf i á dagana. Það er því frá mörgu hægt að segja en á f átt eitt verður drep- iði stuttu blaðaviðtali. Og hverju á þá að halda og hverju að sleppa? Þú kemur mér því í ansi mikinn bobba, góði minn. En ég fyrirgef þér það. Maðurinn minn, hann Gunnar, hélt svo mikið upp á Skagfirðinga að ég fyrirgef þeim allt. Og hvaða manneskja getur það nú verið, sem allt getur fyr- irgefið Skagfirðingum? Er hún ekki eitthvað skritin? Nei, hún er áreiðanlega ekkert skritin en hún hlýtur að vera mjög um- burðarlynd. tölunni. Barnaveiki, mislingar og kighósti voru þá slæmir sjúk- dómar i börnum og stráfelldi þau viða. Sum systkini min dóu, önnur slörkuðu af. En faðir minn var tvikvæmtur og ég er seinni konu barn. Fermingarvorið mitt fluttu foreldrar minir i Auðnahverfið á Vatnsleysuströndinni. Ég var hinsvegar eftir og fermdist frá Járngerðarstöðum. Fólkiö þarna var mjög gott við mig en nú er það allt löngu dáið, bless- að, já, það gengur nú svo. „Viltu koma með næturgagnið" Eftir ferminguna var ég lánuð til Reykjavikur til að passa þar börn fyrir systur Ingimundar fiðlu. Og svo er þar þá til að taka, að ég fór að vinna á Laugavegi 70, hjá Guðmundi Ámundasyni og konu hans, foreldrum Guð- mundar Kristins, glimukappa. Þá var ég 16 ára og fannst ég Steinþóra Einarsdóttir: ,,Og það er ekki að spyrja aö þvl, allt logar þarna I rifrildi og skömm- um og hnefi á móti hnefa. Þetta var hreinasta upplifelsi fyrir mig þótt ég væri orðin 28 ára”. — Mynd: — eik. „Gerðu aldrei Fædd í Selvoginum Ég sit hér uppi á Hrafnistu I herberginu hjá henni Steinþóru Einarsdóttur. — Er ekki best að byrja bara á þvi góðurinn minn að segja þér frá þvi að ég er fædd i Sel- voginum. Þaö fæðast nú senni- lega ekki margir þar núna, fólk- ið er vist orðið svo skelfing fátt. Faðir minn var Einar Einars- son og afi Einar Sæmundsson. Þeir voru ættaðir úr Biskups- tungunum. Afi flutti út i Krisu- vik i tið Árna sýslumanns. 1 Krisuvikinni stundaði pabbi fuglaveiði og eggjatöku og svo sjóinn. Hann seig i Krísuvikur- bjarg og var formaður á Sela- töngum. Svo tóku börnin að hlaðast á hann. Þá flutti hann inn i Selvog og þar er ég fædd. Þannig var nú það. Sjósókninni hélt hann áfram og gerðist nú bátsformaður hjá Katli rika I Kotvogi. Þetta var erfitt að þvi leyti, aö hann varð að vera langdvölum frá heimil- inu, en það mátti nú margur hafa i þá daga. Einhvernveginn varö aö framfleyta fjölskyld- unni, en ekki margra kosta völ. Viö svona menn líkar mér Næst var faðir minn beðinn að gerast formaður á báti, sem réri frá Stað i Grindavik. Þar var sr. Oddur Gislason einnig formaður en þá var hann aö basla viö að hitta Onnu sina frá Kotvogi. Oddur var mikill brautryöjandi slysavarna á landi hér. Hann fann upp svonefnda bárufleyga, ef ég man rétt, en það voru llkn- arbelgir fylltir af lýsi og væri lýsinu helt i sjóinn þá lægði öld- urnar. Oddur var fremur lág- vaxinn maður en þrekinn og allur hinn myndarlegasti. Það var þvi undarlegt að hann skyldi ekki geta fengiö konuna með góðu. En hann var fatækur og þvi ekki að sökum aö spyrja, niöur á það fólk var auðvitað lit- ið af ýmsum efnameiri stór- bokkum. En Oddur lét sig þá ekki muna um það og rændi