Þjóðviljinn - 26.08.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Side 12
12 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. ágúst 1979. Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 í j Á kaldri rigningarnóttu í febrúar 1943 hóf stór f jögurra hreyfla sprengjuflugvél sig til lofts frá London og tók stefnuna á Noreg. Farþegarnir um borð voru óvenjulegir — sex þöglir Norðmenn/ sérþjálfaðir af breska hernum til að vinna skemmdarverk í hinu hernumda heimalandi sínu Þegar flugvélin nálgaðist Kristjánssand, lækkaði hún skyndilega f lugið til að forðast radar Þjóðverjanna. Vél- in sveif lágt yfir dölunum og nálgaðist óðum Harð- angurs-hásléttuna, víðfeðmustu, og einmanalegustu tiaiiasléttu í Norður-Evrópu. Norðmennirnir bjuggu sig undir fallhlífarstökkiö. Knut Haugelid, foringi hópsins, reyndi að ieyna óró- leika sínum. Þetta var þriðja tilraun þeirra og í hin tvö skiptin hafði fallhlífarstökkið mistekist af einhverjum sökum. i kvöld voru veðurskilyrðin hagstæð, kyrrð og fullt tungl. Nú varð það að takast, verkefnin sem biðu þeirra voru það þýðingarmikil: Að binda endi á þunga- vatnsframleiðslu Þjóðverja í Noregi og lama þarmeð hina væntanlegu kjarnorkusprengjugerð þeirra. Þetta viötal er sagan af Knut Haugelid, manninum sem stjórn- aði árásinni á þungavatnsverk- smiðjuna i Vemörk og sem sökkti gufuferjunni Hydro á Tinnvatni i Rjúkan og batt þarmeð endi á vonir Þjóðverja um framleiðslu kjarnorkusprengja fyrir strfðs- lok. Þess vegna má kannski segja, að þetta sé sagan um manninn sem vann siöari heimsstyrjöld- ina. Gróðurinn er það þéttur að ég þarf að leggja leiö mina meðfram grýttri ströndinni til að komast að sveitasetri Knuts Haugelids. Hann stendur boginn i garðinum og er aö hlúa aö grænmetinu með re'ku. Garöurinn er einskonar stórt rjóður sem Knut hefur rutt og lokast af þéttvöxnum skógi og fjöruborði. Knut leggur frá sér verkfærið og viö göngum upp I húsið sem stendur á klettasnös og veitir gott útsýni yfir þröngt sundið. Hann er hægur, minnir á þunglamalegan björn, kiminn, talar i stuttum setningum og lætur gjarnan augnaráöiö botna setningarnar. — Ég var þrjá vetur og tvö sumur i Harðangurshásléttunni, segir hann þegar við höfum tyllt okkur fyrir framan húsið. — Við höföum nær engar vistir þegar við lentum þarna fyrst aðrar en bakpokann, riffil og handfylli af skothylkjum. Við til- heyrðum þeirri deild breska hers- ins sem nefndist SOE (Special Operations Executive — Fram- kvæmdastjórn sérstakra aö- gerða) og höföum veriö sérstak- lega þjálfaðir i Skotlandi til skemmdarverkastarfsemi i Noregi. SOE og OSS (Office Stragetic Service — Skrifstofa herstjórnarþjónustunnar) voru þær deildir sem sáu um hermdar- verk i hernumdu löndum Þjóð- verja. An þessara deilda heföi andspyrnuhreyfingin i Evrópu veriðóskipulögðoglömuð. t striöi er skipulagning, fjármögnun og herkænska grundvallarforsenda baráttunnar. Það er ekki hægt að berjast meö hugsjóninni einni saman. Hrá hreindýr — Hvernig gekk skipulagning ykkar eftir aö þið lentuð á Harðangri? — Hún gekk mjög vel. Fyrsti veturinn var erfiðastur. Við átt- um litið af birgðum og matar- skorturinn var versti óvinurinn. Oft liöu margir dagar án þess að við brögðuðum matarbita. En hreindýrin á hásléttunni björguðu okkur. Að visu gátum við ekki steikt þau fyrsta veturinn vegna eldiviðarskorts, en hrá hreindýr venjast vel. Sjálft kjötið er ekki hægt að leggja sér hrátt til munns, en innyflin, heilinn og mergurinn er afbragðsmatur! Og ef við skutum kálffulla kú var fóstursúpa á boröum! Þrátt fyrir