bara Onnu. Við svona menn llk- ar mér. Oddur fór seinna til Ameriku og mun hafa lagt niður prestskap og farið að fást við lækningar. Eftir Odd kom sr. Kristján Eldjárn að Staö. Hann var ókvæntur en bjó meö ráðskonu og stóö þarna frekar stutt við. Fór norður að Tjörn i Svarfaö- ardal. Og árin líöa. Okkur systkinun- um fjölgaði, en viö týndum lika vera orðin heilmikill kvenmað- ur. Þau hjón voru elskulegt fólk. Ráku þarna greiðasölu og gist- ingu. Einu sinni rakst þarna inn maður I skinnsokkum og með pokaskjatta á baki og segir: „Hér sé guö”. Þarna var þá Simon Dala- skáld á ferð. Ég vissi nú ekki al- mennilega hvernig ég ætti að svara þessari kveðju. Fór til frúarinnar og segi henni frá þessari undariegu gestakomu. „Er Slmon kominn”, segir hún, „gefðu honum allt það besta, sem við höfum, blessuð- um karlinum”. Og ég geri það auðvitað. „Hvað heitir þú, hvers dóttir ert þú?” spyr Simon. Ég segi honum það og þá kemur visan samstundis: „Steinþóra af börnum ber, buröi hefur óiúna, sem aö stór og sjáleg er, sextán ára núna”. Þá segi ég: „Heyrðu góði, ég er að bera fyrir þig allt þaö besta, sem við eigum hér og nú langar mig til að biðja þig bónar”. „Hver er hún?” „Gerðu aldrei visu um mig aftur”. „Hvað segirðu og allir sem vilja fá visu frá Simoni! En gerðu þá annað fyrir mig. Viltu koma með næturgagnið upp til min i kvöld”, en það var sofið uppi á lofti. „Næturgagnið”, hvað var nú það? Ég haföi aldrei heyrt þetta orð fyrr og vissi ekkert hvers- konar áhald þetta næturgagn var. Við töluðum nú bara um koppa suður með sjónum. Svo ég spyr Kristlnu við hvaö karl- inn eigi. „Það er bara koppurinn”, segir hún, „og I kvöld skaltu taka koppinn, fara uppí miðjan stiga, renna honum inn eftir gólfinu og segja: „Hér er nætur- gagnið.” Þetta lét ég mér að kenningu verða og fór þessi af- hending á næturgagninu ágæt- lega fram. En karlinn var vlst rót-kvensamur. Mikilfengleg matar- veisla Vorið 1907 þótti merkilegt á Islandi. Þá réðumst við allar systurnar austur I sveitir. Ég fór aö Helludal i Biskupstungum og var þar um sumariö. En vor- ið var nú ekki merkilegt fyrir þessi vistaskipti okkar heldur konungskomuna. Kóngur og fylgdarlið hans fóru austur að Geysi og viðar. VISU um mig aftur” Sveitakonurnar þarna eystra bökuðu öll ókjör af brauðum of- an i þetta fólk og var haldin mikil matarveisla við Geysi. Kindaskrokkarnir voru látnir ofan I poka, stungið ofan I hver- ina og soðnir I heilu lagi. Hvera- svæðið allt var eitt stórkostlegt eldhús þarna undir berum himni. Er skrokkarnir voru soðnir voru þeir bornir inn i tjöld, hlutaðir sundur, stykkin látin I byttur og þær bornar ínii I önnur tjöld þar sem höföingj- arnir og það drasl, sem fylgdi þeim, gæddu sér á krásunum. Þarna var mikill urmull af sveitafólki kominn, til þess að sjá dýrðina, enda veður gott. Sjálfsagt hefur það búist við að geta fengið þarna eitthvaö aö boröa þvi ekki skorti matföng- in- mhg ræðir við Steinþóru Einarsdóttur um eitt og annað, sem fyrir hana hefur borið á langri leið: Símon Dalaskáld, konungsveislu 1907, fiskvinnu hjá Alliance, baráttu reykvískra verkamann o.fl. Jón frændi minn frá Laug kom mér þarna i vinnu. Ég var látin