fæðuerfiðleikana héldum við uppi góðri andspyrnustarfsemi. Okkur bárust vopn sem varpað var til okkar i fallhlifum og við dreifðum þeim til nálægra andspyrnuhópa sem fyrir voru og skipulögðum nýja. Það olli okkur að visu ákveðnum erfiöleikum hve vopnasendingarnar frá London voru stopular og stundum lentu fallhlifarhylkin 100 kilómetrum frá fyrirframsömdum lendingar- stað. Við bjuggum i trékofum sem eru á við og dreif um hásléttuna. Ég er alinn upp á þessum slóöum og þekki þvi Harðangurs-háslétt- una i smáatriðum, sem gerði að verkum að við gátum veriö á sifelldri hreyfingu án þess að óttast aö Þjóðverjarnir næöu okkur. — Gerðu Þjóöverjar margar tilraunir til að ná ykkur? — I byrjun létu þeir okkur óáreitta, en juku sóknina er á leið. Eitt skipti sendu þeir fjögur þúsund hermenn tii aö kemba hásléttuna i þvi skyni að góma fjóra okkar. En slik aöferö er náttúrlega dæmd til að misheppn- ast. Jafn margir hermenn eyði- leggja bara fyrir hver öðrum og skilja allt of mörg spor eftir sig. Það er aöeins hægt að berjast gegn skæruliðum meö skæru- liðum. í dag hefði skæruhernaður okkar mistekist á Harðangurs- hásléttunni. En þá voru þyrlurn- ar ekki komnar til sögunnar og þeir þurftu að elta okkur á skiðum, en þar vorum við mun fremri en þeir og þekktum þar að auki landiö miklu betur. En I dag, sem sagt, er slikur skæruhern- aður óhugsandi á opnum svæðum eins og i Noregi og á íslandi. Verksmiðjan sprengd 26. febrúar 1943, tæpum mánuði eftir aö Haugelid og menn hans lentu á Haröangurs- hásléttunni, framkvæmdu þeir hið ómögulega: Að sprengja innviöi þungavatns-verksmiöj- unnar i Vemörk. Þjóðverjar töldu staðsetningu verksmiðjunnar þannig hagað, aö allar árásir á hana væru þýðingarlausar. Þaö vakti þvi óskipta athygli að aðeins niu mönnum, vopnuðum hrlðskotabyssum, skammbyss- um, handsprengjum og hnlfum, tókst að læöast inn á verksmiðju- svæðið og eyðileggja verksmiðj- una og komast burt án þess að einu skoti væri hleypt af. — Við skiptum okkur i tvo hópa, segir Knut. Annar hópurinn kom sprengjuefninu fyrir I verk- smiðjunni, en hinn sá um að standa vörð og verja undanhald ef þörf væri á. Þetta gekk ótrú- lega klakklaust fyrir sig. Þjóðverja grunaði ekki aö árás á verksmiðjuna yrði gerð meö þessum hætti og áttu sér einskis ills von. Viö þurftum aöeins að yfirbuga einn vörð I verksmiðj- unni og þaö gerðist hratt og hljóð- fV''- v i ferjunni I Rjúkan ^Noregí fyrir Knut Haugelid er kominn á ellilaun og eyðir nú mest af tima slnum vift ræktun og umhirftu ióftarinnar á sveitabýlinu lega, þvi manngreyift varð svo hissa og hræddur aö hann stóö grafkyrr og steinþegjandi meðan sprengjuefninu var komið fyrir. Þegar þvi var lokiö létum við hann hlaupa frjálsan ferða sinna og komum okkur á brott áður en sprengjurnar sprungu. Þjóðverjarnir tóku lika ótrúlega seint við sér. Við vorum komnir niður i dalbotninn og byrjaðir að klifa brattann hinum megin þegar sirenan byrjaði að væla. En þá vorum viö löngu sloppnir af hættusvæði og kom- umst óskaddaðir upp á háslétt- una. — Datt ykkur aldrei til hugar að þið væruö að framkvæma óframkvæmanlegt verk? — Nei. Okkur datt þaö aldrei I hug. (Og eftir smáþögn). Okkur leyföist aldrei að hugsa þannig. Það varð að framkvæma verkið. Og þarmeð var máiið útrætt og afgreitt. - Sprengingin hefur haft mikil og neikvæö áhrif á þungavatns- framleiðslu Þjóöverja I Noregi? — Nei, þvi miður ekki, segir Knut og hlær. Rúmúm mánuði siöar höfðu þeir komið framleiðslunni á gang á nýjan leik og aukið hana þar að auki til helminga. Við áttuðum okkur ekki á því að þeir höfðu þegar varahluti á lager i Þýskalandi og þess vegna tók þá stuttan tima að komast upp i full afköst á ný. Bandarikjamenn hófu ákafar sprengjuárásir á verksmiðjuna sama haust. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiöi. Alls felldu 152 virkisflugvélar 1200 sprengjur á skömmum tima, en aðeins fjórar hæfðu verksmiðjuna. Þessar árásir urðu hins vegar til þess að Þjóðverjar ákváðu að flytja verk- smiðjuna til Þýskalands. Þeir áttu þrjú tonn af þungu vatni fyrir og þurftu tvö tonn til vibótar til að geta hafið framleiöslu kjarnorkuspreng junnar. Hitler hefði beitt kjarnorkusprengjunni Þjóðverjum tókst aldrei að flytja verksmiðjuna til Þýskalands. Knut Haugelid sökkti gufuferjunni sem flutti verksmiðjurörin og þungavatnið til Þýskalands á Tinnvatni i Rjúkan. Þar með var öll von úti fyrir Þjóðverja aö reisa þunga- vatnsverksmiðju sem skilaði nægri framleiöslu I tæka tið. En það eru margar hliðar á þessu máli og menn ekki á eitt sáttir um hvort ferjusprengingin I Rjúkan hafi kveðið niður striðiö. Ég ber málið undir Knut Haugelid. — Strlð er háö I mörgum hlekkjum og liðum. Það er alltaf erfitt að úrskurða að einn liður sé mikilvægari en annar. Það er hins vegar ljóst eftirá að ef við höfum ekki sprengt ferjuna hefðu Þjóðverjar fengið nógu mikið magn þungavatns til framleiðslu kjarnorkusprengju. Og hefðu Þjóðverjar náð aö búa til atóm- sprengju hefði Hitler ekki hikað við að beita henni. Kjarnorku- sprengjan heföi orðiö afgerandi vopn á þeim tima. Innrásin á Dunkirk hefði ekki átt sér staö, Sovét hefði tapað striðinu gegn Þjóðverjum. Málið var aðeins að Hitler ákvað um seinan að hefja framleiöslu á kjarnorkuvopnum, hann beið of lengi og þar með var þunga vatniö frá Noregi eina von hans um að ljúka gerö sprengj- unnar i tæka tiö. Hann hélt einfaldlega að hann mundi vinna striðiö með venjulegum vopnum. Þaö var ekki fyrr en í lok 1942 aö Hitler tók viö sér og byrjaði að hrópa á „undravopnið” — kjarnorkusprengjuna. Fimm kiló af fiski Knut segir mér nú söguna af þvi hvernig ferjunni var sökkt. — Þ. 29. janúar 1944 barst okk- Þungavatniö og kjarnorku- sprengjan Árift 1931 sýndi visindamaðurinn Haroid Ciayton Urey fram á, að vift uppgufun fljótandi vetnis verfta sift- ustu leifar efnisins helmingi þyngri en hinar uppgufuðu. Þetta vetnis-Isótóp var nefnt deuterlum (úr grisku deutr- os-tveir). Algengasta aftferðin vift aft fá fram þyngri Isótóp vetnis á sér staft meft rafgreiningu. Vatn sem framleitt ermeftþessum þyngri Isótópum vetnis á sér aðra eiginieika en venjulegt vatn. Fyrri gerft vatnsins gengur undir nafninu „þungt vatn” og hefur formúl- una D 2 0. 1 venjulegu vatni eru 5000 hlutar H 2 O en einn hluti D 2 O. Eins og getiö var að framan er D 2 O framleitt við rafgreiningu. Þannig var þunga vatnift einnig framleitt I Ve- mörk I Noregi. Þetta var gömul verk- smiöja sem framleiddi ammoniak (NH 3). Við rafgreininguna varð þunga vatniö til. 1 upphafi höföu menn engan áhuga á aukaefninu D 2 O, sem myndaðist við rafgreininguna. Þaö er ekki fyrr en vlsindamönnum veröur ljóst, að nota megi þungt vatn viö framleiöslu kjarnorkusprengju eða svonefndrar vetnissprengju, aö Þjóð- verjar fá áhuga á ammoniaksverk- smiðjunni. Þýski vlsindamaöurinn Otto Hahn hafði þegar klofið úranium i lok fjórða áratugsjns við Kaiser Wilhelm-stofn- unina i Berlin. Þessi hugmynd um los- un orku við klofningu úranlumkjarna varö fljótlega til að vekja hugmyndina um kjarnorkusprengjuna. Til að keöjusprenging geti átt sér staö viö klofningu úraniums veröa ákveöin efni að „hægja” á kjarnaklofningunni. Slík efni eru kolefni, beryllium eða D 2 O — þunga vatniö. 1940 urðu menn varir við aðra aöferð en klofningu isótóps 235 úr úranium. Hægt var aö framleiða plút- anium úr úranium og nota það við framleiöslu kjarnorkusprengju. Til að myndavar Hiróslma-sprengjan úran- lum-sprengja, en Nagasaki-sprengjan plútónlum-sprengja. Að mörgu leyti er plútóníum-sprengja auðveldari i framleiðslu. Þjóðverjarnir voru þegar I byrjun striðsins farnir að byggja kjarna- kljúfa. Þeir kusu I byrjun að nota kol- efnisem „stilli” en gáfust fljótl. upp á þvl. Þá hófst kapphlaupift um þunga vatnið. Þeir þurftu um 5000 kiló af D 2 O til að setja kjarnakljúfinn I gang. Þeim tókst aldrei að skrapa saman meira en 2600 kflóum af þungu vatni. Þvi var Hitler fyrir að þakka sem tók hina stjórnmálalegu ákvöröun of seint — og Knut Haugelid, sem sprengdi þungavatnsferjuna áTinnvatni IRjúk- an. — im Viðtal: Ingólfur Margeirs- son ur eftirfarandi skeyti frá London: „Höfum fregnað aö taka eigi þungavatnstækin I Vemörk og Rjúkan sundur og senda þau til Þýskalands. Er hægt að fá staö- festingu á þessu? Er hægt að koma I veg fyrir flutninginn?” Viö komumst að því á skömm- um tima að þetta var rétt. Og nú var að finna leiö til að hindra flutninginn. Þetta skemmdarverk krafðist mikillar tækniþekkingar, og voru aöeins tveir menn sem höfðu nægilega þjálfun i meöferð sprengiefna. Þessir menn voru samstarfsmaður minn Einar og ég. Einar var hins vegar ómiss- andi við senditækin og sá eini sem hélt sambandi við London. Ég varð þvi að framkvæma þetta einn. Hins vegar var það óös manns æði aö ætla sér að ráðast á stöðvar Þjóðverja og sprengja flutningavagnana i loft upp einn sins liðs. Eftir að hafa haldið sambandi við London I nokkra daga virtist aðeins ein lausn á málinu: Að sprengja ferjuna sem flutti þungavatnið yfir Tinnvatn. Ég kaus mér traustan aðstoöar- mann til verksins, Rolf aö nafni. Honum var kennd meðferð sprengiefna og vopna á skömm- um tíma. Aætlunin var að koma sprengiefninu fyrir um nóttina i ferjunni sem fara átti um morg- uninn. Rolf komst aö þvi, að Þjóðverjar ætluðu að reyna aö hylma yfir flutningana með þvi að merkja þungavatnshylkin „pottösku-lútur”. En að sjálf- sögðu tefldu þeir engu i tvisýnu. Tvær sérstakar SS-deildir voru komnar til Rjúkan og sérstakar flugvélar á sveimi yfir svæöinu. Bersýnilega óttuðust Þjóðverjar árás bandamanna. Gufuferjan Hydro var vöru- og almenningsferja. Þar af leiðandi myndi norskum lifum veröa fórnað ef við sprengdum ferjuna. Viö ákváðum þvl aö senda siöasta skeytið til London og spyrja hvort engin önnur lausn væri á málinu enaðsökkva ferjunni. Einar, sem sat I Hovden, simaði fyrirspurn- ina til London. Vift vorum sam- mála um, að ef London hygöist breyta áætluninni mundi hann hringja I mig og segjast senda mér 10 kfló af fiski. Ef London stæöi föst á ákvörðuninni, myndi Einar hringja og segjast senda mér fimm kfló af fiski. Hann hringdi nokkru seinna og sagðist senda mér fimm kiló af fiski. Fórnaði botnlanganum Akvörðunin var þvi endanleg skipun og ekki aftur snúið. Skip- anir eru ekki til umræðu, þær eru framkvæmdar. Ég bar ábyrgðina á framkvæmdinni og hóf skipu- lagninguna i smáatriðum, þótt okkur hrysi öllum hugur viö þvi að þurfa að fórna lifum landa okkar vegna þessarar áríðandi framkvæmdar. Það þurfti að sökkva ferjunni þar sem vatnið var dýpst. Til að þetta mætti takast þurftum vift að þekkja nákvæmlega til hraða bátsins og nota nákvæma tima- sprengju, sem væri nógu öflug til að sökkva ferjunni nær sam- stundis. Við ákváðum að nota