bera trog á milli tjaldanna svo ég hef nú svo sem gefið á garöann fyrir göfugar skepnur. Já, ég segi skepnur þvi hvað er mannkindin annað en skepna og hreint ekki sú besta, sum hver. Nema ég haföi aldrei áður séö tjald. Ég legg nú af stað með hrokafulla byttu af kindakjöti i fanginu en varaði mig ekki á þessum bölvuðum angalium út frá tjöldunum, geng á eitt stagiö og auðvitaö á hausinn meö þaö sama og kjötið handa könginum komið ut um allt. En það skal ég segja þér, Magnús minn, aö mikið fannst mér þetta ánægju- legt „slys”. Ég stend upp með tóma byttuna, bendi á kjötið og segi: „Takið þið nú til matar ykkar og borðið þetta kjöt, þið eigið það hvort sem er og það litur ekki út fyrir að þið eigið hvort sem er aö fá neitt hér. Kjötið er ekkert óhreint og grasið gerir ekkert til.” Mikið er ég fegin þvi að ég skyldi detta þarna. Mér liður bara ennþá vel, þessvegna. Náðhús hans hátignar Eftir vinnutíma um kvöldiö fór ég að skoöa mig þarna um. Rekst þá á ákaflega finan mann, allan i borðum og orðum og er að reisa einhvern tré- kumbalda, allan úr finasta viði. Ég hélt þetta hlyti að vera æðsti ráðgjafinn, svona llka glerfinn. Ég tek eftir þvi að á þessi húsa- kynni er fest blað og á þvl stend- ur: „Hér má enginn koma nema hans hátign”. Þetta var þá hvorki meira né minna en kamar handa kóngin- um. Ég sá strax að þessi hýbýli voru ekki fyrir mig, kannski ekki einu sinni til að horfa á þau hvaö þá meira og snéri frá hið skjótasta. Fiskvinna hjá Alliance Um haustið fór ég til Reykja- vlkur. Fór þá að vinna við fisk- verkun hjá útgerðarfélaginu Alliance. Þar voru þeir fyrir Magnús lipri og Jón ólafsson. Vaskaði þarna fisk ásamt öðr- um stúlkum. Engin stigvél höfö- um við og engin hllföarföt, en vöfðum tuskum utanum lapp- irnar. Aðbúnaðurinn var slæm- ur og verkið kaldsamt. Ýmsir karlar voru þarna og sumir skritnir. Einn hét Þórð- ur. Hann var drykkfelldur og átti það til að vera frá vinnu af þeim sökum. Konan hans var ákaflega hárprúð. Eitt sinn vantaði hann I 2-3 daga og er hann kom spuröi ég hann hvers- vegna hann hefði ekki mætt. Þá svarar Þórður: „Ja, ég gerði það gott I gær- kvöldi, dró bara kerlu mina á hárinu”. „Skammastu þin ekki, skepn- an þin?” „Nei, ég tók ofan húfuna og sagði: Taktu i hár á höfði Þórð- ar.” En helvítis karlinn hafði ekki eitt einasta hár á hausnum, ekki frekar en Adamson. Þarna var strákur á minum aldri. Hét Björn. Eitt sinn segi ég við Bjössa: „Mér er sagt að þú sért búinn að gifta þig tvisvar Björn. Er það rétt?” „Já”, segir hann, „það er reyndar rétt”. „Og hvernig likaði þér það? Það hlýtur aö hafa verið góö reynsla i fyrra skiptiö úr þvi þú reyndir aftur.” „Ja, það er nú það”, segir Bjössi. „En fyrst þið viljið vita þaö; önnur hafði geitur en hin pissaöi undir.” Fæðið var nú ekki upp á marga fiska. Um miöjan daginn fengum viö hafragrautar- slembru og plnulitiö af mjólk I krukku. Þetta kostaöi 10 aura. Kaffi höfðum við svo með okkur Iflöskum, sem viö geymdum I sokkbolum. Er fiskurinn hafði verið vask- aöur tók Björn á Ananaustum viö honum, — tengdafaðir Bjarna heitins Benediktssonar, — breiddi hannog þurrkaði.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.