vekjaraklukkur til aö tendra sprengjuna. Vekjaraklukkurnar útheimtu aftur á móti rafmagns- tendru sem sprengdi sjálft dýna- mitið. Meðan Rolf útvegaði raf- magnskveikjuna tók ég mér far meö ferjunni, klæddur sem verkamaður, til að mæla sigl- ingartimann nákvæmlega. Ég hafði meö mér hriðskotabyssu inni i svefnpokanum og tvær handsprengjur i bakpokanum. En sem betur fer þurfti ég aldrei að nota vopnin. Kjell Nielsen, verkfræöingi og yfirmanni flutningadeildar Hydro, tókst aö koma þvi þannig fyrir, aö ferjuflutningurinn ætti sér staö á sunnudegi. Þvi von- uöumst við til að sem fæstir farþegar væru um borð. Hann lét taka úr sér botnlangann aö yfir- j lögðu ráöi á mánudagsmorgni og var þvi enn I deyfivimu þegar Þjóöverjar reyndu að yfirheyra hann sama dag. Góöur og gegn varðmaöur A sunnudagskvöldið læddumst við Rolf og félagi einn frá Rjúkan og ég niöur að ferjunni. Ég fór fyrst einn um borð til aö kynna mér kringumstæður. Allt virtist meö kyrrum kjör- um nema hvað nokkrir skips- verjar sátu aö drykkju og spilum ef dæma mátti af hljóðunum. Rolf læddist um borö og við komumst óséöir niður I skipið. Skyndilega birtist varðmaftur ferjunnar, sem var einn skipsverja og hafði verið inni hjá félögum sínum. Við út- skýrðum fyrir honum i hasti að við þyrftum aftfela okkur og hann benti okkur á lúgugatift á þilfar- inu. Hann virtist vanur þvi aft sjá landa sina i nauð. Félagi okkar frá Rjúkan var nú með öllu ómetanlegur. Hann byrjaði strax að ræöa vift varðmanninn og hélt honum uppi á tali, meðan við komum sprengiefninu fyrir niðri i ferjunni. Þaft var erfitt og tima- frekt starf, enda erfitt að athafna sig niðri i þröngri og dimmri lest- inni. En þetta hafðist. Við not- uðum tvær vekjaraklukkur þann- ig aft ef önnur bilaði gætum við treyst á hina. Þegar vift komum aftur upp á dekk var vinur okkar frá Rjúkan enn að tala viö varö- manninn. Vift þökkuftum honum fyrir hjálpina og kvöddum hann fullan undrunar. Ég var I hálf- gerðum vandræftum með mann- inn, þetta var bersýnilega góður og gegn Norðmaður, en of mikið var i húfi til að segja honum hver' raunveruleg ætlun okkar væri. Bíllinn beið okkar og flóttinn til Sviþjóðar hófst. Næsta morgun þegar við vorum staddir á miðri leiö milli Hokksunds og Drammen varö mér litiö á klukk- una. Hún varkortéryfir ellefu. Ef allt heföi fariö samkvæmt áætlun spryngi ferjan i loft á þessari stundu. Allt fór samkvæmt áætlun. Kostaði miklar fórnir — Hve margir fórust meft ferj- unni? — 14 Norömenn og um 20 Þjóöverjar létust viö spreng- inguna eöa drukknuöu. Rúm 15 þúsund kiló af „poppösku-lút” sukku meö ferjunni, en þaö heföi gefið Þjóðverjum 607 kfló af þungu vatni. Ferjan sökk nákvæmlega á þeim stað, sem viö höföum gert ráö fyrir. Einnig hafði sprenging- intekistsamkvæmtáætlun: Þessi nitján pund sprengiefnis, sem beint var framávið, höföu lyft skut ferjunnar og skrúfu, sem gerði þaö aö verkum aö járnbrautarvagnarnir, sem innihéldu þunga vagniö, runnu nær þegar I vatnið. Ferjan sökk innan fimm minútna sem útilok- aði aö henni yröi siglt á grunn. Margra daga vinna hafði tekist fullkomlega. Þjóöverjarnir náðu ekki I þunga vatnið. En þaö kost- aöi miklar fórnir. — Þaft hafa verift geröar margar kvikmyndir um þennan atburft. M.a. „Hetjurnar frá Þelamörk” meö Richard Harris og Kirk Douglas I aftalhlutverk- uijt- Hvaft finnst þér um túikun þessara ntynda á þvi sem gerft- ist? Knut Haugelid er þögull i smátíma. — Mér finnst þær allar meira og minna lélegar. Hin sanna saga veröur aldrei sögö. — im

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.